Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Síða 2
2 | Fréttir 20. júní 2011 Mánudagur
Margrét Müller og Séra Ágúst Georg
kenndu í Landakotsskóla um árabil.
Samkvæmt heimildum blaðsins voru
þau elskendur en Margrét bjó í turni
Landakotsskóla frá því hún byrjaði
að kenna þar og allt til 1.september
árið 2008. Þá svipti hún sig lífi með
því að henda sér út um glugga á turn-
inum snemma morguns, rétt áður en
börn komu til skóla. Heimildir blaðs-
ins herma að hún hafi átt erfitt með
að jafna sig á fráfalli séra Georgs sem
lést þann 16.júní sama ár. Georg var
skólastjóri Landakotsskóla en Mar-
grét var kennari þar. Lögreglan og
fagráð kirkjunnar rannsaka þau bæði
vegna ásökunar um ofbeldi gagnvart
fyrrverandi nemanda við skólann.
Lengi hafa verið uppi sögusagnir um
að alvarlegt andlegt ofbeldi hafi einn-
ig þrifist af hálfu þeirra beggja í skóla-
starfinu. Frásagnir nokkurra fyrrver-
andi nemenda skólans staðfesta það.
Í júní árið 2005 fjallaði DV um
deilur innan Landakotsskóla sem
voru sagðar snúast um ástarsam-
band prestsins og kennslukonunn-
ar. Þá bjó Margrét enn á lofti skól-
ans þrátt fyrir að vera löngu hætt að
kenna við skólann. Bessí Jóhanns-
dóttir fyrrverandi aðstoðarskóla-
stjóri skólans hafði þá lagt það til að
hún flytti út þar sem hún væri hætt
að kenna auk þess sem hún væri
umdeild meðal kennara og nem-
enda við skólann. Bessí var sagt upp
störfum stuttu seinna og Margrét
fékk að búa áfram á loftinu.
Gróft andlegt ofbeldi
Andlega ofbeldið viðgekkst í skólan-
um, samkvæmt viðmælendum DV,
og nemendurnir tala um að margir
hafi vitað af því en ekkert hafi verið
að gert. „Hún niðurlægði oft nem-
endur fyrir framan alla, ákveðna
einstaklinga. Oft þá sem áttu erfitt
uppdráttar. Allir vissu hvernig hún
var en enginn gerði neitt,“ segir Vé-
steinn Valgarðsson fyrrverandi nem-
andi hennar og bætir við. „Hún hafði
greinilega ekki lært að kenna börn-
um og hafði sama og enga hæfileika
til þess. Hún helgaði kirkjunni allt
sitt ævistarf og var undir verndar-
væng kirkjunnar og þá sérstaklega
séra Georgs.“ Í samtali við blaðið
staðfesta margir fyrrverandi nem-
endur Landakotsskóla að þeir hafi
orðið fyrir grófu andlegu ofbeldi af
hálfu kennslukonunnar. Séra Georg
kom ekki oft fram í frásögnum nem-
endanna en hann er þó sagður hafa
haldið hlífiskildi yfir Margréti og stutt
andlega ofbeldið með því að láta það
óáreitt og með því í einhverjum til-
vikum að taka þátt í því.
Lagði börn í einelti
Viðmælendum blaðsins ber sam-
an um að hún hafi stundað það að
leggja nemendur, og oft þá sem áttu
erfitt af einhverjum sökum, í gróft
einelti. Hún niðurlægði þá fyrir
framan bekkjarfélagana og ól á ótta
hjá nemendunum. Flestir hræddust
hana og er henni lýst af fyrrverandi
nemendum sínum sem illmenni
sem gerði börnum lífið leitt. „Hún
átti sín uppáhöld. Sum börnin voru
gjörsamlega lögð í einelti meðan
önnur voru í uppáhaldi hjá henni,“
segir Grímur Jón Sigurðsson fyrrver-
andi nemi við Landakotsskóla. Ann-
ar fyrrverandi nemandi sem vill ekki
koma fram undir nafni vegna ótta við
fyrrverandi samnemendur sína sem
tóku þátt í að leggja hann í gróft ein-
elti ásamt Margréti og séra Georg,
tekur í sama streng. „Ég held þau
hafi bara ákveðið að sumir krakkar
ættu að komast áfram í lífinu og aðrir
ekki,“ segir nemandinn en hann varð
fyrir grófu andlegu ofbeldi af þeirra
hálfu alla sína barnaskólagöngu.
„Þau tóku mig oft úr röðinni og létu
hina labba fram hjá mér. Svona eins
og allir ættu að sjá að ég væri öðruvísi
en hinir. Ég fékk aldrei að vera með.
Enda féll ég aldrei inn í neina hópa,“
segir hann og augljóst er að það fær
mikið á að hann að tala um þetta.
Sumarbúðir frá helvíti
Á sumrin ráku þau sumarbúð-
ir í Rif túni. Þeir lýsa dvölinni þar
sem furðulegri og einn þeirra tal-
ar um algjört helvíti. Margrét hafi
leikið leiki til að niðurlægja krakk-
ana af einhverri furðulegri valdaþrá.
„Einn daginn mætti hún með fullt af
nammi, svo mikið að það hefði ver-
ið nóg fyrir alla. Síðan sagði hún yfir
hópinn að við fengjum nammi en
einhver þyrfti að fórna sér og fá ekki.
Sum börn tóku á það ráð að fórna sér
til að komast í náð hjá henni,“ segir
Grímur Jón og bætir við að þetta hafi
verið svo einkennileg hegðun og gott
dæmi um þá furðulegu valdaleiki
sem hún lék. Nafnlausi nemandinn
fór líka í sumarbúðirnar í Riftúni. Þar
tók við sama eineltið og hann fékk að
upplifa í skólanum. Þar leyfðu þau
honum og bróður hans ekki að leika
við hin börnin. Þeir áttu að vera ein-
ir. Eina nóttina var hann tekinn út og
látinn standa fyrir utan svefnskál-
ann alla nóttina svo hann héldi ekki
vöku fyrir krökkunum því hann var
að gráta. „Í Riftúni fengum við ekki
að vera nálægt hinum nema á nótt-
unni. Ég og bróðir minn máttum ekki
vera með hinum í leikjum. Það var
aldrei gefin nein ástæða. Við mátt-
um ekki vera með þeim, við áttum
bara að vera einir. Við máttum ekki
einu sinni vera saman ég og bróðir
minn. Við áttum bara að sitja þarna
hvor í sínu lagi.“ Hann segist aldrei
hafa fengið útskýringu á því af hverju
þeim var útskúfað. Þetta virtist bara
vera hrein illgirni af hálfu kennslu-
konunnar. Hún notaði ýmsar aðferð-
Presturinn Séra Georg er sagður hafa
tekið þátt í andlega ofbeldinu sem Margrét
beitti börnin. LjóSMyndaSafn ReykjavíkuR
vésteinn valgarðsson Segir alla hafa
vitað hvernig hún var en enginn hafi gert neitt.
einelti Grímur Jón segir Margréti hafa lagt
sum börn í gróft einelti.
n fyrrverandi nemendur við Landakotsskóla lýsa kennslukonunni Margréti Müller sem illmenni
sem lagði börn í einelti n Margrét fyrirfór sér með því að henda sér út um glugga á turninum
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Hún átti sín upp-
áhöld. Sum börnin
voru gjörsamlega lögð í
einelti meðan önnur voru
í uppáhaldi hjá henni,“
„Allir vissu hvernig hún
var en enginn gerði neitt“
Illmenni sem kvaldi börn Fyrrverandi nemendur Margrétar lýsa
henni sem vondri konu sem niðurlægði börn. LjóSMyndaSafn ReykjavíkuR