Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 4
Þingrof „alveg nauðsynlegt“
n Prófessor segir fund LÍÚ einn ömurlegasta atburð í sögunni
S
vanur Kristjánsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, telur „langhyggileg-
ast og reyndar alveg nauðsyn-
legt,“ að þing verði rofið sem fyrst og
kosið til Alþingis strax um miðjan
ágúst. Svanur var í viðtali við Speg-
ilinn á Rás 2.
Hann segir að andrúmsloft-
ið á Alþingi sé gjörsamlega ólíð-
andi þar sem allir tali um að á sér
sé troðið og mönnum finnist þeir
vera beittir valdi úti um allt. Fyrir
vikið sé hann farinn að hafa áhyggj-
ur af lýðræðinu. Svanur vill að þing-
ið endurnýi umboð sitt svo hægt sé
að byrja að takast á við mál á borð
við breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu.
Hann segir mikilvægt að vinda
ofan af því lénsskipulagi sem nú
sé við lýði við stjórn fiskveiða og
„koma á skikkanlegu kerfi.“
Svanur segir að mestu máli skipti
í lýðræðislegu þjóðfélagi að sá sem
taki ákvarðanir hafi til þess umboð.
Hann gagnrýnir aðgerðir LÍÚ að
undanförnu.
„Þessi fundur sem LÍÚ boðaði
til á Austurvelli er einn ömurleg-
asti atburður í sögu þessa lands,
þar sem vinnuveitendur eru að
hvetja og flytja fólk sem er í vinnu
hjá þeim á slíka fundi,“ segir Svan-
ur.
Hann vill að ný lög um stjórn
fiskveiða taki ekki gildi fyrr en þau
hafi verið samþykkt í þjóðarat-
kvæðagreiðslu og búið sé að kjósa
nýjan meirihluta Alþingis. Þá geti
þjóðin farið að snúa sér að ein-
hverju öðru, enda kominn tími til.
4 Fréttir 13. júní 2012 Miðvikudagur
Svanur Kristjánsson „Þessi fundur sem
LÍÚ boðaði til á Austurvelli er einn ömurleg-
asti atburður í sögu þessa lands.“
Nordjobb um mál finnsku stúlkunnar:
„Þetta er bara
ekki svona
einfalt“
Stefán Vilbergsson, forsvarsmað-
ur Nordjobb á Íslandi, segir að
mál finnskrar stúlku, sem segir að
bóndi sem réð hana í vinnu hafi
þverbrotið ráðningarsamninga
hennar, sé ekki alveg eins slétt og
fellt og ætla mætti af fyrstu um-
fjöllun Vísis um málið. Þar kom
fram að stúlkan, sem heitir Maija
og kom til Íslands frá Finnlandi til
að starfa á vegum Nordjobb, hefði
verið ósátt við starfskjör sín þegar
hún mætti til starfa á bóndabæ.
Maija segist hafa þurft að vinna
12 tíma vaktir án yfirvinnugreiðslu
og segir að bóndinn hafi tjáð sér
að hvað frídagana varðaði myndi
hann sjálfur ákveða hvenær hún
fengi að taka þá. Samkvæmt
samningi átti hún að vinna á átta
tíma vöktum og eiga tvo frídaga
í viku.
„Þetta er bara ekki svona ein-
falt,“ segir Stefán í samtali við DV.
Hann segir að konan hafi haft
samband við Nordjobb á Íslandi
og þau hafi strax farið að skoða
aðstæður á bóndabænum. Í ljós
kom að um algjört samskiptaleysi
var að ræða milli starfsmanna og
yfirmanns. „Bóndinn hafði ekki
sagt þeim að í upphafi sumarsins
væru ekki allir starfsmenn mætt-
ir og því væri vaktafyrirkomulag í
uppnámi,“ segir Stefán. Enn frem-
ur hafði Stefán eftir umræddum
bónda að um hefði verið að ræða
skammtímaástand ráða hefði átt
bót á nokkrum dögum seinna
þegar tekist hefði að fullmanna
stöður. „Vinnuveitandinn vissi ekki
að hún væri þetta ósátt. Ég held að
hér sé um samskiptaleysi að ræða.
Vinnuveitandinn hefði átt að láta
vita af þessu fyrirkomulagi og
starfsfólkið hefði átt að láta vita af
því að það væri ósátt,“ segir hann.
Hann segir að vissulega sé mis-
jafnt hvernig aðstæður séu á mark-
aðinum en að hann hafi talið að
þarna hafi ekki verið um að ræða
slæmar aðstæður. „Ég sá ekki bet-
ur en að þetta yrði bara mjög eðli-
legt, en hún vildi vera örugg um öll
sín mál og fannst felast óöryggi í
að þetta væri ekki eins og talað var
um í byrjun,“ segir Stefán.
„Það var ekki komin nein
reynsla á þetta myndi ég segja.“
Stúlkan vildi sjálf fara burtu af
bænum eftir fjögurra daga vinnu
og því varð hún samferða starfs-
fólki Nordjobb heim og er nú
unnið að því að finna henni nýja
vinnu.
Þ
etta er viðbjóðsleg lykt, bara
eins og lykt af úldnum mat-
vælum er. Það er svo vond
lykt hérna að það er ekki hægt
að skilja eftir opna glugga
þá angar allt af þessari úldnu fiski-
fýlu,“ segir íbúi í Garðinum sem vill
ekki láta nafns síns getið. Íbúinn seg-
ist alveg vera að gefast upp á megnri
ólykt sem er í bænum og orsakast af
fiskþurrkunarvinnslum sem standa
sunnan við bæinn. Þar eru fiskbein
og fiskhausar þurrkaðir og segir hann
ástandið vera svo slæmt að íbúar geti
í vissum vindáttum ekki haft glugga
á heimili sínu opna hvað þá að njóta
þess að vera úti við.
Mengun yfir Garðinum
„Þetta er þannig að við vöknum á
nóttunni og þurfum að loka gluggun-
um. Svo vond er lyktin. Þetta er úti um
allt í bænum, mismikið eftir vindátt.
Það er bara mengun yfir Garðinum.
Það er ekki hægt að hengja þvott út á
snúru, þá angar hann,“ segir hann.
Hann segir þetta vera alþekkt
vandamál í bænum sem hafi aukist
með árunum. Tvær fiskþurrkanir eru
á svæðinu. „Þetta hefur verið í gangi
í nokkur ár. Fyrst var ein, en svo reis
önnur þarna nánast við hliðina og
lyktin versnar stöðugt. Fólk er orðið
mjög þreytt á henni,“ segir hann og
lýsir lyktinni sem mikilli ýldufýlu.
„Þetta er lykt af úldnum fiskibein-
um og fiskhausum sem er verið að
þurrka. Hrikaleg ýldulykt.“
Hann segir lyktina vera meiri í
miklu logni og það sé ekki hægt að
vera úti við þegar mjög gott veður sé.
„Þá kemur lyktin mjög sterk,“ segir
hann.
Helvíti hart
Hann segir það miður að þurfa að
búa við þetta þar sem margir, eins
og hann, séu fæddir og uppaldir í
Garðinum, og vilji búa þar. Lyktin sé
hins vegar það slæm að það sé varla
líft í bænum lengur. „Það er hægara
sagt en gert að flytja héðan. Ef þú átt
hús hérna þá selur þú það ekki svo
glatt. Það er líka helvíti hart ef mað-
ur þarf að flytja burt út af einhverri
skítalykt sem flæmir mann í burtu þó
manni líki vel á staðnum.“
Hann segist margoft hafa kvartað
bæði við bæjaryfirvöld og heilbrigð-
iseftirlit Suðurnesja en lítið hafi verið
um svör. „Ef maður hringir og kvart-
ar þá er bara sagt að þeir geti ekkert
gert.“
Verið að vinna að úrbótum
DV hafði samband við Heilbrigðis-
eftirlit Suðurnesja og þar fengust þau
svör að vandamálið væri þekkt og
borist hafi kvartanir vegna þess. „Við
höfum núna í nokkurn tíma verið að
vinna að úrbótum með fyrirtækjun-
um. Við væntum þess að þær úrbæt-
ur leiði til þess að þessi lykt minnki
stórlega og vonandi hverfi. Þetta er
ósoneyðingarbúnaður sem er ver-
ið að setja upp þarna,“ segir Ríkharð-
ur F. Friðriksson. Hann segir að ver-
ið sé að vinna að lausn vandamálsins
um þessar mundir. „Við verðum bara
að sjá hvernig þetta kemur til með að
virka en við bindum vonir við það að
þetta muni leysa vandamálið.“
Fyrrnefndur íbúi segist ekki hafa
mikla trú á úrbótum Heilbrigðis-
eftirlitsins. „Þeir segja alltaf að þeir
séu að vinna að úrbótum en það ger-
ist ekki neitt.“
Arnbjörn Eiríksson, verkstjóri í
þurrkunarhúsi Nesfisks, segir úr-
bætur vera í gangi. „Það er verið að
setja upp ósoneyðingarbúnað núna.
Hann hefur reynst vel annars staðar,
til dæmis á Húsavík. Það er samt alltaf
einhver lykt sem fylgir svona og að
mínu mati er hér um skipulagsslys að
ræða. Þetta fyrirtæki er búið að standa
hér í þrjátíu ár og þetta er iðnað-
arhverfi. Íbúðabyggðin sem kom eft-
ir á var höfð alltof nálægt þó að nægt
pláss væri,“ segir Arnbjörn.
n Fiskhausverkun veldur ólykt í bænum n Unnið að úrbótum„Þetta er þannig
að við vöknum á
nóttunni og þurfum að
loka gluggunum. Svo
vond er lyktin.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Ýldulykt í Garðinum
Fiskþurrkun Íbúi í Garði segir fiskþurrkun vera mikið vandamál í bænum. Svo mikil ólykt
komi frá þeim að mikill ami sé af. MyNdir eyþór árNaSoN