Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 24
Þ etta er stærsti nágran- naslagur sögunnar í Manchester,“ segir Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manc- hester United, um stórleikinn í kvöld, mánudagskvöld, þar sem Englandsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Manchester City á Etihad- vellinum. Leikurinn er hálf- gerður úrslitaleikur um Eng- landsmeistaratitilinn en bæði lið koma sér í góða stöðu með sigri. Jafntefli yrði þó alls ekk- ert slæmt fyrir Ferguson og hans menn. Fyrir þremur vik- um var titillinn komin í hend- ur United eftir mikla sveiflu á toppnum. En eftir tap gegn Wigan og jafntefli gegn Ever- ton fær City tækifæri til að koma sér á toppinn með sigri á Englandsmeisturunum. Verða að standa sig „Þetta skiptir stuðnings- mennina öllu máli,“ segir Ferguson og dregur hvergi undan hversu mikilvæg- ur þessi leikur er og hversu miklu máli það skiptir hvor- um megin í borginni titillinn endar. „Þriðjudagurinn eftir leikinn verður sá mikilvægasti í lífi stuðningsmanna beggja liða. Það vill enginn mæta í vinnuna eftir að hafa horft upp á sitt lið tapa leiknum. Þetta er bara í blóðinu á fólk- inu í þessari borg og ég veit um marga stuðningsmenn sem myndu gefa hreinlega allt sem þeir eiga til að vinna þennan leik,“ segir Ferguson. Á síðasta tímabili var Uni- ted í svipaðri stöðu. Það hafði þriggja stiga forskot á Chelsea í baráttunni um titilinn þegar þeir bláu komu í heimsókn á Old Trafford í þriðja síðasta leik tímabilsins. Þá, eins og svo oft áður í sögu úrvals- deildarinnar, hafði Fergu- son betur og stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta er svipuð staða en þá mættum við Chelsea og á heimavelli. Nú erum við að fara að spila stærsta nágrannaslag í sögu borgarinnar. Menn verða ein- faldlega að standa sig. Það getur enginn komist hjá því að finna fyrir hversu mikil- vægur þessi leikur er,“ segir Ferguson. Eitt tækifæri Roberto Mancini hefur beitt einfaldri barnasálfræði á sína menn eftir að United náði átta stiga forskoti á toppnum. Síð- an þá hefur liðið aftur komist í gírinn, valtað yfir hvern and- stæðinginn á fætur öðrum og er komið aftur í titilbaráttuna. „Nú fáum við eitt tækifæri,“ segir Mancini. „Þetta verður erfiðara fyrir okkur því við eigum eftir þrjá erfiða leiki en United á bara þennan leik og svo tvo auðvelda,“ segir hann. „Þetta er úrslitaleikur. Þetta er eins og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Við leiddum mótið í 28 leiki og það er ekki auðvelt. En það sem skiptir máli er að vera á toppnum þegar deildinni er lokið,“ segir Mancini sem tek- ur undir orð kollega síns hjá United hvað varðar mikilvægi leiksins. „Ég er sammála Sir Alex því það eru einhver 50 ár síðan þessi liði börðust síðast við hvort annað um titil,“ segir Roberto Mancini. Úrslitastund í Manchester 24 Sport 30. apríl 2012 Mánudagur n United og City mætast í stærsta borgarslag sögunnar 25 1 4 6 222 42 18 1921 32 16 19 10 25 21 18 3 22 5 16 6 Evra Young Rafael Valencia De Gea Evans Lescott Rooney Carrick Clichy Barry NasriSilva Tevez Hart Agüero Y. Toure Kompany Welbeck Scholes Richards Ferdinand Líkleg byrjunarlið Wayne Rooney 4 mörk í síðustu 2 leikjum Leikir Mörk 31 26 144 skot 15,3% skotnýting Sergio Agüero 5 mörk í síðustu 3 leikjum Leikir Mörk 31 22 115 skot 16,1% skotnýting Sjóðheitir í deildinni Fleiri brögð uppi í erminni? Getur Ferguson galdrað fram enn einn sigurinn? Mynd REutERs Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is 29 leikir n Sigrar n Jafntefli n Töp Ferguson gegn City í Úrvalsdeildinni 58 % 21% 21% Úrslit Enska úrvalsdeildin Everton - Fulham 4-0 1-0 Jelavic (7. víti), 2-0 Fellaini (16.), 3-0 Jelavic (39.), 4-0 Cahill (60.). Stoke - Arsenal 1-1 1-0 Crouch (10.), 1-1 van Persie (15.). Sunderland - Bolton 2-2 0-1 Davies (26.), 1-1 Bendtner (36.), 2-1 McClean (55.), 2-2 Davies (70.). Swansea - Úlfarnir 4-4 1-0 Orlandi (1.), 2-0 Allen (4.), 3-0 Dyer (15.), 3-1 Fletcher (28.), 4-1 Graham (31.), 4-2 Jarvis (33.), 4-3 Edwards (54.), 4-4 Jarvis (69.). WBA - Aston Villa 0-0 Wigan - Newcastle 4-0 1-0 Moses (13.), 2-0 Moses (15.), 3-0 Maloney (36.), 4-0 Di Santo (45.). Chelsea - QPR 6-1 1-0 Sturridge (1.), 2-0 Terry (13.), 3-0 Torres (19.), 4-0 Torres (25.), 5-0 Torres (64.), 6-0 Malouda (81.), 6-1 Cisse (84.). Tottenham - Blackburn 2-0 1-0 van der Vaart (22.), 2-0 Walker (75.) Staðan Lið L u J t skor stig 1 Man. Utd 35 26 5 4 86:32 83 2 Man. City 35 25 5 5 87:27 80 3 Arsenal 36 20 6 10 68:44 66 4 Tottenham 35 18 8 9 59:39 62 5 Newcastle 35 18 8 9 53:46 62 6 Chelsea 35 17 10 8 62:39 61 7 Everton 35 14 9 12 46:38 51 8 Liverpool 35 13 10 12 43:37 49 9 Fulham 35 12 10 13 45:48 46 10 WBA 36 13 7 16 41:47 46 11 Sunderland 36 11 12 13 44:43 45 12 Swansea 36 11 11 14 43:49 44 13 Norwich 36 11 10 15 47:63 43 14 Stoke 35 11 10 14 33:49 43 15 Aston Villa 36 7 16 13 36:50 37 16 Wigan 36 9 10 17 38:60 37 17 QPR 36 9 7 20 40:63 34 18 Bolton 35 10 4 21 41:69 34 19 Blackburn 36 8 7 21 47:75 31 20 Wolves 36 5 9 22 38:79 24 Championship-deildin Barnsley - Brighton 0-0 Birmingham - Reading 2-0 Burnley - Bristol City 1-1 Crystal Palace - Cardiff 1-2 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff sem tryggði sæti sitt í umspilinu með sigrinum. Derby - Peterborough 1-1 Doncaster - Ipswich 2-3 Leeds - Leicester 1-2 Millwall - Blackpool 2-2 Nott. Forest - Portsmouth 2-0 Southampton - Coventry 4-0 Watford - Middlesbrough 2-1 West Ham - Hull 2-1 Staðan Lið L u J t skor stig 1. Southampton 40 23 9 8 72:38 78 2. Reading 40 23 7 10 60:36 76 3. West Ham 40 20 12 8 63:42 72 4. Birmingham 39 17 12 10 63:42 63 5. Blackpool 40 17 12 11 69:56 63 6. Brighton 40 17 12 11 49:41 63 7. Middlesbr. 40 16 15 9 47:44 63 8. Cardiff 40 15 16 9 57:50 61 9. Hull 40 16 10 14 38:36 58 10. Leeds 40 16 9 15 59:59 57 11. Watford 40 15 12 13 48:55 57 12. Leicester 40 15 11 14 56:49 56 13. Derby 40 16 8 16 45:53 56 14. Ipswich 40 16 7 17 63:68 55 15. Cr.Palace 40 13 15 12 40:39 54 16. Burnley 39 15 8 16 55:48 53 17. Peterb. 40 13 8 19 60:64 47 18. Barnsley 40 13 7 20 47:63 46 19. Nott. F. 40 12 7 21 44:59 43 20. Millwall 40 10 11 19 44:54 41 21. Coventry 40 9 11 20 37:52 38 22. Bristol City 40 9 10 21 34:63 37 23. Portsmouth 40 11 10 19 41:48 33 24. Doncaster 40 7 11 22 35:67 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.