Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Page 22
22 Menning 19. nóvember 2012 Mánudagur
Leitað að jólunum í Þjóðleikhúsinu
n Sýningar að hefjast áttunda árið í röð
Þ
jóðleikhúsið sýnir nú, áttunda
árið í röð, ævintýrið Leitin að
jólunum sem aðallega er ætl
að yngri leikhúsgestunum.
Tveir skrýtnir og skemmti
legir náungar taka á móti gestum í
anddyri leikhússins en með þeim í
för eru tveir hljóðfæraleikarar. Leiða
þeir börnin um ævintýraheim leik
hússins, með leik og söng. Með
al viðkomustaða á ferðalaginu eru
Kristalssalurinn, leikhúsloftið og
Leik hús kjallarinn. Börnin fá að ferð
ast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá
leikþætti um jólin frá því í gamla daga
og í nútímanum. Er þetta fyrirkomu
lag einstaklega hentugt fyrir litla leik
húsgesti sem eiga stundum erfitt með
að sitja kyrrir.
Leitin að jólunum er eftir Þorvald
Þorsteinsson og er sýningin hljóð
skreytt með tónlist Árna Egilsson
ar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr
Kötlum.
Sýningin var frumsýnd í Þjóð
leikhúsinu á aðventunni árið 2005
og hlaut Grímuna sem barnasýning
ársins árið 2006. Leikritið hefur notið
mikilla vinsælda og uppselt hefur ver
ið á nánast hverja einustu sýningu frá
frumsýningu.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson
og leikarar þau Selma Björnsdótt
ir, Ólafur Egill Egilsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Edda Arnljótsdótt
ir, Hilmir Jensson, Ævar Þór Bene
diktsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir
og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hljóð
færaleikarar eru Darri Mikaelsson og
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Sýningar hefjast þann 24. nóvem
ber næstkomandi. n
Útgáfutón-
leikar Ylju
Hljómsveitin Ylja sem gaf út sína
fyrstu breiðskífu síðastliðinn föstu
dag, á Degi íslenskrar tungu, mun
að tilefni þess halda útgáfugáfu
tónleika á Kex Hostel fimmtu
daginn 6. desember næstkomandi.
Guðný Gígja Skjaldardóttir og
Bjartey Sveinsdóttur stofnuðu
hljómsveitina árið 2008 þegar þær
ákváðu að sameina krafta sína í
gítarleik og söng. Haustið 2011
gekk svo Smári Tarfur Jósepsson
til liðs við hljómsveitina, en hann
leikur á slidegítar.
Hægt er að nálgast miða á tón
leikana á miði.is en þeir hefjast
klukkan 20:30.
Kuldi frá Yrsu
Metsöluhöfundurinn Yrsa Sig
urðardóttir hefur sent frá sér nýjan
sálfræðitrylli í anda Ég man þig,
sem fer nú sigurför um heiminn
og verður fljótlega kvikmynduð.
Bókin nefnist Kuldi og fjallar um
ungan mann sem er að rannsaka
upptökuheimili fyrir unglinga á
áttunda áratug síðustu aldar. Á
meðan á rannsókninni stendur
fara undarlegir atburðir að skekja
tilveru hans og dóttur hans. Hvort
atburðirnir tengjast þeim hörm
ungum sem dundu yfir unglinga
heimilið eða sviplegu fráfalli
barnsmóður hans skömmu áður,
munu lesendur komast að við
lestur bókarinnar.
Það er Veröld sem gefur bók
ina út.
Blúshátíð
Bjögga Gísla
Blúshátíð Bjögga Gísla verð
ur haldin í fyrsta skipti dagana
22.–25. nóvember næstkomandi.
Á hátíðinni verður boðið upp á
frábær tónlistaratriði víðsvegar af
landinu ásamt einu atriði þar sem
listamennirnir koma alla leið frá
Þýskalandi.
Um er að ræða miklar blúshetj
ur sem nostrað hafa við blúsinn í
tugi ára í bland við yngri tónlist
armenn sem eflaust munu halda
heiðri blússins á lofti um ókomna
tíð. Meðal tónlistamanna sem
koma fram eru:
Björgvin Gíslason og hljóm
sveit. Bubbi Morthens. Magnús
Eiríksson, Þórir Baldursson, Beggi
Morthens og hljómsveit. Hans
Blues, Skúli Mennski og hljóm
sveit, Vintage Caravan. Blússveit
Þollýar. Blágresi, Johnny & The
Rest. Pollock bræður. Beggi og
Mood, Lame Dudes, Guðgeir
blúsari. Gunnar Örn og hljóm
sveit, Guðmundur og Blús
hundarnir, Dúettinn Víglund
ur, 3B, Friðrik Jónsson og Jens
Einarsson.
Metsöluhöfundar
hakka í sig lakkrís
n Skrifa um málefni sem þau kannast við og snerta þau sjálf
H
ringurinn eftir Söru B. Elf
gren og Mats Strandberg er
upphaf fantasíu þríleiks fyr
ir unglinga sem hefur slegið
rækilega í gegn.
Útgáfurétturinn hefur verið seld
ur á tuttugu og fjögur tungumál og í
Svíþjóð eru vinsældirnar með ólík
indum en bókin hefur selst í meira
en 200 þúsund eintökum þar. Hún
kom nýverið út hér á landi hjá Bjarti
bókaforlagi í þýðingu Þórdísar Gísla
dóttur og þau Mats og Sara heim
sóttu Ísland til að fylgja eftir útgáf
unni.
Þau hittu blaðamann á Hótel
Holti og ræddu um efni bókarinn
ar, samstarfið og þá persónulegu
tengingu sem þau hafa við sögu
hetjurnar.
Frá smábæ í líkingu við Engelfors
Sagan gerist hún í nútímanum þar
sem sænskum ungmennum er ógn
að af hinu illa. Það hefur smeygt sér
inn í framhaldsskólann í smábænum
Engelfors, ungur maður tekur eig
ið líf og síðan ung stúlka. Ungmenn
in eru knúin áfram af innri rödd sem
ógjörningur er að standast. Mikl
ir og niðurrífandi kraftar ógna sam
félaginu og í mestri hættu eru sex
ungar stúlkur sem þekkja ekki hver
aðra en eru knúnar til að grípa til
varna.
„Við hefðum skrifað þessa bók
þótt enginn hefði viljað lesa hana
nema við sjálf, segir Sara. Við erum
bæði frá smábæ í líkingu við Engel
fors og við eigum bæði töluvert í öll
um söguhetjum bókarinnar.“
Fyrir þá sem hafa ekki lesið bók
ina má upplýsa að allar söguhetjurn
ar hafa einhvern djöful að draga.
Anna Karin er frá sveitabæ, þybbin
og einræn og lögð í einelti, Minoo
er gáfnaljós og finnst hún utangarðs,
Ida er fordómafull og hrædd yfir
stéttastúlka, Vanessa býr við ótryggar
fjölskylduaðstæður og lifir á brún
inni, Rebekka glímir við átröskun,
Linnea þarf að sjá um sig sjálf og
virðist hörð af sér.
Utangarðs og lögð í einelti
„Ég var lagður í einelti og þegar ég
var lítill þá var ég ef til vill svolítið
eins og hún Anna Karin. Þó var ein
eltið aldrei svo slæmt en nóg til þess
að láta mér líða illa, segir Mats sem
segist hafa flust eins fljótt og hann
gat til Stokkhólms til að flýja aðstæð
ur sínar. Ég var aðeins 16 ára gamall
og sá um mig sjálfur. Um tíma var ég
mikið að skemmta mér og djamma,
svolítið eins og Vanessa. Þegar ég sé
sextán ára krakka í dag þá bregður
mér alltaf svolítið. Ég hugsa með mér
að ég sé heppin að vera á lífi, var ég
virkilega svona ungur þegar ég stóð á
eigin fótum?“
„Þegar þú ert ungur þá ertu sak
laus, þú skilur ekki til fulls þær vondu
aðstæður sem þú ert í,“ segir Sara.
„Já, og kannski er það betra,“ seg
ir Mats. „Já, þú sérð ekki það vonda,
ert enn haldin þeirri gáfu að sjá undur
lífsins,“ bætir Sara við.
„Ég hafði líka markmið, ég held
það hafi bjargað mér. Það var eitthvað
mikilvægara í lífi mínu en að djamma.
Mig langaði til að skrifa, verða blaða
maður eða rithöfundur,“ segir Mats.
„Ég á líka svolítið í Önnu Kar
in,“ segir Sara. Hún segist hafa verið
utan garðs og gengið vel í skóla. „Þess
vegna á ég líka mikið í Minoo,“ seg
ir hún. „Það á ég líka,“ segir Mats. „Ég
átti þó alltaf það að vera góður í skóla.“
Samstarfið eins og ástarsamband
Mats hefur áður skrifað skáldsög
ur fyrir fullorðna, og Sara hefur áður
skrifað kvikmyndahandrit. Samstarf
þeirra hefur tekist frábærlega að eig
in sögn.
Þegar þau hittust gerðu þau sér
strax grein fyrir því að þau þyrftu að
vinna saman. Þau líkja samstarfinu
við hið fullkomna ástarsamband.
„Við hittumst nokkrum sinnum
og ræddum um hugmyndir okkar,
tókum síðan ákvörðun um að vinna
saman. Hann hafði ekki lesið neitt
sem ég hafði skrifað, þannig að mér
fannst alveg ótrúlegt að hann skyldi
vilja skrifa bók með mér,“ segir Sara.
„Hún var einfaldlega með svo frá
bærar hugmyndir, segir Mats. Hann
hefði alveg getað stolið þeim bara og
sleppt því að vinna með mér,“ segir
Sara í gamni sínu.
„Nei, ég held að við höfum verið
blinduð af ást,“ segir Mats og skell
ir upp úr. Hann á þó ekki við róm
antíska ást, heldur ást þeirra á hug
myndum hvors annars.
Þau fengu að heyra að samstarf
tveggja rithöfunda væri dæmt til að
mistakast og yrði erfitt. „Við trúðum
því aldrei og það varð ekki. Samstarf
okkar hefur verið algjör draumur og
vinátta okkar enn betri,“ segir Mats.
„Sem rithöfundar erum við parið
sem fluttumst strax inn saman og
eignaðist börn og buru,“ segir Sara og
hlær og á við að bækurnar séu börn
in þeirra.
„Nú eigum við tvö börn sem við
þurfum að ala upp og það þriðja á
leiðinni,“ segir Mats og þau skella
bæði upp úr og segjast vona að orð
þeirra verði ekki misskilin. Sara er
enda hamingjusamlega gift.
Innbyrða mikið magn af lakkrís
„Við vorum mjög fegin þegar fyrsta
bókin kom út og samstarfið var enn
gott. Það hefði verið skelfilegt ef það
hefði soðið upp úr á milli okkar og
tvær bækur eftir að skrifa, segir Mats.
„Já, hefði forlagið borgað sálfræði
meðferðina fyrir okkur?“ segir Sara
og hlær.
Þau segja lítið hafa komið sér á
óvart við samstarfið annað en vel
gengnin. „Jú, segir Mats og fær hug
ljómun. „Hvað við gátum innbyrt
mikið af lakkrís. Við innbyrðum alltaf
ómannlegt magn af lakkrís þegar við
erum að lesa yfir!“ n
„Ég held að við höf-
um verið blinduð
af ást,“ segir Mats og
skellir upp úr. Hann á þó
ekki við rómantíska ást,
heldur ást þeirra á hug-
myndum hvors annars.
Líkja samstarfinu við ástarsamband „Ég held
að við höfum verið blinduð af ást,“ segir Mats og skellir
upp úr. Hann á þó ekki við rómantíska ást, heldur ást
þeirra á hugmyndum hvors annars. MYND EYþór ÁrNaSoN
Skrýtnir náungar Á sýningunni ferðast leikhúsgestir um leikhúsið og meðal viðkomu-
staða eru Kristalssalurinn, leikhúsloftið og leikhúskjallarinn.