Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Qupperneq 30
30 Viðtal 5.–7. október 2012 Helgarblað
hættu á haftabúskap og einhæfni í at
vinnuháttum. Í lýsingum hans má ætla
að hann vilji stefna lengra nær miðju.
Ætlar Guðbjartur í framboð til for
manns? Og hvar stendur hann í sam
anburði við Árna Pál?
„Ég hef sagt að ég hef tekið að
mér ýmis trúnaðarstörf fyrir Samfylk
inguna en ég er ekki sá maður sem
fer fram með flagg og telur að hann
eigi að vera í forystu fremur en aðrir.
Í þeim efnum verða flokksfélagar mín
ir að leiða fram hverja þeir vilja til for
ystu. Eftir prófkjör kemur í ljós hverjir
það verða. Ég tek eitt skref í einu, býð
mig fram til áframhaldandi forystu í
mínu kjördæmi og á landsvísu ef eft
ir því er leitað. Ég hef metnað til þess.“
Hann hristir höfuð og brosir þegar
hann er spurður hvort Jóhanna Sig
urðardóttir hafi hvatt hann til að bjóða
sig fram.
„Nei, þú þekkir ekki Jóhönnu ef þú
heldur það. Hún mun ekki velja eftir
mann. Það hafa ýmsir aðrir hvatt mig,
en ég hef þá bara sagt: Bíðum og sjá
um hvernig landið liggur.“
Vinnusamur og þrár
Blaðamaður biður Gutta um að lýsa
sjálfum sér. Hvaða mann hefur hann
að geyma? Hverjir eru kostir hans og
gallar? Getur hann sagt hreinskilnis
lega frá þeim?
„Ég er persóna sem hefur gaman
af því að glíma við verkefni og takast
á við ýmislegt, erfið verkefni. Ég hef
frekar reynt að vinna þannig að ég nái
að laða hið besta fram í öðrum, því oft
situr fólk á miklum krafti og hugmynd
um sem nýtast til verka og þannig er
hægt að ná meiru fram.
Þannig vildi ég hugsa þegar ég
stjórnaði skóla. Ég hugsaði stundum
að ég væri með fjársjóð. Það er eins
með þingið. Við þurfum að reyna að
nýta fjársjóðinn í fólkinu.
Ég get verið mjög fylginn mér
og vinnusamur og stundum um of.
Stundum hef ég sett fjölskylduna til
hliðar og ekki haft skýr mörk á hvenær
ég er að vinna og hvenær ekki.
Þannig að sumu leyti hef ég týnt
einhverjum áhugamálum. Ég hef til
dæmis gaman af því að ferðast og
ganga en hef lítið gert af því síðan ég
byrjaði í stjórnmálum.
Gallar mínir eru helst þeir að ég get
verið þrár. En kannski er það kostur
líka – að halda út. Þá hef ég stundum
gert mistök. En það er svo langt síðan
ég gerði upp við mig að ef ég ætlaði að
stjórna þá yrði ég að þora að gera mis
tök. Öðruvísi kemst ég ekki áfram með
mál. Það er ekki hægt að vera fullkom
inn og sem betur fer hefur mér látið vel
að endurskoða ýmislegt og bakka með
hluti til að ná fram nýrri og betri niður
stöðu.“
Vill ekki breyta sér
Hann segir pólitíska samherja sína
kvarta undan því að hann sé ekki
nógu harður. Hann vill hins vegar ekki
breyta sér. Þegar hann hefur gengið
hart að fólki hefur honum liðið illa.
„Það er kvartað undan því að ég
sé ekki nógu harður. Ég eigi að vera
beinskeyttari, óvægnari og allt þetta.
Það passar mér ekkert. Ég er ljúfur að
eðlisfari. Ég get orðið reiður og þá er
ég óvæginn. Það er mjög sjaldan og
það hefur gerst í þinginu líka. Sum
um finnst það voða gaman en mér líð
ur illa á eftir ef ég ræðst að fólki í orð
um. Ef ég er að svara hart fyrir mig og
hakka fólk í mig líður mér illa. Ég vil
frekar ráðast að málefnum og stefnu
frekar en fólki. Ég sofna illa og hef
áhyggjur ef ég fer gegn fólki á ósann
gjarnan hátt.
Maður á ekki að breyta gegn
grunngildum sínum.
Ég hef lært það í skólastarfinu að
miðla málum. Ekki að hamra á því
hver hafi rétt fyrir sér og hver hafi
rangt fyrir sér. Þetta er sá eiginleiki
sem ég hef tamið mér sem kennari og
skólastjóri og ég tek þann eiginleika
með mér í stjórnmálin. Mér finnst
besti stjórnmálamaðurinn ekki endi
lega vera sá sem er snjall ræðumað
ur eða niðurlægir aðra. Ég sé að sumir
tala jafnvel gegn sannfæringu sinni til
þess að vinna eitthvert einvígi.“
Hrifnæmur
Samferðamenn Gutta lýsa honum
sem ljúfum og hrifnæmum manni.
Aðspurður segist hann oft snortinn af
því fólki sem er hvunndagshetjur í líf
inu. Jafnframt verður hann sár yfir því
þegar fólk missir sjónar á því góða.
„Ég er reyndar mjög hrifnæmur og
á það til að komast við á góðum og fal
legum stundum. Ég kemst stundum
við þegar ég horfi á sjónvarpið. Tala
nú ekki um ef ég fæ að fara á jafn hjart
næman atburð og Ólympíuleika fatl
aðra, slíkir atburðir finnst mér breyta
mér – til hins betra.
Að hlusta á fólk sem við erum að
hjálpa hér skiptir mig máli og hefur oft
djúp áhrif á mig. Ég hef talað við fólk
sem býr við mjög erfiðar aðstæður eða
glímir við erfiða sjúkdóma. Þú hlust
ar á þetta fólk og það er sumt ekkert
nema jákvæðnin. Og svo færðu suma
á öxlina sem gráta yfir veraldlegum
eignum. Ég hef mikla aðdáun á fólki
sem þraukar með bjartsýni að leiðar
ljósi. Ég verð snortinn af því.
Þessi jákvæðni drífur mig áfram í
starfi. Ég hef mikla löngun til þess að
hjálpa fólki sem vill hjálpa sér sjálft.“
Sárnaði gróf framkoma
Hann nefnir að eftir hrun hafi hann
átti ógleymanlegar stundir á Alþingi
þar sem hann kynntist því gagnstæða.
Þegar fólk gleymdi því góða um stund.
„Allt fólk er gott að upplagi. En
stundum verður maður fyrir von
brigðum. Þetta var vorið 2008 og
hópur var að mótmæla hækkuðu
bensínverði. Þá kom upp sú hug
mynd að senda íslensku rústabjörg
unarsveitina til Kína, þar höfðu
hundruð þúsunda manns látið líf
ið í jarðskjálfta. Þá voru frammíköll
og blótað frá pöllunum: Ætlið þið að
fara að hjálpa einhverjum útlending
um? Það var svo sárt að horfa upp á
þetta. Þetta var fólk sem var að mót
mæla bensínhækkunum, en gat ekki
séð sára neyð annarra, fólks sem öllu
hafði glatað. Samt erum við þjóð sem
hefur gengið í gegnum hamfarir og
fengið hjálp frá þjóðum heimsins.
Til að mynda í Heimaeyjargosinu á
sínum tíma. Það er til fólk sem hefur
bara áhyggjur af sjálfu sér af því það
gæti hugsanlega misst annan bílinn.
Á sér ekki andstæðinga
Það vekur athygli að Gutti segist ekki
eiga sér nokkra andstæðinga í stjórn
málum.
„Ég lít ekki á þá sem fara fyrir ólík
um skoðunum sem andstæðinga. Ég
horfi á þá sem aðila sem vilja fara aðr
ar leiðir. Og auðvitað eru sumir sem
nálgast mann sem andstæðing og
ég geri ráð fyrir því. Það er verulegur
hugmyndafræðilegur munur á milli
stjórnar og stjórnarandstöðu.
Stjórnarandstaðan vill allt í gamla
farið. Það finnst mér mjög merkilegt
vegna þess að það er sýndarveruleiki
sem ég hélt að enginn vildi fá aftur.
Þeir vilja ríkisumsvif sem allra minnst
og telja að þannig skapist meira frelsi.
Þá um leið lægri skatta. Ég kalla hag
fræðina sem þeir trúa svo mjög á,
brauðmolahagfræði. Það eiga að
hrynja brauðmolar til handa þeim
sem taka ekki þátt í veislunni, sem er
ekki einu sinni boðið.
Ég held að þetta sé vonlaus að
ferð. Í rauninni þurfum við að tryggja
að velferðarkerfið sé öflugt. Það skap
ar ekki síður grundvöllinn fyrir öflugt
atvinnulíf. Þetta er ekki spurning um
annað hvort, þetta er spurning um
velferð og vinnu.“
Skattkerfið er tæki til jöfnunar
Gutti nefnir að hér á landi séu viðhorf
til skatta önnur en á hinum Norður
löndunum. „Við erum oft að vitna í
norræna módelið, en það byggist á
háum sköttum og miklum millifærsl
um í kerfinu.
Í norræna módelinu er skattkerf
ið tæki til jöfnunar og það eru sterk
tengsl á milli atvinnulífs, verkalýðs
hreyfinga og stjórnvalda. Þar er líka
viðurkenning á því að þjónusta í
landinu byggist á því að þú borgir
skatta. Og menn hafi þá ábyrgð og
viðhorf að það sé gott að borga skatta.
Þetta er viðhorf sem okkur hefur
vantað á Íslandi. Það er óhjákvæmi
legt ef þú vilt betra heilbrigðiskerfi,
ef þú ætlar að fá betri almanna
tryggingar, að færa til tekjur í sam
félaginu þannig að þeir sem hafa það
betra séu tilbúnir að skila til þeirra
sem minna hafa.“
Hörð átök framundan
Það er mikið undir í næstu kosning
um. Gutti vill halda áfram að efla
velferðarkerfið og telur raunhæft
að leggja fram tillögur um nýtt
húsnæðis bótakerfi á næsta þingi og
segist lítast vel á tillögur starfshóps á
vegum ráðuneytisins sem unnið hef
ur tillögur um róttækar breytingar
á kerfinu. Tillögurnar gera ráð fyrir
stórum breytingum á kerfinu. „Mark
miðið er að jafna stöðu fólks með til
liti til ólíkra búsetuforma og gefa fólki
þannig raunverulegt val um hvernig
það hagar sínum búsetumálum. Í nú
verandi kerfi er nær öllum opinber
um stuðningi beint til þeirra sem velja
að búa í eigin húsnæði og húsnæðis
markaðurinn endurspeglar auðvitað
það. Með nýju kerfi viljum við byggja
undir hagkvæman og öruggan leigu
markað og styðja við uppbyggingu
annarra búsetukosta. Svo róttækar
breytingar kalla hins vegar á aðlögun
og þess vegna gerum við ráð fyrir að
ný húsnæðisstefna verði innleidd í
skrefum. Fyrstu stóru breytinganna
er að vænta strax á næsta ári þegar
stefnt er að innleiðingu húsnæð
isbóta en fyrst um sinn munu þeir
sem eru á leigumarkaði aðeins njóta
þeirra breytinga. Ekki er ætlunin að
hrófla við stöðu þeirra sem eru fyrir
í vaxtabótakerfinu og hafa gert sín
ar áætlanir út frá því,“ segir hann.
Hann telur raunhæft að innleiða
breytingarnar á þriggja til fjögurra
ára tímabili til að koma ekki höggi á
leigumarkaðinn.
„Við viljum verja hagsmuni þeirra
sem mest þurfa á því að halda en við
viljum hins vegar líka vera í frjálsu
opnu hagkerfi.
Eins og við höfum oft orðað það,
markaðurinn er okkar þjónn en ekki
húsbóndi. Mér finnst það lýsa mun
inum á vinstri flokkunum og þeim
hægri. Í hægri flokkunum er verið
að þjónusta markaðinn sem hefur
reynst algerlega vanbúinn til þess að
jafna stöðu fólks. Þarna verða hörð
átök í næstu kosningum, sem og um
almannahagsmuni gegn sérhags
munum.
Vonandi verður kosningabaráttan
þannig að fólk sjái þessar línur og
það geti þannig valið hvorum megin
átakalínanna það ætlar að standa.“
Íslendingar bjartsýnir
Gutti hefur undir höndum könnun
sem sýnir að Íslendingar horfa björt
um augum til framtíðar. „Samkvæmt
nýjum fjölþjóðlegum könnunum
telja Íslendingar að staða þeirra fari
batnandi og þeir eru með allra bjart
sýnustu þjóðum þegar spurt er um
frekari bata á næstu tólf mánuðum.
Nærri 80 prósent Íslendinga telja að
fjárhagsstaða heimilis síns sé „góð“
eða „frekar góð“ og eru þar í sjöunda
sæti í samanburði við aðrar Evrópu
þjóðir. Það kom mér mjög á óvart
að við erum aftur farin að raða okk
ur í efstu sætin. Við erum þjóð sem
horfir björtum augum til framtíðar.
Heilt samfélag hefur tekið á málun
um með æðruleysi og skilningi, oft
þegar við erum í erfiðri stöðu, og
viljað beita úrræðum sem ekki hef
ur verið hægt að beita vegna þess að
við höfum ekki haft til þess lagalegar
forsendur.
Fólk hefur sýnt ótrúlegan skilning
ef ég á að segja alveg eins og er. Það
er full ástæða tel ég að horfa björtum
augum til framtíðar.“
Getur gerst aftur
„Ef maður horfir bara á bloggfærslur
og það sem er neikvætt þá gefur það
ekki rétta mynd af heildinni.
Ég held að það hafi verið mjög
eðlilegt að fólk hafi verið mjög reitt
og sárt. Sérstaklega vegna þess að
mál sem þessi hafa áður verið rædd
í íslensku samfélagi. Vonandi höf
um við ekki gleymt því að um alda
mótin ríkti mikið grandvaraleysi í
samfélaginu. Þá seldi fólk hús og aðr
ar eignir til að kaupa sér hlutabréf
í Decode. Menn fengu leyfi til þess
að taka veð í hlutabréfunum til þess
að kaupa bréfin. Þá settu bankarnir
reglur. En það liðu ekki nema nokkur
ár þar til þetta var allt saman komið í
gang aftur. Við sáum stóra hópa sem
fengu leyfi til þess að kaupa bréf með
engum veðum öðrum en bréfun
um sjálfum. Ég hefði aldrei trúað að
þetta gæti gerst aftur á svo skömm
um tíma. Þetta er auðvitað það sem
þarf að verja sig gegn og fjármála
stofnanir þurfa að tryggja sig fyrir. Að
það séu ekki bara einhverjar fléttur
og sýndargjörningar. Það er eitt af því
sem þarf að gera í endurreisninni og
halda áfram – að búa til umgjörð sem
hindrar að þetta geti gerst enn aftur.
Því, jú, það getur gerst.“ n
Vill ekki breyta sér „Mér finnst
besti stjórnmálamaðurinn ekki
endilega vera sá sem er snjall
ræðumaður eða niðurlægir aðra.“
„Fátækum
hefur fækk-
að í kreppunni
„Ég sofna illa og
hef áhyggjur ef ég
fer gegn fólki.