Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn
M
ér þykir vænt um RÚV. Sér
staklega þykir mér vænt um
útvarpsstöðina Rás 1 sem í
gegnum tíðina hefur boðið
upp á þætti eins og Víðsjá,
Spegilinn, Orð skulu standa, Andrarím
ur – hverjum datt í hug að hætta með
þann þátt? – og fleira góðmeti. Svo eru
sjónvarpsfréttirnar fastur liður í tilver
unni. Flestir Íslendingar hafa einhverja
skoðun á RÚV, góða eða slæma, en lík
legt er hún sé yfirleitt fremur jákvæð.
Þjóðin hefur alist upp við þægilegan
og heimilislegan niðinn frá lesna efn
inu í útvarpinu, talmálinu í fréttunum
og hinum ýmsu þáttum. Þegar ég loka
augunum og fer á hundavaði yfir líf mitt
í huganum er ég ekki frá því að ég heyri
vinalegan óminn frá Rás 1 undir ein
hverju minningarbroti þar sem mamma
var að kalla á mig í mat.
Að þessu sögðu þá tel ég hins vegar
að fréttastofa RÚV hafi um langt skeið
verið á villigötum í áherslum sínum í
fréttaflutningi af innlendum málum.
Ástæðan fyrir þessu er sú að afar tak
markaðar sjálfstæðar rannsóknir og
athuganir á þjóðfélagsmálunum eru
stundaðar á fréttastofunni: Ekki er gert
mikið af því að kafa undir yfirborðið.
Orðið „rannsóknarblaðamennska“ er
stundum notað til að lýsa þess kon
ar fréttaflutningi þar sem reynt er að
afhjúpa mál, kryfja þau með gagnrýnum
hætti og opinbera áður óþekktan sann
leika. Rannsóknarblaðamennska snýst
um að reyna að segja eitthvað sem ekki
hefur verið sagt, hið ókunna og ósagða.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
voru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir skort á
slíkum krítískum, dýpri fréttaflutningi
og að þeir hefðu í of miklum mæli látið
mata sig á upplýsingum frá hagsmuna
aðilum.
Fjölmiðlar hafa vissu samfélagslegu
hlutverki að gegna sem snýst meðal
annars um miðlun upplýsinga til al
mennings – það kann fréttastofa RÚV
– og að sýna stjórnmálamönnum og
viðskiptalífinu aðhald með gagnrýnni
umfjöllun. Umfjöllun af síðari gerðinni
getur verið óþægileg og leitt til illinda og
kallar á annars konar vinnubrögð, sjálf
stæðari og krítískari en helber „miðlun
upplýsinga“. Þess konar fréttaflutningur
er nauðsynlegur á öllum almennilegum
fréttastofum, sérstaklega þegar þær
eru reknar fyrir almannafé eins og
fréttastofa RÚV. Besta og erfiðasta
blaðamennskan er slík rannsóknar
blaðamennska en ekki ógagnrýnin
miðl un upplýsinga af blaðamannafund
um, úr fréttatilkynningum eða endur
spilun á skoðunum þingmanna um til
tekin mál. En þá þarf líka að leggja sig
eftir henni.
Viðkvæðið á fréttastofu RÚV er hins
vegar „traust“, enda mælist hún langefst í
könnunum um traustið sem almenning
ur ber til íslenskra fjölmiðla líkt og meðal
annars kom fram í könnun MMR í síðustu
viku. Fréttastofan stendur vörð um þetta
traust og stærir sig af því: Hvaða einstak
lingur, fyrirtæki, stofnun eða lögaðili vill
ekki njóta trausts í augum annarra?
En þetta traust RÚV er hins vegar
dýru verði keypt því fyrir vikið þá virð
ist fréttastofan ekki hafa áhuga á að
sinna erfiðum málum og afhjúpunum
um neikvæðum þætti íslensks samfé
lags. Ástæðan er líklega sú að gagnrýn
inn og ágengur fréttaflutningur er í eðli
sínu erfiðari, viðkvæmari og hættu
legri en „miðlun upplýsinga“. Í gagn
rýnum fréttaflutningi um eitthvað sem
ekki liggur fyrir og sem erfitt getur verið
að afla upplýsinga um, þar sem miklir
hagsmunir einstaklinga og lögaðila geta
verið í húfi, eru fréttastofur líklegri til að
misstíga sig en þegar þær miðla fyrir
liggjandi upplýsingum, sjálfsögðum
staðreyndum sem allir aðrir fréttamiðl
ar segja líka frá eða skoðunum þing
manna. Fréttastofa RÚV virðist ekki
vilja taka þessa áhættu, ef marka má
fréttastefnu stofnunarinnar. Fyrir vikið
nær fréttastofan ekki að sinna því hlut
verki sínu að vera ríkisrekið aðhaldsafl í
stjórnmála og viðskiptalífinu. „Traust“
RÚV bíður ekki skaða og helst hátt
því fréttastofan misstígur sig síður við
kranablaðamennsku og miðlun þekktra
upplýsinga.
Fréttastofa RÚV ætti að vera best til
þess fallin af öllum fjölmiðlum að sinna
þessu aðhaldshlutverki. Hún er ríkisrek
in og líkurnar á því að spilltir eigendur
misnoti hana í þágu sérhagsmuna eru
engar – líkt og við höfum til dæmis séð
á Morgunblaðinu síðastliðin ár, hún
ræður yfir miklum fjölda starfsmanna
og hefur aðgang að miklum fjármun
um á fjárlögum. Allar ytri aðstæður á
fréttastofu RÚV ættu að benda til þess
að hún ætti að vera leiðandi í „rann
sóknarblaðamennsku“ á Íslandi en í
stað þess einbeitir hún sér að langmestu
leyti að „traustri miðlun upplýsinga“.
Fjölmiðlar sem hafa það að stefnu
sinni að reyna að afhjúpa erfiða og nei
kvæða hluti í samfélaginu, spillingu og
annað slíkt, eru dæmdir til að misstíga
sig einhvern tímann. Þeir fjölmiðlar sem
reyna þetta ekki eru síður líklegir til að
misstíga sig og halda því trausti fólks
því mistökin eru færri af því tilraunirnar
til að segja nýjar fréttir, byggðar á sjálf
stæðum athugunum og mokstri undir
yfirborðinu, eru fáar.
Þetta stöðuga traust sem almenn
ingur hefur á fréttastofu RÚV breytir því
þó ekki að hún er ekki að sinna sínu að
haldshlutverki sem skyldi. Minna traust
í garð RÚV gæti einmitt bent til þess að
RÚV væri að sinna aðhaldshlutverki
sínu betur og væri því kannski fagnaðar
efni. Auðvitað er ekki samasemmerki á
milli þess að njóta minna trausts og að
stunda „rannsóknarblaðamennsku“ þar
sem reynt er að afla nýrrar afhjúpandi
þekkingar, með tilheyrandi neikvæðum
afleiðingum eins og mistökum og
minna trausti, en það geta verið tengsl
þar á milli. Að mínu mati þarf að breyta
þessu því fréttastofu RÚV ber að sinna
þessu hlutverki sínu sem skyldi. Ef sú
breyting kemur ekki að innan, til dæm
is frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra eða
Óðni Jónssyni fréttastjóra, ætti ríkis
valdið að grípa inn í til hins betra. Slíkt
væri gott fyrir samfélagið: Að alveg sama
hvernig ári í samfélaginu, og alveg sama
hversu margir auð eða stjórnmála
menn hafi keypt sér fjölmiðil til að sinna
hagsmunagæslu, þá væri RÚV „traust
ur“ en líka ágengur, gagnrýninn og af
hjúpandi fasti í íslenskri fréttaflóru.
Ólafur til umba
n Ásta Sigrún Helgadóttir,
umboðsmaður skuldara, var
ekki ánægð með málflutn
ing þeirra
Ólafs Ísleifs-
sonar og
Ólafs Arnar-
sonar í Bítinu
á Bylgjunni í
síðustu viku.
Nafnarnir
hraunuðu þar yfir emb
ætti umboðsmanns fyrir að
sinna skjólstæðingum illa
og setja þá í hlekki. Í kjöl
farið mætti Ásta í viðtal þar
sem hún lýsti þekkingarleysi
nafnanna á umfjöllunar
efninu. Bauð hún þeim
í framhaldinu að koma í
heimsókn til að hægt væri
að fræða þá um embættið
og skyldur þess.
Skuldugur umbi
n Umboðsmaður skuldara
er í nokkrum rekstrarvanda
þar sem um 240 milljóna
króna gat er hjá embættinu.
Ásta Sigrún Helgadóttir átti í
vanda með að svara ágeng
um spurningum Heimis
Karlssonar í Bítinu. Færðist
forstöðumaðurinn undan
því að svara efnislega en
sagði að málið væri flókið og
erfitt að útskýra. Til þess ber
að líta að umboðsmaðurinn
mun eiga betra með að setja
sig í spor skjólstæðinga
sinna þegar staðan er svona.
Silkihanskar
n Jón Ásgeir Jóhannesson
athafnamaður er ekki í öf
undsverðri stöðu nú þegar
hann hefur
verið ákærð
ur í svoköll
uðu Aur
ummáli.
Gangi áform
saksóknara
eftir blasir
við honum allt að sex ára
fangelsi. Fjölmiðlum hef
ur gengið illa að fá við
brögð hins ákærða sem er
með með skrifstofu hjá 365
miðlum. Þar á bæ tókst að
eins Þórði Snæ Júlíussyni,
blaðamanni Fréttablaðsins,
að kreista út nokkur orð frá
„eigandanum“ til að setja
inn í silkimjúka umfjöll
un sína.
Steingrímur
skapvondur
n Steingrímur J. Sigfússon,
ráðherra og oddviti VG,
hefur verið viðskotaillur
að undan
förnu. Þetta
mátti glöggt
sjá þegar
hann mætti
Gylfa Arn-
björnssyni,
forseta ASÍ,
og hraunaði yfir hann. Inn
an VG er fullyrt að þyngst
hafi undir fæti hjá Stein
grími eftir að Björn Valur
Gíslason fór í bjarmalands
för sína til Reykjavíkur og
lagði til atlögu við valkyrj
urnar Katrínu Jakobsdóttur
og Svandísi Svavarsdóttur.
Björn Valur tapaði stórt og
Steingrími er kennt um.
Hann hefur líklega aldrei
verið umdeildari innan
flokks.
Ég er
vongóð
Ég verð að lifa með
þessum mistökum
Ragna Erlendsdóttir vonast til að fá dætur sínar aftur. – DV
Dýrkeypt traust RÚV
Á
formað er að hefja olíuleit á út
hafinu norðan við Ísland. Olíuleit
krefst vandaðs undirbúnings og
ýtrustu aðgæslu í umhverfismál
um. Það er alls óvíst hvort olía finnist
á Drekasvæðinu og líklegast eru ára
tugir í að vinnsla þar gæti hafist, ef leitin
ber á annað borð árangur. Rannsóknir
þarf að undirbúa af kostgæfni, því ef
rannsóknarborun hittir á lind byrjar
olían strax að streyma. Fyrirætlanirnar
krefjast þess að við íhugum kosti okkar
vandlega og undirbúum framtíðina af
fullri ábyrgð og með hagsmuni komandi
kynslóða og lífríkisins alls að leiðarljósi.
Við þurfum líka að spyrja okkur
gagnrýninna spurninga. Viljum við
verða olíuvinnsluþjóð? Viljum við taka
áhættu af mengunarslysi sem gæti orðið
á kostnað fiskimiðanna okkar? Viljum
við mótsögnina sem fylgir því að skipa
okkur í fremstu röð þeirra sem vilja
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
vegna jarðaefnaeldsneytis og á sama
tíma standa fyrir leit að því?
Þversögn í loftslagsmálum
Augu manna beinast í auknum mæli að
olíulindum á norðurslóðum, þar sem
þær verða sífellt aðgengilegri vegna
bráðnunar íss, sem orsakast einmitt
fyrst og fremst af hlýnun vegna brennslu
jarðefnaeldsneytis. Með öðrum orðum:
Afleiðingar alvarlegra loftslagsbreytinga
af mannavöldum ýta undir kapphlaup
til að ná í afganginn af eldsneytinu sem
orsakar þær. Þessi þversögn er sláandi
og má spyrja hvort ekki sé ástæða til að
staldra við þess vegna.
Eitt mikilvægasta verkefni samtím
ans er að ná tökum á loftslagsvandan
um og búa svo í haginn að hægt sé að
svara orkueftirspurn framtíðarinnar
sem mest með orku sem unnt er að nýta
á sjálfbæran hátt. Vilja Íslendingar verða
olíuþjóð og eiga þar með á hættu að
missa sérstöðuna sem við höfum skap
að okkur í orkumálum?
Mengun og áhætta fyrir lífríki
Fleiri ástæður eru til þess að fara var
lega við olíuborun á norðurslóðum.
Þar eru sérstaklega mikilvæg varúðar
sjónarmið í ljósi þeirra hagsmuna sem
Ísland á varðandi lífríki og hreinleika
hafsins. Aðstæður eru erfiðar, þar sem
ógn stafar af hafís og óblíðu veðurfari.
Slysið í Mexíkóflóa árið 2010, þegar olía
lak stjórnlaust úr lind neðansjávar í þrjá
mánuði, er mönnum í fersku minni.
Sambærilegt slys á norðurslóðum hefði
enn alvarlegri afleiðingar. Lífríkið er við
kvæmara og veruleg hætta er á að olían
mengi hafís, sem myndi dreifa henni
víða og lengi.
Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn
þess að fyrirbyggja slík slys í hafinu við
Ísland. Lífríki hafsins er helsta fjöregg
okkar Íslendinga og olíuslys myndi
greiða okkur gríðarlegt högg. Ef boranir
verða í augsýn eftir einhver ár eða ára
tugi þarf að stórefla viðbúnað hér til að
tryggja eins og hægt er að þær valdi ekki
tjóni.
Heilbrigður vöxtur reynist best
Brýnt er að huga vel að umhverfismál
um áður en borað er eftir olíu við Ís
landsstrendur. Það er líka ástæða til að
minna á að stórbrotin áform eru eitt og
varanleg velferð annað. Auðvelt er að
vera ginnkeyptur fyrir skyndilausnum í
risapakkningum. Um þetta eru dæmin
mörg. Hröð uppbygging stóriðju á árun
um fyrir hrun skapaði einhver störf, en
með miklum kostnaði fyrir um hverfið
og gífurlegri skuldsetningu orkufyrir
tækja, sem enn kemur niður á sveitar
félögum og almenningi.
Á Íslandi er uppbygging. Upp
bygging eftir hrun sýnir að vel er hægt
að ná viðspyrnu án stórkarlalegra og
skuldsettra framkvæmda af því tagi.
Hún er ekki tilkomin vegna þess að við
höfum hitt á einhverja töfralausn til
að taka við af bankabólunni. Þúsundir
Íslendinga hafa lagt sitt af mörkum
með því að finna og nýta sér tækifæri í
ferðaþjónustu, hugbúnaðargerð, fisk
eldi, skapandi greinum og fjölmörgum
öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hefur
fundið sér viðspyrnu í efnahagslegum
endurreisnaraðgerðum stjórnvalda eftir
hrunið, sem sannarlega er ekki að fullu
lokið. Atvinnuleysi fer minnkandi og
grænum vaxtarsprotum fjölgar.
Heilbrigður vöxtur á fjölbreyttum
grunni hefur alltaf reynst affarasælli en
skyndilausnirnar.
Viljum við vera olíuþjóð?
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 17. desember 2012 Mánudagur
Kjallari
Svandís
Svavarsdóttir
umhverfis- og auðlindaráðherra
„Auðvelt er að
vera ginnkeypt-
ur fyrir skyndilausnum
í risapakkningum
Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra um þá ákvörðun að hækka laun forstjóra Landspítalans. – DV.is