Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 30. apríl 2012 Mánudagur Ekki hættulegra en fótbolti n Bræðurnir Bjarki og Magnús kepptu í MMA á Englandi B jarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvars- son eru bræður sem báðir iðka íþrótt sem er heldur betur að ryðja sér til rúms á Íslandi, eða MMA. DV ræddi aðeins við Bjarka vegna móts sem strákarnir tóku þátt í á dögunum. „Ég byrjaði í þessu í september 2010 og skráði mig þá á námskeið hjá Mjölni og bróðir minn byrjaði að æfa stuttu seinna. Ég hef tekið þátt í nokkrum mótum, þar á meðal glímumótum eða jiu-jitsu og sigraði í tveimur svoleiðis mótum og hef tekið þátt í boxkeppnum hérna heima.“ Bræðurnir höfðu mik- inn áhuga á að komast á mót sem var haldið í Manchester á Englandi og ákváðu að skella sér þangað. „Við leituðum uppi eitthvert almennilegt mót og það var haldið 25. mars síðastliðinn og við flugum út 21. mars og borguðum allt sjálfir. Það voru 50 manns að keppa á mótinu og hver og einn fékk einn bar- daga. Maður segir frá reynslu sinni og hversu marga bardaga maður á að baki, aldri, þyngd og fleira og andstæðingurinn er valinn út frá því. Ég sigraði í mínum bardaga en Magnús gerði jafntefli en andstæðing- urinn hans var sex árum eldri en hann.“ Bjarki telur þessa íþrótt ekki vera jafn hættulega og fólk almennt heldur og er hann á þeirri skoð- un að MMA sé ekki hættulegra en fótbolti. „Þetta er reyndar ung íþrótt, aðeins 19 ára, og enn hefur enginn dáið. Svo keppir maður kannski bara þrisvar á ári og inni á milli eru menn bara að æfa mikið og öruggt.“ Bjarki segir að stefn- an sé bara að halda áfram og komast til Bandaríkjanna til að æfa og verða betri. „Það væri gaman að komast í atvinnu- mannaflokk og fá borgað fyrir að gera það sem manni þykir skemmtilegt.“ Hlín í hlaupa- skóna Annar hver Íslendingur virð- ist smitaður af hlaupaæði. Fjölmiðlakonur eru þar engin undanteking. Veður- fréttakonurnar Soffía Sveins- dóttir og Elísabet Margeirs- dóttir á Stöð 2 eru miklir hlaupagarpar og nú hefur Karen Kjartansdóttir frétta- kona á sömu stöð einnig tek- ið fram hlaupaskóna þrátt fyrir að vera enn með barn á brjósti. Hin bleika Hlín Einarsdóttir, kærasta fjöl- miðlamógúlsins Björns Inga Hrafnssonar, hefur nú bæst í hópinn en heimildir herma að Hlín stefni á hálfmaraþon á næstu misserum. Eignaðist son Bloggarinn og rithöfund- urinn Lára Björg Björns- dóttir eignaðist sinn annan son á dögunum. Barnsfaðir og sambýlismaður Láru er Tryggvi Tryggvason sem er sonur Tryggva Gíslasonar fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Akur- eyri. Lára Björg er líklega þekktust fyrir bókina Takk, útrásarvíkingar! en bókin sló rækilega í gegn þegar hún kom út. Langar í fleiri börn Fjölmiðlamaðurinn og Kast- ljós-ritstjórinn Sigmar Guð- mundsson lýsti því yfir á Face book-síðu sinni að hann langaði í fleiri börn. Sigmar fær misjöfn viðbrögð við færslunni frá vinum sínum en einn þeirra, Árni Snævarr, fyrrverandi frétta- maður Stöðvar 2 og Brussel- búi, er fljótur að koma með skemmtilega lausn: „Simmi, þetta var bara grín með Þóru og Svavar og Ástþór – þú getur alveg ættleitt hann,“ skrifar Árni en mynd af Þóru og fjölskyldu með forseta- frambjóðandann Ástþór Magnússon innklipptan hef- ur farið eins og eldur í sinu um netheima. H ann var mjög skemmtilegur en ég lék eina af kærust- unum hans, sem mér fannst mjög skondið miðað við aldurinn á mannin- um,“ segir nýjasti Lottó-kynn- irinn, Sigríður Hrönn Guð- mundsdóttir, um indverska leikarann Amitabh Bachan. Sigríður Hrönn lék á móti Bachchan í Bollywood-kvik- mynd þegar hún bjó og starf- aði sem fyrirsæta á Indlandi fyrir nokkrum árum. Bachan er einn sá þekktasti í heima- landi sínu en Sigríður Hrönn vill ekki gera mikið úr kvik- myndaleikreynslu sinni. „Þetta var pínulítið hlut- verk en í frekar stórri mynd. Bachchan er tengdapabbi Aishwarya Rai sem er fyrr- verandi ungfrú heimur og frægasta Bollywood-leik- kona veraldar. Hún lék til dæmis í einni Pink Panther- kvikmynd. Öll fjölskyldan er sem sagt í þessum bransa. Í myndinni átti hann að leika mikinn glaumgosa og það var mjög skemmtilegt að vinna með honum. Hann var alltaf í karakter,“ segir Sigríður Hrönn sem einnig lék eitt af aðalhlutverkunum í svokallaðri „cross over“ kvikmynd. „Sú mynd er svo hræðileg að meira að segja kærastinn minn hefur ekki fengið að sjá hana. Þarna voru margir fínir leikarar, bæði breskir og indverskir og nokkrir úr Eastenders og Dr. Who, og þau voru öll sammála um að með þessari mynd væri ferlinum lokið,“ segir hún hlæjandi og tekur ekki í mál að nefna titilinn á myndinni. Aðspurð segir hún leik- list þó ekki heilla sig. „Það var rosalega skemmtilegt að prófa þetta en ég held að hæfileikar mínir liggi á öðrum sviðum,“ segir hún en Sigríður rekur eigið fyrirtæki sem kallast Minicards auk þess sem hún kynnir Lottóið einu sinni til tvisvar í mánuði. Hún viðurkennir að reynslan sem árin í fyrirsætu- bransanum hafi veitt henni komi að góðum notum í Lott- óinu. „Mér líkar þetta vel en ég viðurkenni alveg að ég var lúmskt stressuð að vera svona í beinni útsendingu. Ég er nefnilega nokkuð feimin að eðlisfari. Það hjálpar að vera vön að vera fyrir framan myndavélarnar. Við erum fjögur sem skiptum þessu á milli okkar og því mun ég taka vaktina einu sinni til tvisvar í mánuði. Kannski verður þetta því alltaf jafn stressandi. Ef ég fengi að gera þetta í heila viku myndi ég kannski venjast.“ indiana@dv.is Lék á móti frægasta leikara Bollywood n Lottókynnirinn Sigríður Hrönn lék kærustu þekktasta leikara Indlands Indland Sigríður Hrönn bjó lengi á Indlandi þar sem hún starfaði sem fyrirsæta. Með fjölskyldunni Sigríður og kærastinn hennar, handboltakappinn Sigurður Eggertsson, eiga saman eitt barn. DV1204277985 DV1204275263 Bjarki og Magnús Bjarki sigraði í sínum bardaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.