Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 28. mars 2012 Miðvikudagur Gegn ritskoðun og tómhyggju Þann 27. mars var Alþjóða leikhúsdagurinn. Á hverju ári semur virtur leikhús- maður ávarp í tilefni dags- ins í þeim tilgangi að hvetja og veita innblástur. Í ár var það John Malkovich, leikari og leikstjóri, sem varð við beiðni Alþjóðlegu leiklistar- stofnunarinnar. John biðlaði til leikhús- heimsins um að setja upp frumleg og hjartnæm verk og að þau beri það með sér að auðvelda leit mannsins að svörum sem auðvelda tilvist hans á manneskjulegum for- sendum. Hann óskaði lista- mönnum einnig velfarnaðar í baráttu gegn ritskoðun og tómhyggju. Fyrirlestur um ískaldan matarglaðning Auður Ösp Guðmunds- dóttir vöruhönnuður heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum, hönnunar- og arkitektúrdeild miðviku- daginn 28. mars kl.12.00, Skip- holti 1, stofu 113. Auður mun segja frá verkefni sem unnið var fyrir bændurna á Læk í Flóa og fékk nafnið Búbót en einnig hönnuðu þær ískaldan matarglaðning fyrir versl- unina. Ísinn er innblásinn af íslenskum matarhefðum, réttum og jurtum. Sem dæmi má nefna grjónagrautarís með brenndu kanilsmjöri sem var frumsýndur í Brimshúsinu á Hönnunarmars og er sá fyrsti í línunni. Hungurleikar mala gull Hungurleikarnir mala gull í Bandaríkjunum með 155 milljónir í aðsókn og 60 millj- ónir dollara á erlendum markaði. Kvikmyndin er nú í þriðja sæti yfir bestu helgar- aðsókn allra tíma á eftir The Dark Knight og Harry Potter and The Deathly Hallows: Part II. Svo virðist sem við- snúningur á steríótýpum í kvikmyndum svínvirki en aðalsöguhetjan Katniss Ever- deen er ísköld meðan karl- hetjan á móti henni býr yfir mýkt tilfinningar. Þetta ætti að veita öðrum framleiðend- um í Hollywood gott spark í rassinn. L eiksýningar halda áfram í Þjóðleikhús- kjallaranum, sem er ágætt. Það er vel gert af leikhúsinu að styðja við sjálfstæða leikstarfsemi með þessum hætti og verður von- andi meira en einnar nætur gaman. Menn setja ekki hvað sem er á svið þar, en fyrir verk sem henta, fámenna einþátt- unga, einleiki, kammerleiki og leiknar dagskrár af ýmsu tagi, er hann ágætur. Í síðustu viku frumsýndi leikhópur, sem nefnir sig Fá- tæka leikhúsið, þar Glerdýr- in eftir Tennessee Williams. Hópurinn eða aðilar honum tengdir eiga að baki nokkrar sýningar, en heimildum mínum (af netinu) ber ekki nákvæmlega saman um upp- runa hans. Mér sýnist þó að burðarásar hafi jafnan verið þeir Bjartmar Þórðarson leik- ari og Heiðar Sumarliðason leikstjóri. Leikhúsið virðist bera nafn með rentu; alltént er í leikskránni tekið fram að enginn þátttakenda þiggi laun fyrir vinnu sína. Allt eru þetta þó menntaðir kraftar. Verk sem hlaut frábærar undirtektir Glerdýrin er fjögurra manna leikrit sem gerist á kreppu- árunum í St. Louis. Það var frumsýnt í Chicago árið 1944 og fljótlega flutt yfir á Broadway þar sem það hlaut frábærar undirtektir bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Williams varð á svipstundu eitt af stóru nöfnunum í bandarískri leikritun og var það alla tíð síðan. Verk hans voru mjög misjöfn að gæðum, en Glerdýrin er og verður eitt af þeim bestu. Þetta er fámennt verk, fer fram í einni stofu og hentar þannig séð fátækum leikhúsum ekki illa. En menn skyldu ekki vanmeta kröfur þess. Þó að það kalli ekki á íburð í sviðsetningu, þarf bæði góðan leik og leik- stjórn til þess að gera því full- nægjandi, jafnvel boðleg skil. Talsvert vantar upp á að það takist að þessu sinni. Þrír ungir leikarar bera sýn- inguna uppi ásamt reynslu- boltanum Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur. Hún leikur Amöndu Wingfield, móður tveggja uppkominna barna sem eru að reyna að fóta sig í lífinu. Dóttirin, Lára, er bækluð á öðrum fæti, svo er hún dálítið sér á parti, eins og sagt er, lifir í eigin heimi, þar sem hún unir sér við að hlusta á grammófónplöt- ur og rísla við glerdýrin sín. Sjálf er hún brothætt eins og glerdýr. Amanda er eitt af þessum ráðríku og sjálfhverfu ofur- kvendum, þessum ofurmæðr- um, sem Williams vissi ekki hvort hann ætti fremur að hata eða elska og var alltaf að sýna í leikritum sínum öðru hvoru. Hún er gömul yfirstétt- armær úr Suðrinu („ Southern Belle“), taugaveikluð og móð- ursjúk, fædd inn í hástéttina sem átti plantekrurnar og hélt að heimurinn myndi alltaf lúta valdi sínu. Raunin varð önnur. Amanda giftist manni sem yfirgaf hana og skildi eina eftir með börnin tvö. Svo skall Kreppan mikla á og nú verður Amanda að draga fram lífið með öllum ráðum við heldur ömurlegar aðstæð- ur. Dekurdrósin sem eitt sinn var neyðist til að selja áskriftir að kventíma ritum til þess að skaffa heimilinu einhverjar tekjur. Reynsluleysi En hvað á að verða um þær Láru, ef sonurinn, Tom, yfir- gefur þær? Hann vinnur í vörugeymslu, en þráir að komast burt, láta draumana rætast. Að sjálfsögðu fer hann í leikslok. Leikritið er mjög persónulegt (rétt eins og Long Day´s Journey into Night O´Neills, sem verið er að sýna á öðru sviði leikhússins): Tom er skáldið Williams, Lára systir hans, Rose, Amanda móðir þeirra, Edwina. Rose var gáfuð og hæfileikarík, en hún var sinnisveik og að lokum var gerð á henni lóbótómía sem flatti út tilfinningalíf henn- ar og persónuleika. Hún var Williams afar kær, hann komst aldrei yfir þetta áfall og Rose varð einnig einn af fastagest- unum í hinum sérkennilega og ekki alltaf geðþekka skáld- heimi hans. En Glerdýrin eru geðþekkt verk, ef hægt er að segja það um nokkurt leikrit. Tom er leikinn af Bjartmari, Lára af Tinnu Lind Gunnars- dóttur, Jim, gesturinn í leikn- um, af Bjarna Snæbjörns- syni. Jim er vinnufélagi Toms og gamall skólabróðir Láru. Amanda skipar Tom að bjóða honum í kvöldverð í von um að koma þeim Láru saman. Auðvitað misheppnast sú til- raun eins og flest annað í lífi þessa fólks. Samtal Láru og Jims er eitt besta atriði leiks- ins, eitt hið fallegasta úr penna Williams. Það er skiljanlegt að ungt leikhúsfólk í leit að tækifær- um leggi saman til þess að fullnægja löngun sinni til að fást við bitastæð viðfangsefni og kynna sjálft sig um leið. En það er ekki endilega heppi- legt að ungur og reynslulítill leikstjóri taki að sér að leik- stýra ungum og reynslulitlum leikurum, og hér fór lítið fyrir þeirri persónuleikstjórn sem verkið stendur og fellur með. Túlkunin var almennt of flöt, einlituð og eintóna. Það vant- aði þann hljómbotn sárs- aukans, þær innri mótsagn- ir, þá tilfinningakviku sem maður vill sjá þarna og finna fyrir. Ég er ekki að segja að illa hafi verið unnið, kastað til höndum; ég efa ekki að fólk hefur lagt sig fram og víst brá fyrir góðum augnablikum hjá öllum. Túlkun og jafnvel leiktækni var engu að síður áfátt í ýmsu. Bjartmar var of stífur í líkamlegri tjáningu, textameðferðin blæbrigða- lítil og sveiflur í hugarástandi ekki alltaf nógu undirbyggð- ar. Í einu hinna viðkvæmari atriða sýndi hann þó sérlega góðan svipbrigðaleik. Í Láru Tinnu Lindar saknaði ég um of hinnar ljóðrænu taugar, því að Lára hefur í sér „brot af skáldi“; það er partur af tragík leiksins. Bjarni þurfti ekki að gera Jim svona flagaralegan; leikaranum er orðið nokkuð tamt að grípa til ákveðinna leiktakta sem hann gæti fest sig í, ef hann – og leikstjórar – gæta sín ekki. Bjarni er flottur maður á sviði, en ástæðu- laust fyrir hann að sýna okkur svona skýrt hversu vel hann veit af því. Allt um það áttu þau Bjarni og Tinna Lind góða spretti í fyrrnefndu sam- tali, sýndu einlægni og næm- leika sem leikstjórinn hefði átt að geta náð betur fram hjá þeim. Nautn að sjá Lilju Guðrúnu Lilja Guðrún er leikkona sem of sjaldan sést á sviði, hvað í ósköpunum sem veldur því. Hér fundum við heldur lítið fyrir hinum afdankaða elegans, geðríkinu og stjórn- seminni, sem litar sjálfs- mynd Amöndu og sjúk sam- skipti hennar við börn sín. En mikið óskaplega hefur hún Lilja Guðrún alltaf fína rep- likku; það er beinlínis nautn að heyra hversu nett og skýrt og markvisst tilsvörin hljóma úr munni hennar. Og ekki ónýtt fyrir unga leikara að fá að vinna með leikara sem kann að fara með texta eins og hún. Húsmunirnir á sviðinu virt- ust hafa verið tíndir til úr Góða hirðinum, heldur tilviljana- kennt verður að segjast. En ef- laust er ósanngjarnt að gagn- rýna fátæk leikhús fyrir slíkt. Svolítið snoturri uppstilling á sjálfu glerdýrasafninu hennar Láru hefði þó varla þurft að kosta svo mikið. Heiðar Sumarliðason er metnaðar- og kappsfullur leikhúsmaður, eftir því að dæma sem hann hefur látið frá sér fara og látið hafa eftir sér í viðtölum. En sem leik- stjóri á hann margt ólært og úr því bætir hann ekki nema með því að vinna með reyndara fólki. Og sama á að sjálfsögðu við leikarana; þeir þurfa á styrkari stjórn að halda og nánara samneyti við þá sem hafa verið lengur úti á akrinum. Brothætt glerdýr Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Glerdýrin eftir Tennessee Williams Þýðing og leikstjórn: Heiðar Sumarliðason Leikmynd: Þórdís Jóhannesdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Fátæka leikhúsið í Þjóðleikhúskj. Gott framtak „Það er vel gert af leikhúsinu að styðja við sjálfstæða leikstarfsemi með þessum hætti og verður vonandi meira en einnar nætur gaman.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.