Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Blaðsíða 2
Ósigrandi og
svo djúp lægð
2 Fréttir 17. desember 2012 Mánudagur
n Marteinn hefur verið með geðhvörf frá 12 ára aldri
M
ér líður rosalega vel og
það er ekkert sem er ekki
framkvæmanlegt. Mað-
ur getur allt.“ Þannig lýsir
Marteinn Jakobsson því
hvernig honum líður þegar hann
er í uppsveiflu en hann hefur verið
með geðhvörf síðan hann var 12 ára.
Marteinn er 62 ára þannig að hann
þekkir sjúkdóminn vel enda hefur
hann lifað með honum alla tíð. Hjá
honum lýsir hann sér í uppsveiflum
og niðursveiflum sem standa yfir í
nokkrar vikur í senn.
Heyrði raddir
„Ég hef verið með þetta frá því ég var
tólf ára og var greindur þegar ég var
14 ára. Þá fékk ég lyf, liþíum. Ég var
bara alltaf upp og niður, öll unglings-
árin. Ég fór upp í mikla maníu, fékk
ranghugmyndir og heyrði raddir.
Þetta var óraunveruleikatilfinning
en samt gerði ég mér grein fyr-
ir því að þetta væri ekki eins og það
ætti að vera en gat ekkert gert í því,“
segir Marteinn. „Hjá mér var þetta
þannig að eftir tvítugt þá fór þetta
að verða svona reglulegt þannig að
ég var í jafnvægi á milli sveiflnanna
upp og niður. Það er hægt að segja
þetta þannig að ég hef verið í maníu
kannski tvisvar, þrisvar sinnum á
ári, kannski þrjár vikur í þunglyndi
þrisvar og svo tvær vikur í maníu
og jafnvægi hvort tveggja yfir árið,“
segir Marteinn. Hann hefur alla tíð
unnið þrátt fyrir sjúkdóminn. „Það
var ekkert annað í boði. Ég fór þetta
á hnefanum. Það var ekki annað til
umræðu. Ég kláraði gagnfræðaskól-
ann og var á sjó milli bekkja, byrj-
aði þegar ég var nýorðin þrettán ára.
Svo var ég tvö heil ár, var svo vél-
stjóri til sjós og að mestu leyti yfir-
vélstjóri. Þetta var rosabarátta, það
er ekki hægt að segja annað. Að vera
yfirmaður, með þunglyndi og þurfa
að berjast við það. Það er ekkert
auðvelt,“ segir hann. „Ég hef líka alla
tíð verið fjölskyldumaður. Við konan
kynntumst þegar við vorum tvítug og
eigum þrjá syni. Það kom því aldrei
neitt annað til greina. Það var aldrei
annað í boði en að standa sig í því
og sjá fyrir fjölskyldunni. Ég vissi að
ef ég legðist með tærnar upp í loft þá
gæti ég ekki séð fyrir fjölskyldunni og
að missa hana kom ekki til greina.“
Ósigrandi og svo djúp lægð
Hann lýsir uppsveiflutímunum
þannig að honum hafi fundist hann
ósigrandi og svo hafi í kjölfarið fylgt
djúp lægð. „Líðanin er mjög góð og
ég var þannig að ég fór á mikið flug
og eyddi peningum hægri, vinstri.
Eitt skiptið var það þannig að við
áttum skuldlausa íbúð í Reykjavík
og ætluðum að flytja austur á land
– austur á Eskifjörð. Ég byrja á því
að kaupa mér Benz og svo kaupi ég
stóran jeppa. Svo flytjum við austur
og þá vorum við búin að kaupa ein-
ingahús og byggjum það. Svo koma
timburmennirnir og þá fer ég niður
í mikið þunglyndi. Ég byrja á því að
selja jeppann, svo sel ég Benzinn,“
segir hann og segir það hafa verið
afar erfitt að takast á við þunglyndið
sem kom í kjölfarið. Fjölskyldan
þurfti að flytja aftur í bæinn vegna
þess að einn sonur þeirra þurfti á
læknisaðstoð að halda. „Við þurft-
um að kaupa íbúð í bænum og hún
kostaði einni milljón meira en við
fengum fyrir húsið. Þannig að þrátt
fyrir að hafa átt hina íbúðina skuld-
laust þá dugði hún ekki fyrir öllu
þessu.“
Fékk eitrun af lyfinu
Marteinn var á lyfinu liþíum við
geðhvörfunum þar til ársins 2006 en
hann segir það í raun ekki hafa haft
mikil áhrif, hann hafi samt fengið
miklar sveiflur. Hann fór reglulega
í blóðprufu til þess að fylgst væri
með magni liþíums í blóði hans.
Marteinn var sjómaður og þegar
hann fór að fara lengri túra á sjóinn
þá var ekki hægt að fylgjast jafnvel
með liþíummagni í blóði hans. „Svo
var ég farinn að sigla miklu meira
þannig að það var orðið óreglulegt
hvenær ég fór í blóðprufur. Ég var
farinn að vera hálft ár í burtu í einu.
Þá gat ég ekki farið í blóðprufu en
það þarf að gera að minnsta kosti
einu sinni í mánuði. Það sem gerð-
ist var að ég fékk eitrun af þessu lyfi
og veiktist mikið árið 2006. Ég fékk
líka blóðtappa og þurfti að hætta að
vinna. Það var mikið áfall fyrir mann
sem alltaf hefur unnið að geta það
ekki lengur.“
Hjálpar að miðla reynslu sinni
Í dag starfar hann sem sjálfboða-
liði hjá Hugarafli – samtökum sem
voru stofnuð af fólki sem hefur átt
við geðræna erfiðleika að stríða og
iðjuþjálfum með víðtæka reynslu
af geðheilbrigðismálum. Hann
segir það hjálpa sér mikið að vera í
Hugarafli. „Það eru ýmsir smáhóp-
ar sem eru hér og maður tekur þátt
í því. Þessi starfsemi gengur út á
það að efla einstaklinginn, allir eru
jafnir. Það er enginn sem er hærra
settur en annar. Það er gott að tala
um sína reynslu við fólk sem hefur
sömu reynslu og eins get ég miðlað
af minni reynslu.“
Hann segist þó enn fá sveiflur en
mismiklar og gerir sér fyllilega grein
fyrir þeim. „Í síðasta mánuði var ég
mjög hress og kátur og svo núna er
ég aðeins fyrir neðan strikið. Þessi
tími sem er að koma núna er sérstak-
lega erfiður tími fyrir yfirleitt alla sem
eru með einhverja geðröskun. Það
er mjög algengt. Í sumum tilfellum
er það myrkrið. Mér líður illa í enda
nóvember, byrjun desember og fram
í miðjan janúar þá léttist yfir mér, svo
fer mér að líða þegar vorar – fram í
miðjan júní og þá er þetta rosalega
fínt og gott. Þetta eru þessar árstíða-
bundnu sveiflur sem eru miklar hjá
mörgum,“ segir Marteinn.
„Geðhvörf eru rosalega misjöfn
eftir einstaklingum. Ég hef alltaf
þurft að taka lyf og er núna á lyfjum
sem koma í staðinn fyrir liþíumið og
mér líður bara ágætlega í dag þó að
ég fari enn í sveiflur.“ n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Ég fór þetta
á hnefanum
Lifir með sjúkdómnum Marteinn
hefur lært að lifa með geðhvörfum.
Hann segir þau lýsa sér í uppsveiflum og
niðursveiflum sem standa yfir í nokkrar
vikur í senn. Mynd sigtryggur ari
Falskt útkall
af Þorska-
fjarðarheiði
„Mayday, mayday, föst inni í bíl
upp á heiði.“ Nokkurn veginn
þannig hljómaði neyðarkall sem
barst björgunarsveitinni í Reyk-
hólahreppi á laugardaginn. Í kjöl-
farið heyrðust skruðningar en svo
heyrðist Þorskafjarðarheiði nefnd.
Eins og góðum björgunarsveitum
sæmir voru menn sendir upp á
heiðina, sem er ófær venjulegum
bílum, í ferð sem tók þrjá tíma.
Björgunarsveitarmenn úr Dag-
renningu á Hólmavík fóru upp
hinum megin og mættust sveitirn-
ar uppi án þess að hafa séð nokk-
ur ummerki mannaferða. Eftir að
hafa leitað af sér allan grun fóru
þeir til síns heima. Svo virðist sem
um falskt neyðarkall hafi verið að
ræða en fram kemur á vefnum
reykholar.is að gabb af þessu tagi
sé litið mjög alvarlegum augum.
Ekki hefur tekist að hafa hendur
í hári þeirra sem stóðu að baki
neyðarkallinu.
Vændur um
umboðssvik
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn
aðaleigenda Glitnis fyrir hrun,
er í ákæru í Aurum-málinu
svokallaða vændur um að hafa
tekið þátt í meintum umboðs-
svikum Lárusar Welding, fyrr-
verandi bankastjóra Glitnis,
og Magnúsar Arnar Arngríms-
sonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra bankans.
Sérstakur saksóknari fer
með málið en það verður þing-
fest í byrjun janúar. Hin meintu
umboðssvik voru framin í
tengslum við lán bankans til fé-
lagsins FS38.
Ákæran var gerð opinber á
sunnudag en auk þeirra þriggja
er Bjarni Jóhannesson ákærður
í málinu. Jón Ásgeir er til vara
vændur um hylmingu og til
þrautavara sakaður um peninga-
þvætti með því að hafa í krafti
áhrifa sinna beitt Lárus og Bjarna
þrýstingi til að veita félaginu
lánið – sex milljarða króna.
38 milljónir
króna í sekt
Eyjólfur Pétur Pálmason var í
Héraðs dómi Suðurnesja á fimmtu-
daginn dæmdur til að greiða 38
milljónir króna í sekt til ríkissjóðs
vegna stórfelldra skattalagabrota.
Hann var framkvæmdastjóri og
prókúruhafi Vélfangs, nú þrotabú
VF-45. Hann stóð ekki skil á virð-
isaukaskattskýrslu og staðgreiðslu
opinberra gjalda á tímabili eftir
hrun, þegar verulega fór að halla
undan fæti hjá fyrirtækinu. Fram
kemur að Vélfang hafi fram að því
oftar en einu sinni verið valið fyrir-
tæki ársins hjá VR. Arion banki sótti
málið en maðurinn þarf að greiða
upphæðina innan fjögurra vikna
eða sitja tæpt eitt ár í fangelsi. Hann
var að auki dæmdur í hálfs árs fang-
elsi en sleppur við fangavist ef hann
heldur skilorð næstu tvö árin.