Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2012, Blaðsíða 3
Lára Kristín segist ekki fá frekari þjónustu „Mér var sagt að ég hefði brotið heiðurssamkomulag og fengi þess vegna ekki áframhaldandi meðferð hjá geðsviði.“ mynd sigtryggur ari Ræða ekki eignarhaldið á 365 n tvö félög á Bahamaeyjum og seychelles-eyjum eiga moon Capital D V hefur gert árangurslausar tilraunir síðustu daga til að fá svör frá Ingibjörgu Pálma- dóttur og Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni um eignarhaldið á fjölmiðlafyrir tækinu 365. Nánar til- tekið vill DV fá upplýsingar um eig- endur félagsins Moon Capital sem skráð er í Lúxemborg. Ingibjörg og Jón Ásgeir hafa hins vegar ekki svar- að spurningum DV um þetta atriði. Fyrir liggur að fjölmiðlanefnd, sem á að halda utan um eignarhald á íslenskum fjölmiðlum, hefur því ekki fengið réttar upplýsingar um eignar- hald 365. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði fjölmiðlanefndar á Moon Capital stærstan hlut allra í 365, meira en 43 prósent, og er það félag sagt vera í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur. Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, eiginmanns Ingibjargar, átti hins vegar hlut í færeyskri verslana- keðju í gegnum þetta sama félag, Moon Capital. Jóhannes er hins veg- ar ekki sagður vera hluthafi í 365 á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Þarna er því augljóst misræmi. Samkvæmt gögnum sem DV hef- ur undir höndum er hluthafi Moon Capital sagður vera European Market Services, fyrirtæki í Lúxem- borg sem sérhæfir sig í þjónustu við fjárfesta og fyrirtæki. Eigend- ur þess félags eru sagðir vera tveir: Eignarhaldsfélagið Remp Co. Ltd. í Nassau á Bahamaeyjum og annað félag, Riverside Investment Corp, sem er skráð á Seychelles-eyjum. Þar endar slóðin sem DV getur rak- ið sig. ingi@dv.is Leynd yfir eignarhaldinu Leynd hvílir yfir eignarhaldinu á fjölmiðlafyrirtækinu 365. Eigendur félagsins, Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, vilja ekki veita upp- lýsingar um eigendur þeirra skúffufélaga sem skráð eru fyrir fjölmiðlarisanum. Erfitt að jafna sig á nauðungarvistun Fréttir 3miðvikudagur 16. maí 2012 n Mistök ólíkleg, segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs N auðungarvistun er vand- meðfarið úrræði og telja sumir þeir sem fyrir því hafa orðið að bæta megi verklag- ið. Það sjónarmið skil ég vel og tek undir að vissu leyti. Hér á landi er helst gagnrýnt að ættingjar þurfi að standa að neyðarinnlögnum og að kallað sé til lögreglu. Það getur ver- ið erfitt að jafna sig á slíku inngripi,“ segir Páll Matthíasson, framkvæmda- stjóri geðsviðs Landspítala. DV sagði á dögunum sögu Láru Kristínar Brynjólfsdóttur sem lýsti því hvernig henni hafi fundist troðið á mannrétt- indum sínum með nauðungarvistun þar sem hún var neydd í meðferð við geðklofa. Páll segir nauðung í geðþjónustu eiga rétt á sér þótt vissulega sé vistun á geðdeild með valdi mikið inngrip í líf hins almenna borgara. Líta þurfi til þess að mikið þurfi til að manneskja sé nauðungarvistuð og þá sé fyrst og fremst hugað að lífi og heilsu viðkom- andi og þeirra sem í kringum hann eru. Lítið um nauðungarvistanir á Íslandi „Einungis 3,7 prósent innlagna á geð- sjúkrahús eru gerðar með valdi hér á landi. Það er ef til vill vegna þess að samfélagið er minna og fjölskyldu- meðlimir taka meiri þátt í því að standa að innlögnum. Á Norðurlönd- unum er þetta hlutfall mun hærra, allt að 30 prósent innlagna eru nauð- ungarinnlagnir og sums staðar í Bret- landi er hlutfallið gríðarlega hátt, og verður hæst 70 prósent allra innlagna. Mér finnst jákvætt hversu lítið þarf að grípa inn í líf fólks hér á landi og svo virðist sem fólk sé tilbúnara að leggj- ast sjálfviljugt inn,“ segir Páll. Ekki hægt að útiloka mistök Spurður um það hvort mistök geti átt sér stað hvað varðar nauðungarvist- un eins og Lára Kristín heldur fram, segist hann ekki geta útilokað það. Þó þurfi mikið til að einstaklingur sé nauðungarvistaður. „Það er ólíklegt í raun að um mis- tök geti verið að ræða því það þarf mikið að ganga á. Ef að gripið er til nauðungarvistunar er það vegna þess að líf og heilsa viðkomandi er í bráðri hættu. Það þarf þó alltaf að hafa eftir- lit með framkvæmdinni því hún þarf að vera viðunandi.“ Komin í meðferðarfrí Lára Kristín sagði í viðtali við DV að hún hafi þurft að skrifa undir með- ferðarsamning þar sem henni var bannað að tala um meðferð sína í fjöl- miðlum. Páll segir slíka samninga oft gerða og þá í þágu sjúklinga. „Með- ferðarsamningar eru gerðir til þess að skýra línur á milli meðferðaraðila og sjúklings. Hann tiltekur meðferð- arúrræðin og hvernig skuli bregðast við í ákveðnum aðstæðum. Svo sem ef til neyðarinnlagnar kemur og ann- að slíkt.“ Lára Kristín fór á fund með með- ferðaraðilum sínum í kjölfar fjöl- miðlaumfjöllunar og segist hafa feng- ið þau viðbrögð að hún væri komin í meðferðarfrí. „Mér var sagt að ég hefði brotið heiðurssamkomulag og fengi þess vegna ekki áframhaldandi meðferð hjá geðsviði. Ég væri komin í svokallað meðferðarfrí,“ sagði Lára Kristín. Páll kannast ekki við að Láru Krist- ínu hafi verið bannað að sækja þjón- ustu geðsviðs og segir sjúklingum ekki refsað séu samningar sem þess- ir brotnir. „Það er af og frá, hún mun áfram fá þjónustu og verður ekki vís- að frá.“ Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Ítrekaðar tilraunir til sátta um kvótakerfið „Getur verið erfitt að jafna sig á slíku inngripi nauðung á rétt á sér En það má bæta verklagið, segir Páll Matthíasson sem fer fyrir geðsviði Landspítalans. Ekki mjög upplýsandi Fulltrúar útgerðarmanna tala gjarnan um nauðsyn þess að ná umræðum um fiskveiðistjórnun upp úr skotgröf- unum og upphrópunum. Þannig lýsti Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðjunar í Fjarðabyggð, um- ræðunni sem deilukenndri og ekki mjög upplýsandi. Hér má sjá nokkur ummæli útgerðarmanna um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða. „Hvað höfum við gert ykkur?“ „Hvað höfum við gert ykkur?“ spurði Kristinn V. Jóhannsson, stjórnarfor- maður Síldarvinnslunnar, á fjölmennum fundi í Nesskóla í Neskaupstað um sjávarútvegsmál. Vitnað er í ummæli Kristins á vef LÍÚ en hann er þó ekki titlaður sem stjórnarformaður útgerðarfyrirtækis heldur fyrrverandi forystumaður í bæjarstjórn í Nes- kaupstað fyrir Alþýðubandalagið og frammámaður í atvinnurekstri á Norðfirði. glatað lífsviðurværi „Núverandi stjórnvöld hafa með breytingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu valdið því að 100 fjölskyldur í Vestmanna- eyjum hafa eða munu glata lífsviðurværinu og það telst meiriháttar högg af manna- völdum fyrir þetta samfélag,“ segir í ályktun Útvegsbænda í Vestmanna- eyjum en vitnað er í ályktunina á vef LÍÚ. „Höfuðborgarsvæðið naut góðs af hagvextinum fyrir fall bankanna. Þess hagvaxtar gætti hins vegar ekki á landsbyggðinni. Nú þegar horfir til betri vegar á landsbyggðinni vilja ráðamenn landsins gera hagvöxtinn þar upptæk- an! Gjaldið mun draga úr lífsgæðum og hagvexti í Eyjum. Þetta eru fjármunir sem eiga að stuðla að fjárfestingu og styrkingu útgerðar og vinnslu, ekki til gæluverkefna stjórnmálamanna,“ segir ennfremur í ályktuninni. ríkisvæðing og ofurskattlagning „Í nýju frumvarpi er horfið frá kröfum um hagkvæman sjávarútveg, aflaheimildir gerðar upp- tækar til pólitískrar endurúthlutunar og ofurskattar lagðir á greinina,“ segir í fyrstu viðbrögðum LÍÚ við frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar segir að ríkið ætli sér að taka 70% af hagnaði útgerðar- innar og að í raun sé um ríkisvæðingu í gegnum skattheimtu að ræða. Þá segir að rekstrargrundvelli sé kippt undan sjávarútvegi og að frumvarpið færi arð af landsbyggðinni til pólitískrar úthlutunar í stjórnarráðinu. „Þar sem ekkert samráð var haft við útvegsmenn við gerð frumvarpsins hefur ekki gefist kostur á að greina það í heild,“ segir þó í upphafi viðbragða LÍÚ. gleymum ekki verðmætasköpuninni Eggert Benedikt Guðmunds- son, forstjóri HB Granda, sagði á morgunverðar- fundi Útvegsmanna í Reykjavík í apríl að verðmætasköpun væri gleymda orðið í þjóðfélags- umræðunni. „Það verður að hugsa um heildarmyndina þegar hugsað er um þau verðmæti sem sjávarútvegurinn skapar þjóðinni. „Ef allt er tekið í skatta hafa fyrirtækin engan hag af því að bæta við verðmætasköpunina.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.