Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 21
Þ
eir sem iðka af ástríðu þrek-
eða átaksíþróttir lifa ekkert
lengur eða betur en þeir sem
stunda rólegri dægradvöl á
borð við golf, skotfimi eða
krullu ef marka má niðurstöður
glænýrrar rannsóknar. Sú er birt
í jólahefti fagtímaritsins British
Medical Journal, BMI, en þar báru
vísindamenn saman lífslíkur topp-
íþróttamanna úr ýmsum greinum
sem allir áttu það sameiginlegt að
hafa tekið þátt á Ólympíuleikum á
árunum 1896 til 1936.
Allt er best í hófi
Niðurstöður þessarar rannsóknar
sem náði til rétt tæplega tíu þúsund
einstaklinga sem flestir voru yfir-
burðaíþróttamenn á sínum tíma,
sýna að þrek- eða þolíþróttir höfðu
ekki jákvæð áhrif á lífslíkur við-
komandi íþróttamanna. Með öðr-
um orðum; þeir sem kepptu reglu-
lega í líkamlega erfiðum íþróttum
á borð við hjólreiðar, maraþon eða
róður þar sem reynir mjög á hjarta-
og æðakerfi reyndust ekki lifa lengur
eða betur en hinir sem létu sér nægja
rólegri íþróttir sem lítið reyndu á þol
eða þrek.
Sífelld áreynsla eldir líkamann
Ein kenning vísindamannanna varð-
andi þessar merkilegu niðurstöður er
sú að mikil og ítrekuð áreynsla á lík-
ama fólks hefur oft og tíðum neikvæð
áhrif til lengri tíma. Púl er þannig
mjög jákvætt en aðeins í smærri
skömmtum svo líkami hvers og eins
nái að jafna sig að fullu. Það er ekki
hægt þegar fólk púlar hvern einasta
dag og keyrir líkamann eins hart
dag hvern og frekast er unnt. Slíkt
gerir ekki annað en valda skemmd-
um á líffærum sem sífellt verða fyrir
áreynslu án þess að fá næga hvíld
inn á milli. Slit og eða verkir vegna
slíks valdi því einmitt að toppíþrótta-
maður í hjólreiðum nýtur ekki lengra
eða betra lífs en áhugagolfarinn eða
skotfimimeistarinn.
Hvað með núið?
Margir eru eflaust sammála kenn-
ingu vísindamannanna enda mý-
mörg dæmi, fyrr og síðar, um íþrótta-
menn sem keyra sig út langt fyrir
tímann. Ekki þarf einu sinni að fara
út fyrir landsteinana til að vita að
margir toppíþróttamenn Íslands
meiðast oft og títt og á stundum
alvarlega. Merkilega oft, segja sumir,
með tilliti til að þeir eru í toppformi á
öllum sviðum líkamsræktar.
En spurningin vaknar engu að
síður um hvort niðurstöðurnar
eigi við um nútímafólk enda ýmis-
legt breyst á hundrað árum eða svo.
Bæði æfingar og aðstaða íþróttafólks
í dag sé snöggtum betri en hjá þeim
íþróttamönnum sem rannsókn BMI
náði til. Enn fremur séu nú til ýmis
efni sem aðstoða líkamann og ekki
síður sé læknisfræðin mun lengra á
veg komin en fyrir hundrað árum.
Rannsakendur telja niðurstöð-
urnar engu að síður eiga við enn
þann dag í dag og fjölmiðlar sem fjall-
að hafa um skýrslu þessa hafa bent á
að þetta sé nú ekki fyrsta stóra rann-
sóknin sem sýni að harðar íþróttir
sem reyna mikið á hjarta og æðakerfi
séu ekki endilega svo jákvæðar fyrir
fólk. Þvert á móti fjölgar rannsókn-
um sem sýna hið gagnstæða. n
Hreyfing góð,
en aðeins í hófi
Fréttir 21Mánudagur 17. desember 2012
Samskipti við frostmark
n Ekkert bólar á lausn í deilu eigenda og leikmanna í NHL-deildinni í íshokkí
Í
shokkíaðdáendur um heim allan
bíða nú eftir að samningar takist
milli eigenda og leikmanna í NHL-
deildinni vestanhafs sem er óum-
deilanlega sú besta í heimi. Lítið
sem ekkert þokast en leikmenn vilja
fá stærri hlut í tekjum liðanna en því
eru eigendur vitanlega mótfallnir.
Það eru aðdáendur sem tapa og
því fer fjarri að þetta sé í fyrsta skipti
sem deildin stöðvast vegna deilna
um laun og kjör leikmanna. Leik-
menn hafa farið í verkfall þríveg-
is síðustu tíu ár eða svo og heilu og
hálfu tímabilin farið fyrir lítið.
Vestanhafs gæla þeir bjartsýn-
ustu við að samkomulag náist fljót-
lega þannig að hægt verði að spila
hálft keppnistímabil eða svo. Slíkt
hefur verið gert áður og sumarið
svo notað til að leysa það sem út af
stendur.
Nú er þó meira kul en venjulega í
deildinni því sífellt færri áhorfendur
mæta á leiki í NHL-deildinni og við
það tapa eigendur en ekki leikmenn.
Ástæðan er ekki sögð sú að áhugi á
íshokkí sé í rénun heldur hitt að dýrt
er á leiki og þeir sem hafa áskrift og
stóran flatskjá heima fyrir fá miklu
betri sýn á leikinn en með því að vera
á staðnum. Meðalfjöldi upptöku-
véla á íshokkíleik vestanhafs eru 24
talsins eða mun fleiri en til dæmis á
helstu leikjum í knattspyrnu.
En samanþjappað keppnistímabil
er skrambi erfitt. Síðast þegar slíkt
gerðist þurftu liðin að spila sjö leiki
á fjórtán dögum og þvælast borga
á milli í millitíðinni. Slíkt mun gefa
liðum með yngri leikmenn ansi gott
forskot á hin sem samanstanda af
eldri leikmönnum og þreyttari.
albert@dv.is
Þol og þrek
Keppnishjólreiðar
eru taldar vera ein
erfiðasta íþróttagrein
heims en keppendur
lifa ekki endilega
lengur en hinir sem
ekki taka þátt í svo
erfiðu sporti.
Til samanburðar Kylfingurinn Greame
McDowell þarf ekki að reyna svo stíft á sig í
golfinu en mun lifa jafngóðu og löngu lífi og
þeir sem keppa í erfiðari íþróttum.
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar albert@dv.is
Ástralía út
af borðinu
Þrátt fyrir gylliboð mun David
Beckham ekki halda til Ástralíu
og leika knattspyrnu þar. Það hef-
ur milljarðamæringurinn og eig-
andi knattspyrnuliðsins Perth
Glory nú staðfest en sá reyndi
mikið að fá Beckham til að spila
og þjálfa lið sitt. Enn er alls óvíst
hvort knattspyrnukappinn mun
spila knattspyrnu annars staðar
eða hvort hann tekur að sér önnur
störf en hann hefur úr ýmsu að
velja. Þá þykja líkurnar á að hann
snúi aftur í enska boltann minnka
með hverjum deginum.
Xavi lýkur ferlin-
um hjá Barcelona
Formlega verður það ekki til-
kynnt fyrr en í þessari viku en
snillingurinn Xavi hefur ákveðið
að framlengja samning sinn
við Barcelona til ársins 2016.
Hann verður því 36 ára þegar sá
samningur rennur út og endar
því líklega glæstan feril sinn hjá
félaginu. Svo glæstan í raun að
hann er sá leikmaður liðsins
sem oftast hefur verið valinn í
byrjunarlið þess frá upphafi. Þá
standa yfir samninga viðræður
við aðra stjörnu liðsins, Leo
Messi, sem vill líka klæðast
peysu Barcelona næstu árin.
Lokað veski
hjá Tottenham
Andre-Villas Boas, þjálfari Totten-
ham, mun ekki fá mikla peninga
aukreitis til leikmannakaupa í
janúarglugganum að því er fram
kemur í enskum slúðurblöðum.
Eigendur liðsins telja hann þegar
hafa keypt nóg til að geta att kappi
við toppliðin í ensku úrvals-
deildinni. Með fullri virðingu fyrir
leikmönnum liðsins er það heldur
langsótt og sjálfur hefur Boas talað
um nauðsyn þess að næla í einn
sterkan framherja í viðbót.
n Lífslíkur eru þær sömu hjá maraþonhlaupurum og áhugakylfingum
Ekkert leikið enn
Allt í lamasessi í vinsæl-
ustu íshokkídeild heims
enn eina ferðina.
n Chelsea tapaði úrslitaleik félagsliða n Er Benítez alveg búinn að missa það?