Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 17. desember 2012 F áir einstaklingar hafa lagt jafn mikið af mörkum til þess að opna umræður um málefni geðsjúkra og bandarísk kona að nafni Kay Redfield Jamison. Kay er prófessor í sálfræði við John Hopkins-háskólann í Banda- ríkjunum og í dag er enn helst vitn- aði í hana í umfjöllun um málefni geðsjúkra og þá sérstaklega geð- hvarfasjúkra í fjölmiðlum á Vestur- löndum. Kay hefur gefið út tvær bækur um geðhvarfasýki: An unquiet mind – a memoir of moods and madness sem geymir æviminningar hennar og uppgjör við sjúkdóminn og Touched by fire sem byggir á rannsóknum Kay á náðargáfu listamanna sem hafa þjáðst af geðhvarfasýki og lýsir tengslum náðargáfu og geðhvarfa- sýki en fjölmargir af þekktustu og mestu listamönnum síðari tíma hafa þjáðst af geðhvarfasýki og í þeim hópi eru til að mynda rithöfundarnir Ernest Hemingway, Sylvia Plath og Virginia Woolf. Opinskáar æviminningar Kay opnuðu á sínum tíma mjög um- ræður um málefni geðsjúkra. Í bók- inni lýsir hún baráttu sinni við geð- hvarfasýkina og er bókin merkileg að mörgu leyti. Í fyrsta lagi vegna þess að hún er skrifuð af lækni sem er prófessor við einn þekktasta háskóla heims og í öðru lagi vegna lýsinga hennar á sjúkdómnum og upplifun hennar og tilfinningum í glímunni við sjúkdóminn. Lýsingar Kay á fordómum og þekkingarleysi samfélagsins höfðu djúpstæð áhrif á umræðu um mál- efni geðsjúkra víða um heim. Og lýs- ingar hennar á tilfinningum og upp- lifun hafa gagnast aðstandendum til skilningsauka. „Ég er orðin þreytt á feluleiknum; þreytt á fyrirhöfninni; þreytt á hræsn- inni og þreytt á að haga mér eins og ég hefði eitthvað að fela,“ sagði Kay svo eftirminnilega um frásögn sína. n kristjana@dv.is Þreyttist á feluleiknum n Frásögnin hafði djúpstæð áhrif Mikilvæg umræða Kay hefur gefið út tvær bækur um geðhvarfasýki og báðar hafa valdið straumhvörfum. Fordómar gagnvart geðsjúkum algengir P áli Matthíassyni, fram- kvæmdastjóra geðdeildar Landspítalans, finnst mikil- vægt að geðsjúkir geti leitað á einn stað til upphaflegs mats og greiningar þegar þeir veikj- ast. „Þegar um bráðveikt fólk er að ræða sem þarf hjálp þá er því sinnt strax. Fólk er velkomið á Bráðamót- töku geðsviðs í Geðdeildarhúsinu á Hringbraut frá hádegi til klukkan 19.00 á kvöldin og frá 13–17 um helgar. Á öðrum tímum getur fólk leitað á Bráðamóttöku LSH í Foss- vogi. Þar er geðlæknir á bakvakt en biðin getur orðið aðeins lengri. Ef mat aðstandenda er að einhver þurfi nauðsynlega hjálp, en sá einstakling- ur neitar, þá er hægt að hafa samband við Bráðamóttöku geðsviðs varðandi ráð. Hins vegar er það vakt lækninga- forstjóra Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins (kallað vakt borgarlæknis fyrrum) sem sinnir vitjunum og mati á því hvort rétt sé að flytja einstak- linginn til nánara mats á geðdeild. Hins vegar er rétt að leggja áherslu á að þvinganir skila til lengri tíma yfir- leitt ekki árangri og reynt er í lengstu lög að komast hjá því að beita nauð- ungarinnlögn. Ef til slíks þarf að grípa þá er það aðeins ef líf og heilsa við- komandi eða annarra er í hættu. Lög- ræðislögin skapa ramma um slíkt og þvingunum er miklu minna beitt hér- lendis en tíðkast í öðrum löndum, reynt er að ná sátt við fólk um leiðir.“ Sérstakt teymi í þróun „Úrræði að loknu mati eru fjölmörg og of langt að telja upp en aðal atriðið að fólk geti leitað á einn stað til upp- haflegs mats og greiningar,“ segir Páll. Jafnframt bendir hann á að þegar ekki er um bráðavanda að ræða sé eðlilegt að leita fyrst á heilsugæslu- stöð viðkomandi varðandi úrræði og þaðan er málinu síðan vísað áfram ef þörf krefur. Hann nefnir að einmitt nú sé að hefjast þróunarvinna á göngudeild Geðsviðs LSH til að byggja upp sér- stakt teymi fyrir fólk með geðhvörf. „Þar að auki er á vegum geðsviðs LSH sérstakt teymi til staðar fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi, en þar á meðal er fólk með byrjandi geð- hvörf,“ segir Páll. Samfélagsgeðþjónusta í uppbyggingu Spurður um framtíðarsýn í með- höndlun geðsjúkra segir Páll að það vandasamt verk. Sú sýn sé miklu víð- tækari en svo að hægt sé að greina frá henni í stuttu máli. Hún byggi hins vegar að miklu leyti á stefnumótun sem geðsvið LSH og fjöldi aðila úr notendasamtökum og velferðar- þjónustu landsins unnu í júní 2009 og sem vel gengur að útfæra. „Í stuttu máli þá eru grunn- atriðin sem til grundvallar liggja þau að þróa geðheilbrigðisþjón- ustu í nær umhverfi fólks. Efla þarf heilsugæsluna þannig að hún geti sinnt einfaldari málum sem best og hafi aðgang að viðtalsmeðferð. Sér- hæfð geðheilbrigðisþjónusta, fyrst og fremst á vegum geðsviðs LSH en einnig annarra, sinnir flóknari mál- um. Sú þjónusta fer samt, eftir því sem kostur er, fram utan stofnana og í nærumhverfi. Efla þarf sam- starf og byggja brýr á milli geðsviðs LSH og heilsugæslunnar og einnig byggja upp samfélagsgeðþjónustu. Samvinna og samstarf heilsugæslu, félagsþjónustu og geðheilbrigðis- þjónustu er svo algert lykilatriði, því vandi fólks með geðrænan vanda liggur oft á mörkum heilbrigðisþjón- ustu og félagsþjónustu og ekki not- endunum í hag að skilja þar á milli. Málefnaleg umræða dregur úr fordómum En skyldi skorta fleiri og fjölbreytt- ari úrræði? Og ef svo er, hverjar eru þá leiðirnar að þeim? „Já,“ seg- ir Páll. „Það má alltaf gera betur. Uppbygging almennari þjónustu í nærumhverfi með greiða leið að sérhæfðari þekkingu og sérhæfðum teymum er lykilatriði þarna. Að þörf fólks fyrir þjónustu og þjónustan sem í boði er passi saman, að kerfin vinni saman þannig að fólk upplifi samfellda þjónustu sem hjálpar með þann vanda sem fólk á við að stríða, hvers eðlis sem hann kann að vera.“ Páll telur uppbyggilega og gagn- rýna umræðu mikilvæga því fordóm- ar séu geysialgengir. „Uppbyggileg umræða, eftirfylgd og aðhald með að þjónustan sé í lagi skiptir miklu máli. Málefnaleg, jákvæð – en gagnrýnin – umræða dregur úr fordómum og eykur þekkingu fólks á geðsjúkdóm- um, en fordómar eru geysialgengir og sem betur fer er næstum alltaf hægt að hjálpa mjög mikið.“ n n Páll Matthíasson segir umræðu vinna gegn fordómum Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is „Umræða dregur úr fordómum og eykur þekkingu fólks á geðsjúkdómum, en for- dómar eru geysialgengir. Talið er að eitt prósent þjóðarinnar sé með geðhvörf en þau skiptast í fjóra flokka; geðhvörf I, geðhvörf II, hverfilyndi (cyclothymia) og geðhvörf ekki nánar tilgreind. Geðhvörf kallast það þegar manneskja sveiflast milli oflætis og þunglyndis, geðhæðar og geðlægðar. Sumir fá eingöngu einkenni oflætis. Sjúkdómurinn hamlar oft getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til ranghugmynda. Algengast er að ungt fólki fái geðhvörf. Það er einstaklingsbundið hversu langur tími líður milli geðhæðar og lægðar og hafa þar utanaðkomandi þættir eins og lyfjameðferð og umhverfisaðstæður líka áhrif. Oft er sagt að sjúkdómurinn sé algengur meðal einstaklinga með frjótt og kraftmikið ímyndunarafl, til dæmis meðal framkvæmda- og listafólks og stundum hefur sjúkdómurinn verið kallaður „listamannasjúkdómurinn“. Er það meðal annars vegna þess að í geðhæðum fær fólk aukinn innblástur og kraft í sköpun sína en oft getur sá hugs- anastormur feykt fólki yfir landamæri raunveruleikans. Sjálfvígshlutfall meðal geðhvarfasjúkra er mjög hátt eða 18 prósent. n Geðhvörf I er það form geðhvarfa sem einkennast af gríðarlegum oflætissveiflum sem oft standa lengi yfir, en þunglyndissveiflurnar eru ekki mjög djúpar. Fólk með þessa tegund af geðhvörfum setur hvað mestan svip á sjúkdóminn og gefur honum andlit. Þetta eru einstaklingarnir sem í oflætinu eru ósigrandi og búa yfir óþrjótandi orku til að sigra heiminn. Þeir svífa um í hæðstu hæðum oflætisins. Iðulega þarf að leggja fólk með geðhvörf I inn á geðdeildir í langan tíma til að ná því niður úr oflætinu, sem oft hefur varað lengi og hefur jafnvel valdið líkamlegu tjóni. n Geðhvörf II er annað birtingar- form á geðhvörfum sem lýsa sér með meira og langvarandi þunglyndi en hjá fólki með geðhvörf I. Inn á milli upplifa þessir einstaklingar stutt og oft væg oflætistímabil. Tímabil sem vara 3–15 daga. Þetta fólk er oft ranglega greint taugaveiklað eða með persónuleika- röskun. n Geðhvörf III er svolítill jaðarhópur. Hér er um að ræða fólk sem er oft þung- lynt og er á þunglyndislyfjum eða í raf- meðferð sem kemur því í oflætisástand. Stundum geta jafnvel steralyf eins og kortisón komið fólki upp í geðhæð eða oflæti. Einnig getur fólk sem er ranglega greint þunglynt og sett er á þunglyndislyf skotist upp í oflæti. Þessir einstaklingar eru flokkaðir með geðhvörf III. n hverfIlyndI (cyclothymia). Í þessum flokki eru þeir sem kallast „rapid cyclers“. Þeir sem fá vægar og örar geðsveiflur. Þetta er fólkið sem fær oft frábærar hugmyndir, byrjar á stórum verkefnum af krafti en klárar þau aldrei. Fólkið sem þarf stöðugt að vera á ferðinni. Fólkið sem kemur geysimiklu í verk á skömmum tíma en dettur svo niður inn á milli, án þess þó nokkurn tímann að missa dómgreind eða upplifa slæmt þunglyndi eða sturlunarkennt of- læti. Þessir einstaklingar eru oft ranglega greindir með persónuleikatruflanir. n Blandað áStand (mixed states). Margir sérfræðingar lýsa þessum blönduðu geðhvörfum sem „ör- væntingarfullum kvíða“. Þunglyndi með einstaka hugarflugi oflætis inn á milli. Geðsveiflurnar eru svo örar að einkenni þeirra birtast með mjög skömmu millibili í hegðun. Ef sveiflurnar vara skemur en tvær vikur er viðkomandi í blönduðu ástandi. (persona.is: Héðinn Unnsteinsson) Fjögur stig geðhvarfa Fjölmargir hafa stigið fram og sagt frá því að þeir séu með sjúkdóminn í von um að opna á umræðuna um hann. n Þar á meðal er Högni Egilsson söngv- ari hljómsveitarinnar Hjaltalín sem var í viðtali við Fréttatímann á föstudaginn. Þar sagði Högni: „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta.“ Hann hlaut mikið lof fyrir en fjölmargir þökkuðu honum fyrir að stíga fram og opna á umræðuna. „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki. Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið,“ sagði Högni í viðtalinu. „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum er kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur mig.“ Harpa Einarsdóttir fatahönnuður hefur líka sagt frá því að hún sé með geðhvörf, bæði í viðtali við Nýtt Líf og DV. Þar sagð- ist hún hafa lært að lifa með sveiflunum og að þær hjálpi henni við sköpun. „Það getur verið gaman að fara í uppsveiflu þótt það sé ekki gaman að fallinu. Ég er einhvern veginn búin að ná þannig tökum á því að ég fer bara upp en ég er búin að ná að taka þessa toppa af og nýti frekar orkuna á jákvæðan hátt. Ég fer ekki of langt niður og ekki of langt upp. Bestu listamennirnir og hönnuðirnir eru allir pínu klikkaðir og pottþétt allir með ein- hvers konar maníu eða þunglyndi,“ sagði hún í viðtali við DV á síðasta ári. n Ljóðskáldið Bragi Páll sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði greinst með geðhvarfasýki sem hefði haft áhrif á vinnu hans við ljóðabókina Fullkomin ljóðabók. „Undir lok vinnunnar með BA-verkefnið greindist ég með geðhvarfasýki, fór upp í mikla maníu og í kjölfarið í mikið þunglyndi þannig að það var mikill óróleiki í lífi mínu,“ sagði hann og sagði mega lesa á ljóðunum í hvernig ástandi hann var þegar þau voru ort, í maníu eða þunglyndi eða á lyfjum. Opna á umræðuna Frægir með geðhvörf Þessir einstaklingar eiga það sameigin- legt að hafa annaðhvort sagt frá því að þeir séu með geðhvörf eða eru taldir hafa haft þau: Russel Brand, Kurt Cobain, Robert Downey Jr., Carrie Fisher, Stephen Fry, Macy Gray, Linda Hamilton, Ernest Hemingway, Demi Lovato, Sinéad O‘Connor, Florence Nightingale, Axl Rose, Nina Simone, Frank Sinatra, Ted Turner, Jean-Claude Van Damme, Mark Vonneg- ut, Amy Winehouse, Virginia Woolf, Brian Wilson, Vincent van Gogh, Catherine Zeta-Jones.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.