Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Síða 12
Evrópa logar
M
illjónir manna héldu út á
götur helstu borga Evrópu
í síðustu viku til að mót
mæla niðurskurðarað
gerðum stjórnvalda. Þetta
eru einhver stærstu mótmælin hing
að til í hrinu mótmælaaðgerða sem
hafa farið stigvaxandi í kjölfar efna
hagsþrenginganna í álfunni.
Fjölmennustu mótmælin voru í
Portúgal og á Spáni en þar kom til
heiftarlegra átaka á milli lögreglu og
mótmælenda með þeim afleiðingum
að fjöldi borgara særðust illa og þörfn
uðust aðhlynningar á sjúkrahúsi.
Ástandið í Evrópu, þá sérstaklega í
suðurhluta álfunnar, er einkar eldfimt.
Átök síðustu daga þykja ekki líkleg til
að lægja öldurnar. Fjöldi verkalýðs
félaga um alla Evrópu hafa samein
ast í baráttu sinni gegn niðurskurðar
áformum stjórnvalda. BBC greinir frá
mótmælunum síðustu daga sem sum
ir mótmælandanna sjálfra hafa kosið
að kalla „evrópska vorið“.
Allsherjarverkfall
Miðvikudaginn 14. nóvember voru
víðtæk allsherjarverkföll á Spáni og
í Portúgal. Umferð var meðal annars
stöðvuð og skólum lokað og læst.
Þá lá flug til og frá löndunum nán
ast niðri. Þá var einnig mótmælt í 21
Evrópuríki.
Atvinnuleysi á Spáni er 25 prósent
en það er hvergi hærra í allri Evrópu.
Stór hluti atvinnulausra er á þrítugs
aldri og það kemur því ekki á óvart
að stór hluti mótmælenda hafi verið
á þrítugsaldri.
Ríkisstjórn Spánar reyndi að
tala verkfallið niður og sagði meðal
annars að rafmagnsnotkun hefði ver
ið áttatíu prósent af því sem gerðist
á venjulegum degi. Verkalýðsfélögin
bentu hinsvegar á að verkfallið hefði
stöðvað starfsemi stórra fyrirtækja,
þar á meðal Danone og Heineken.
Gegn auknum ójöfnuði
Aðgerðirnar á miðvikudaginn voru
skipulagðar af samtökum evrópskra
verkalýðsfélaga í verslun og þjón
ustu. Einn talsmanna samtakanna
sagði í samtali við BBC að niður
skurðaráform ríkisstjórna álfunn
ar væru ekki að virka. „Þetta er að
valda auknum ójöfnuði, þetta er að
valda auknum félagslegum óstöðug
leika og þetta er ekki að leysa efna
hagskreppuna,“ sagði hann. Fimm
tíu borgarar slösuðust í átökum
við óeirðarlögreglu í Lissabon,
höfuð borg Portúgal. Þá særðust að
minnsta kosti sjötíu mótmælendur á
Spáni þennan eina dag og 140 voru
handteknir.
Kveiktu í lögreglubílum
Í Valensía á Spáni skutu lögreglu
menn mótmælendur með gúmmí
kúlum og lömdu þá með kylfum.
Fjölmargir slösuðust alvarlega. Þá
börðust verkfallsverðir og lögreglu
menn á rútustöð í höfuðborginni
á meðan mótmælendur reyndu
að koma í veg fyrir að rútur færu á
brott. Aðrir mótmælendur í Madríd
kveiktu í ruslatunnum sem gerði það
að verkum að aðalgöngugatan varð
mettuð reyk. Í Barcelóna kveiktu
mótmælendur hinsvegar einnig í
lögreglubílum.
Engin framtíð
Verkalýðsfélög á Spáni og í Portú
gal hófu verföll sín strax á mið
nætti aðfaranótt miðvikudagsins.
Aðgerðunum er beint gegn niður
skurði stjórnvalda í velferðarkerf
inu. Niðurskurðurinn eykst í sífellu
á sama tíma og skattar eru hækkað
ir og laun eru lækkuð. Þetta veldur
eins og gefur að skilja mikilli ólgu
sem brýst síðan út í mótmælum
með jöfnu millibili. „Þeir eru að
taka framtíðina frá okkur,“ sagði á
stórum borðum sem héngu á öll
um helstu torgum Madrídborgar
á meðan mannfjöldinn safnaðist
þar saman í tugþúsundavís. Fyr
ir stóðu þar óeirðarlögreglumenn
gráir fyrir járnum.
„Vondar fréttir“ í Portúgal
Í Lissabon, höfuðborg Portú
gal, stormuðu mótmælendur út á
götur með borða þar sem Evrópu
sambandið var fordæmt, rétt
eins og Alþjóðagjaldeyrissjóður
inn og Seðlabanki Evrópu. Sam
kvæmt nýjustu tölum er atvinnu
leysi í landinu komið upp í sextán
prósent og hefur það aldrei verið
meira.
Forsætisráðherra landsins,
Pedro Passos Coelho, hefur viður
kennt að þetta séu „vondar fréttir“
en bendir á að við þessu hafi verið
búist. Óeirðarlögregla réðist gegn
mótmælendum sem höfðu safn
ast saman fyrir utan þinghúsið í
Lissabon, og lamdi þá með kylf
um. Mótmælendur brugðust við
með grjótkasti.
Átök um alla álfu
Átök brutust einnig út á milli lög
reglu og mótmælenda í ítölskum
borgum í síðustu viku. Þannig not
aðist óeirðarlögregla þar í landi
meðal annars við brynvarða bíla
til þess að dreifa mannfjöldanum
í höfuðborginni, Róm, að því er
fram kemur á vef Reuters. Frönsk
verkalýðsfélög skipulögðu meira
en hundrað mótmælagöngur víða
um Frakkland en fóru ekki fram á
verkfall að svo stöddu. Þá söfnuð
ust mótmælendur í Belgíu saman
fyrir utan sendiráð Þýskalands,
Spánar, Grikklands, Kýpur, Portú
gal og Írlands á meðan sólarhrings
verkfall lestarstarfsfólks stöðvaði
starfsemi helstu hraðlesta Thalys
og Eurostar.
Hundruð Grikkja söfnuðust saman
fyrir utan þinghúsið í Aþenu þar sem
þeir sveifluðu risastórum fánum suð
rænu landanna, Spánar, Grikklands,
Portúgal og Ítalíu, í samstöðu með
baráttu íbúa þessara landa. n
12 Erlent 19. nóvember 2012 Mánudagur
n Verkföll og fjöldamótmæli skekja Evrópu n Milljónir mótmæla í helstu borgum
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
0 10 20 30
Finnland
Lettland
Litháen
Pólland
Rúmenía
Tyrkland
Búlgaría
Makedónía
Kýpur
Grikkland
Malta
Ítalía
Spánn
Portúgal
Frakkland
Bretland
Írland
Þýskaland
Holland
Lúx.
Sviss
Belgía
Danmörk
Tékkland
Austurríki
Slóvenía
Ungverjaland
Svíþjóð
Hrina verkfalla vegna bágrar stöðu í efnahagsmálum
* Horfur
Fram að 14. nóv.
Þar sem skipulögð
mótmæli hafa brotist
út vegna efnahagsmála
Lönd þar sem sjálfstæðir hópar
hafa tekið sig saman um
aðgerðir gegn niðurskurði
K.Pong, 15/11/2012
Atvinnuleysi*
(sem % af vinnuafli)
Spánn
Grikkland
Portúgal
Írland
Kýpur
Ítalía
Frakkland
Bretland
Belgía
Þýskaland
Evrusvæðið
ESB
2012
2013
„Þetta er að valda
auknum ójöfnuði,
þetta er að valda auknum
félagslegum óstöðugleika
og þetta er ekki að leysa
efnahagskreppuna.
Sparkað í mótmælanda Lögreglumaður sparkar í konu í borginni Valensía á Spáni en
fjöldi fólks hefur slasast alvarlega í mótmælum á Spáni síðustu daga. Mynd OccuPy ViEnnA
Á hlaupum Óeirðarlögreglumenn eltust við mótmælendur á götum Rómar, höfuðborgar
Ítalíu í síðustu viku. Mynd REutERS
Milljónir mótmæla Mótmælt var um
alla Evrópu í síðustu viku en talið er að alls
hafi margar milljónir tekið þátt. Hér má sjá
mannfjöldann á Colon-torgi í Madríd þann
14. nóvember. Mynd REutERS
Lissabon brennur Lögreglumaður á
verði í Lissabon á meðan allsherjarverkfall
stendur yfir og mótmælt er um alla borg.
Mynd REutERS