Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 6
Útgerðarrisi gefur íþróttamannvirki 6 Fréttir 30. apríl 2012 Mánudagur Tengd 450 dauðsföllum n Lögreglumenn vilja umdeild vopn M ikill meirihluti lögreglu- manna vill fá leyfi til þess að bera rafbyssur við störf sín. Innanríkisráðherra hyggst skoða hvort heimila eigi aukinn vopnaburð lögreglumanna en vill fara varlega í að heimila slíkt. Raf- byssur eru afar umdeild valdbeiting- artæki. Amnesty International hefur bent á að rekja megi 450 dauðsföll til notkunar rafbyssa. Í ítarlegri um- fjöllun  The Guardian á dögunum kemur fram að notkun vopnanna við löggæslustörf í Bretlandi verði sífellt umdeildari. Landssamband lögreglumanna kannaði nýlega áhuga lögreglu- manna á því að taka rafbyssur til al- mennrar notkunar í störfum sínum en mikill meirihluti sagðist hlynntur því. Þá vildi ákveðinn hluti lögreglu- manna að settar yrðu skammbyssur í lögreglubíla að norskri fyrirmynd. Helstu rökin fyrir þessu munu vera aukin harka í glæpaheimum sem og niðurskurður á fjárheimildum til lögreglu. RÚV fjallaði um málið um helgina. „Að sjálfsögðu er ég tilbúinn að ræða þessi mál. Ég deili áhyggjum lögreglunnar, ef hún telur sig óvarða gagnvart vopnuðum ofbeldismönn- um, en ég hvet engu að síður til var- færni í þessum efnum,“ sagði Ög- mundur í samtali við RÚV. Eins og fyrr segir eru misjafnar skoðanir á rafbyssum. Á meðan framleiðendur byssanna halda því fram að þær séu afar öruggar hafa mannréttindasam- tök eins og Amnesty International bent á þann mikla fjölda dauðsfalla sem rekja má til notkunar þeirra. Samtökin hafa þó sagt að þau styðji notkun rafbyssa ef valið stendur á milli þeirra og venjulegra byssa. jonbjarki@dv.is M enn hafa væntingar um að nýta húsið í meira en bara undir fótbolta,“ segir Haukur Ingi Ein- arsson, framkvæmda- stjóri tækni- og umhverfissviðs hjá sveitarfélaginu Hornafirði, um yf- irbyggingu á gervigrasvelli sem út- gerðar- og fiskvinnslufélagið Skin- ney-Þinganes hf. ætlar að gefa sveitarfélaginu í sumar. Að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, er um ræða húsnæði sem nær yfir hálfan knattspyrnuvöll. Aðspurður seg- ist hann ekki alveg klár á fermetra- fjöldanum en telur að um sé að ræða 300 til 400 fermetra. Borga og afhenda lyklana Upphaflega stóð til að sveitarfé- lagið tæki þátt í kostnaði við bygg- inguna og stóðu viðræður yfir við Skinney-Þinganes á árunum 2006 til 2007. Í kjölfar efnahagshruns- ins voru hugmyndirnar settar á ís og framkvæmdirnar frestuðust. „Þangað til þráðurinn var tekinn upp aftur en það var þá að þeim forsendum að þeir byggja þetta al- farið á sinn kostnað og afhenda svo lyklana þegar verkinu er lokið.“ Að sögn Hauks var það að frumkvæði forsvarsmanna Skinneyjar-Þinga- ness sem málið var tekið upp að nýju í vetur. Haukur segir sveitarfélagið hafa orðið að forgangsraða á sínum tíma. Á meðan átti eftir að sinna viðhaldi og endurbótum á skóla- húsnæði var knattspyrnuhús ekki efst á forgangslistanum. Gjöfin frá Skinney-Þinganesi er því kærkom- in. Skoða hreyfanleg gólf Sveitarfélagið hefur þegar látið byggja gervigrasvöll og verður byggt yfir hann. Vonast er til að með yfirbygg- ingunni verði til fjölnota íþrótta- mannvirki. „Það er orðin svo rosa- lega mikil framför í svona gólfum sem hægt er að setja niður og taka upp með einföldum hætti. Jafnvel rúlla út og því um líkt. Það er eitthvað sem menn hafa verið að skoða samhliða þessu,“ segir Haukur sem er líkt og aðrir íbúar á Höfn í Hornafirði him- inlifandi yfir áformunum. Nýja bygg- ingin mun koma til með að breyta aðstöðunni mikið og skýla íþróttaiðk- endum fyrir veðri og vindum. Tekið í notkun í haust Aðalsteinn segir að ráðist verði í framkvæmdir við yfirbygginguna í sumar og vonast hann til að hægt verði að taka húsnæðið í notkun næsta haust. Nú er unnið að breyttu skipulagi þannig að undirbúnings- vinnan er langt komin. Aðalsteinn vill ekki gefa upp hvað áætlað er að verkið komi til með að kosta, enda sé það ekki alveg ljóst ennþá. Skinney-Þinganes er fjölskyldufyr- irtæki Halldórs Ásgrímssonar, fyrrver- andi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Nánir ættingjar hans eiga um fjórðung alls hlutafjár í félaginu auk þess sem hann sjálfur á um 2,37 prósenta hlut. „Menn hafa væntingar um að nýta húsið í meiraen bara undir fótbolta n Hornafjörður fær yfirbyggingu á gervigrasvöll að gjöf í sumar Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Fjölskyldufyrirtæki Skinney-Þinganes er fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fá nýtt íþróttamannvirki Íbúar í sveitarfélaginu Hornafirði koma til með að fá veglega gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi í haust. Í sumar mun fyrirtækið kosta yfirbyggingu á gervigrasvöll. Vilja rafbyssur Meirihluti lögreglumanna vill bera rafbyssur. Piparúðaárás á Hressó Gestir Hressingarskálans urðu fyrir piparúðaárás aðfaranótt sunnudags, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Ekki er vitað hver úðaði eða hvar hann komst yfir piparúðann en á Íslandi er lögreglumönnum einum heim- ilt að beita slíkum úða. Hress- ingarskálinn er við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur en fjölmargir gestir staðarins hlupu á dyr eftir að úðanum var beitt þar inni. Í til- kynningunni segir að úðinn hafi farið illa í gesti staðarins en þeir hafi þó snúið til baka eftir að hann var loftræstur. Arnarhreiður rústað Skemmdir sem talið er öruggt að séu af mannavöldum voru unnar á hreiðri hafarnarhjóna í eyju á sunnanverðum Breiðafirði í síð- ustu viku. Ernirnir hurfu í síð- ustu viku eftir að hafa undirbúið varp og byggt hreiður af miklum móð vikurnar þar á undan. Full- trúar Náttúrustofu Vesturlands og Fuglaverndar fóru á vettvang til að skoða nánar ummerki og var aðkoman víst ljót. Rótað var í hreiðrinu og hluta þess kastað fram af klettum og niður í fjöru. Eggin voru horfin. Bannað er með lögum að hrófla við hreiðrum og hreiðurstæðum arna og hafa haf- ernir verið friðaðir í hátt í hálfa öld. Málið var kært til lögreglu. Óskráð rúta skíðlogaði Lögregla og slökkvilið var kall- að út aðfaranótt sunnudags þar sem tilkynnt var um rútubif- reið sem stóð í ljósum logum við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Ekki liggur ljóst fyrir hver upp- tök eldsins voru en rútan, sem reyndist óskráð farartæki, var stórskemmd eftir eldsvoðann. Lögreglan rannsakar málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.