Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 30. apríl 2012 Mánudagur
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Sumarið
er komið!
Frábærir ferðafélagar
í sumar
Loksin
s
fáanLe
gar
aftur
!
LykiLL þeirra að góðu formi
n Hvernig á að byrja, hvað á að gera og hvernig á að halda þetta út?
Þ
að getur verið erfitt að koma
sér af stað í líkamsrækt en öll
vitum við hve hreyfing er okk-
ur mikilvæg. Fyrir skömmu
birtist í DV grein um hvernig
þú getur öðlast hamingju en þar stóð
meðal annars að rannsóknir sýndu
að ef við hreyfum okkur ekkert þá séu
allar líkur á að við finnum fyrir þung-
lyndiseinkennum. Fyrstu tíu mínút-
urnar frá hreyfingarleysi í hreyfingu
séu áhrifaríkastar þannig að það að
gera eitthvað er betra en að gera ekki
neitt og jafnframt sé hálftími á dag
hæfileg hreyfing.
Fyrir utan það að koma sér af stað
í einhvers konar hreyfingu getur ver-
ið jafn flókið að finna þá líkamsrækt
sem hentar og hver og einn hefur
gaman af. Það eru ekki allir hrifnir af
heilsuræktarstöðvum og nóg er til af
öðrum leiðum til að hreyfa sig. Hver
og einn þarf að finna líkamsrækt við
sitt hæfi.
DV fékk nokkra einstaklinga til
að segja frá hvaða líkamsrækt þeir
stunda og af hverju. Auk þess gefa
þeir ráð um hvað skal hafa í huga
þegar farið er af stað og hvernig má
komast hjá því að gefast upp.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Sölvi Tryggvason
sjónvarpsmaður
Hvaða líkamsrækt
stundar þú?
Ég lyfti lóðum 3–4 sinnum í
viku og reyni þess á milli að
fara í göngutúra. Áður kenndi
ég japanskar skylmingar,
hljóp meira og fór í fótbolta
reglulega, en er að jafna mig
eftir aðgerð á hné. Til stendur
að hefja skylmingarnar aftur
næsta haust.
Hvað er gott við þessa
líkamsrækt?
Það besta við hana er að
maður hreinsar hugann með
því að reyna á líkamann. Ef ég
hreyfi mig ekki og reyni á mig
líkamlega verð ég alveg ómögulegur.
Hversu oft æfir þú?
Ég reyni að æfa fimm sinnum í viku
Hvað gerir þú til að koma í veg fyrir að gefast upp á
líkamsræktinni?
Yfirleitt hefur mér fundist þetta það skemmtilegt að það hefur
aldrei komið til greina að hætta. En ef letin hellist yfir er bara að
muna eftir andlegum og líkamlegum kostum og drífa sig af stað.
Muna að fyrstu fimm mínúturnar eru erfiðastar. Svo verður þetta
ekkert mál.
Áttu ráð fyrir þá sem vilja byrja að
stunda þessa líkamsrækt?
n Ég myndi ráðleggja fólki að byrja hægt. Ekki reyna að sigra
heiminn á fyrsta degi. Vinna sig upp hægt og bítandi og muna að
aðalatriðið fyrst um sinn er að gera eitthvað. Þegar þetta kemst upp
í rútínu fer fólk að finna kostina og þá verður ekki aftur snúið.
Rakel Garðarsdóttir
framkvæmdastjóri Vesturports og stýra
fótboltaliðsins FC Ógnar
Hvaða líkamsrækt stundar þú?
Knattspyrna með FC Ógn er aðallíkamsræktin mín ásamt jóga á
Seljaveginum og stöku sinnum fer ég út að skokka.
Hvað er gott við þessa líkamsrækt?
Ég er hrifin af því að stunda líkamsrækt úti, elska súrefnið. Jógað
er nauðsynlegt fyrir sálina og þetta eru frábærar teygjur.
Hversu oft æfir þú?
Ég æfi knattspyrnu öll miðvikudagskvöld. Hitt er meira
handahófskennt
Hvað gerir þú til að koma í veg fyrir að gefast upp á
líkamsræktinni?
Að hafa nógu mikið af skemmtilegum stelpum í liðinu mínu þannig
að hvatningin er að koma og hitta þær. Ég myndi ekki vilja missa
úr að hitta þær.
Áttu ráð fyrir þá sem vilja byrja að stunda
þessa líkamsrækt?
Til að æfa knattspyrnu þarf maður: nr. 1 að koma sér í lið – nr. 2 að
fá sér takkaskó – 3. mæta á æfingu.
Greta Salóme
Stefánsdóttir
fiðluleikari og söngkona
Hvaða líkamsrækt stundar þú?
Ég stunda Crossfit
Hvað er gott við þessa líkamsrækt?
Það sem er gott við Crossfit er að maður er sífellt að keppa við
sjálfan sig og sér bætinguna svart á hvítu. Þetta sport snýst ekki um
spegilinn, heldur um beina bætingu á líkamlegum afköstum.
Hversu oft æfir þú?
Það er mjög misjafnt þar sem vinnutími minn er mjög óreglulegur
og kemur í miklum skorpum. Þegar ég hef verið að æfa sem mest
hef ég stundum æft tvisvar á dag en nú á meðan undirbúningi fyrir
Eurovision stendur reyni ég að halda stöðugleika og æfa sex sinnum
í viku.
Hvað gerir þú til að koma í veg fyrir að gefast upp á
líkamsræktinni?
Ég hugsa um bætinguna sem ég er að stefna að, hvort sem það er
í ólympískum lyftingum eða í öðru í Crossfitinu og minni mig á að
hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér.
Áttu ráð fyrir þá sem vilja byrja að stunda
þessa líkamsrækt?
n Ekki keppa við aðra, kepptu við sjálfan þig. Crossfit snýst ekki um
að vera með besta tímann af öllum heldur að bæta tímann sem þú
áttir. Svo er það svo skemmtilegt við Crossfit að maður heldur að
þetta verði auðveldara en það verður það ekki, maður leggur sig
bara meira fram.
Elín Sigurðardóttir
Rope Yoga-meistarakennari
og íþróttafræðingur
Hvaða líkams-
rækt stundar
þú?
Ég stunda
þríþraut, TRX og
Rope Yoga.
Hvað er gott
við þessa
líkamsrækt?
Þetta er góð
heilsurækt fyrir
bæði líkama og
sál. Fjölbreytt og
gefur kost á að
æfa jafnt úti sem
inni. Kemur inn
á alla þætti eins
og úthald, styrk,
jafnvægi og liðleika. Góður félagsskapur.
Hversu oft æfir þú?
Ég æfi daglega og stundum 2–3 æfingar á dag. Mismikið álag.
Hvað gerir þú til að koma í veg fyrir að gefast upp á
líkamsræktinni?
Heilsuræktin er lífsstíll og ég umgengst fólk sem er að gera það
sama og ég. Ég æfi af því að ég elska að æfa og hreyfa mig. Ekki af
því að ég „verð“ að æfa eða til að grennast eða til að geta borðað
meira.
Áttu ráð fyrir þá sem vilja byrja að
stunda þessa líkamsrækt?
n Finna gott þríþrautarfélag eða góða heilsuræktarstöð í
nágrenni við heimili þitt eða vinnu þannig að það fari sem
minnstur tími í ferðalög á æfingar. Setja þér skrifleg markmið sem
eru mælanleg, tímasett og trúverðug. Heitbinda þig markmiði
þinu. Best er að finna heilsurækt sem þú getur gert af öllu hjarta
og haft gaman af í stað þess að fara af stað á steyttum hnefanum
og í ofbeldi. Það heldur það engin út lengi. Ásetningurinn verður
að vera skýr.