Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 30. apríl 2012 Mánudagur Nýkrónan til bjargar n Lilja Mósesdóttir bregst við fátækt og landflótta U pptaka nýkrónu er ekki töfra- bragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stór- felldan landflótta á næstu árum,“ skrifar Lilja Mósesdóttir, formað- ur Samstöðu, í pistli á vefsíðu sinni á sunnudag. Þar segir að Samstaða vilji fara svokallaða skiptigengisleið. Hún muni ekki brjóta í bága við eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Lilja segir að stöðugt sé verið að reyna að koma skuldum einkaaðila á skattgreiðendur. Nýjasta dæmið sé snjóhengjan svokallaða sem saman- stendur af aflandskrónum að and- virði 1.000 milljarða króna. „Umbreyt- ist snjóhengjan í snjóflóð sem ryðst út úr hagkerfinu eins og margir forsystu- menn sjálfstæðismanna vilja, mun það leiða til sögulegs gengishruns, verðbólgubáls sem hvorki heimili né fyrirtæki munu lifa af. Hliðarráðstaf- anir eins og frysting verðtryggingar og matarskömmtun í götueldhúsum og skólum mun ekki afstýra harðindum þjóðarinnar verði þessi leið farin.“ Skiptigengisleiðin segir Lilja að gangi út á að eigendum „snjó- hengjunnar“ stæði til boða að fjár- festa innanlands til mjög langs tíma áður en eignum þeirra yrði skipt yfir í nýkrónu. „Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljón- ir í nýkrónum. Launum fólks í land- inu yrði breytt í nýkrónur þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Upp- taka nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins án þess að lífskjör yrðu skert verulega.“ Í pistlinum segir Lilja að nú fjölgi stöðugt í hópi eignalausra í landinu á sama tíma og fjármagnseigend- ur leiti logandi ljósi að fjárfestingar- tækifærum. Ekki töfrabragð Lilja segir upptöku Nýkrónu nauðsynlega varnaraðgerð. Vilja efla öryggi í köfun Sportkafarafélag Íslands vill að Siglingastofnun og innanríkis- ráðuneytið endurskoði lög og reglugerð um köfun, svo hægt verði að tryggja öryggi ferða- manna sem hingað koma til að kafa. Frá þessu var greint í kvöld- fréttum RÚV á sunnudag. Þar kom fram að köfunarkennari segir að annars sé einungis tímaspursmál hvenær næsta köfunarslys verði. Herða þurfi eftirlit með fyrirtækj- um sem bjóði upp á skipulagðar köfunarferðir og setja þurfi reglur sem kveði á um að köfunarleið- sögumenn séu menntaðir kafarar og geti brugðist við erfiðum að- stæðum. Mögulega sviptir bótum Um 1.500 þeirra sem verið hafa án vinnu í meira en ár hafa ekki tekið þátt í verkefni sem koma á þeim aftur á vinnumarkaðinn. Verði ekki breyting á kemur til greina að svipta menn bótum að því er kemur fram í frétt RÚV um málið. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, sagði í samtali við RÚV að þegar sæjust merki um að langtímaatvinnuleysi hefði áhrif á vilja manna til að taka störf þegar þau loksins byðust. Gissur sagði jafnframt að allar hvatningarað- gerðir gengju út á það að viðhalda viljanum til vinnu, en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV kemur til greina að svipta þennan hóp bótum. Þ að var greinilega blóð og hún er eitthvað meidd en ég get ekki gefið neina staðfest- ingu á því hve mikið,“ segir Birgir P. Hjartarson, yfirdyra- vörður á Austri, þar sem gróf líkams- árás var framin um klukkan tvö að- faranótt laugardags. Þar var veist að konu og hún slegin í andlitið með þeim afleiðingum að hún nefbrotn- aði. Samkvæmt heimildum DV er árásarmaðurinn sonur þekkts manns í undirheimunum. Birgir segist geta staðfest að atvikið hafi átt sér stað en hann viti ekki meir um það þar sem konan hafi yfirgefið staðinn áður en sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. Notaði hnúajárn Samkvæmt heimildum hafði kon- an aðeins verið skamma stund inni á staðnum þegar ráðist var að henni. Hún stóð á spjalli við fólk þegar hún fékk högg úr hægri átt og í andlitið. Konan féll í gólfið við höggið sem var afar þungt og talið er að árásarmað- urinn hafi notað hnúajárn við verkn- aðinn. Hún mun ekki hafa séð árás- armanninn en vitni sáu hver var að verki áður en hann hvarf af vettvangi nánast jafn skjótt og hann hafði látið ríða til höggs. Vitni lýsa því sem svo að sést hafi í bein í nefi konunnar og hún hafi ver- ið öll í blóði. Konan nefbrotnaði illa og hlaut djúpan skurð. Lýtalæknir mun hafa saumað 20–30 spor í and- lit hennar til þess að gera að sárum hennar. Hún mun einnig vera mjög bólgin og marin hægra megin í and- liti og auk þess með glóðarauga, þeim megin sem höggið kom. Tengist illindum í undirheimunum Grunaður árásamaður er sonur þekkts manns í undirheimunum og talið er að ástæða árásarinnar teng- ist illdeilum í undirheimunum. Kon- an er fyrrverandi kærasta manns sem samkvæmt heimildum mun hafa átt í deilum við föður árásarmannsins sem er sagður háttsettur í undirheim- unum. Hún mun þó ekki þekkja árás- armanninn persónulega. Dyraverðir á staðnum sáu ekki árásarmanninn en komu að konunni þar sem hún var með vinkonum sín- um stuttu eftir að árásin átti sér stað en þá var árásarmaðurinn á bak og burt. „Það var enginn dyravörður sem sá hvað gerðist og hún vildi ekki segja hvað gerðist,“ segir Birgir um árásina og tekur fram að hún hljóti að hafa gerst afar hratt. „Því miður geta svona hlutir gerst á sekúndubroti. Ég er með mjög góða menn þarna niður frá og yfirleitt eru um 90 prósent staðarins undir eftirliti hverju sinni.“ Minntust Geira fyrr um kvöldið Nokkurt uppnám varð á staðnum í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað á háannatíma á skemmtistaðnum enda var talsvert mikið blóð á vett- vangi og fór það ekki á milli mála hjá þeim sem sáu konuna að hún var mikið slösuð að sögn vitna. Fyrr um kvöldið höfðu nokkrir félagar Ásgeirs Þórs Davíðssonar, Geira á Goldfin- ger eins og hann var gjarnan kall- aður, ákveðið að hittast á staðnum til að heiðra minningu hans en hann var jarðsunginn fyrr um daginn. Jón H. Hallgrímsson, Jón stóri, stóð fyrir hittingnum og mun hann hafa ver- ið vel sóttur. Grunaður árásarmað- ur er talinn hafa verið á staðnum í tengslum við hittinginn. Leggur fram kæru Farið var afsíðis með konuna að sögn Birgis þar sem hlúð var að henni en hún fór áður en sjúkrabíll kom á stað- inn og mun vinur hennar hafa keyrt hana upp á spítala. Þar fékk hún að- hlynningu og um klukkustund eftir að hún kom þangað kom lögreglan á staðinn og tók af henni skýrslu. Málið er í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Á Austri eru eftirlitsmyndavélar þannig að líklegt er að atvikið hafi náðst á upp- töku. Heimildir DV herma að fórnar- lambið muni í dag, mánudag, leggja fram formlega kæru ásamt áverka- vottorði á hendur manninum. Konu misþyrmt með hnúajárni n Gróf líkamsárás á Austri n Árásarmaðurinn á alræmdan föður„Það var enginn dyravörður sem sá hvað gerðist og hún vildi ekki segja hvað gerðist. Árásarstaðurinn Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Austri aðfaranótt laugardags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.