Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 17
Spurningin Ég var fullur af streitu Ég mun vera heimavinnandi Þröstur Árnason fékk hjartaáfall árið 2006. – DVSvavar Halldórsson hættir á RÚV ef Þóra verður forseti. – DV R eynir Traustason skrifaði athygl- isverðan og umdeildan leið- ara í DV síðasta föstudag undir yfirskriftinni „Fyrirgefningin“. Í pistlinum segir hann að við verðum að sætta okkur við það að í einhverjum til- fellum, jafnvel flestum, muni okkur ekki takast að koma lögum yfir þá sem flestir telja bera mesta ábyrgð á hruninu – og við þurfum að sætta okkur við það og fyrirgefa hinum svokölluðu útrásar- víkingum. Við þurfum að kalla fólk til verka sem hafi „vit og þekkingu“ sem nýtist við endurreisn landsins. Nú má gera alvarlegar athugasemdir við þá hugmynd að útrásarvíkingarnir okkar búi yfir sérstöku viti eða þekk- ingu en látum það liggja milli hluta. Spurningin um það hvenær nóg er komið, hvenær við verðum að loka á fortíðina og horfa fram á veginn stend- ur hins vegar eftir. Höggið Ég vona að enginn móðgist þótt ég lýsi Hruninu og afleiðingum þess fyrir ís- lensku þjóðina við áfall, sorg og sorgar- ferli. Þannig upplifði ég það að minnsta kosti. Þótt ýmsar blikur hafi verið á lofti þá kom það sem reiðarslag. Allt sem við höfðum tekið sem gefnu reyndist byggt á lygi. Allir sem við treystum til að gæta hags okkar virðast hafa brugðist. En einhvern tímann verðum við að setja punkt og horfa fram á veginn. Sorgarferlið Þótt engir tveir bregðist nákvæmlega eins við sorg eða áfalli hefur sorgar- ferlið verið skilgreint og framvinda þess virðist svipuð hjá flestum. Fyrst kemur lost eða vantrú – maður á erfitt með að trúa því að þetta hafi í raun og veru gerst. Næst kemur viðbragðs- stig þar sem fólk neyðist til að horfast í augu við raunveruleikann og reyna að skilja hann. Þriðja stigið er úrvinnsla og það fjórða skilningur. Hvort tveggja lýsir ágætlega þeirri vinnu sem unnin var með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og umræðum í kjölfarið sem og vinnu sérstaks saksóknara sem við sjáum enn ekki fyrir endann á. Fimmta stigið er svo sátt. Og stóra spurningin er: Hvernig og hvenær komumst við þangað? Aldrei aftur 2007 Lífið verður aldrei aftur eins og það var 2007 og persónulega hef ég engan áhuga á að endurreisa það yfirborðs- kennda efnishyggjusamfélag þar sem fólk gaf sér ekki tíma til að fara með veik börn til læknis nema um kvöld og helgar. En eins og Reynir bendir á er blóðtakan úr samfélaginu okkar frá hruni gífurleg. Þar finnst mér hins veg- ar muna mestu um alla þá dugmiklu og/eða vel menntuðu einstaklinga sem hafa gefist upp og flúið land. Allt heil- brigðisstarfsfólkið sem samfélagið hef- ur kostað miklu til að mennta en þjónar nú norskum eða sænskum ríkisborg- urum, alla smiðina okkar, leikskóla- kennarana, kokkana og hárgreiðslu- meistarana. En spurningin er brýn: Hvenær og hvernig getum við fyrirgefið? Og er yfirhöfuð hægt að fyrirgefa fólki sem notar hvert tækifæri til að afneita sín- um þætti í því sem gerðist? Og er hægt að ná sátt án réttlætis? Er mögulegt fyrir meðaljóninn sem situr uppi með stökkbreyttar skuldir (en er vissulega flatskjáseigandi og tók jafn vel lán fyrir nýjum jeppa) að fyrirgefa þeim sem settu Ísland á hausinn, hafa fengið milljarða afskrifaða en halda þó öllu sínu? Einhvern veginn efast ég um það. Reiðasta fólk landsins „Nei. Þær eru ógeðslega lengi.“ Sæþór Pétur Kjartansson 19 ára nemi „Nei. Ég labba þangað sem ég þarf að fara.“ Kjartan Birgir Kjartansson 20 ára starfsmaður í Hagkaup Garðabæ „Já, ég nota strætó á hverjum degi.“ Nanna Hinriksdóttir 17 ára hársnyrtinemi „Já, ágætlega mikið.“ Katrín Ósk Kjellsdóttir 24 ára nemi Notar þú almennings- samgöngur? Í ró og næði Það var fallegt við Meðalfellsvatn þegar þessi veiðimaður renndi þar fyrir fiski í vorveðrinu í síðustu viku. Mynd Eyþór ÁrnASonMyndin Umræða 17Mánudagur 30. apríl 2012 1 Bubbi spilar alltaf frítt í jarðarförum Bubbi Morthens í helgarviðtali í DV. 2 Húsið lagt í rúst: „Ég stóð bara úti á plani og grét“ Hjón á Suðurnesjum sjá fram á gjald- þrot eftir að leigjendur þeirra hættu að greiða leigu og lögðu húsið í rúst. 3 Segir Sigmund Davíð ljúgaIllugi Jökulsson svarar fullyrðingu for- manns Framsóknar um stöðu Íslands eftir hrun. 4 Piparúðaárás á HressóGestir á Hressingarskálanum urðu fyrir piparúðaárás aðfaranótt sunnudags. 5 „Ég var mjög reiður“Geir Hilmar Haarde tjáir sig um við- brögð sín eftir dómsuppsögu í lands- dómi þar sem hann var sakfelldur. 6 Myrti dóttur sína og faldi sig í byrgi Pauls Keller er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og dóttur. 7 Heimspressan gleypti við líkriðlum Heimspressan var göbbuð upp úr skónum þegar hún flutti fréttir af egypskum náriðlum. Mest lesið á DV.is Ég er í raun frjáls Mamiko Dís Ragnarsdóttir var greind með Asperger-heilkenni stuttu fyrir jól. – DV Margir hafa reiðst eftir bankahrunið, en sumir skara fram úr. Hér eru þeir sem mest hafa fyllst heilagri reiði eftir hrun. 1 Björn Mikkaelsson Hann rústaði húsið sitt á Álftanesi með stórvirkum vinnuvélum, eftir að gengistryggða lánið hans hækkaði. Síðar féll gengislánadómurinn, sem gerði þannig lán hagstæðari en önnur. Nú hefur hann verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Það kom í ljós að hann hafði svikið 18 milljónir af hjónum, sem vildu eignast heimili, og tók milljónir út af reikningum fyrirtækis síns. Dómurinn taldi hann ekki eiga sér neinar málsbætur. 2 Geir Haarde Geir er annálaður fyrir að vera rólyndismaður. Hann var svo rólegur að ný sögn í íslensku máli var nefnd eftir honum: Að „haardera“, sem þýðir að fresta hlutunum, slugsa eða vanrækja verkefni. Eftir að hann var dæmdur fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð umbreyttist hann hins vegar. Áður sagðist hann treysta lands- dómi, en nú segist hann hafa misst trúna á honum og segir dóminn fáránlegan, rugl og sprenghlægilegan. Hann vill meðal annars að stjórnmálamenn segi af sér vegna málsins. Sjálfur neitaði hann hins vegar að segja af sér, þegar efnahagslífið var hrunið. Þrátt fyrir reiðina og dóminn sagðist hann vera „sigur- vegari“ í málinu. 3 Bræðurnir við Hótel Borg Ólafur Klemensson, hagfræðingur Seðlabankans, reiddist mótmælendum og reiddi hnefann til höggs við Hótel Borg þegar Kryddsíld Stöðvar 2 var mótmælt á gamlárs- dag 2008. Hann ýtti meðal annars konu. Bróðir hans, svæfingalæknirinn Guðmundur, var minna ógnandi, en kallaði til mótmæl- anda: „Kommúnistadrullusokkur!“ 4 Sturla Jónsson Reiði Sturlu Jóns-sonar vörubílstjóra spannar lengra tímabil en annarra á listanum, og hún hófst reyndar töluvert fyrir hrun. Hann komst í umræðuna sem talsmaður vörubílstjóra sem mótmæltu hækkandi bensínverði og hefur allt frá þeim tíma mótmælt með hávaða við flest tilefni. Hann var meðal annars ein af aðal- persónunum í heimildamyndinni Guð blessi Ís- land, um fórnarlömb efnahagshrunsins. Síðar kom í ljós að skuldir Sturlu mátti meðal annars rekja til kaupa á glæsilegum lúxusvörubíl og rifjuð voru upp ummæli hans: „Það er fullt af fólki hérna sem á Porsche og Hummer og svoleiðis drasl, en enginn sem á svona.“ Á dögunum kom í ljós að hann héldi húsinu sínu eftir samninga við bankann. Svarthöfði Aðrir ofsa- lega reiðir Ástþór Magnússon, því fólk fattar ekki að hann ætlar að verða forseti, sama hvað! Sigmundur davíð Gunnlaugsson, vegna þess að skuldirnar eru ekki horfnar. Bjarni Benediktsson, vegna „helsjúkrar umræðu“ um viðskiptaævintýri hans fyrir hrun. Jóhanna Sigurðar- dóttir, vegna sam- særis hægrimanna, útgerðarmanna og makríls. Álfheiður Ingadóttir í VG, því bankahrun gerir vinstri-græna milljónamæringa alveg gaga. davíð oddsson, vegna þess að ríkisstjórnin er að klúðra arfleifð hans. þór Saari, vegna yfirburðarvitneskju hans og samsvarandi skilningsleysis annarra. Husky- hundar, því kisur og hænur eru svo djöfulli pirrandi!! Hvenær getum við hætt að vera reið? Kjallari Margrét Tryggvadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.