Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Síða 13
Fréttir 13Helgarblað 5.–7. október 2012 R íkisendurskoðun hefur haft gámamál Skafta Jónssonar sendiráðunautar í íslenska sendiráðinu í Bandaríkj­ unum til skoðunar undan­ farna átta mánuði. Drög að skýrslu um málið eru nú í formlegu um­ sagnarferli hjá utanríkisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun voru drögin send frá stofnuninni í vikunni. Málið snýr að tugmilljóna króna tjónabótum sem Skafti og eiginkona hans fengu greiddar frá ríkinu eftir að hluti búslóðar þeirra skemmdist í flutningum á milli Íslands og Banda­ ríkjanna. Skemmdirnar voru metnar á tæpar hundrað milljónir króna en aðeins lágmarkstrygging var á gámn­ um og þurfti ríkið því að greiða af­ ganginn úr ríkissjóði. Langt ferli að baki Ríkisendurskoðun tók málið upp á eigin forsendum en málið hafði þá verið til umfjöllunar hjá DV og til umræðu á Alþingi. Frá því að mál­ ið var tekið til rannsóknar hjá emb­ ættinu hefur blaðamaður tvívegis fengið þau svör að það sé kom­ ið vel á veg og rannsókn þess ljúki á næstunni. Það var í mars og júlí á þessu ári. Ekkert hefur hins vegar bólað á skýrslu stofnunarinnar um málið. Upplýsingafulltrúi Ríkisend­ urskoðunar staðfesti í samtali við blaðamann á fimmtudag að mál­ ið væri komið í umsagnarferli. Skýr­ slan var send í ráðuneytið á miðviku­ dag. Ekki liggur fyrir hver niðurstaða embættisins er í málinu. Það sem Ríkisendurskoðun hefur haft til skoðunar er meðal annars af hverju ríkið tryggði ekki gáminn að fullu hjá tryggingafélagi. Þá skoðar stofnunin líka hvaða reglur gilda um flutninga á eigum flutningsskyldra starfsmanna. Í kjölfar málsins var farið yfir reglur og verklag hjá ríkinu varðandi flutningsskylda starfsmenn. Sjór flæddi inn í gáminn Skemmdirnar urðu á búslóðinni við flutninga í fyrra. Ástæða flutning­ anna var sú að Skafti var gerður að sendiráðunaut í Washington D.C. en það þýðir að hann er flutningsskyldur starfsmaður. Ríkið ber því ábyrgð á að koma honum til Bandaríkjanna og sjá honum fyrir húsnæði. Fyrsta greiðslan vegna tjónabót­ anna var greidd strax í júlí í fyrra en þá fengu hjónin fjór­ ar milljónir króna frá tryggingafélaginu sem tryggði lítinn hluta innihalds gámsins. Í ágúst sama ár fengu hjónin svo fimmt­ án milljónir frá rík­ inu og í nóvember, þremur mánuð­ um síðar, fengu þau loka­ greiðsluna upp á 59 milljónir króna. Sú greiðsla kom einnig frá rík­ inu. Samtals fengu hjónin því um það bil 78 millj­ ónir króna í bæt­ ur vegna tjónsins. Stærstur hluti tjónsins var vegna listaverkasafns þeirra hjóna en það var metið af bandaríska fyrirtækinu Amrestore Inc. n Gámamál á lokametrum n Skýrslan í umsagnarferli hjá ráðuneytum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fá að gera athugasemdir Utanríkisráðuneytið hefur skýrsludrögin til umsagnar en málið snýr að flutningsskyldum starfsmanni í utanríkisþjónust- unni. Össur Skarphéðinsson er utanríkisráðherra. Skemmt Svona var umhorfs í gámnum þegar hann var opnaður í Bandaríkjunum. Sjór komst inn í hann þegar hann var fluttur frá Íslandi. n Brynjar Mettinisson laus úr prísundinni n Sat saklaus í fangelsi í rúmlega eitt ár n Var laminn og barinn fyrstu daganna Loksins frjáls Brynjar Mettinisson var þreyttur, þegar DV náði tali af fjöl- skyldu hans, eftir langt ferðalag frá Taílandi. eftir að hann losnaði úr fangels­ inu. „Hann segir alltaf bara að allt sé gott og að honum líði bara vel. Ég held að hann sé bara rosalega þreyttur núna. Hann var búinn að vera í útlendingafangelsi í tvo daga og ég held að hann hafi bara sofið á steinsteyptu gólfi þar. En ég hef ekki viljað spyrja hann neitt rosa­ lega mikið út í neitt af því að það er örugglega mjög erfitt að koma hingað og fá fullt af spurningum og svona, en Kristín sendiherra í Kína hefur hjálpað honum rosa­ lega mikið og einnig er hann Mark, ræðismaður Íslands í Bangkok, búinn að standa sig eins og hetja.“ Hefur þroskast mikið Aðspurð hvort henni finnist Brynj­ ar hafa breyst eftir dvölina í fang­ elsinu segir hún Brynjar alltaf hafa verið mjög rólegan en hann hafi þroskast mjög mikið á stuttum tíma. „Hann hefur kynnst sjálf­ um sér mjög vel á þessu tímabili. Hann talar ennþá mjög fallega um Taíland og fólkið þar þrátt fyrir allt sem kom fyrir hann.“ Tíminn sem Brynjar sat í fang­ elsinu reyndi mikið á hans nán­ ustu og segir Eva hafa verið erfitt að bíða eftir að réttarhöldin yfir honum hæfust. „Okkur var sagt að réttarhöldin myndu hefjast eft­ ir þrjá mánuði, en síðan var okkur tjáð að það myndi líða heilt ár í við­ bót. Það held ég að sé mjög algengt því ég veit dæmi um Svía sem situr einnig þarna inni og hann þurfti líka að bíða í heilt ár. Þetta tekur því greinilega bara svona langan tíma.“ Vill gera góða hluti Eva segir fjölskylduna vera í hálf­ gerðu spennufalli núna en þau hafi ekki þorað að trúa því að Brynjar væri í raun og veru á leiðinni til þeirra fyrr en þau sáu hann á flug­ vellinum. „Hann var með þeim síðustu út úr flugvélinni og ég var farin að halda að það hefði eitt­ hvað komið upp á. Að lögreglan hefði sótt hann aftur inn í flugvél­ ina eða eitthvað álíka. Maður var farin að vantreysta öllu og öllum. En ég gat ekki hætt að brosa þegar hann kom til mín. Það var svo gott að sjá hann og mér finnst hann líta bara vel út þrátt fyrir allt.“ Brynjar mun nú dvelja í Svíþjóð hjá fjölskyldu sinni fyrst um sinn en eins og fyrr segir vill hann ólm­ ur fara til Íslands sem fyrst. „Hann vill fara heim og byrja að vinna í sínum málum. Hann sagði að allt sem hann myndi gera héðan í frá yrðu góðir hlutir. Hann hefur alltaf gert góða hluti, en hann vill hjálpa öðrum og maður veit svo sem aldrei hvað gerist en ég veit að hann mun gera eitthvað gott.“ n „Hann tal- ar ennþá mjög fallega um Taíland og fólk- ið þar þrátt fyrir allt sem kom fyr- ir hann. Fegin Borghildur, móðir Brynjars, og Daníel, bróðir hans, sóttu hann á flugvöllinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.