Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 30. apríl 2012 Mánudagur n Aukaefni má finna í stærstum hluta matvæla í dag n Efnunum ekki flaggað á umbúðum Aukaefnin eru falin í atnu Þ að er hvorki hægt að segja með óyggjandi hætti að mat- væli með aukaefnum eða E- efnum séu eitruð né fullyrða að þau séu óholl. Aðalatriðið er að neytendur geti valið frá vörur með aukaefnum ef þeir vilja forðast þau,“ segir Þórhallur I. Halldórsson, lektor við Matvæla- og næringar- fræðideild Háskóla Íslands, aðspurð- ur um hvaða áhrifa aukaefni í mat- vælum hafi á okkur. Oftast í óhollum mat „Almenningur virðist ekki hrifinn af þessum efnum og telur þau gjarnan hættuleg. Það má líta á þetta út frá tveimur pólum. Annars vegar er búið að prófa þessi efni á dýrum og skoða hvar eitrunarmörkin liggja, skala þetta niður og komast að því að efnin eru í lagi fyrir fólk. Hins vegar er þessi efni oftast að finna í óhollum mat og hvort það sé vegna þess að maturinn er óhollur eða vegna efnanna veit enginn í raun og veru.“ Það sé einnig erfitt að reikna út hve mikils af efnunum við neytum og hvaða áhrif þau hafi. Rannsóknir sýni til dæmis fram á tengsl á milli unninnar kjötvöru, sem inniheld- ur mikið af aukaefnum, og krabba- meins en ekki sé vitað hvort það sé af völdum aukaefna eða annarra eigin- leika matvælanna. „Menn hafa því óljósa tilfinningu fyrir að þetta sé ekki sniðugt sem gerir það að verk- um að framleiðendur eru ekkert að flagga efnunum á umbúðum, hvort sem það eru aukaefni eða til dæmis transfitusýra. Það skrifar enginn að varan innihaldi transfitusýru heldur að fitan sé að hluta til hertar jurta- olíur. Þá er er jurtaolía jákvæða orðið sem þú átt að bíta á.“ Framleiðendur plati neytendur Í norska blaðinu Verdens Gang er rætt um efnin og því haldið fram að framleiðendur séu í auknum mæli farnir að taka út E-efnamerkingar í innihaldslýsingum og setja nöfn á efnunum í staðinn. Það sé slæmt fyr- ir neytendur þar sem flestir viti ekki að um E-efni sé að ræða og að vör- urnar virðist vera orðnar að mestu aukaefnalausar. Í blaðinu voru birt- ar upplýsingar um nokkur aukaefni í matvælum, hvar þau er að finna og hvernig á að leita að þeim. Aðspurður hvort íslenskir fram- leiðendur blekki neytendur á sama hátt segir Þórhallur svo vera að vissu leyti. Oft standi bragðefni eða litar- efni og neytendur geti því ekki vit- að um hvaða efni sé að ræða. Hann bendir á að merkingarkerfið hér á landi sé galið en nú sé verið að inn- leiða Evrópulöggjöf. „Þetta er þó í aðlögunarferli og ég held að menn séu ekkert að hlaupa upp til handa og fóta til að skipta út umbúðum og merkingum. Mér finnst vörur hér illa merktar almennt.“ Þórhallur segir að þar sem fram- leiðendur töldu iðnaðarsalt vera full- gott fyrir neytendur í 10 ár sé eng- in ástæða til að telja að merkingar á umbúðum séu betri hér á landi en annars staðar. Fersk matvæli best Hann bendir neytendum á að mat- vara sem inniheldur efni sem lengir til dæmis líftíma er ekki sama varan og hún var upphaflega. Það sé mun- ur á ferskri vöru og þeirri sem er með aukaefnum. „Ef fólk vill borða hollan mat á það að horfa í ferskleikann. Ef það er búið að eiga við hann, hvort sem það er með bragð-, litar- eða rotvarnarefnum getur fólk átt erf- itt með að greina hvort varan sé góð eða ekki. Ég vil því benda fólki á að vera vakandi fyrir þessu,“ segir hann og ítrekar að hollasti maturinn sé því ferskvara sem maður eldar sjálfur. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Menn hafa því óljósa tilfinn- ingu fyrir að þetta sé ekki sniðugt sem gerir það að Unnin matvæli Eru þau matvæli sem innihalda mest af aukaefnum. Mynd: SigtryggUr Ari JóhAnnSSOn Þetta eru E-efni n Á heimasíðu Matvælastofnunar er fjallað um aukaefni og helstu flokka þeirra Litarefni E 100–E 199 Er bætt í matvæli til að gera þau girnilegri, bæta upp litartap sem verður við vinnslu eða minnka náttúrulegan breyti- leika, til dæmis mun á sumarsmjöri og vetrarsmjöri. Sumir telja litarefni óþörf og villandi fyrir neytendur og hafa áhyggjur af öryggi efnanna. rotvarnarefni E 200–E 299 Eru notuð til að bæta geymsluþol matvæla þar sem aðrar aðferðir eins og kæling duga ekki til. Notkun þeirra hefur aukist með meiri fjölbreytni í matvælaframleiðslu og breyttum geymslu- og dreifingaraðferðum. Meðal rotvarnarefna sem geta valdið óþoli eru bensósýra og bensóöt (E 210–E 219). Þráarvarnarefni E 300–E 399 Þráavarnarefni draga úr hættu á að fita og olíur þráni fyrir áhrif súrefnis. Efnin geta einnig hindrað litabreyting- ar í afhýddum eða skornum ávöxtum og grænmeti. Þau sem geta valdið óþoli ber helst að nefna BHA og BHT sem hafa númerin E 320 og E 321. Bindiefni E 400–E 499 Hafa ýmis áhrif á stöðugleika matvæla og þá um leið útlit þeirra. Með nýjum reglum er þeim skipt upp í marga aukefnaflokka sem skýra tilgang með notkun efnanna. Hins vegar er hætt við að neytendur eigi erfitt með að skilja sum þessara heita þar sem þau eru ýmist ný af nálinni eða tengd tæknilegum þáttum í matvælaframleiðslu. Lyftiefni, sýrustillar og kekkja- varnarefni E 500–E 599 Lyftiefni eru efni eða efnablöndur sem gefa frá sér loft og auka þannig rúmmál deigs, til dæmis natrón og hjartarsalt. Bragðaukandi efni E 620-E 625 Hafa áhrif á bragð og stundum lykt. Hafa ekki sterkt einkennandi bragð heldur þann eiginleika að geta dregið fram eða aukið bragðeinkenni mat- væla. Þriðja kryddið er best þekkta dæmið en það er natríumglútamat, einnig þekkt sem MSG eða E 621. Nokkuð er um óþol gegn MSG og er vel þekkt að efnið geti valdið bráðum einkennum þegar það er notað í miklu magni. Sætuefni frá E 950 og þar yfir Sætuefni hafa mikinn sætustyrk og gefa enga eða mjög litla orku í mat- vælum. Ein undantekning er E 953 sem ásamt E 420, E 421 og sætuefnum með númer E 965–967 mynda flokk efna sem oft er kallaður sykuralkóhólar. Þau hafa minni sætustyrk en sykur og gefa einnig orku, en eru notuð í stað sykurs í sykurlaust tyggigúmmí, sælgætistöflur og aðrar vörur til að draga úr hættu á tannskemmdum. Passaðu þig á saltinu n Í Verdens gang eru settar fram upplýsingar um nokkur E-efni og önnur efni sem fram- leiðendur fela í innihaldslýsingum Salt Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til að daglegur skammtur af salti fari ekki yfir 5 grömm á dag. Of mikil saltneysla getur aukið blóðþrýsting og hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Unnar matvörur innihalda 70 til 80 prósent af saltneyslu okkar. Er í: Brauði, morgunkorni, kjötvöru og áleggi, snakki, tilbúnum réttum, pítsum, pakkasúpum og -sósum. Leitið að: Saltinnihald í matvöru er oft- ast tilgreint sem Na (natríum) í 100 gr. 1 gramm af salti samsvarar 0,4 grömmum af natríum. 1 gramm af natríum er 2,5 grömm af salti (NaCl). Bensósýra Aukaefni sem er sett í matvæli til að auka endingartíma þeirra. Sérstaklega ætti að passa upp á neyslu þess hjá börnum en dýratilraunir sýna að bensósýra hefur áhrif og vöxt og þyngd. Er mest í: Gosi, tómatsósu, sinnepi, kavíar, sultu og líkum matvörum. Leitaðu að: Natríumbensóat (E211), Kalíumbensóat (E212) og Kalsíumben- sóat (E213). transfita og hert fita Transfitan eykur líkur á hjartasjúkdómum og sykursýki II. Bæði transfita og mett- aðar fitusýrur auka slæma kólesterólið (LDL) í blóðinu en auk þess lækkar trans- fitan góða kólesterólið (HDL). Er mest í: Þær iðnaðarframleiddar matvörur sem búast má við að innihaldi transfitusýrur eru smjörlíki, steikingar- feiti, djúpsteiktur matur, kex, kökur, vínarbrauð, poppkorn, kartöfluflögur og sumar tegundir af sælgæti. Leitaðu að: Ef eitthvað af eftirtöldu er nefnt í innihaldslýsingu matvæla þá er nær víst að varan innihaldi transfitusýrur. Orðið hert fita (e. hydrogenated fat) í innihaldslýsingu vörunnar er hins vegar ekki sönnun þess að transfitusýrur séu í vörunni. Gera má ráð fyrir að í vöru sem inniheldur herta fitu sé talsvert magn af mettuðum fitusýrum. Upplýsingar að hluta til frá Lýðheilsustöð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.