Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 17. desember 2012 Mánudagur Karim Benzema bestur annað árið í röð n Einvalalið velur besta knattspyrnumann Frakklands Þ að er sóknarmaður Real Madrid, Karim Benzema, sem hlýtur heiðurinn besti knattspyrnumaður Frakk­ lands árið 2012 samkvæmt úr­ skurði dómnefndar France Foot­ ball, en tilkynnt var um valið um helgina. Allir geta tekið þátt í valinu en sérstök dómnefnd velur svo þá sem flest atkvæðin fá frá almenn­ ingi. Engir aukvisar eru nefndar­ menn þar á bæ heldur skipa dóm­ nefndina Michel Platini, Zinedine Zidane, Laurent Blanc og Lillian Thuram, svo einhverjir séu nefndir. Benzema fékk samtals 109 atkvæði en næstur honum kom Franck Ribery með 101 atkvæði. Hugo Lloris, markvörður Totten­ ham, varð þriðji og Olivier Giraud hjá Arsenal fjórði. Valið kemur kannski spánskt fyrir sjónir enda ekki svo langt síðan Benzema komst varla í byrj­ unarlið Real Madrid. Ekki hefur hann beint blómstrað í framlínu liðsins í vetur og aðeins skorað átta mörk í 22 leikjum. Hann hefur hins vegar skilað ellefu stoðsendingum á félaga sína. Þó Giraud hafi endrum og sinnum sýnt fína takta hefur hann engan veginn staðið undir væntingum hjá Arsenal og er alveg óhætt að setja spurningarmerki við franska boltann ef hann er talinn vera sá fjórði besti í landinu. En lík­ lega er tekið mið af spilamennsku hans í treyju Montpellier á síðustu leiktíð þar sem hann fór vissulega á kostum. n Til varnar Wenger Þetta eru erfiðir dagar hjá stjóra Arsenal Arsené Wenger. Liðinu gengur illa og síðustu vikurnar hafa aðdáendur liðsins, í fyrsta sinn frá komu Wengers, reglu­ lega krafist afsagnar hans. Aðr­ ir vilja þó hafa Wenger áfram og einn þeirra er George Graham sem þjálfaði liðið lengi og tryggði liðinu titilinn 1989 og 1991. Hann segir Wenger aðeins þurfa meiri tíma og þá muni allt smella. Reynsluleysi hjá Arsenal Spánverjinn Santi Cazorla hef­ ur verið frábær allt keppnis­ tímabilið í ensku úrvals­ deildinni með Arsenal og ein allra bestu kaupin í deildinni fyrir vertíðina. Aðspurður um slæmt gengi síns liðs sagði hann ástæðuna í raun aðeins eina: reynsluleysi. Sé það rétt hjá þeim spænska fer því fjarri að auðvelt sé að ráða þar bót á og það verður ekki gert á nokkrum æfingum í viku. David Villa órólegur Það er ótrúlega sjaldgæft miðað við fjölda stórgóðra leikmanna Barcelona að heyra kvartanir úr þeim herbúðum en spænskir miðl­ ar segja þó minnst einn leikmann orðinn órólegan með fáa leiki. Það er sóknarmaðurinn David Villa sem ekki alls fyrir löngu þótt sá allra besti á Spáni ásamt Fernando Torres. Kappinn hefur fengið til­ tölulega fáa leiki eftir að hann snéri aftur úr meiðslum og fær varla mik­ ið meira meðan liðinu gengur jafn vel og raun ber vitni. Breskir fjöl­ miðlar segja forráðamenn Chelsea hafa áhuga að kaupa kappann en óvíst er hvort hann sé til sölu. Allt að gerast hjá City Nýbirtur ársreikningur Man chester City sýnir að þrátt fyrir gríðarlegt tap er rekstur félagsins á réttri leið. Tapið 2011 nam aðeins 97 millj­ ónum punda í stað 197 milljóna punda árið áður. Tapið er helmingi minna en góðu fréttirnar eru að tekist hefur að tvöfalda veltu fé­ lagsins á sama tíma. Allt þetta er í takti við áætlanir eigenda liðsins sem hugðust eyða miklu fé í leik­ mannakaup í upphafi en í kjölfarið átti klúbburinn meira og minna að fara að reka sig sjálfur. Enn er þó einhver tími í að það gangi eftir. Þ etta átti að vera klippt og skorið og hreint formsatriði fyrir besta knattspyrnulið Evrópu. Raunin varð önn­ ur og í stað þess að stjörn­ um prýtt lið Chelsea bætti góð­ um titli í safnið urðu það leikmenn brasilíska liðsins Corinthians sem stigu sigur dans eftir 1–0 sigur í úr­ slitaleiknum. Ástríðulítið vafstur Chelsea, með hvern snillinginn á fætur öðrum í sínum röðum, virt­ ist spila þennan mikilvæga leik eins og hvern annan æfingaleik og var áberandi skortur á áræðni og ástríðu hjá leikmönnum þess. Enginn var að spila eins og hann hefði gaman af eða vildi vinna sig­ ur á andstæðingnum og hampa titli. Þessu var öfugt farið hjá leik­ mönnum brasilíska liðsins strax frá fyrstu mínútu og það sem Brassana vantaði í getu samanborið við stór­ stjörnur enska liðsins bættu þeir upp með vilja. 50/50 Það segir sína sögu um gæði leiks hinna bláklæddu að aðeins fjórum sinnum ógnuðu þeir marki þeirra brasilísku. Brassarnir aftur á móti áttu níu skot á ramma Petr Cech, markvarðar Chelsea. Engu að síður voru bæði lið nákvæmlega jafnmikið með knöttinn. Sigurmarkið kom á 69. mínútu þegar Paulo Guerrero skallaði bolt­ ann í netið framhjá þremur varnar­ mönnum. Guerrero þessi hefur einmitt vakið áhuga enskra félagsliða og verið orðaður við Arsenal meðal annars. Sigurinn var verðskuldaður. Það lið hafði betur sem var hungraðra og þannig á það að vera. Rafa í tjóninu Þessi úrslitaleikur hefði að líkindum gert lífið bærilegra fyrir nýjan þjálfara Chelsea, Spánverjann Rafa Benítez, hefði lið hans farið með sigur af hólmi. Karlinum hefur ekki beint verið tekið opnum örmum af stuðningsmönnum liðsins frá því að hann var ráðinn tímabundið í þjálf­ arastarfið í stað Robertos di Matteo. Titill í safnið hefði gert marga sátt­ ari við karlinn en í staðinn heldur sorgarsaga hans með liðið áfram og í þokkabót er Chelsea fyrsta félags­ liðið síðan 2006 sem tekst ekki að vinna þennan titil eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu. Ekki bætir úr skák að Chelsea varð einnig nýlega fyrsta liðið í Meistaradeildinni til að falla út eftir riðlakeppni leiktíðina eftir að liðið hampaði titli í sömu keppni. Þá er enn ótalinn slælegur árangur liðsins undir stjórn Benítez í ensku úrvals­ deildinni. En hvort sem menn eru stuðn­ ingsmenn Chelsea eður ei þá verður því ekki mótmælt að ferill Benítez er skrambi góður og hann þekktari fyrir að kveikja neista hjá liðum sem kannski búa ekki yfir heimsklassa leikmönnum. Hann gerði stórfína hluti með spænska liðið Valencia áður en hann tók við þjálfarastöðu hjá Liverpool þar sem hann gerði það lið að Evrópumeisturum á met­ tíma. Hvorugt þessara félagsliða hafði yfir álíka frábærum mannskap að ráða og Benítez gerir nú hjá Chelsea. Kannski er það vandamálið. Hann ræður ekki við stórlið. n Blús á Blús ofan Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is n Chelsea tapaði úrslitaleik félagsliða n Er Benítez alveg búinn að missa það? Jæja, allir hressir? Leikmenn Chelsea stóðu stjarfir eftir að hafa, þvert á spár, tapað úrslitaleik í heimsmeistara­ keppni félagsliða gegn Corinthians. Sambadans og bros á vör Brasilíska liðið Corinthians er heimsmeistari félags­ liða árið 2012 Sigurvegarar í HM félagsliða 2000 Corinthians 2005 Sao Paulo 2006 Internacional 2007 AC Milan 2008 Manchester United 2009 Barcelona 2010 Inter Milan 2011 Barcelona 2012 Corinthians Besti knattspyrnumaður Frakklands Benzema þykir fremstur jafningja annað árið í röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.