Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 20. júní 2011 Mánudagur Bílstjóri snarhemlaði þegar barn skreið út á veginn: Ungabarn á Miklubrautinni „Bíllinn sem var að keyra á undan mér snarstoppar og keyrir upp á kant­ inn. Ég var búinn að hægja vel á mér en þurfti samt að stoppa. Svo kipp­ ir hann upp litlu barni sem var nán­ ast komið út á Miklubrautina. Barnið var skríðandi og var örugglega und­ ir eins árs,“ segir Guðmundur Ágúst Karlsson en hann varð vitni að ótrú­ legum atburði á Miklubrautinni í síðustu viku. Þar rétt bjargaðist barn sem hafði skriðið frá þeim sem ann­ aðist það og var við það að skríða út á Miklubrautina þegar bílstjórinn óþekkti fyrir framan Guðmund stopp­ aði og bjargaði barninu, rétt í tæka tíð. Atvikið átti sér stað rétt fyrir neðan aðreinina frá Miklubrautinni og upp á Snorrabraut. „Svo sá ég hann bara kippa því upp og hlaupa með það að húsaröðinni þarna við. Þá sé ég að það kemur einhver ungur strákur og tekur við barninu. Það var alveg rosa­ legt að sjá þetta,“ segir Guðmundur sem var að vonum brugðið við atvik­ ið enda ljóst að mjög illa hefði getað farið ef bílstjórinn hefði ekki stoppað og barnið skriðið út á brautina. Vel fór þó í þetta skiptið en Guðmundur var á hraðferð og náði því ekki að stoppa og athuga hvers vegna barnið var statt þarna. „Það var þó örugglega búið að skríða einhverja vegalengd.“ viktoria@dv.is Eignarhaldsfélagið Keta sem var í eigu Dons McCarthy, stjórnarfor­ manns House of Fraser, hefur verið lýst gjaldþrota. Engar eignir fund­ ust í þrotabúinu en eini kröfuhafinn var Landsbankinn í Lúxemborg en lýstar kröfur námu 1.575 milljónum króna. Kemur þetta fram í Lögbirt­ ingablaðinu. Landsbankinn í Lúxemborg lán­ aði eignarhaldsfélaginu Keta 1.200 milljónir króna árið 2007 en á þeim tíma eignaðist Don McCarthy þriggja prósenta hlut í Baugi. Í ársreikning­ um Keta kemur fram að félagið hafi verið í eigu Caterala Trading Limit­ ed, félags Dons McCarthy sem skráð er á Kýpur. Einnig kemur þar fram að eina eign Keta hafi verið hlutur í félaginu Don McCarthy LLP. Bresk­ ir fjölmiðlar greindu frá því árið 2007 að Don McCarthy hefði á þeim tíma borgað 20 milljónir punda fyr­ ir þriggja prósenta hlut sinn í Baugi eða um 2,5 milljarða króna miðað við gengi pundsins gagnvart krónu árið 2007. Um helmingur af þeim kaupum virðist hafa verið fjármagn­ aður með 1.200 milljóna króna láni frá Landsbankanum í Lúxemborg. Samkvæmt hluthafalista Baugs árið 2008 var hlutur Dons McCarthy í fé­ laginu þá kominn í 7,5 prósent en þá fór Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen og náinn viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, líka með 7,5 prósenta hlut í Baugi. Í stjórnum félaga skilanefndar Keta, félag Dons McCarthy, bæt­ ist þar með í hóp með öðrum gjald­ þrota félögum hérlendis tengdum Baugi. Lýstar kröfur í þrotabú Baugs árið 2009 námu um 320 milljörðum króna og var Landsbankinn stærsti kröfuhafinn með um 100 milljarða króna kröfur. Þess má einnig geta að Keta var stofnað af Björgvini Narfa Ásgeirssyni, þáverandi starfsmanni Deloitte, en í skýrslu rannsóknar­ nefndar Alþingis kemur fram að Björgvin hafi komið að stofnun 71 eignarhaldsfélags á árunum 2003 til 2008. Þótt Don McCarthy skilji eftir sig nærri 1.600 milljóna króna gjald­ þrot vegna lána hjá Landsbankan­ um í Lúxemborg kemur það ekki í veg fyrir að hann starfi í dag sem stjórnarformaður House of Fraser (HOF) þar sem skilanefnd Lands­ bankans er stærsti hluthafinn með um 35 prósenta hlut. Don McCarthy fer þó sjálfur með 22 prósenta hlut í HOF. Aðrir hluthafar eru skilanefnd Glitnis sem fer með 14 prósenta hlut og Sir Tom Hunter sem á ellefu pró­ sent í HOF. Baugur yfirtók HOF árið 2006 með 47 milljarða króna yfirtöku­ tilboði í gegnum félagið Highland Acquisitions. Var yfirtakan fjármögn­ uð af Glitni og Halifax Bank of Scot­ land. Fór Baugur með 35 prósenta hlut í félaginu, FL Group 13,9 prósent en auk þess tóku aðrir minni fjárfest­ ar tengdir Baugi þátt í yfirtökunni. Don McCarthy er einnig stjórnar­ formaður í Aurum Holdings, stærstu skartgripakeðju Bretlands, en skila­ nefnd Landsbankans yfirtók 38 pró­ senta hlut eignarhaldsfélagsins BG Holding í Aurum árið 2009 þegar Baugur fór í þrot. Don McCarthy á sjálfur hlut í Aurum ásamt öðrum stjórnendum hjá félaginu en árið 2009 var skuldum eigenda félagsins breytt í hlutafé. Milljarðamæringur Árið 2008 mat breska blaðið Sunday Times eignir Dons McCarthy á 110 milljónir punda eða nærri 21 milljarð króna miðað við núverandi gengi. Ári seinna höfðu eignir hans lækk­ að í 90 milljónir punda eða tæplega 17 milljarða króna. Don McCarthy hagnaðist vel á því að selja hlut sinn í verslanakeðjunni Rubicon árið 2006 en þá yfirtók Mosaic Fashions félagið á um 320 milljónir punda sem þá námu um 43 milljörðum króna. Don McCarthy hefur lengi verið einn af nánustu viðskiptafélögum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en sam­ starf hans við Baug hófst árið 2004. DV sagði frá því í nóvember árið 2009 að Don McCarthy hygðist taka þátt í því að koma með um sjö til tíu millj­ arða króna sem nýtt hlutafé til eign­ arhaldsfélagins 1998 sem átti Haga ásamt þeim Malcolm Walker, for­ stjóra Iceland matvörukeðjunnar, og Sir Tom Hunter. Don McCarthy var hluthafi í Baugi með 7,5 pró­ senta hlut eins og áður kom fram og sat í stjórn félagsins og líka í stjórn dönsku félaganna Magasin du Nord og Illum sem voru í eigu Baugs. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Keta, félag Dons McCarthy, bætist þar með í hóp með öðr- um gjaldþrota félögum hérlendis tengdum Baugi. n Eignarhaldsfélagið Keta gjaldþrota n Í eigu Dons McCarthy, stjórnarformanns House of Fraser n 1.600 milljóna króna skuld hjá Landsbankanum í Lúxemborg Átti 7,5 prósent í Baugi Don McCarthy var náinn viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugs fyrir bankahrunið. Átti hann 7,5 prósenta hlut í Baugi áður en félagið fór í þrot árið 2009. FÉKK MILLJARÐ Í LÚX TIL AÐ KAUPA Í BAUGI St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 36-41 kr. 6.595 St. 36-41 kr. 5.895 St. 24-35 kr. .395 St. 41-46 kr. 6.795 Minna atvinnuleysi Atvinnuleysi mældist 7,4 prósent í maí síðastliðnum samkvæmt skrán­ ingu Vinnumálastofnunar og hefur ekki mælst minna í maímánuði frá því fyrir hrun árið 2008. Atvinnuleysi dróst saman frá fyrra mánuði í öllum landshlutum og fækkað hefur í hópi langtímaatvinnulausra. Í maí 2009 mældist atvinnuleysi 8,3 prósent og 8,7 prósent í maí 2009 en er nú 7,4 prósent. Atvinnuleysið í maí jafngildir því að um 12.550 manns hafi verið án atvinnu og hafði þeim þá fækkað um rúmlega 700 frá því í apríl. Atvinnu­ leysi er 7,7 prósent hjá körlum en 7,1 prósent hjá konum. Í maí voru um 7.990 manns sem skráðir höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og hafði fækkað um 355 í þeim hópi frá því í apríl. Þeir sem hafa verið án atvinnu leng­ ur en í eitt ár eru nú 4.725 og fækk­ aði um 75 frá fyrri mánuði. Vinnumálastofnun áætlar að at­ vinnuleysi haldi áfram að minnka í júní, meðal annars vegna árstíða­ bundinna áhrifa og verði á bilinu 6,7 til 7,1 prósent. Þetta kemur fram á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Skreið út á götu Þarna fór barnið út á Miklubraut. MynD SKjÁSKot aF ja.iS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.