Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Side 23
H ún er fyrsta og síðasta ástin mín, segir útvarps- og tónlistarmaðurinn Brynjar Már sem dvel- ur yfir sig ástfanginn á Flórída. Brynjar Már er kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Anna Christine Aclipen og er fædd árið 1984 í Bandaríkjunum. Faðir Önnu er filippseyskur og mamma hennar íslensk en Anna hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. „Við vorum saman fyrir átta árum og fundum hvort annað aftur fyrir stuttu,“ útskýrir Brynjar Már og bætir við að þau hafi hist fyrir tilviljun aftur en þau voru saman í tæpt ár síðast. „Það er bara allt við hana,“ segir hann þegar hann er inntur eftir því hvað við kærustuna hafi heillað. „Hún er yndisleg, skemmtileg, fal- leg og góð og með hlýtt hjarta. Við smellum saman eins og flís við rass,“ segir hann. Aðspurð tekur Anna Christine í sama streng þegar hún er spurð hvað það sé í fari Brynjars Más sem hún hafi fallið fyrir. „Hann er svo góður, hlýr, skemmtilegur og hreinskilinn. Við getum talað um allt. Hann er svo umhyggjusamur og yndislegur og ekki skemmir hvað hann er fjallmyndarlegur.“ Brynjar og Anna Christine ætla að verja jólunum á Flórída en fjöl- skylda Brynjars hefur búið ytra síð- ustu árin. „Ég vildi bara fara með elskunni minni til mömmu, pabba og systur minnar. Halda upp á af- mælið mitt og jólin. Og lífið!“ segir Brynjar Már og bætir við að þau séu einfaldlega að njóta lífsins saman. „Við erum bara að slaka á og njóta. Ætlum að leigja mótor- hjól, versla gjafir og hitt og þetta.“ Útvarpsþátturinn Magasín, sem Brynjar stjórnaði ásamt þeim Þór- halli Þórhallssyni og Ernu Dís, hef- ur nú verið lagður niður. Brynjar segir að það hafi vissulega verið vonbrigði að þátturinn hafi ekki gengið lengur. „Auðvitað. Þetta var mjög skemmtilegt tríó og frábær tími,“ segir Brynjar sem er þó enn með annan fótinn á FM957 þar sem hann er tónlistarstjóri og sér um Íslenska listann á Stöð 2. Í Magasín hrekkti tríóið oft land- ann í gegnum símann. Aðspurður segir Brynjar atvikið með breska hjúkrunarfræðinginn sem svipti sig lífi eftir að hafa verið gabbaður upp úr skónum af áströlsku út- varpsfólki sorglegt. „Það var alveg skelfileg, sama hvernig á það er litið. Hvort sem það er hrekknum að kenna eða ekki. Ég get bara ekki ímyndað mér hvernig er að standa í sporum útvarpsfólksins.“ Brynjar hefur einnig getið sér nafn sem tónlistarmaður. Hann gaf til að mynda út plötu árið 2007 og er að vinna að nýrri plötu sem kemur út á næsta ári. Enn fremur vann hann að tónlist með banda- ríska tónlistarmanninum A.J. McLean, einum meðlima hljóm- sveitarinnar The Backstreet Boys. Þótt Brynjar Már og Anna Christine hafi ekki verið lengi saman eru þau þegar farin að búa saman. „Það gerðist nánast strax. Það slitnar ekki slefið á milli okk- ar,“ segir Brynjar Már hlæjandi að lokum. n n Sprenglærðir fræðimenn lúta í lægra haldi Fara hamförum á „pöbbkviss“ F élagarnir Andri Ólafsson, fréttamaður á Stöð 2, og Val- ur Grettisson, blaðamaður á Vísi, fara þessa dagana ham- förum á pöbbkvissum bæjarins. Þeir voru nokkrir fræðimennirn- ir sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir þeim á bókakvissi í Iðu sem haldið var í vikunni vegna út- gáfu bókarinnar Í aldanna rás. Þá komu þeir, svöruðu og sigruðu á pöbbkvissi hjá félagi stjórnmála- fræðinga fyrr í vetur. Sprenglærð- ir stjórnmálafræðingar máttu ganga sneyptir frá borðinu eftir að fréttamennirnir höfðu tekið þá í gegn með svörin á reiðum hönd- um. Fólk 23Mánudagur 17. desember 2012 Með húðflúr til heiðurs pönki n Jón Gnarr lét flúra á sig merki pönksveitarinnar Crass n Húðflúrarinn mætti í Ráðhúsið J ón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkur, fékk sér húðflúr á skrif- stofu sinni í Ráðhúsi Reykja- víkur á föstudag. Hann fékk til sín Fjölni Geir Bragason til að flúra á sig merki bresku pönkhljómsveit- arinnar Crass á hægri handlegg. Á vinstri handlegg er Jón með húðflúr af skjaldarmerki Reykja- víkurborgar sem hann fékk sér fyrir tæpum tveimur árum. Þá vildi svo illa til að hann fékk heiftarlega sýk- ingu í húðflúrið, sýkingu sem var svo slæm að leggja þurfti hann inn á sjúkrahús. Borgarstjórinn hefur ekki látið það fæla sig frá því að heiðra pönk- ið og virtist bæði hæstánægður og heill heilsu í þetta skiptið. kristjana@dv.is Ástfangin Brynjar og Anna Christine ætla að vera á Flórída yfir jólin. „Það slitnar ekki slefið á milli okkar“ n Brynjar Már fann fyrstu ástina sína aftur „Staðlaðar einingar takk“ Svona gerist thegar upp-skriftir med hálfum „bolla“ og „sma“ volgu vatni eru notadar. Stadladar einingar, takk!“ segir fréttamaðurinn knái Sveinn Guðmarsson á Facebook-síðu sinni og deilir með vinum sínum afrakstri jólabakstursins. P jattrófan Margrét Gústavs- dóttir er að skipuleggja sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur í samstarfi við bar- dagaklúbbinn Mjölni. Sjálf hefur Margrét, sem er ein þeirra sem standa að vefsíðunni pjattrofur.is, lært sjálfsvörn í vetur og stendur nú í stórræðum við að koma fleiri konum á slík námskeið. Nám- skeiðin verða haldin þann 8. og 10. janúar og eru fyrir konur á öllum aldri. Síðast þegar Mjölnir hélt slíkt námskeið var yngsti þátttakandinn 14 ára en sá elsti yfir fimmtugt enda eru konur aldrei of gamlar til að læra að verja sig. indiana@dv.is Hæstánægður og heill heilsu Borgarstjórinn veiktist alvarlega eftir að hafa fengið sér húðflúr af skjaldarmerki borgarinnar. Á skrifstofunni Jón Gnarr er enginn venjulegur borgarstjóri og fékk Fjölni til sín á skrifstofuna. Pjattrófa skipuleggir sjálfsvarnarnámskeið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.