Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 30. apríl 2012 Mánudagur Ræðst gegn Árna Finnssyni n Kallar formann náttúruverndarsamtaka öfgamann G uðmundur Franklín Jóns- son, formaður Hægri grænna, segir Árna Finns- son, formann Náttúru- verndarsamtaka Íslands, öfgaumhverfissinna. Þetta sagði hann á Facebook-síðu sinni á sunnudag og vísaði í frétt á mbl.is um að alþjóðleg dýraverndunar- samtök vildu að Íslendingar yrðu beittir diplómatískum þrýstingi til að láta af hvalveiðum. „Nú hlýtur öfgaumhverfissinn- inn Árni Finnsson formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands að fara upp í bandaríska sendiráð, eins og um árið og pressa á sendiherr- ann með þetta,“ sagði Guðmundur Franklín. Vísaði hann þar til upp- lýsinga sem komu fram í sendi- ráðsskjölum sem birt voru af Wiki- leaks um að Árni hefði farið á fund bandaríska sendiherrans á Íslandi og beðið hann um stuðning í bar- áttunni gegn hvalveiðum Íslend- inga. „Kannski er þetta að hans und- irlagi, hver veit. Þetta gæti verið spurning um landráð,“ velti Guð- mundur Franklín fyrir sér en það er ekki í fyrsta skipti sem einhver veltir því upp að Árni verði dreginn fyrir dómstóla vegna meintra landráða. Hvergi hefur þó komið fram að Árni standi að baki ályktun alþjóðlegu samtakanna sem mbl.is vitnaði í. Flokkur Guðmundar Franklíns, Hægri grænir, gefa sig út fyrir, eins og nafnið gefur til kynna, að styðja umhverfisvernd. Hann hefur þó áður varað við svokölluðum öf- gaumhverfissinnum en þetta skipti gengur hann lengra og nafngreinir aðila sem hann telur tilheyra þeim hópi. adalsteinn@dv.is K röfuhafar tveggja eignar- haldsfélaga í eigu móður- félags verktakafyrirtækisins Eyktar hafa afskrifað samtals þrjá milljarða króna af skuld- um félaganna. Félögin tvö, Norður íbúðir ehf., áður Eykt íbúðir ehf., og S 40 ehf., voru tekin til gjaldþrotaskipta í lok síðasta árs og er skiptum lokið á félögunum. Eigandi Eyktar er eignar- haldsfélagið Holtasel en eigandi þess er Pétur Guðmundsson. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Engar eignir fundust í búi Norður íbúða ehf. en afskrifaðar skuldir hjá félaginu námu 2,2 milljörðum króna. Fyrirtækið byggði meðal annars hús við Ferjuvað, Helluvað og Norður- bakka. Kröfur í bú S 40 ehf. námu 774 milljónum króna og fundust engar eignir í búinu á móti skuldunum. Afskriftir upp á tugi milljarða Milljarðarnir þrír bætast við afskriftir hjá öðrum eignarhaldsfélögum sem tengjast Eykt, meðal annars eignar- haldsfélaginu Höfðatorgi og Bleiks- stöðum. Í árslok í fyrra var greint frá því að kröfuhafar Höfðatorgs, eign- arhaldsfélagsins sem byggði og átti turninn í Borgartúni að öllu leyti, hefðu þurft að afskrifa um 15 millj- arða króna af skuldum félagsins. Eft- ir fjárhagslega endurskipulagningu þess félags á móðurfélag Eyktar ein- ungis 25 prósenta hlut í því á móti 75 prósenta hlut Íslandsbanka. Þá skuldar félagið Bleiksstaðir, sem var í meirihlutaeigu Holtasels, rúmlega 13,5 milljarða króna mið- að við síðasta ársreikning félagsins. Bleiksstaðir keyptu meðal annars Blikastaðalandið í Mosfellssveit af Íslenskum aðalverktökum í febrúar 2008 og á Arion banki 6,6 milljarða króna veð í landareigninni. Til stend- ur að Arion banki leysi Blikastaða- landið til sín vegna vanefnda Bleiks- staða en eigið fé félagsins er neikvætt um meira en sex milljarða króna miðað við ársreikning frá 2010. Miðað við stöðu þessara fjögurra félaga sem tengjast Eykt ættu af- skriftir vegna þeirra að nema vel á þriðja tug milljarða króna. Höfðatorg stærsta verkefnið Verktakafyrirtækið Eykt var mjög umsvifamikið í fasteignabyggingum á árunum fyrir hrunið 2008. Lang- stærsta verkefni fyrirtækisins var bygging Höfðatorgs, 75 þúsund fer- metra húsnæðis í Borgartúni, sem í dag hýsir skrifstofur þekktra fyrir- tækja og stofnana eins og Olís, Sam- herja og Fjármálaeftirlitsins. Turn- bygging Höfðatorgs er orðin eitt af einkennistáknum borgarinnar – og hruns fjármálakerfisins 2008. Í mars 2008 skrifuðu Eykt og Reykjavíkurborg undir 25 ára leigu- samning vegna leigu borgarinnar á 7.000 fermetrum í húsinu á Höfða- torgi. Öll starfsemi framkvæmdasviðs, skipulags- og byggingarsviðs og um- hverfissviðs var færð yfir í húsið. AfskrifA milljArðA hjá eigAndA eyktAr n Afskriftir tengdar Eykt nema á þriðja tug milljarða króna„Miðað við stöðu þessara fjögurra félaga sem tengjast Eykt ættu afskriftir vegna þeirra að nema vel á þriðja tug milljarða króna. 15 milljarðar afskrifaðir 15 milljarðar króna voru afskrifaðir af skuldum eignar- haldsfélagsins Höfðatorgs fyrr á árinu en félagið byggði og átti samnefnda byggingu í Borgartúni. Samningur undirritaður Forsvarsmenn Eyktar og Reykjavíkurborgar í mars 2007. Vil- hjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri sést hér ásamt forsvarsmönnum Eyktar, meðal annars Pétri Guðmundssyni, aðaleiganda fyrirtækisins. •Trjáklippingar •Felli tré •Garðyrkja Sími: 846 8643 • 8997679 www.gardyrkjumeistari.is Jóhannes garðyrkjumeistari 40 ára reynsla Kolfinna ver föður sinn: Ásakanir hugarórar systur „Það er alkunna, að reiði hins sjúka eftir nauðungarvistun bein- ist fyrst og fremst að hans eða hennar nánustu. Þannig höf- um við öll mátt þola haturs- og hefndarhug fyrir vikið. Það hefur tekið á sig ýmsar birtingarmynd- ir í tímans rás,“ skrifar Kolfinna Baldvinsdóttir sem kemur föður sínum Jóni Baldvini Hannibals- syni til varnar í opinni grein sem birtist á Facebook-síðu hennar um helgina. Í greininni, sem ber yfir- skriftina „Fjölskylduböl í fjölmiðl- um: Hvers vegna allt þetta hatur?“ segir Kolfinna að allar ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur föður hennar megi á einn eða annan hátt rekja til geðrænna vandkvæða systur hennar. Kol- finna segir að þessi reiði systur sinnar hafi brotist fram í hugarór- um um kynferðislega misnotkun af einu eða öðru tagi. Þetta segir Kolfinna að hafi bitnað á föður hennar með því að dóttir hans hafi spunnið upp sögur um „… að hann hafi mis- notað hana unga, og að við yngri systur hennar höfum mátt þola slíkt slíkt hið sama. Samkvæmt þessum sjúklegu hugarórum hefur faðir hennar átt mök við því sem næst allar kvenpersónur innan fjölskyldunnar, lífs sem liðnar, barnungar jafnt sem eiginkon- ur annarra fjölskyldu- meðlima, fyrir utan vin- konur hennar og skólasystur.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hægri grænir Guðmundur Franklín er formaður Hægri grænna, sem hefur um- hverfisvernd á stefnuskrá sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.