Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 17. desember 2012 Mánudagur Blúsar sig í gegnum lífið H vernig fylgir maður eft­ ir góðri búgíplötu? Skúli mennski sýnir okkur það með því að gefa út hörku blúsplötu. Í fyrra gaf Skúli mennski út plötuna Búgí ásamt hljóm­ sveitinni Grjóti, þar sem gleðin, kynþokkinn og nostalgían voru í fyrirrúmi. Hér er hann ásamt hljóm­ sveitinni Þungri byrði með plötuna Blúsinn í fangið. Upptökur fóru fram í mötuneyti fiskvinnslunnar Arctic Odda í ágúst síðastliðnum á Flateyri. Blúsinn er vand­ meðfarið tónlistarform. Það get­ ur í raun hver sem er flutt það en það þarf hæfileikamenn til að gera það almennilega. Það vant­ ar ekki hæfileikana á þessari plötu og eru menn alls ekki fastir í feni einhæfninnar líkt og oft vill verða þegar menn reyna við blúsinn. Hér er passað upp það með fjölbreytt­ um útsetningum og innihaldsríkri textagerð, sem er ein af sterkustu hliðum Skúla. Það er ákveðin þráður í gegnum plötuna. Skúli byrjar að segja okkur frá því í laginu Brottför þegar hann flytur frá Ísafirði, hvar hann ólst upp. Þar á eftir fáum við að kynnast einmanaleikanum, ástinni, tilvist­ arkreppum, baráttunni við Bakkus og betri tímum. Hann endar loks plötuna á því að segja okkur frá heimferðinni aftur á Ísafjörð. Lagið Þessir kossar er eitt það allra besta á plötunni. Skjálfandi skilvitablús og Hallelúja Amen gefa Þessum kossum lítið eftir. Þetta eru lög sem menn ættu að tékka á ef þeir hafa ekki heyrt í Skúla áður. Platan er þó þannig uppsett að hún virkar best sem heild. Flýtur mjög vel í gegn og heldur manni forvitnum. Dugnaður Skúla er eftirtektar­ verður. Þetta er þriðja platan hans á þremur árum og virðist hann fara létt með að hrista góða tónlist fram úr erminni. Skellið ykkur á eintak ef þið viljið hlusta á vandaðan og inni­ haldsríkan blús. n n Aðstandendur Lemúrsins skrifuðu Svörtu bókina n Sannar hryllingssögur Í þessari bók eru tuttugu stuttar hryllingssögur. Sumar alveg viður­ styggilegar. En þetta er alls ekk­ ert skáldverk því þessar sögur eru dagsannar, sem gerir þær enn óhugnanlegri fyrir vikið, held ég,“ segir Helgi Hrafn Guðmundsson, blaðamaður og höfundur Svörtu bókarinnar ásamt Veru Illugadóttur. Þau Helgi Hrafn og Vera hafa getið sér gott orð fyrir skrif um furðuleg atvik úr mannkynssögunni, fyrst í Skakka turninum, en síðar á vefritið Lemúrinn sem þau settu í samein­ ingu á stofn í fyrra. Þrátt fyrir að vera búsett hvort sínum megin á hnettin­ um, Helgi í Argentínu og Vera í Svíþjóð, segja þau samstarfið ganga vel. „Það er allt hægt á netinu.“ Maðurinn mesta skrímslið Hryllingssögurnar í Svörtu bókinni eru sumar hverjar í anda þess sem lesend­ ur Lemúrsins ættu þegar að vera farnir að þekkja. „Sögurnar eru úr mjög mörgum áttum, við fjöllum til dæmis um hræðilega vonda ungverska greifynju á sextándu öld sem talin er ein versta kona mannkynssögunnar, útrýmingarbúðir Japana í síðari heimsstyrjöldinni og franska hersveit sem stundaði fjöldamorð í Afríku á nýlendutímanum,“ segir Helgi Hrafn. Hann tekur fram að þó að textarnir séu líklega dálítið fjörlega skrifaðir, þá fjalli bókin um alvarleg málefni. „Svarta bókin fjallar fyrst og fremst um þá hræðilegu staðreynd að maðurinn er versta dýr jarðar, mesta skrímslið. Okkur finnst að sú staðreynd megi ekki gleymast og að það sé því nauðsynlegt fyrir manninn að horfa í spegil og líta ekki framhjá því að hann er mun verri en dýr á borð við górillur og eiturslöngur, sem okkur er svo tamt að líta á sem vondar ófreskjur.“ Kemur vonandi á óvart Vera bætir því þó við að ekki séu allar sögurnar um manninn. „Ein sagan er til dæmis um grimmileg mannætuljón sem tókst um stund að hindra framgang breska heimsveld­ isins. Dýrin geta líka verið slæm, þó maðurinn sé verstur,“ segir hún til að gæta sannmælis. Aðspurð hvernig þau hafi valið efni í bókina segir Vera: „Við reyndum að velja frásagnir og atburði sem ekki allir kannast við nú þegar, og von­ andi mun bókin koma á óvart. Þá eru sögurnar úr öllum heimshornum og frá öllum tímum, frá miðöldum og fram til nútímans.“ Mannkynssagan stútfull af hryllingi Hún segir að reyndar sé ekki erfitt að finna efni í svona bók. „Mannkyns­ sagan er annars svo stútfull af hryll­ ingi að maður þarf ekki að leita lengi til þess að finna efnivið. Sama hvar drepið er niður í sögubókum virðist maðurinn yfirleitt upptekin við að fremja grimmdarverk.“ Helgi bendir á að þau hafi lengi unnið saman og eigi því orðið gríðar­ legt safn af efni. „Við Vera unnum saman á tímaritinu Skakka turnin­ um sem gefið var út fyrir nokkrum árum og fyrir um ári stofnuðum við vefritið Lemúrinn. Við höfum því unnið saman í mörg ár og safnað að okkur ýmsum sögum og hér er úrval af hræðilegustu hryllingssögunum.“ „Þetta er skemmtilegt“ Þegar þau eru spurð út í Lemúr­ inn og hvers vegna þau hafi farið út í það að stofna vefritið segir Helgi: „Við stofnuðum Lemúrinn því okkur fannst vanta vefsíðu á íslensku fyrir almenning um sögu og menningu og forvitnilega hluti.“ Vera tekur undir og bætir við að þeim hafi þótt íslenskir netheimar nokkuð einsleitir. „Það vantaði eitt­ hvað annað en eintóma pólitík og blogg. Svo langaði okkur bara að halda áfram að skrifa eitthvað af þessu tagi, þó svo að Skakki turninn hafi lagt upp laupana.“ Hún tekur þó fram að Lemúr­ inn sé þeim ekki tekjulind. „Þó vel­ gegni Lemúrsins sé vonum framar græðum við ekkert á síðunni – við erum að þessu því þetta er skemmti­ legt.“ n „Viðurstyggileg- asta bók ársins“ Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Skrifa frá Argentínu og Svíþjóð Helgi Hrafn Guðmundsson býr í Buenos Aires í Argentínu en Vera Ill- ugadóttir í Svíþjóð. Saman skrifuðu þau Svörtu bókina sem kom út núna fyrir jólin. Flýtur mjög vel í gegn Lagið Þessir koss- ar er eitt það besta á plötunni hans Skúla. Blúsinn í fangið Listamaður: Skúli mennski Útgefandi: Skúli mennski Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Tónlist Jólamyndir í bíó 2012 Hverjar verða jólamyndir kvik­ myndahúsanna? Þar kennir ýmissa grasa bæði fyrir börn og fullorðna. Sagan af Pí Sagan af Pí, sem gerð er eftir met­ sölubók Yanns Martel og segir sögu af ungum Indverja, Piscine „Pi“ Patel, sem lendir í heldur bet­ ur óvenjulegum aðstæðum úti á rúmsjó er ein stærsta jólamyndin í ár. Það er Ang Lee sem heldur um taumana en myndin hefur fengið frábæra dóma og þykir mikið meistaraverk, ekki bara leikstjórnin og sagan heldur kvik­ myndagerðin öll, þar með talin tónlistin, kvikmyndunin, sviðs­ setningin og einstakar tækni­ brellurnar. Myndin er í þrívídd og mikið sjónarspil. Þetta er ein af þeim sögum sem menn héldu að væri varla hægt að kvikmynda, en það hefur nú rækilega ver­ ið afsannað og er myndin talin nokkuð örugg með Óskarsverð­ launatilnefningu á næsta ári. Hobbitinn Mynd Peters Jackson um Hobbitann hefur ekki fengið jafn góða dóma og Sagan af Pí en þykir þó afbragðsgóð stórmynd. Nú er það hobbitinn, Bilbó Baggi, sem er í aðalhlutverki og ævintýraför hans til hins forna konungsríkis Erebor gerð skil. Hér hittir Bilbó lærimeist­ ara sinn og verndara, Gandald, og dvergana sem eru undir stjórn hins mikla stríðsmanns Þorins. Nóg er af ævintýralegum upp­ ákomum í för þeirra og á vegi þeirra verður að sjálfsögðu Gollrir og djásnið hans. Goðsagnirnar fimm Í annarri af tveimur jólamyndum fyrir börn þetta árið koma við sögu flestar hetjur barnasagna, Frosti, páskakanínan, tannálfurinn og jólasveinninn og sameinast öll í baráttunni við hið illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.