Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Síða 3
Snjóflóð féllu á Sauðárkróki
n Gríðarlegur snjóþungi og hús rýmd vegna hættu
Þ
rjú hús voru rýmd á Sauðár
króki á sunnudag vegna snjó
flóðahættu. Miklar hengjur
höfðu myndast á Nafarbrún
um fyrir ofan húsin og hluti þeirra fall
inn að því er Vernharður Guðnason
hjá Almannavörnum Skagafjarðar seg
ir í samtali við fréttavefinn Feyki. Það
er því ljóst að lítil snjóflóð féllu eins og
myndin ber með sér.
Vernharð sagði í samtali við Feykir.
is að næstu skref yrðu ákveðin í sam
ráði við sérfræðinga Veðurstofunnar á
sunnudag en ljóst væri að íbúar mættu
ekki fara heim til sín fyrr en búið væri
að ganga úr skugga um að öllu væri
óhætt. Ekki er algengt að snjóflóð falli
á Króknum og sagðist Vernharð ekki
vita til þess að hús hafi verið rýmd áður
en í eitt skipti hefði það verið íhugað.
Mikill snjóþungi var á Sauðárkróki
um helgina og lét Haraldur Ingólfs
son, formaður Björgunarsveitar Skag
firðinga, hafa eftir sér að sunnudegin
um hefði verið varið í að draga bíla úr
sköflum.
„Aðfaranótt laugardags voru tvær
ferðir farnar á Þverárfjallið til að að
stoða ökumenn sem lent höfðu í vand
ræðum en einnig voru tvær ferðir farn
ar á Laxárdalsheiðina og Laxárdalinn
í sömu erindagjörðum. Þá aðstoðaði
Skagfirðingasveitin við að koma lítilli
rútu upp á veg í Norðurárdalnum en
sú hafði farið útaf en engin meiðsli á
þeim tveimur farþegum sem þar voru
innanborðs né bílstjóranum.“
Miðstjórnarfundur Framsóknar
flokksins fór fram á Sauðárkróki um
helgina þar sem þingmaður flokksins
slasaði sig illa eins og lesa má um á
baksíðu DV í dag. n
Hús á kafi Hér má sjá
skafla á hæð við ein-
býlishús sem kaffært
hafa byggð á Sauðár-
króki um helgina.
Mynd Feykir.is (birt Með leyFi)
Vilja loka
á Ísrael
Stjórn ungra Vinstri grænna krefst
þess að íslensk stjórnvöld beiti sér
af fullum krafti á alþjóðavísu til að
binda enda á það hörmungarástand
sem nú ríkir á Gazaströndinni.
Þörf sé á raunverulegum aðgerð
um og Ísland þurfi að slíta stjórn
málasambandi við Ísrael og þrýsta á
þær þjóðir sem styðja við hernað
arbrölt þeirra með vopnasölu og
fjárstuðningi. Þetta kemur fram í
ályktun stjórnar UVG sem sam
þykkt var á fundi hennar á sunnu
dag. Ung Vinstri græn hvetja kjörna
fulltrúa og aðra Íslendinga sem geta
haft raunveruleg áhrif á alþjóða
vettvangi „að gera það sem í þeirra
valdi stendur til að binda enda á
fjöldamorðin á Gazaströndinni og
styðja við hjálparstarf á svæðinu.“
Mótmæla
blóðbaði
„Fimm börn undir tveggja ára aldri
höfðu týnt lífi á hádegi í gær,“ seg
ir í tilkynningu félagsins Ísland
Palestína á sunnudag. Félagið
hefur boðað til mótmælafundar í
dag, mánudaginn 19. nóvember,
klukkan 17 fyrir framan sendiráð
Bandaríkjanna á Laufásvegi. Seg
ir að tilefnið sé grimmilegar árásir
Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á
palestínskum borgurum á Gaza
ströndinni.
„Nú þegar hafa rúmlega 50
manneskjur verið myrtar, þar af
þrettán börn. Heilbrigðiskerfið á
Gaza á erfitt með að sinna stöð
ugum straumi slasaðra. Stórfelld
ur skortur á lífsnauðsynlegum
lækningavörum er farinn að kosta
mannslíf að sögn lækna.“
Þar segir ennfremur að Banda
ríkin séu í lykilstöðu til að stöðva
blóðbaðið á Gaza. Þess vegna krefj
ist félagið ÍslandPalestína þess
að Bandaríkjamenn með Barack
Obama forseta í fararbroddi „stöðvi
fjöldamorðin í Palestínu.“ Kröfur
fundarins eru að sögn félagsins þær
að blóðbaðið verði stöðvað, herkví
in rofin, og að íbúar Palestínu fái
að njóta alþjóðlegrar verndar. Þá er
þess krafist að Palestína hljóti sjálf
stæði. Fjöldi annarra félagasamtaka
eru sögð styðja mótmælin.
Meðlimir félagsins mótmæltu
friðsamlega fyrir framan sendiráð
Bandaríkjanna síðasta haust en þá
var lögreglan með mikinn viðbún
að. Líklega verður sama upp á ten
ingnum nú.
Innflytjenda-
lög taka gildi
Alþingi hefur samþykkt frum
varp Guðbjarts Hannessonar
velferðarráðherra um málefni
innflytjenda og öðlast lögin
þegar gildi. Með lögunum er
mælt fyrir um hvernig stjórn
sýslu í málefnum innflytjenda
skuli háttað og hlutverk og
starfsemi Fjölmenningarseturs,
innflytjendaráðs og þróunar
sjóðs innflytjenda bundið í lög.
Innan árs frá gildistöku lag
anna skal velferðarráðherra
leggja fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar um fram
kvæmdaáætlun í málefnum
innflytjenda til fjögurra ára.
LítiL endurnýjun
hjá SamfyLkingu
n Oddný burstaði Björgvin í Suðurkjördæmi n Tæpt hjá Össuri í Reykjavík
N
iðurstöður úr flokksvali Sam
fylkingarinnar í Reykjavík
og Suðurkjördæmi eru afar
þýðingarmiklar og hleypa lífi
í leit flokksins að næsta for
manni. Í því sambandi má nefna afar
góða kosningu Oddnýjar G. Harðar
dóttur í Suðurkjördæmi og Sigríð
ar Ingibjargar Ingadóttur í Reykja
vík. Nú er ljóst að konur munu leiða
lista Samfylkingarinnar í að minnsta
kosti tveimur kjördæmum. Ekki er
mikið um uppstokkun á listum Sam
fylkingarinnar eins og sést glögglega
á niðurstöðum prófkjörsins í Reykja
vík. Í efstu sjö sætum þess er Björk
Vilhelmsdóttur sú eina sem ekki situr
á þingi.
yfirburðir Oddnýjar miklir
Oddný G. Harðardóttir var ótvíræður
sigurvegari í flokksvali Samfylkingar
innar í Suðurkjördæmi. Hlaut hún
rúmlega tvöfalt fleiri atkvæði í fyrsta
sætið en keppinautur hennar, Björg
vin G. Sigurðsson, sem leiddi listann
fyrir síðustu kosningar. Ljóst er að
aðkoma Björgvins að efnahagshrun
inu á stóran þátt í löku gengi hans en
einnig má vera að afstaða hans í virkj
anamálum hafi fallið í grýttan jarð
veg. Í næstu sætum á eftir Oddnýju og
Björgvin eru nýliðar úr sveitastjórn
um kjördæmisins. Þriðja sætið skipar
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi
í Árborg, og tekur hún sæti Róberts
Marshall sem genginn er til liðs við
Bjarta framtíð.
Sigur Oddnýjar var afar afgerandi
og kom það mörgum í opna skjöldu.
„Hún er bara að stimpla sig inn sem
einn sterkasti frambjóðandi Samfylk
ingarinnar,“ segir einn af heimildar
mönnum DV úr röðum flokksins sem
telur úrslitin koma henni á kortið fyr
ir væntanlegan formannsslag. „Ég lít
bara á þetta þannig að menn treysti
mér til þessara starfa,“ segir Oddný í
samtali við DV en segist ekki hafa velt
fyrir sér formannsframboði af neinni
alvöru. „Ég hef ekki hugleitt það en
það hafa margir nefnt þetta við mig
eftir úrslit helgarinnar.“
Munaði 68 atkvæðum
Össur Skarphéðinsson utanríkisráð
herra bar sigur úr býtum í flokksvali
Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkur
kjördæmin tvo. Þó var sigur Össur
ar afar naumur og munaði aðeins
68 atkvæðum á þeim Össuri og Sig
ríði Ingibjörgu Ingadóttur. Það er
ákveðinn varnarsigur hjá fyrrverandi
formanni flokksins en einnig vekur
athygli að Sigríður, Skúli Helgason,
Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarna
dóttir hlutu öll fleiri atkvæði en Öss
ur í heildina þó hann hafi fengið flest
atkvæði í fyrsta sætið. Hann segir
þennan litla mun ekki hafa komið sér
á óvart.
Össur hefur gefið út að formanns
framboð sé ekki á dagskrá hjá sér og
sigur hans í prófkjörinu breyti engu
þar um. Öðru máli gegnir um Sig
ríði sem hlaut yfirburðakosningu í
annað sætið og kemur því til með að
leiða annan lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík. Hún vill halda möguleik
anum á formannsframboði opnum.
Margir máta formannsbuxur
Árni Páll Árnason er enn sem
komið er sá eini sem tilkynnt hef
ur um framboð sitt til formanns
Samfylkingarinnar. Það er ekkert
launungarmál að Árni Páll er ekki
fýsilegur formaður í augum margra
af forystumönnum Samfylkingar
innar. Því má telja nær öruggt að
Árni Páll fái mótframboð og í því
samhengi hafa fjölmörg nöfn verið
nefnd að undanförnu. Þeirra á með
al er Katrín Júlíusdóttir fjármálaráð
herra. Þó mjótt hafi verið á munun
um í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi er sigur Árna
Páls á Katrínu þar talinn hafa dreg
ið verulega úr líkunum á framboði
hennar.
Samkvæmt heimildum DV hef
ur Guðbjartur Hannesson vel
ferðarráðherra einnig hugleitt
formannsframboð alvarlega. Á
föstudaginn verða kynntar niður
stöður prófkjörs Samfylkingarinn
ar í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi
Guðbjarts. Vegni honum vel í því má
vera að hann láti til skarar skríða.
Heimildir DV herma að Guðbjartur
og Sigríður Ingibjörg hafi rætt sín á
milli og hugsast geti að þau sameini
krafta sína og falist eftir formanns
og varaformannsstólum.
Í ljósi úrslita helgarinnar
koma Sigríður og Oddný sterk
lega til greina þegar kemur að for
mannskjöri. „Ef Sigríður fer fram
verður þetta klárlega hugmynda
fræðileg barátta,“ segir einn af
innstu koppum í búri Samfylk
ingarinnar í samtali við DV. Þar vís
ar hann til þess að Árni og Sigríð
ur hafi markað sér stöðu hvort sínu
megin í flokknum, Árni hallist til
hægri en Sigríður til vinstri.
lítil uppstokkun
Ekki verður sagt að mikil endurnýj
un eigi sér stað í efstu sætum fram
boðslista Samfylkingarinnar. Það á
sérstaklega við í Reykjavík þar sem
núverandi þingmenn skipa sex af
sjö efstu sætum kjörsins. Ef litið
er á efstu þrjú sæti á listum Sam
fylkingarinnar þar sem prófkjör
hafa farið fram er aðeins að finna
þrjá nýliða. Það eru þær Björk Vil
helmsdóttir í Reykjavík, Arna Ír
Gunnarsdóttir í Suðurkjördæmi
og Erna Indriðadóttir í Norðaust
urkjördæmi sem hlaut fleiri at
kvæði en tveir sitjandi þingmenn.
Í Norðvesturkjördæmi er ekki út
lit fyrir mikla uppstokkun enda lík
legt að Guðbjartur Hannesson og
Ólína Þorvarðardóttir haldi sætum
sínum. Viðmælendur DV úr Sam
fylkingunni segja þetta mjög skýra
traustsyfirlýsingu við sitjandi þing
menn flokksins og telja hana sér
lega áberandi í Reykjavík. n
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Fréttir 3Mánudagur 19. nóvember 2012
Formannsefnin Árni Páll Árnason er sá eini sem lýst hefur yfir framboði til formanns
Samfylkingarinnar en nokkrir mótframbjóðendur koma vel til greina. Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir og Oddný G. Harðardóttir fengu byr undir báða vængi í prófkjörum helgarinnar
en Katrín Júlíusdóttir laut í lægra haldi fyrir Árna Páli í Suðvesturkjördæmi á dögunum.