Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Page 16
16 Neytendur 19. nóvember 2012 Mánudagur Íslendingar enn feitastir n Við borðum einnig mest af sælgæti N orræna eldhúsið er heimsþekkt og stærir sig af því að saman­ standa af hollum mat, svo sem grófu brauði, rótargrænmeti og fiski. Þrátt fyrir góðan ásetning er ann­ að uppi á teningunum þegar kemur að heimagerðum mat á Norðurlöndun­ um því samkvæmt nýrri könnun borð­ um við Norður landa búar ekki nægi­ lega hollan mat. Eins erum við ekki nógu dugleg að hreyfa okkur og að huga að vigtinni. Um þetta er fjallað á politiken.dk. Það var danska matvælastofn­ unin sem sá um könnunina en fjöl­ margar stofnanir og vísindamenn komu að henni. Hún var fram­ kvæmd á þann hátt að árið 2011 voru settar spurningar fyrir 11.500 manns í Noregi, Svíþjóð, Dan­ mörku, Finnlandi og á Íslandi þar sem spurt var um mataræði, hreyf­ ingu og þyngd. Helstu niðurstöðurnar eru að Norðurlandabúar borða ekki nógu hollan mat en mataræði kvenna er þó ögn skárra en karlmannanna. Aðeins 8 prósent barna borða daglega það sem vísindamennirnir telja hollan mat og ekkert landanna fær góða einkunn þegar kemur að hreyfingu. Eins og fyrr eru Íslendingar feit­ asta Norðurlandaþjóðin og við borð­ um einnig mest af sælgæti. Svíar borða mest af pulsum, Norðmenn horfa mest á sjónvarp og sitja mest við tölvuna. Þar mældist einnig minnsta hreyfing barna. Danir og Finnar borða mest af grófu rúgbrauði og Danir og Norðmenn geta státað sig af hollasta mataræðinu. n gunnhildur@dv.is Algengt verð 251,6 kr. 260,7 kr. Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr. Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr. Algengt verð 251,6 kr. 262,7 kr. Algengt verð 253,9 kr. 260,7 kr. Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr. Eldsneytisverð 18. nóvember Bensín Dísilolía Frábær þjónusta n Fiskfélagið fær lofið að þessu sinni en viðskiptavinur þess er afar sáttur við þá þjónustu sem hann fékk þar. „Ég fór þangað í hádeginu um daginn og pantaði sushi­bakka með 8 bitum. Þegar hann kom þá vant­ aði einn bita á bakkann. Þegar ég benti á þetta fékk ég fullt af bitum í stað þess eina sem vantaði. Þegar þjónninn heyrði að ég ætti afmæli gaf hann mér ísinn sem ég hafði pantað mér. Mér fannst þetta svo almennilega framkoma.“ Féll niður og ekki endurtekið n Endurmenntun HÍ fær lastið. „Ég skráði mig á ESB námskeið og í fyrstu skildist mér að það ætti að vera í lok nóvember. Þann 14. nóv­ ember fékk ég skilaboð um að það væri þann daginn en önnur stuttu seinna sem sagði að því væri frest­ að. Það verður ekki endurtekið og ég kemst ekki þegar það verður haldið. Ég er mjög vonsvikin,“ segir viðskiptavinur. Thelma Jónsdóttir, markaðs­ og kynningarstjóri Endurmenntun­ ar HÍ segir að hún telji málið á misskilningi byggt. „Námskeiðið Ísland og Evrópa sem er haldið á vegum Evrópustofu hjá Endur­ menntun Háskóla Íslands er tví­ tekið. Annars vegar sem nám­ skeið í húsnæði Endurmenntunar í Reykjavík og hins vegar námskeið í fjarfundi fyrir þátttakendur á lands­ byggðinni. Því miður varð að fresta nám­ skeiðinu í Reykjavík um eina viku vegna skyndilegra veikinda kennarans. Námskeiðið hófst því ekki þann 14. nóvember eins og til stóð heldur hefst það miðvikudaginn 21. nóvember klukk­ an 20:15 og nám­ skeiðinu mun ljúka þann 4. des­ ember í stað 28. nóvember. Námskeiðið í fjarfundi hefst 26. nóvember og verður sent með fjar­ fundarbúnaði til fræðslu­ miðstöðva sem þess óska. Nám­ skeiðið er á vegum Evrópustofu sem tekur því ákvörðun um hvort það verði endurtekið.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is offita Norðurlandabúar fylgja ekki Norræna eldhúsinu. n Vildarpunktar kreditkortanna safnast hægt n Árgjaldið lægst hjá American Express n Finndu hvaða kort hentar þér K reditkortafyrirtækin bjóða upp á margvísleg kreditkort með mismunandi fríðind­ um. Öll bjóða þau upp á kort sem safna vildarpunktum og það getur verið erfitt að átta sig á því hvaða kort hentar hverjum og einum. Það er þó ljóst að punktarnir eru lengi að safnast og því varla hægt að hvetja fólk til að eltast við verslanir og þjón­ ustu sem gefa punkta. Margbreytileg söfnun Eins og fyrr segir eru kortin fjölmörg og ómögulegt að benda á eitt kort sem besta kostinn. Fólk verður því að meta hvað það vill fá út úr punktasöfnun sinni áður en það fær sér kreditkort. Þá er spurning hvort fólk vill safna punktum í sparnað, sem ferðaávísun eða til að fá pening síðar meir. DV hefur tekið saman upplýs­ ingar um Gullkort fyrirtækjanna sem eru sambærileg. Kortin safna annars vegar vildarpunktum Icelandair og hins vegar vildarpunktum fyrirtækis­ ins, Aukakrónum eða endurgreiðslu­ punktum. Árgjöld Árgjöld kortanna eru mjög svipuð. Lægst er það hjá American Express, 8.500 krónur og hæst er það hjá Arion banka, 9.900 krónur. Flest bjóða fyr­ irtækin upp á þann kost að vera með aukakort og er kostnaðurinn fyr­ ir það um það bil helmingur árgjalds aðal kortsins. Ekki er gefið upp verð á aukakorti á heimasíðu Landsbankans. Dæmi eru um að væntanleg­ ir korthafar hafi farið fram á að ár­ gjaldið sé fellt niður og fengið það í gegn. Fólk er því hvatt til að láta reyna á það hjá sínu fyrirtæki. söfnun Icelandair­kort Arion banka safnar 3 punktum af hverjum 1.000 krónum á meðan kort Íslandsbanka og Lands­ bankans safna 5 punktum af sömu upphæð. Classic­kort American Ex­ press safnar hins vegar 8 punktum af hverjum 1.000 krónum. Auk þess safnast punktar við verslun erlend­ is með Classic­kortinu en bankarnir bjóða ekki upp á slíka söfnun. Landsbankinn og American Ex­ press gera ekki kröfu um að punkta­ söfnun fari fram við verslun við ákveðna söluaðila heldur safnast punktar við alla kortanotkun. Segja má að mesta punktasöfnun­ in sé með Classic­kortinu en þar fá nýjir korthafar 5.000 upphafspunkta auk þess sem þeir safna einnig punkt­ um við verslun á netinu. notkun Í flestum tilfellum er einungis hægt að nota punktana við kaup á vörum eða þjónustu hjá ákveðnum sam­ starfsaðilum. Með Gullkorti Vildar­ klúbbs Íslandsbanka er hægt að fá punktana greidda út í peningum en Arion banki býður einnig upp á punktasöfnun sem virkar sem endur­ greiðsla sem er greidd út í desember. Aukakrónur Landsbankans er hægt að nota hjá samstarfsaðilum og sama á við um punkta sem safn­ ast við notkun Classic­korts Americ­ an Express. söfnun hæg Þegar punktasöfnunin er skoðuð kemur í ljós að hún er mjög hæg og líkt og Ingólfur H. Ingólfsson segir hér í viðtali þá er óráðlegt að eltast við punktana. Tökum sem dæmi einstakling sem notar Gullkort frá Íslands­ banka og notar kortið til greiðslu 250 til 299 þúsunda króna á mánuði. Sá einstaklingur fær 1.600 punkta. Hann fær um það bil 20.000 punkta á ári. Á heimasíðu Íslandsbanka eru upplýsingar um hversu mikils virði punktarnir eru. Þar segir að virði punktanna komi í ljós þegar þeim er ráðstafað því ávallt séu ákveðin tilboðskjör á punktainnlausn. Til dæmis gæti 60.000 Íslandsbanka­ punktum verið breytt í 34.000 króna ferðaávísun, 35.000 vildarpunkta Icelandair eða 32.000 króna útborg­ un. Samkvæmt þessu þá tekur það einstaklinginn í dæmi okkar 3 ár að ná þessari punktasöfnun sem gefur 32.000 króna endurgreiðslu. Vildarpunktar Íslandsbanka eru sambærilegir þeim punktum sem önnur kortafyrirtæki bjóða svo það má segja að sömu kjör bjóðist þar. Það skal þó tekið fram að korthafar American Express geti verið fljótari að safna punktum þar sem punktarn­ ir eru fleiri fyrir hverja færslu, auk þess sem söfnunarmöguleikarnir eru fleiri. n Ekki Eltast við punktana Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.