Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Qupperneq 17
því hér höfum ljóslifandi sönnun
þess að einelti drepur. Deildu þessu
af virðingu við lífið, minnum á ein
elti og látum þau vita að við hugs
um til Dagbjarts og ástvina hans á
þessum erfiða degi. Guð blessi ykkur
öll; foreldrar, systkini, ömmur, afar,
frændur, frænkur, vinir og ekki síst
aðstandendur annarra fórnarlamba
eineltis. Megi þessi stutta hugvekja
rata sem víðast í dag og næstu daga,“
skrifaði hann og hvatti fólk til þess að
ræða við börnin sín um einelti og af
leiðingar þess.
Mikilvægt að börnin tjái sig
Þorlákur Helgason sem er yfir
Olweusarverkefninu gegn einelti
segist ekki hafa séð aukningu hvað
varðar það að börn sem eru fórnar
lömb eineltis stígi fram á þenn
an hátt, með því að setja mynd inn
á samskiptavefi líkt og Facebook.
„Ég get ekki sagt það, ég hef ekki
neina tölfræði um að þau séu að tjá
sig frekar þannig. Það er auðvitað
þannig að þessi miðill er þeim eðli
legur í þeirri merkingu að þau tjá sig
þarna. Það er þeim eðlilegt að tjá sig
á þessum rafrænu miðlum en auð
vitað er það þannig að ef þau setja
eitthvað þarna inn þá ráða þau ekki
ferðinni í kjölfarið. Þetta getur snúist
í andhverfu sína,“ segir hann og vill
að ábyrgðin liggi hjá þeim sem
eldri eru þó að auðvitað sé það
mikilvægast að börn tjái sig um
einelti verði þau fyrir því. „Við
hvetjum börn til að tjá sig um
eineltið en það eru auðvitað
þeir fullorðnu sem eiga að
bera ábyrgðina. Mér finnst að
börnin eigi að geta rætt þetta í
sínum skóla og þetta sé tekið upp á
þeim vettvangi þar sem helst er von
að barnið hafi skjól. Það sem þarf
fyrst og fremst að gera er að brýna
fyrir krökkum að það sé eðlilegt fyrir
þau að segja frá þessu og þau segi
frá þessu um leið og það gerist. Að
krökkunum sé það eðlilegt að segja
frá,“ segir hann.
Fræðsla hefjist í leikskóla
Þorlákur vill að fræðslan byrji strax
og börn byrja í leikskóla. „Það á að
taka þetta upp strax í byrjun leik
skólans. Við höfum gert það og erum
að vinna að því í auknum mæli. Við
gerðum þetta í einum leikskóla á
Vestfjörðum og það er alveg borð
liggjandi árangur í því. Það er alveg
hægt að tala um þetta við tveggja ára
börn og það á að byrja strax þar. Síð
an halda áfram og æfa þau á bekkj
arfundum þannig að krakkar sem
eru til dæmis á einhverfurófi hafi sín
hlutverk og krakkarnir viti sitt hlut
verk. Það á að vera þannig að allir
eigi allavega tvo vini þegar þeir fara
upp í framhaldsskóla.“
Þorlákur segir kannanir á vegum
Olweusarverkefnisins hafa sýnt
fram á það að einelti hafi minnkað.
„Rannsóknir okkar sýna það að í
Olweusarskólum hefur einelti dreg
ist saman um þrjátíu prósent síðan
2007.“ n
Fórnarlömb eineltis rísa upp
Fréttir 17Helgarblað 5.–7. október 2012
OREO
BANANA
SÚKKULAÐIKAKA
Sími: 561 1433
Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja
sulta
, ba
nan
ar
og
O
re
ok
ex
.
Opnunartími:
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Ánægð með að hafa stigið
fram Snjólaug segist vera
ánægð með að hafa stigið fram.
Komin með nóg Helga Guðný hafði fyrir löngu fengið nóg af eineltinu. Hún birti þessa mynd og texta á Facebook-síðu sinni og hefur orðið til þess að önnur fórnarlömb eineltis hafa stigið fram.
Myndin Þessa mynd með textanum sem sést á
myndinni setti Snjólaug inn á Facebook.
Fjölmargir hafa dreift myndinni og Snjólau
g vonast til þess að það verði til þess að fól
k íhugi
hversu alvarlegt einelti er.