Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Side 12
12 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað „HANN ER MJÖG FEGINN AÐ SJÁ OKKUR“ V ið höfum það bara mjög fínt núna,“ segir Eva Gunnarsdóttir, syst- ir Brynjars Mettinisson- ar í samtali við DV stuttu eftir að Brynjar kom til Svíþjóð- ar, þar sem móðir hans og systkini búa, eftir langt ferðalag frá Taílandi. Brynjar, sem losnaði úr fangelsi í Taílandi á miðvikudag, var að sögn systur sinnar að vonum þreyttur eftir langt ferðalag og svaf á með- an fjölskylda hans stóð í ströngu við að svara símtölum frá vinum og vandamönnum. Eva segir að Brynjari líði vel þrátt fyrir allt sem hann hafi geng- ið í gegnum síðastliðið ár og að það hafi orðið fagnaðarfundir þegar fjölskyldan sameinaðist á ný. „Það var alveg svakalega gaman að hitta Brynjar og honum líður rosalega vel að vera kominn til okkar. En Ísland er auðvitað heimilið hans og hann vill fara aftur heim.“ „Hann er mjög feginn að sjá okk- ur,“ segir Daníel Daníelsson, bróðir Brynjars. Þegar DV náði sambandi við Daníel þá voru aðeins nokkr- ir klukkutímar síðan Brynjar hafði sameinast fjölskyldu sinni eft- ir rúmlega árs dvöl við slæmar að- stæður í fangelsinu. Daníel var að keyra til Svíþjóðar frá Danmörku þar sem hann og móðir þeirra, Borg- hildur Antonsdóttir, sóttu Brynjar á Kastrup-flugvöll á fimmtudags- morgun. Brynjar var uppgefinn eft- ir langt flug og var sofandi í aftur- sætinu þegar DV náði tali af Daníel. Sýknaður en ekki frjáls Raunasaga Brynjars hófst skömmu eftir að hann kom til Taílands. Þann 28. maí 2011 var hann handtekinn grunaður um aðild að fíkniefnamis- ferli og var í kjölfarið færður í fang- elsi í Bangkok í Taílandi. Hann var handtekinn þar sem hann stóð með kærustu sinni á tali við ástralskan mann sem þau þekktu. Á mannin- um fundust fíkniefni en lögreglan hafði fylgst með manninum í ein- hvern tíma. Það var svo réttað í máli Brynjars í undirrétti í lok júlí þar sem hann var sýknaður. Þrátt fyrir að hafa ver- ið sýknaður í undirrétti var Brynjar ekki látinn laus úr fangelsinu þar sem ákæruvaldið hafði mánuð til þess að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað. Ljóst var í byrjun septem- ber að ekki yrði áfrýjað en Brynjari var þó ekki hleypt úr fangelsinu. Þegar DV hafði samband við Utan- ríkisráðuneytið í september, feng- ust þau svör að verið væri að vinna í málinu og töf á skriffinnsku væri líkleg ástæða þess að hann væri ekki frjáls. 70 fangar saman í klefa Brynjar dvaldi í Klong Prem-fang- elsinu, en það er öryggisfangelsi í Bangkok í Taílandi, auk þess að vera eitt stærsta fangelsi landsins. Þar geta dvalið allt að tuttugu þús- und fangar og gæsluvarðhalds- fangar. Þetta fangelsi hýsir einnig konur. Fangar sem þar dvelja hafa hlotið dóma sem nema minna en 25 árum. Þetta er einnig með- ferðarheimili, en allir sem dæmd- ir eru fyrir vörslu fíkniefna verða að undirgangast fíkniefnameðferð. Fjölmargir fangar dvelja í hverjum klefa, en engin rúm eru í fangelsinu og þurfa fangar því að sofa á beru steingólfi. Móðir hans sagði aðstæður Brynjars vera afar slæmar, stuttu eftir að hann fór í fangelsið. „Fyrstu tveir til þrír dagarnir voru alveg hræðilegir því þeir lömdu og börðu Brynjar og vildu að hann segði að hann hefði verið með drengnum í þessu en hann var það ekki og sagð- ist ekki ætla að segja annað. Hann fékk ekkert að borða.“ Ég þurfti að fara með mat til hans einu sinni á dag og allt sem hann þarfnaðist, klósettpappír og allt, því hann fékk ekki neitt,“ sagði Borghildur. Sjálfur sagði Brynjar í viðtali við mbl.is að fangelsið væri ekki falleg- ur staður til að vera á og hann hefði búið við afar þröngan kost. Um 70 fangar hefðu verið saman í ein- um klefa og þar hefði verið þröngt, sjóðandi heitt, erfitt að sofa og mik- il læti. Margir fanganna hafi neytt eiturlyfja og mikið verið um slags- mál. Maturinn hafi verið einhæfur en móðir hans hafi séð honum fyr- ir peningum og því hafi hann get- að orðið sér úti um betri mat. Hann hafi því haldið góðri heilsu mest allan tímann en margir fanganna hafi verið haldnir alvarlegum sjúk- dómum á borð við alnæmi og látið lífið meðan hann dvaldi í fangels- inu. Óttaðist lífstíðardóm Í viðtali við DV í september sagði móðir hans hann vera á stöðugu varðbergi í fangelsinu. „Hann þarf alltaf að vera að passa sig fyrir öllu og öllum. Svo er hann með kláða- bólur út um allt, það er svo skítugt vatnið þarna.“ Hún vildi meina að það hafi hjálpað Brynjari innan veggja fangelsisins hversu ró- legur og yfirvegaður hann væri. „Hann er svo rólegur drengur að eðlisfari. Hann er enginn slags- málahundur, en það er alltaf eitthvað að gerast þarna inni. Það eru fangar að ráðast á fanga og maður þarf bara að passa sig að blanda sér ekki í málin, vera ekki fyrir og halda ekki með neinum. Maður verður bara að vera sinn eigin herra þarna inni.“ Sjálfur segir Brynjar í viðtali við mbl.is að heimur hans hafi snúist á hvolf á þeirri stundu sem hann var handtekinn. Hann óttaðist að hann myndi fá lífs- tíðardóm, jafnvel dauðadóm og þegar ræðismaðurinn sagði við hann að enginn framsalssamn- ingur væri í gildi milli Íslands og Taílands, þyrmdi yfir hann. Hann segir einnig í viðtalinu við mbl.is að það hafi verið freist- andi að játa á sig glæpinn sem hann var saklaus af. „Ég hugsaði mjög mikið um það og það komu stundir þegar ég hugsaði: Hvað er ég að pæla, af hverju játa ég ekki bara? Hvaða rugl er þetta í mér? En ég er feginn núna að hafa ekki látið und- an þessum hugsunum.“ Ætlar ekki að sóa tímanum aftur Á opinni síðu á Facebook sem stofnuð var til stuðnings Brynjari, sagði náinn vinur hans frá því að hann hefði heimsótt Brynjar í fang- elsið. Hann lýsti því hvernig andlit Brynjars hefði ljómað af gleði þegar hann sá að vinur sinn var kominn að heimsækja sig í fangelsið. Þeir hafi spjallað lengi saman og hann fært honum kveðjur frá vinum og ættingjum að heiman. „Hann var í besta skapi enda dómsúrskurður- inn mikill léttir en hann þorir samt ekki að trúa þessu alveg þar sem ekki hefur verið ákveðið með áfrýj- unina. Hann hlakkar svo ógurlega að komast heim að hann er alveg að springa.“ Að sögn vinarins hafði Brynjar lítið um fangelsisvistina að segja en hann héldi sig mikið útaf fyrir sig og ætti fáa en góða vini innan fangels- isins. „Hann er ágætlega haldinn og lítur vel út og er svo langt frá því að vera bugaður að ætla mætti að maðurinn hafi aldrei verið annað en frjáls. Hann hefur hugleitt mikið og hlakkar svo til að takast á við lífið heima á Íslandi og var staðráðinn í því að héðan af yrði tímanum aldrei sóað aftur.“ Furðuleg tilfinning að vera frjáls Vinurinn sagði fangelsisvistina hafa þroskað Brynjar. „Hann virtist ekki mikið breyttur nema hvað hann er töluvert þroskaðri og segist hafa öðlast dýpri skilning á lífinu. Hann gaf lítið fyrir að vita hvert almenn- ingsálitið væri á honum heima en vildi vita hvernig vinir hans og kunningjar upplifðu þetta allt saman og ég sagði honum auðvit- að að til hans væri hugsað hlýlega og að enginn liti á hann sem ein- hvern glæpamann, heldur vildu allir bara fá hann heim. Hann bað mig að skila til ykkar allra hversu djúpt snortinn hann væri að svona margir skyldu standa með honum og hvað hann hlakkaði mikið til að sjá alla og þakkaði fyrir stuðninginn sem er honum ómetanlegur. Það lítur því allt út fyrir að bráðlega fáum við aftur heim andlega heilan, hraustan og glaðan Brynjar,“ sagði vinur- inn en þessi frásögn hans var gleðileg fyrir aðstandendur og vini Brynjars sem margir hverjir höfðu óttast ástand hans í fang- elsinu. Í fyrrnefndu viðtali við mbl.is sagðist Brynjar einnig áður hafa tekið frelsinu sem sjálfsögðum hlut en svo væri ekki lengur. Nú ætli hann að nýta líf sitt í að gera góða hluti. „Mér finnst þetta skrýtið, ég er frjáls og meðal fólks. Þetta er furðuleg tilfinning. En hún er góð. Ég ætla að nota hverja einustu mín- útu það sem eftir er til að gera góða hluti.“ Alltaf jákvæður Það er enn óvíst hvenær Brynjar kemur til Íslands og Eva segir að helst vilji hún að Brynjar verði hjá fjölskyldunni í Svíþjóð fram yfir jólin. „En ég held að hann vilji fara heim mjög fljótlega, við sjáum bara til.“ Samkvæmt Evu er Brynjar lítið fyrir að tjá sig um neikvæða hluti og vilji helst fókusera á það já- kvæða. Það sé erfitt að meta and- legt ástand hans svona skömmu n Brynjar Mettinisson laus úr prísundinni n Sat saklaus í fangelsi í rúmlega eitt ár n Var laminn og barinn fyrstu daganna„Hann var búinn að vera í útlendinga- fangelsi í tvo daga og ég held að hann hafi bara sofið á stein- steyptu gólfi þar. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Klong Prem fangelsið Í hverjum klefa voru sjötíu til áttatíu fangar. „Ég gat ekki hætt að brosa þegar hann kom til mín DV 1. ágúst 2012 Brynjar dvaldi mánuð- um saman inni eftir að hafa verið sýknaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.