Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Qupperneq 10
D eild 32C er almenn bráða- móttökudeild. Jenný Bára hefur oft verið vistuð á deildinni vegna fíknivanda og geðraskana. Í þetta sinn hefur hún dvalið á deildinni í þrjár vikur samfleytt. Ætlunin er að gera hana tilbúna til þess að gangast undir áfengismeðferð. Hún hefur verið í harðri neyslu í mörg ár en er bjartsýnni nú en oft áður. Deild 32C er læst deild. Hjúkr- unarfræðingur nær í Jennýju Báru. Hún hafði í samtölum við blaða- mann verið þung síðustu daga en mætir honum nú með bros á vör. Hún hafði fengið þær fréttir að laust pláss væri á Vogi. Jenný Bára er smágerð og barns- leg þrátt fyrir að neyslan hafi sett sitt mark á útlit hennar. Hún er klædd í náttföt, með hárið slegið og virðist afslöppuð í fasi. Var misnotuð Neysla og óöryggi hefur markað líf Jennýar Báru frá barnæsku og henni fannst hún njóta lítillar ástúðar. Kyn- ferðisleg misnotkun braut hana nið- ur og hún var ung þegar hún gerði fyrst tilraunir til að skaða sjálfa sig líkamlega. Þrettán ára byrjaði hún í neyslu og fannst hún höndla frelsið. „Ég kem af mjög brotnu heimili, móðir mín drakk mikið en ekki faðir minn svo ég muni. Faðir minn mis- notaði mig í kynferðislega en það komst snemma upp sem betur fer, ég hef verið um 5 ára. Þá var mér komið fyrir á Vistheimili barna þar sem ég var í um eitt ár, eða þangað til ég flutti til systur mömmu minn- ar. Hjá þeim átti ég alveg tvö góð ár eða þangað til við fluttum upp í Breiðholt. Þá fóru þau að eiga sín eigin börn og ég var sett til hliðar. Ég var átta ára þegar þetta var.“ „Fannst ég allt í einu æðisleg“ „Á þessum tíma fór ég að verða fyr- ir miklu einelti í skólanum og ég fór að sýna sjálfsskaðandi hegð- un sem ég hafði ekki gert áður. Ég reyndi að gera allt til að fá fóstur- mömmu mína til að segja að hún elskaði mig og það kom út eins og óþekkt. Lífið varð aldrei eins aftur eftir þetta. Ég byrjaði að drekka 13–14 ára gömul og ég upplifði nýtt frelsi og braust algerlega út úr skelinni sem ég var búin að byggja upp. Mér fannst ég allt í einu æðisleg og allt í einu var ekkert mál að tala við aðrar stelpur og stráka. Ég var mjög fljótlega farin að drekka um hverja helgi. Líf mitt fór að snú- ast um drykkjuna. Ég fór alls ekki þessa „hefðbundnu leið“ í neysl- unni minni þar sem hún þró- ast úr áfengi yfir í kannabisefni og svo koll af kolli heldur harðn- aði neyslan mjög hratt og ég var farin að drekka mjög illa 16 ára. Ég byrjaði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en hætti fljótlega í hon- um og fékk mér svo vinnu sem ég tolldi ekkert í. Ég var farin að ljúga að fósturmömmu minni að ég væri að fara í vinnuna þegar ég fór niður á Hlemm að drekka.“ Sprautaði sig 18 ára Fyrsta ólöglega fíkniefnið sem Jenný prófaði var spítt og hún byrj- aði fljótt að sprauta sig. „Ég fór í mína fyrstu meðferð árið 2000, aðeins 18 ára. Það seg- ir svolítið um það hversu mikið fósturforeldrar mínir fylgdust með mér, að þegar ég settist niður með fósturmömmu minni í eldhúsinu heima og sagði henni að ég væri að fara í meðferð þá sagði hún við mig: „En þú sem drekkur ekki einu sinni!“ Þá var ég samt búin að vera að nota sprautur í dágóðan tíma. Ég var ekki lengi edrú eftir þessa meðferð því ég fór upp á Vík eft- ir að ég var á Vogi og þar lenti ég upp á kant við stelpu sem var þar líka og það voru komnar lygasög- ur um mig þar svo ég bara fór. Árið 2001 fór ég svo í aðra meðferð og síðan í Hlaðgerðarkot og það gekk mjög vel. Þá kynntist ég barnsföð- ur mínum og verðandi eiginmanni en hann var að vinna hjá Samhjálp. Við giftum okkur árið 2002. Það gekk mjög vel hjá okkur en ég var í smá hassneyslu áður en ég varð ólétt að fyrsta barninu okkar sem við eign- uðumst 2003. Þegar ég fékk jákvætt á þungunarprófinu tók ég ákvörðun um að hætta og fannst það ekk- ert mál. Ég var að verða ólétt og var bara ánægð, að verða mamma, og við bjuggum í lítilli sætri íbúð og allt eins og það átti að vera.“ Eignaðist þrjú börn á þremur árum „Hjónabandið varð sífellt erfiðara eftir að við eignuðumst börnin. Við höfðum ekki ætlað okkur að eign- ast þau svona ört en við eignuðu- mst þrjá drengi á þremur árum og því fylgdi mikið álag. Við skildum svo í nóvember 2006 og ég fór með drengina í Kvennaathvarfið. Ég flutti með börnin mín í Graf- arvog og það var rosalega erfiður tími. Pabbi þeirra tók strákana aðra hverja helgi og ég var ein með þá alla aðra daga. Þeir voru enn í leik- skóla í Breiðholti og ég þurfti að vakna klukkan 6 alla morgna til að skipta á þeim öllum og klæða þá og fara svo með þá í strætó á leikskól- ann til þess að þeir næðu morgun- matnum. Ég sótti þá svo aftur klukk- an fimm á daginn. Við vorum svo lengi á leiðinni að þeir voru orðn- ir skelfilega svangir þegar loks var komið heim.“ Missti frá sér drengina Álagið varð til þess að Jenný Bára missti tökin á uppeldi drengjanna og þeir voru færðir á Vistheim- ili barna alveg eins og Jenný sjálf í æsku. „Ég man ekki einu sinni hver var upphaflega ástæðan fyrir því að þeir voru settir á þetta heimili en það var gert að mig minnir til að meta okk- ur sem foreldra. Þegar þeir voru svo komnir þangað brotnaði ég al- veg niður og var bara í íbúðinni minni og grét og grét í nokkra daga og endaði þá inni á geðdeild. Þá var ég greind með með „borderline“ persónuleikaröskun og var í sex mánuði inni á geðdeild.“ Notaði einkamal.is til að selja sig Börnin hennar þrjú hafa búið hjá föður sínum eftir þessa lífsreynslu Jennýjar Báru. Síðan þá hefur hún verið í harðri neyslu, stundað bæði þjófnað og vændi. „Ég hef bara verið inn og út af stofnunum og alltaf í neyslu inn á milli en ég fór líka í biblíuskóla í Breiðholti í eitt og hálft ár en árið 2008 var ég líka greind með átrösk- un. Ég hef þurft að stela og stunda vændi til að fjármagna neysluna mína. Það skortir alls ekki eftir- spurnina eftir vændi á Íslandi og ég notaði mikið einkamal.is. Þetta eru alls konar menn, giftir og ógiftir, þekktir og óþekktir, öll flóran. Stundum fékk maður ekki góða menn en ég tryggði mig með því að hafa alltaf tvo sterka vini mína inni í stofu svo að ef það heyrðist eitthvað í mér þá komu þeir og hjálpuðu mér. Það gerðist aldrei neitt alvarlegt því það þorði enginn að vera með nein leiðindi eða reyna að sleppa við að borga þegar þeir sáu stóra stráka í stofunni minni.“ Í baráttu og bjartsýn Jenný segir að það vanti mikið upp á skilning meðal almennings gagn- vart áfengis- og vímuefnasjúkling- um og einnig gagnvart fólki með geðsjúkdóma. „Ég er ekki með neinn reglulegan umgengnisrétt gagnvart strákunum mínum en ég reyni að tala oft við þá í síma. Þeim gengur vel í lífinu, þeir eldri eru komnir í skóla og ég hef þurft að fá að berjast fyrir því að fá að fylgjast með skólagöngunni, eins og til að mynda bara að hafa aðgang að mentor.is.“ Jenný Bára er bjartsýn á að hún nái árangri í næstu meðferð og hún stefnir á að eignast fallegt og ör- uggt heimili með börnunum sínum þremur. „Í fyrsta skipti hef ég trú á að mér takist að vera edrú. Ég er byrjuð að hafa samband við alvöru mömmu mína núna og það er allt jákvætt og er að þróast í rétta átt. Hún á nýjan mann í dag sem er alveg yndislegur.“ Þetta viðtal var tekið í mars og Jenný segir að margt hafi breyst síð- an þá. „Ég er edrú og náði loksins að klára meðferð en það er heilmik- il vinna eftir. Ég er að nýta mér það sem ég lærði og reyni að horfa á það jákvæða sem er að gerast.“ n 10 Fréttir 13. júní 2012 Miðvikudagur „Hef þurft að stela og stunda vændi“ Jenný Bára Sigurðardóttir er ekki orðin þrítug. Hún er þriggja barna móðir sem hefur háð harða baráttu við fíknina. Hún hefur misst forræðið yfir börnunum og fjármagnaði um tíma neysluna með þjófnaði og vændi. „Ég reyndi að gera allt til að fá fóstur- mömmu mína til að segja að hún elskaði mig. Kidda Svarfdal blaðamaður skrifar kidda@dv.is „Það skortir alls ekki eftirspurnina eftir vændi á Íslandi og ég notaði mikið einkamal.is. Sprautufíkill 18 ára „Þegar ég settist niður með fósturmömmu minni í eldhúsinu heima og sagði henni að ég væri að fara í meðferð þá sagði hún við mig: „En þú sem drekkur ekki einu sinni!“ Þá var ég samt búin að vera að nota sprautur í dágóðan tíma.“ MyNd Eyþór árNaSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.