Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Page 24
em-staðreyndir
sem þú vissir ekki
24 Sport 13. júní 2012 Miðvikudagur
Rasismi
rannsakaður
UEFA hefur hafið rannsókn á
meintum rasisma gegn Mario
Balotelli, framherja Ítalíu, og
Theodor Gebre Selassie, varnar-
manni Tékklands. Báðir eru þeir
sagðir hafa orðið fyrir því að stuðn-
ingsmenn andstæðinganna upp-
hófu apahljóð að leikmönnunum á
EM 2012, en báðir eru þeir dökkir
á hörund.
Spænskur stuðningsmanna-
hópur hefur viðurkennt að um
200 stuðningsmenn þjóðarinn-
ar hafi viðhaft slíkt í garð Balotelli
þegar Spánverjar léku gegn Ítalíu.
Þá staðfesti UEFA að fyrir lægju
sönnunargögn um að Selassie hafi
orðið fyrir kynþáttaníði í leik Tékk-
lands gegn Rússlandi. Selassie
sá ekki ástæðu til að leggja fram
formlega kvörtun: „Ég hef lent í
miklu verra.“
Talsmaður UEFA segir mál-
in verða rannsökuð. Samkvæmt
reglum sambandsins bera
knattspyrnusambönd þjóðanna
ábyrgð á brotum stuðningsmanna
sinna.
K
róatíska landsliðið hefur verið
kært af Knattspyrnusambandi
Evrópu, UEFA, vegna atvika
sem áttu sér stað í 3–1 sigurleik
liðsins gegn Írlandi í C-riðli á sunnu-
dag.
Einn áhangandi Króatíu missti
sig í stuðinu og sá sig tilneyddan til
að rjúka inn á völlinn, vel merktur
króatísku fánalitunum. Maðurinn var
tæklaður af öryggisvörðum og fluttur
nauðugur af velli. Hann var þó ekki
hættur. Á leið sinni út af kastaði hann
kveðju á Slaven Bilic, landsliðsþjálf-
ara Króatíu, sem var víst ástæða þess
að hann lagði í víking inn á völlinn.
Þjálfarinn tók honum ágætlega. Um
netið hefur gengið myndband af at-
vikinu þar sem Bilic sést kasta kveðju
á kappann til baka og þá virðast þeir
ætla að kveðjast með einum nettum
kossi á kinnina. Slíkur var
þó æsingurinn í hinum
óboðna gesti að ekki vildi
betur til en svo að hann
og Bilic kysstust beint á
munninn. Bilic tók þessu
öllu saman af gríðarlegri
yfirvegun enda eitursvalur.
Samlandar þessarar boð-
flennu áttu margir erfitt með að
hemja flugelda sína og blys í stúkunni
í leiknum. Mikinn reyk lagði frá þess-
um gleðiblysum Króatanna sem varð
til þess að leikurinn í Poznan tafðist.
Nú hefur UEFA ákveðið að draga
Króatíu til ábyrgðar vegna framferð-
is stuðningsmannanna. Samkvæmt
The Guardian er Króatía fjórða þjóð-
in til að vera kærð af UEFA eftir fyrstu
átta leiki fyrstu umferðar móts-
ins. Sambandið er einnig að rann-
saka atvik er varða stuðningsmenn
Rússlands, Þýskalands og Portúgal.
Aganefnd mun fara yfir mál Króata
á föstudaginn kemur, líklega þarf
króatíska knattspyrnusambandið að
greiða sekt. mikael@dv.is
Kyssti Bilic á munninn
n Króatar í klandri eftir innrás aðdáanda
Blessaður! Bilic tók stuðningsmanninum ágætlega. Kastaði á hann kveðju og gott betur en það.
Úrslit
EM í knattspyrnu
Riðill A
Grikkland – Tékkland 1-2
0-1 Jiracek (3.) 0-2 Pilar (6.) 1-2 Gekas (53.)
Pólland – Rússland 1-1
0-1 Dzagoev (37.), 1-1 Blaszczykowski (57.)
Staðan L U J T Skor Stig
1. Rússland 2 1 1 0 5:2 4
4. Tékkland 2 1 0 1 3:5 3
3. Pólland 2 0 2 0 2:2 2
2. Grikkland 2 0 1 1 2:3 1
Riðill B
Staðan L U J T Skor Stig
1. Danmörk 1 1 0 0 1:0 3
2. Þýskaland 1 1 0 0 1:0 3
3. Holland 1 0 0 1 0:1 0
4. Portúgal 1 0 0 1 0:1 0
Riðill C
Staðan L U J T Skor Stig
1. Króatía 1 1 0 0 3:1 3
2. Spánn 1 0 1 0 1:1 1
3. Ítalía 1 0 1 0 1:1 1
4. Írland 1 0 0 0 1:3 0
Riðill D
Staðan L U J T Skor Stig
1. Úkraína 1 1 0 0 2:1 3
2. England 1 0 1 0 1:1 1
3. Frakkland 1 0 1 0 1:1 1
4. Svíþjóð 1 0 0 1 1:2 0
n Fyrsta umferðin gerð upp n 12 fróðlegir molar frá Opta Sports
Runan Markið sem Samir Nasri
skoraði gegn Englandi kom eftir 21 franska
sendingu í röð. Það er næstlengsta
sendingaruna á undan marki á EM síðan
1980.
Bitlausir Leikmenn enska lands-
liðsins virkuðu áhuga- og bitlausir fram á
við. Það má kannski rekja til þess að aðeins
51 prósent sendinga þeirra á vallarhelmingi
andstæðinganna gekk upp. Það er lægsta
hlutfall hjá öllum liðum.
Þýska stálið Portúgalar virðast
ráða illa við Þjóðverja í loftinu. Síðustu þrjú
mörk sem Portúgal hefur fengið á sig í loka-
keppni EM hafa öll verið þýsk skallamörk.
Ekki hauslausir Joleon
Lescott skoraði opnunarmark Englands á EM
í ár með skalla. Þetta er þriðja Evrópumótið
sem England tekur þátt í þar sem fyrsta mark
þeirra kemur eftir skalla. England hefur hins
vegar aðeins unnið sex af þeim fjórtán EM
leikjum sem þeir hafa skorað fyrsta markið í.
Markaregn Króatar brutu sterka
vörn Íra á bak aftur með 3 mörkum. Árið
2008 dugði það þeim að skora aðeins 4 mörk
til að vinna alla sína leiki í riðlakeppninni. Á
sama tíma var þetta í fyrsta skipti sem Írar
fá á sig þrjú mörk eða meira í Evrópukeppni.
Stressaður John O‘Shea, varnar-
maður Íra, var ekki að finna samherja sína
í fyrri hálfleik gegn Króötum. Aðeins 48
prósent sendinga hans gengu upp.
Skallinn Fyrsta umferðin var um-
ferð skallamarka. 40 prósent markanna 20,
sem skoruð voru, voru skoruð með skalla.
Sextán prósent markanna í undankeppninni
komu eftir skalla.
Yfirburðir Ítalir voru ekki
öfundsverðir að þurfa að mæta heims- og
Evrópumeisturum Spánar í fyrsta leik.
Leikmenn Cesare Prandelli voru enda
aðeins með knöttinn 34 prósent leiktímans.
Minnst allra liða.
Einangraður Mario Gomez,
framherji Þýskalands, skoraði sigurmarkið í
leiknum gegn Portúgal. Hann þarf ekki að vera
virkur í spilinu til að skapa hættu. Hann kom
aðeins átta sinnum við boltann í fyrri hálfleik.
Grófir Pólverjar brutu oftast allra
þjóða af sér í fyrstu umferð EM. Dómari
leiksins þurfti í 23 skipti að flauta eftir að
grískur leikmaður lá í valnum.
Tæklingar Steven Gerrard, fyrirliði
Englands, reyndi hvað hann gat til að láta
finna fyrir sér. Hann og pólski miðjumaður-
inn Eugen Polanski áttu flestar tæklingar í
fyrstu umferð – sjö hvor.
Óvænt eða hvað? Margir
töldu sigur Dana á Hollandi óvæntustu
úrslit fyrstu umferðar. Danir hafa hins vegar
aldrei tapað leik á EM þegar þeir eru fyrri til
að skora. Hafa unnið 5 af þeim 9 leikjum.
Rándýr Silva
Umboðsmaður brasilíska varnar-
mannsins Thiago Silva hefur stað-
fest að þeir eigi í viðræðum við
Paris Saint-Germain. Silva leikur
með AC Milan en þar á bæ vilja
menn fá 50 milljónir evra fyr-
ir manninn. PSG er sagt reiðubú-
ið til að greiða um 40. Silva yrði þá
langdýrasti varnarmaður sögunnar
en hann kom til liðsins árið 2008.
Antonio Cassano, framherji Milan,
hefur stigið fram og fordæmt allar
hugmyndir um að selja Silva. „Ég
veit ekki einu sinni hvort Milan
muni selja hann,“ segir umboðs-
maðurinn.