Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Page 22
Alvöru dansleikur í Iðnó n „Það er svo gaman að spila þessa tónlist“ N æstkomandi laugardags- kvöld, þann 8. september, verður haldinn alvöru rokk og ról dansleikur í Iðnó þar sem Stebbi Ó. swingsextett mun halda uppi fjörinu fram á nótt. Sextettinn mun leika vinsælt rokk og ról frá sjötta áratugnum og sveiflusmelli frá þeim fimmta í bland við íslenska dægurtónlist. „Þetta er hugarfóstur Stefáns Ómars, eða Stebba Ó, sem setti þetta band saman til að spila í einkasamkvæmum fyrst. En mál- ið er að þetta er svo gaman. Það er svo gaman að spila þessa tónlist og vera með þessa hljóðfæraskip- an í þessum nostalgíufíling að við ákváðum að kýla á þetta og halda opinn dansleik,“ segir Eiríkur Rafn Stefánsson, trompetleikari og son- ur Stefáns Ómars. Hann mælir með því að fólk pússi dansskóna, dragi fram köfl- óttu jakkana og kjólana og skelli brilljantíni í hárið. „Það er hluti af stemningunni að klæða sig í þess- um anda en það skiptir samt ekki öllu máli,“ segir Eiríkur sem ítr ekar að ekki sé gerð krafa um að dans- gestir klæði sig upp í anda tímabils- ins. „Fólk bara kemur þarna til að eiga góða kvöldstund á alvöru dansleik.“ Eiríkur, sem bæði syngur og blæs í trompet, verður sjálfur með brilljantín í hárinu. Hann lofar góðu stuði á laugardaginn og hvet- ur fólk til að fjölmenna í Iðnó. Húsið opnar klukkan 21:30 og Stebbi Ó. swingsextett stígur á svið klukkutíma síðar. Um miðbik dansleiksins mun töframaðurinn Jón Víðis stíga á svið og sýna sjón- listir af stakri snilld. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og eru miðar seldir við innganginn. solrun@dv.is 22 Menning 5. september 2012 Miðvikudagur H ér áður fyrr átti ég í löngum samræðum við vin minn sem vann við pípulagn- ir í hjáverkum og var mjög mótfallinn því að ég notaði múffuheitið um bakkelsi, þar sem hann þekkti það eingöngu sem nafn á samskeytingarhólkum sem tveim- ur rörum er stungið inn í til að tengja þau saman. Og á allra síðustu árum hefur heitið því miður verið notað um annars konar hólka.“ Svo ritar Nanna Rögnvaldardóttir í formála nýútkom- innar bókar sem ber heitið Múffur í hvert mál. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er um að ræða upp- skriftabók þar sem múffur taka á sig ýmsar myndir. Formáli bókarinnar er einkar skemmtilegur en þar fer Nanna með- al annars yfir sögu múffunnar í ís- lenskri tungu. Orðið hefur verið til síðan á 18. öld og var upphaflega not- að yfir ákveðna tegund af handskjóli kvenna. Eins og fram kemur hér að undan hefur það í seinni tíð verið not- að yfir allt aðra hluti, en 30 ára hefð er fyrir því að kalla „muffins“ múffur á ís- lensku. Allt sem þú þarft Múffur í hvert mál er einstaklega handhæg og afar hentug fyrir þá sem ekki eru vanir að baka, en Nanna fer mjög ítarlega í það bókinni hvernig best er að bera sig að í múffubakstri. Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar kemur að bakstrinum. Þá bendir hún á hvernig áhöld er best að nota og í bókinni er jafnframt tafla yfir það hvernig breyta á grömmum yfir í desilítra eða bolla, eftir hráefni. Bókin hefur í raun að geyma allar þær upplýsingar sem þú þarft, ætlir þú að læra að baka góðar múffur. Hunda- og kattamúffur Bókinni er skipt niður í sex tegundir af múffum, sumar eru meinhollar og orkuríkar á meðan aðrar eru sætari undir tönn. Uppskriftirnar eru margar hverjar mjög frumlegar svo ekki sé sterkar tekið til orða. Þegar ég fletti fyrst í gegnum bókina staldraði ég til dæmis við „hangikjötsmúffur“ annars vegar og „reyklax- og vorlauksmúffur“ hinsvegar. Nanna lætur þó ekki staðar numið í frumlegheitum þar því bók- in inniheldur einnig uppskriftir að hunda- og kattamúffum sem ætlaðar eru gæludýrum. Eldri hjón sem fengu að glugga í bókina hjá mér höfðu á orði að upp- skriftirnar væru ógirnilegar. Ég get að vissu leyti verið sammála því að við fyrstu sýn líta hangikjötsmúffur eða reyklax- og vorlauksmúffur ekkert sérstaklega vel út á prenti. En þegar betur er að gáð eru flestar uppskrift- irnar mjög áhugaverðar og eins og Nanna bendir á má í raun setja allt í múffur. Það er ekkert sem á að stoppa bakarann í þeim efnum, nema þá helst skortur á hugmyndaflugi. Og þá er gott að hafa Múffur í hvert mál við höndina. Útlitið er ekki allt Nanna bendir einnig á að mikill mun- ur sé á múffum og bollakökum þrátt fyrir að margir vilji rugla þeim saman. „Mér finnst bollakökugerð snúast fyrst og fremst um útlitið, múffu- bakstur um bragðið, og ég hef alltaf lagt meira upp úr bragði en útliti,“ rit- ar Nanna. Og þar höfum við það. Út- litið er ekki allt. Það kann að vera að íhaldssamir bakarar séu ekki alveg tilbúnir að setja hvað sem er í múffuformin en ég er ánægð með þetta framtak hjá Nönnu og ákvað að prufukeyra tvær upp- skriftir úr bókinni, pítsumúffur með pepperóní og Snickersmúffur. Báðar múffutegundirnar komu vel út og ég er nokkuð viss um að það er ekki hægt að klúðra uppskriftum úr þessari bók, þó maður leggi sig fram við það. Það tók mig mig tæpa tvo tíma (með upp- vaski og öllu) að henda í tvær tegund- ir af múffum og tel ég það nokkuð gott. Nú er frystirinn fullur af múffum sem ég get gúffað í mig í öll mál. Það er algjör óþarfi að láta íhalds- semina halda sér frá þessari bók því hún er þrælsniðug á allan hátt. Gúffaðu í þig múffum n Uppskriftabókin Múffur í hvert mál er notendavæn og þrælsniðug Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Bækur Múffur í hvert mál Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir Útgefandi: Forlagið Afraksturinn Hér höfum við tvær Snickers-múffur og eina pítsumúffu með pepperóní. Einstaklega ljúffengar. Handhæg Bókin er einkar hentug fyrir þá sem ekki eru vanir að baka. Tilvist mannsins og sólarinnar Sýningin Dúnn verður frumsýnd í Tjarnarbíói þann 14. september. Um er að ræða dansverk, gjörn- ing, tónverk, ljósverk og leikrit. Höfundar verksins, Ásrún Magn- úsdóttir og Berglind Pétursdóttir, sem jafnframt eru flytjendur þess, segja Dún í raun vera sjónarspil. „Umfjöllunarefnið stendur okk- ur mjög nærri en við ákváðum að þessu sinni að fjalla um tilvist mannsins og sólarinnar. Þetta tvennt tengist traustum böndum. Þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina óafskipta. Tilvistar- stefnunni helguðum við sjö daga af lífi okkar. Síðan byrjuðum við að misnota hana. Sólin fékk 20 mín- útur en við vissum líka í grunninn um hvað hún snýst,“ segja höf- undarnir um verkið. Moses High- tower á Kex Moses Hightower og Snorri Helga- son munu koma fram á Gogoyoko wireless-tónleikaseríunni á Kex hostel næstkomandi fimmtu- dagskvöld, þann 6. september. Íslensk-alþjóðlega tónlistarveit- an gogoyoko.com hefur í rúmt ár staðið fyrir tónleikaröðinni sem hefur fengið frábærar viðtökur. Tónlistarunnendur hafa kunnað vel að meta það að sjá uppáhalds tónlistarmennina sína troða upp með svona óhefðbundnu sniði. Hljómsveitin Moses Hightower gaf út sína aðra breiðskífu í ágúst, sem nefnist Önnur Mósebók, en fyrsta plata þeirra, Búum til börn, hlaut mikið lof gagnrýnenda. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og hægt er að nálgast miða á midi.is Háir staflar af 50 skuggum Þann 4. september var búið að koma fyrir háum stöflum af bók- inni Fimmtíu gráum skuggum í verslunum Hagkaupa, en auglýstur útgáfudagur bókarinnar var 5. sept- ember. Um er að ræða íslenska þýð- ingu bókinnar Fifty Shades of Grey eftir E.L. James, sem er orðin ein mest selda skáldsaga í Bretlandi frá upphafi. Forsala bókarinnar á íslensku hófst í síð- ustu viku og mun hafa farið vel af stað, en prentað upplag mun vera þrefalt. Ef marka má staflana af ein- tökum bókarinnar í Hagkaupum er búist við að Fimmtíu skuggar muni renna út á skömmum tíma. Það var Ásdís Guðnadóttir sem þýddi bókina yfir á íslensku. Stebbi Ó. swingsextett Hljómsveitina skipa: Stefán Ómar Jakobsson, básúna og söngur, Ei- ríkur Rafn Stefánsson, trompet og söngur, Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson, tenórsaxófónn, Þröstur Þorbjörnsson, gítar og söngur, Jón Rafnsson, kontrabassi, og Þorvaldur Halldórsson, trommur. „Mér finnst bollaköku- gerð snúast fyrst og fremst um út- litið, múffubakstur um bragðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.