Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Síða 8
85 prósent heimila í vanda fyrir hrun 8 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað E itt af því sem fram kemur í nýrri skýrslu Þjóðmálastofn­ unar er að 85 prósent af ís­ lenskum heimilum sem lentu í alvarlegum greiðsluvanda á árinu 2009 voru þegar kominn í vandræði fyrir hrun íslenska banka­ kerfisins í október 2008. „Skýrslan sýnir að skuldavandinn var tilkominn að langmestu leyti fyrir hrun bankanna. Glórulaus út­ lánaaukning er sökudólgurinn. En útlánaaukning til fyrirtækja var þó það sem setti þjóðarbúið á hliðina, frekar en aukin skuldsetning heimil­ anna, þó hún hafi verið slæm,“ seg­ ir Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ og forstöðu­ maður Þjóðmálastofnunar HÍ, um nýútkomna skýrslu Þjóðmálastofn­ unar sem ber heitið „Mótvægis­ aðgerðir gegn skuldavanda, fátækt og atvinnuleysi“. Skýrslan var unnin fyrir velferðarráðuneytið. Þau gögn sem sýna að 85 prósent þeirra sem lentu í fjárhagserfiðleik­ um árið 2009 hafi þegar verið komin í vanda fyrir hrun eru unnin upp úr skattframtölum Íslendinga. „Ekki síst var mjög ör aukning bíla­ og neyslu­ lána frá 2006 og fram á árið 2008 mikill áhrifavaldur, sem og ríflegar skuldbreytingar húsnæðislána sem einkabankarnir buðu upp á frá og með árinu 2004,“ segir í skýrslunni. Flatur niðurskurður ekki heppilegur Er þetta jafnframt í samræmi við viðamikla rannsókn á þróun og skuldastöðu heimilanna sem Seðla­ bankinn kynnti í júní á þessu ári. Í skýrslu Seðlabankans kom fram að 23,5 prósent heimila voru kom­ in í vandræði rétt fyrir hrun bank­ anna í október 2008. „Hámarki náði greiðsluvandinn haustið 2009 með 27,5 prósent heimila í þeirri stöðu.“ Þetta þýðir að um 85 prósent af greiðsluvanda heimila vegna skulda voru staðreynd fyrir hrun bankanna. Lögðust höfundar að skýrslu Seðlabankans gegn flatri niðurfell­ ingu skulda. 75 prósent af slíkri að­ gerð myndi ekki ná nægilega vel til þeirra sem þyrftu helst á henni að halda – aðrir myndu því að stærstum hluta hagnast á slíkri aðgerð. 15–20% skulda heimila þegar afskrifuð Höfundar að skýrslu Þjóðmálastofn­ unar fóru nokkuð ítarlega yfir nýju­ stu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um framvindu efnahags­ og fjármála á Íslandi. Taka höfundar það fram að AGS telji að í byrjun árs 2012 hafi um 15–20 prósent af skuld­ um íslenskra heimila þegar verið af­ skrifuð. „Aðgerðirnar á Íslandi og hjá ríkisstjórn Franklin D. Roosevelt í Bandaríkjunum frá 1933 eru sagð­ ar í sérflokki sem viðamiklar og vel heppnaðar aðgerðir í ofangreindri skýrslu.“ Tölur AGS um að íslensk heimili hafi þegar fengið afskrifuð um 15–20 prósent af skuldum sínum ættu að öllu jöfnu að lækka háværar raddir um frekari afskriftir skulda. Þó verð­ ur að teljast líklegt að þetta verði eitt af stærstu málefnum komandi þing­ kosninga vorið 2013. Þingmenn Framsóknarflokksins lögðu sem dæmi fram þingsályktun­ artillögu nú í september um frádrátt á tekjuskatti vegna afborgana af fast­ eignalánum einstaklinga. Samhliða þeim aðgerðum stjórnvalda væri lán­ veitendum gert að færa lán sín niður í 100 prósent af verðmæti fasteignar. Þá lögðu þingmenn Hreyfingarinnar líka fram þingsályktunartillögu nú í september um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar. Miklu minna gert í Bandaríkjunum Áhugavert er að sjá samanburð á hvað hefur verið gert á Íslandi og í Bandaríkjunum til að takast á við skuldavanda heimila. Samkvæmt nýjustu skýrslu AGS sem Þjóðmála­ stofnun fór ítarlega yfir nema niður­ felldar skuldir heimilanna á Íslandi um síðustu áramót nálægt 12 pró­ sentum af vergri landsframleiðslu (VLF). „Til samanburðar virðist innan við eitt prósent af VLF hafa verið notað í skuldaafskriftir í nú­ verandi kreppu í Bandaríkjunum, það er frá 2007. Aðgerðirnar á Ís­ landi eru þannig mun viðameiri en samsvarandi aðgerðir í Bandaríkj­ unum núna,“ segir í skýrslu Þjóð­ málastofnunar. Telur AGS að úrræði í Bandaríkjunum hafi lítið gert til hjálpar skuldugum heimilum. Tak­ markað aðgengi sé að úrræðum og lítill stuðningur. Einnig er þess getið að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra úr­ ræða til hjálpar skuldugum heim­ ilum þegar Svíþjóð, Finnland og Noregur tókust á við sína efnahags­ erfiðleika á tíunda áratug síðustu aldar. n „Útlánaaukning til fyrirtækja var þó það sem setti þjóðarbúið á hliðina. n Íslensk heimili fengu tólf sinnum meiri afskriftir en bandarísk Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Margir í vanda fyrir hrun Samkvæmt nýrri skýrslu frá Þjóðmálastofnun voru 85 prósent af þeim heimilum sem voru í fjárhagsvandræðum 2009 þegar kominn í vanda fyrir hrunið í október 2008. Stefán Ólafsson er forstöðumaður Þjóðmála- stofnunar HÍ. Mynd sigtryggur ari Varðist hníf­ stungu með borðplötu Héraðsdómur Reykjaness hef­ ur dæmt rúmlega þrítugan karl­ mann í níu mánaða skilorðsbund­ ið fangelsi fyrir hótun og tilraun til hættulegrar líkamsárásar. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins þann 14. maí árið 2011. Var hann ákærður fyrir að hafa otað hnífi með tæplega tuttugu sentímetra löngu blaði að tveimur mönnum. Hótaði maðurinn þeim lífláti og reyndi ítrekað að stinga þá með hnífnum, samkvæmt ákæru. Ann­ ar mannanna varðist hnífstungum mannsins með því að grípa borð­ plötu og stakk árásarmaðurinn hnífnum að lágmarki einu sinni í plötuna. Maðurinn var einnig ákærð­ ur fyrir brot gegn valdstjórninni því hann ógnaði lögreglumanni sem kom á staðinn einnig með hnífnum. Hann játaði brot sín en hann á nokkurn sakaferil að baki. Dómurinn yfir manninum er skil­ orðsbundinn til tveggja ára. Klámráðstefna í Háskólanum Innanríkisráðuneyti, velferð­ arráðuneyti og mennta­ og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þann 16. október næst­ komandi í hátíðarsal Háskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Jafnréttisstofu.  Á ráðstefnunni verður fjall­ að um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og því velt upp hvert hlutverk lög­ gjafans og stjórnvalda er í þeim efnum og hvernig skilgreina eigi klám. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun setja ráðstefnuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.