Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 30. apríl 2012 Mánudagur D óttir mín er enn í sárum eft- ir einelti skólasystra sinna á æsku- og unglingsárum. Sem betur fer man hún ekki eft- ir því ofbeldi sem hún varð fyrir á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði sem lítið barn,“ segir móð- ir ungrar einhverfrar stúlku sem sam- þykkir að segja sögu dóttur sinnar í því skyni að það verði til þess að sem flest- ir skilji mikilvægi þess að þekkja ein- kenni einhverfu hjá börnum og ung- lingum. „Það mátti ekki halda á henni og heldur ekki láta hana vera, hún grét og öskraði og var mjög óvær. Sex mánaða fékk hún lyf til þess að sofa,“ segir móð- irin spurð hvenær hún hafi áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. „Hún stóð í lappirnar með smá að- stoð og var aldrei kyrr. Þriggja vikna fékk hún fyrst mat og sex mánaða sagði hún nokkur orð og stríddi meðvitað. Barnalæknir tilkynnti þegar hún var þriggja mánaða að hún hefði öll ein- kenni ofvirkra barna. Það var svo eng- in ástæða til að fara með hana í frek- ari greiningu hvað það varðar, það fór aldrei á milli mála að hún var ofvirk.“ Sökuð um lygar Dóttirin fékk snemma einhverfugrein- ingu. Sálfræðingur greindi hana með einhverfu þegar hún var tveggja ára. Hún þurfti svo að bíða í um eitt ár eftir greiningu á Greiningarstöð ríkisins en þar fékk fjölskyldan mjög góða þjón- ustu. Hún varð þó fljótt vör við skilnings- leysi í leikskólakerfinu. Þegar dóttirin komst loks á leikskóla, hafði verið á forgangslista, sakaði leikskólastjórinn móðurina um að ljúga fötluninni upp á dóttur sína til að koma henni fyrr að. Þá var hún rúmlega tveggja ára gömul og hafði fengið greiningu frá lækni sem átti eftir að staðfesta á Greiningarstöðinni. „Mér fannst með ólíkindum að forstöðukona leikskól- ans héldi að ég væri að ljúga fötlun upp á barnið mitt. Það vantaði og vant- ar enn mikið upp á þekkingu á ein- hverfu og hversu misjöfn hún er, engin tvö börn eru eins.“ Dóttir hennar kom vel fyrir að flestra mati þrátt fyrir að oft hafi hún tekið ofsafengin æðisköst. Þá þoldi hún illa hljóð og snertingu og móðirin viðurkennir að oft hafi hún verið afar erfið viðureignar. „Ég fór með hana í annan leikskóla. Þurfti að fá heilsdagsvistun fyrir hana. Þar lenti hún í ömurlegu atviki.“ Bundin niður og límt fyrir munninn Umrætt atvik varðar harðræði gagn- vart börnum en starfsaðferðir á leik- skólanum komust í hámæli þetta ár og starfskona á leikskólanum var sök- uð um að líma fyrir munn tveggja ára barns og var barnaverndaryfirvöld- um gert viðvart um atburðinn. Barna- verndarnefnd Hafnarfjarðar vísaði málinu til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, þaðan var málinu vísað til ríkissak- sóknara sem vísaði málinu frá. Ofbeldið komst upp þegar eitt for- eldrið kom of seint með barnið sitt á leikskólann. „Þá gekk hún fram á barn sem var aleitt frammi og bundið í plaststól. Hin börnin voru inni í sögustund. Þessi móðir setti allt málið í gang. Það voru teknar skýrslur af börnunum á leik- skólanum og við sem komum mál- inu við fengum að lesa þær. Þær voru án nafna en ég þekkti þar frásagnir af stelpunni minni og þar kom í ljós að starfsmenn óluðu niður þau börn sem ekki voru stillt. Dóttir mín gat alls ekki setið kyrr eða stýrt sinni hegðun vegna fötlunar sinnar og það var að sjálf- sögðu vitað á leikskólanum.“ Útbrot eftir plásturinn „Þegar ég frétti af þessu og við hvaða aðstæður þetta var notað sá ég strax að dóttir mín var algjör kandídat í þetta. Ég fékk þetta staðfest í símtölum for- eldra sem áttu börn þarna og sögðu frá að dóttir mín hefði lent í þessu. Ég hafði áður tekið eftir að hún var með útbrot í kringum munninn. Farið var ferkantað og ég furðaði mig á því. Ég spurðist fyrir á leikskólanum og var þá sagt að hún væri svona af því að hún væri alltaf að borða klaka. En þetta var sem sagt eftir límband eða plástur. Dóttir mín fór á þriðja leikskólann og þar gengu hlutirnir öðruvísi fyr- ir sig, þar fengum við og hún alla þá hjálp sem þurfti. Hún var þar þangað til hún byrjaði í grunnskóla.“ Kennarinn neitaði að fræðast um Asperger Móðirin hefur glímt við skólakerfið á fleiri vígstöðvum. „Eldri bróðir hennar er með Asper- ger og kennarinn hans vildi ekki fræð- ast um heilkennið. Sagðist ekki vilja gera það til þess að vera ekki með for- dóma. Ég skildi aldrei þetta undarlega viðhorf hennar. Þetta var góð kona en hún hafði engan skilning á Asper- ger og þar með hafði hún lítinn skiln- ing á þörfum hans. Henni fannst bara skemmtilegt hvað hann var gáfaður og hvað hann hafði mikla kunnáttu á ýmsum sviðum. Ég var því ákveðin í að undirbúa skólabyrjun dóttur minnar mjög vel og gaf mér góðan tíma í það. Það gekk mjög vel og var allt auðveld- ara en þegar ég var að berjast fyrir son- inn. Ég vildi meiri skilning enda þurfti sonur minn að heyja baráttu í skólan- um og þá helst í frímínútum. Eineltið var gríðarlegt á tímabilum og ofbeldis- kennt. Hann var laminn og barinn og rukkaður um peninga til að fá að fara heim eftir skóla. Ég vildi að kennarinn hennar myndi kynnast dóttur minni áður en hún byrjaði í skólanum og heimsækja hana í leikskólann. Ég vildi að það yrði ráðinn þroskaþjálfi með stelpunni.“ Hún fékk óskir sínar uppfylltar og dótturinni leið ágætlega í skólanum þangað til hún komst á miðstigið. Þá hófst einelti sem stúlkan er enn í dag sár yfir. Hafa ekki sagt fyrirgefðu „Eineltið fólst í því að einangra hana, allar stelpurnar í bekknum voru allt- af uppteknar þegar hún bað þær að vera með sér, þetta stóð í ár og þá lét ein stelpan vita heima hjá sér að þetta hefði verið samþykkt af stelpunum í bekknum. Reynt var að uppræta ein- eltið en því miður hélst það í ár í við- bót og enginn tók eftir neinu. Þetta fór mjög leynt. Þetta hafði varanleg áhrif á dótt- ur mína. Hún varð einnig fyrir einelti utan skóla sem skátafélagar hennar áttu hlut að. Þær hringdu kannski og báðu hana um að hitta sig einhvers staðar. Helst einhvers staðar langt í burtu. Hún varð glöð og kát og hljóp út en svo þegar hún kom þangað, þá var enginn þar. Þær mættu aldrei heldur, voru bara heima að hlæja.“ Versta atvikinu sem hún rifjar upp úr æsku dóttur sinnar tóku fjölmörg skólasystkin hennar þátt í. „Tvær skólasystur hennar komu og spurðu eftir henni. Hún varð voða glöð og fór út. Þegar hún var komin út á stétt, ánægð að fá að vera með, biðu fleiri krakkar og fóru að kasta snjóboltum í hana. Dúndruðu í hana þar sem hún stóð. Þótt dóttir mín sé einhverf er hún mikil félagsvera. Hún lifir og þrífst á því að vera félagsvera og upplifði kvalir yfir að vera hafnað. Hún er sár yfir því að þær sem beittu hana hvað mestu andlegu of- beldi hafa ekki enn sagt fyrirgefðu. Hún vildi ekki fara í skólann, var oft illa haldin af þunglyndi og kvíða og í raun sárþjáð. Einelti hefur skelfilegar afleið- ingar.“ „Ég er stolt af dóttur minni. Hún stendur sig svo vel í öllu sem hún tek- ur sér fyrir hendur. Hún á vini og sinnir áhugamálum sínum.“ Í haust hefur dóttir hennar nám í Hússtjórnarskólanum og sonur henn- ar nýtir sér úrræði Specialisterne á Ís- landi. „Námið er liður í því að hún geti séð um sig sjálf. Mér finnst það skipta öllu máli að þessir krakkar geti farið að heiman og læri að sjá um sig. Hvort sem þau búa ein eða með öðrum. Mér finnst eiginlega synd að fatlaðir ein- staklingar, þroskaheftir einstaklingar, fari ekki allir í svipað nám. Strákurinn minn nýtir sér úrræði Specialisterne. Stelpan mín er enn að fóta sig. Það væri óskandi að sár- in fengju að gróa. Allir þurfa á því að halda.“ n Bundin niður á leikskólanum Mætti skilnings- leysi og fordómum Móðir einhverfrar stúlku segir frá einelti og skiln- ingsleysi í skólakerfinu. Myndin er sviðsett. n Móðir mætti fordómum í skólakerfinu n Dóttirin lögð í gróft einelti Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is S pecialisterne á Íslandi var stofnað í ársbyrjun 2010 af Umsjónarfélagi einhverfra og sjö einstaklingum. Í Danmörku hafa Specialisterne vakið heimsat- hygli fyrir aðferðir sínar við að meta og þjálfa einstaklinga með greiningu á einhverfurófi og útvega þeim störf. Móðirin sem segir frá vanlíðan barna sinna í æsku lofar þau úrræði sem taka við þegar börnin verða eldri. „Í dag eru úrræðin miklu betri og fleiri. Það þarf í raun að bæta líðan þeirra barna sem eru yngri. Sonur minn sem er með Asperger passar mjög vel í þeirra úrræði og er á góðum stað í lífinu. Hann er með tölvukunnáttu sem stúlkan mín er ekki með.“ Hjá Specialisterne geta einhverfir, 18 ára og eldri, nýtt sér úrræðin og eru þjálfaðir í 12–20 vikur. Þau fá styrk- leika sína metna, fara í starfsþjálfun og þá er lögð mikil áhersla á að auka félagsfærni og hafa andrúmsloftið létt og leikandi. „Þetta er mats- og þjálfunarferli og á þessum tíma erum við að vinna með hvern og einn og er mjög einstaklingsmiðað,“ segir Eygló Ingólfsdóttir hjá Specialisterne. „Við finnum starf við hæfi. Við leitum eftir styrkleikum og áhuga þeirra sem hingað leita. Þetta eru reyndar allt strákar, það er ein stúlka hjá okkur og stendur til að bæta úr því. Það eru 20 einstaklingar sem hafa verið hjá okkur og sex hafa fengið starf við hæfi. Þau fyrirtæki sem hafa sýnt hvað mestan stuðning eru: Tölvudeild Reykjavíkur- borgar, Tölvulistinn, Upplýsingatækni- svið Reykjavíkurborgar og Vistor. Það sem við þurfum helst á að halda er að fyrirtæki gefi þessu fólki tækifæri.“ Specialisterne á Íslandi Ný tækifæri fyrir einhverfa „Dóttir mín er enn í sárum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.