Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 30. apríl 2012 Mánudagur Ekki fleiri dópferðalög n Útlendingum verður bannað að kaupa marijúana á hollenskum kaffihúsum D ómstóll í Hollandi staðfesti á föstudag úrskurð þess efnis að erlendir ríkisborgarar gætu ekki lengur keypt marijúana á kaffihúsum í landinu. Undanfarna áratugi hefur kaffihúsum verið heim- ilt að selja viðskiptavinum sínum marijúana og hafa fjölmargir útlend- ingar ferðast til Hollands gagngert til að kaupa og reykja marijúana. Með lagabreytingunni mun þessi tegund ferðaþjónustu væntanlega líða undir lok. Fjöldi kaffihúsa í Suður-Hollandi fór fram á að yfirvöld breyttu lög- unum eftir að fíkniefnatengdum glæpum tók að fjölga. Og samkvæmt ákvörðun dómstóla mega kaffihús í suðurhluta landsins ekki selja mari- júana til erlendra ríkisborgara eft- ir 1. maí. Hollenskir ríkisborgarar, sem vilja kaupa marijúana með lög- legum leiðum á kaffihúsum lands- ins, geta fengið sérstakan „gras- passa“ sem þeir framvísa þegar þeir kaupa kannabisefni. Lagabreyting- in mun svo taka gildi í Amsterdam á næsta ári en þar eru starfrækt nokk- ur hundruð kaffihús með leyfi til að selja kannabisefni. Þó svo að frumkvæðið að breyting- unni hafi komið frá kaffihúsum í suð- urhluta Hollands eru forsvarsmenn kaffihúsa í öðrum landshlutum, til dæmis Amsterdam, sáttir. „Þetta er slæm ákvörðun, ekki einungis fyr- ir ferðamenn sem koma til landsins, heldur einnig fyrir ímynd Hollands í öðrum ríkjum. Við erum ekki lengur frjálst ríki,“ segir Maurice Veldman, lögmaður þeirra kaffihúsa eigenda sem eru ósáttir við breytinguna. Kannabis Erlendir ferðamenn hafa hingað til getað reykt marijúana á kaffihúsum í Hol- landi. Brátt verður það ekki lengur á boðstólum. C han Guangcheng, blindum kínverskum aðgerðasinna sem hefur verið í stofufangelsi í Shandong-héraði í Kína, tókst á ótrúlegan hátt að sleppa úr haldi á dögunum. Mál Chens, sem er sjálfmenntaður lögfræðingur, hefur vakið alþjóðlega athygli en hann var handtekinn árið 2006 og dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fang- elsi fyrir að berjast gegn þvinguðum fóstureyðingum í Linyi-héraði. Neyða átti þúsundir kvenna í fóstureyðingu og ófrjósemisaðgerð árið 2005, en að- gerðin var hluti af átaki yfirvalda til að framfylgja lögum um fæðingarkvóta í landinu. Chan barðist gegn þessari aðgerð og var dæmdur í fangelsi fyrir baráttu sína. Þegar hann hafði setið í fangelsi rúm fjögur ár var hann settur í stofu- fangelsi þar sem hann hefur verið allt þar til fyrir rúmri viku að hann slapp úr haldi. Snéri á öryggisverði Stuðningsmenn Chens segja í sam- tali við fjölmiðla að hann sé við góða heilsu. Honum tókst að snúa á verði sem gættu hans með því að laumast út af heimili sínu og klifra yfir vegg fyrir utan húsið. Fyrir utan beið kunningi Chens sem ók á brott. Breska blaðið The Telegraph greindi frá því á föstudag að Chen hefði und- irbúið flóttann í nokkrar vikur áður en hann lét til skarar skríða. Það gerði hann meðal annars með því að þykjast sofa löngum stundum. Þetta gerði Chen til að það myndi ekki vekja grunsemdir hjá öryggisvörðum ef hann sæist ekki á hreyfingu í hús- inu tímunum saman. Í myndbandi sem birtist á vef YouTube eftir að Chen flúði úr haldi sagði hann að flóttinn hefði ver- ið „erfiður“. Hann kallaði líka eftir því við forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, að þeim fangavörðum sem beittu hann ofbeldi í fangelsi yrði refsað. Alþjóðlegur stuðningur Í frétt mannréttindasamtakanna Am- nesty International um mál Chens frá því í fyrra kemur fram að Chen hafi sætt illri meðferð meðan hann sat í fangelsi og verið neitað um nauðsyn- lega læknisaðstoð. Leit Amnesty á hann sem samviskufanga og krafðist þess að honum yrði sleppt úr haldi. Yfirvöld ýmissa ríkja á Vesturlöndum sýndu Chen stuðning, meðal annars Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þá gerði bandaríski stórleikarinn Christian Bale tilraun til að heimsækja Chen ekki alls fyrir löngu en hann var yfirbugaður af ör- yggisvörðum og rekinn á brott. Óttast um fjölskylduna Bob Fu, forseti mannréttindasam- takanna ChinaAid, hefur átt sam- skipti við Chen síðan hann slapp úr haldi. Hann segir að hann sé í örugg- um höndum en ekki liggur fyrir hvort Chen hafi tekist að flýja frá Kína eða sé enn í landinu. „Hann er búinn að ferðast um langan veg síðan hann slapp, en hann er öruggur,“ segir hann. Fu segir að eiginkona hans, dóttir og móðir séu enn í húsinu þar sem Chen var í stofufangelsi. „Það var öllum mjög brugðið, bæði þorps- búum og fulltrúum yfirvalda, þegar kom í ljós að Chen væri farinn. Annar andófsmaður sem starfað hefur með Chen, He Peirong, segir í samtali við Reuters að Chen sé við þokkalega heilsu en hafi áhyggjur af fjölskyldu sinni. „Hann hefur áhyggjur af fjöl- skyldunni nú þegar hann er laus úr haldi. Hann óttast að öryggisverðir muni hefna sín á þeim. Þeir hafa þeg- ar lamið móður hans og beinbrotið eiginkonu hans,“ segir hann. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Hann hefur áhyggjur af fjöl- skyldu sinni nú þegar hann er laus úr haldi. Handtekinn Bandaríski leikarinn Christian Bale hefur vakið athygli á máli Chens. Hann gerði tilraun til að heimsækja hann fyrir skemmstu en hafði ekki erindi sem erfiði. Blindur aðgerða- sinni slapp úr stofufangelsi Í öruggum höndum Chen var fangelsaður fyrir bar- áttu sína fyrir mann- réttindum í Kína. n Chen Guangcheng tókst að snúa á öryggisverði sem gættu hans Tóku myndir upp undir pils kvenna Starfsmenn þýsku matvöruversl- anakeðjunnar Aldi Süd eru sakað- ir um að hafa tekið ótal ósmekkleg myndbönd af kvenkyns viðskipta- vinum verslananna úr launsátri og deilt þeim á milli sín. Þýska blaðið Der Spiegel greinir frá þessu en þar segir að starfsmenn- irnir hafi vísvitandi tekið myndir upp undir pils kvenna sem voru að beygja sig við innkaupin sem og niður um blússur þeirra ef þær voru í flegnum toppum. Afrakstri þessa perraskapar í verslunum í Frankfurt, Dieburg og víðar deildu starfsmennirnir síðan sín á milli. Talsmenn Aldi Süd vilja sem minnst um málið segja. Líklegt er talið að starfsmennirnir hafi notað myndavélar verslananna til að taka myndböndin. Í Aldi Süd er að finna fjölmargar færanlegar örmyndavélar sem eru reyndar umdeildar í Þýskalandi og kunna að brjóta í bága við lög. Harmleikur eftir hafnaboltaleik Einn maður lét lífið og hundrað slösuðust, þar af fimm alvarlega, þegar stormur skall skyndilega á bjórtjaldi sem sett hafði verið upp eftir leik bandaríska hafnaboltal- iðsins St. Louis Cardinals á laug- ardag. 200 manns höfðu komið saman í tjaldinu sem sett hafði verið upp við sportbar í St. Louis. Barstólar og þungur bassamagn- ari voru meðal þess sem tókust á loft og á nokkrum sekúndum var tjaldið rústir einar og slasaðir gestir um alla götuna. Talið er að elding sem laust niður í tjaldið hafi banað manninum sem lést en varað hafði verið við að allra veðra væri von. Bannað að kyrkja hvolpa Dómstóll í Berlín í Þýskalandi úrskurðaði í síðustu viku að sviðslistamanni þar í borg væri óheimilt að drepa tvo hvolpa sem hluta af listgjörningi. Listamaðurinn bar því við að hann vildi, með því að kyrkja hvolpa á sviði, benda á erfiðar aðstæður sleðahunda í Alaska og veiðihunda á Spáni. Þeir hundar eiga það sameiginlegt að vera drepnir með þessum hætti þegar þeir hætta að geta unnið. Dómstólnum fannst þetta ekki nógu góð ástæða til að drepa hvolpa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.