Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2012, Blaðsíða 29
Fólk 29Miðvikudagur 13. júní 2012
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
30
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
n Poppprinsessan stendur sig vel sem dómari
Britney er
g imm!
B
ritney Spears virðist ætla
að standa sig vel sem dóm-
ari í þættinum The X Factor.
Söngkonan tekur hlutverk
sitt allavega alvarlega ef marka
má áheyrnarprufur sem fram fóru
í Kansas í vikunni. Grimmi dóm-
arinn, Simon Cowell, var fjarri
góðu gamni í Kansas en það kom
ekki að sök þar sem Britney sá
um að rústa draumum og sjálfs-
trausti ungra söngvara upp á sitt
einsdæmi. „Hún er með með-
fædda hæfileika og fylgir eðlis-
ávísun sinni. Þegar henni líkar
eitthvað langar hana mest til að
hoppa upp á borð og dansa. En ef
henni mislíkar eitthvað lætur hún
þátttakendur heyra það,“ sagði
ónefndur heimildamaður í viðtali
við People.
Lætur keppendur heyra það
Ónafngreindur heimildamaður
People segir Britney óvægna við
vongóða keppendur.
L
eikkonan Charlize Theron var
mynduð þegar hún gekk inn á
hárgreiðslustofu í síðustu viku
og hefur ekki sést án þess að
vera með hatt síðan. Hún var meira að
segja með hattinn í ræktinni í síðustu
viku. Ástæðan mun vera sú að hún
er búin að láta snoða sig. Tímaritið
People hefur það eftir heimildum
að leikkonan hafi látið ljósu lokkana
fjúka fyrir hlutverk Furiosa í hasar-
kvikmyndinni Mad Max: Fury Road,
en tökur á henni hefjast í Afríku í
næsta mánuði.
Með því að láta hárið flakka fyrir
hlutverkið fetar Theron til dæm-
is í fótspor Anne Hathaway sem lét
klippa af sér hárið fyrir hlutverk í
Vesalingunum.
Alltaf með hatt Theron hefur gengið
með hatt síðan hún sást fara inn á hár-
greiðslustofu í síðustu viku.
Lét hárið
fjúka
Lenti í slysi Svo virðist sem Lohan hafi í raun verið undir stýri þegar slysið átti sér stað.
Lohan í vandræðum
n Reyndi að ljúga að lögreglu eftir bílslys
Þ
að lítur út fyrir að bílslys
sem Lindsey Lohan lenti
í ásamt aðstoðarmanni
sínum í síðustu viku geti
dregið dilk á eftir sér fyrir hana.
Þegar Lohan var yfirheyrð af
lögreglu á sjúkrahúsinu eftir
slysið fullyrti hún að hún hefði
verið farþegi í bílnum og að-
stoðarmaður hennar hefði ver-
ið við stýrið. Aðstoðarmaður-
inn hefur hins vegar aðra sögu
að segja og fullyrðir að Lohan
hafi keyrt bílinn þegar slysið átti
sér stað. Bifreið hennar lenti
á flutningabíl á Pacific Coast-
hraðbrautinni.
Nokkur vitni voru að slysinu
og ber þeim saman um að bæði
Lohan og aðstoðarmaðurinn
hafi komið farþegamegin út úr
bílnum.
Reynist það rétt að Lohan
hafi verið ökumaður bílsins og
reynt að ljúga öðru að lögreglu
gæti hún átt yfir höfði sér fang-
elsisvist vegna rofs á skilorði.