Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Page 12
12 | Fréttir 20. júní 2011 Mánudagur Salt Investments ehf., eignarhalds- félag Róberts Wessman, var notað í tengslum við markaðsmisnotkun Sparisjóðabankans á árunum 2007– 2008. Sparisjóðabankinn þurfti að losa sig við bréf sem höfðu ver- ið í eigu þriggja stjórnenda bank- ans sem hættu störfum hjá bank- anum. Til þess fékk bankinn Salt Investments til að taka yfir þrjú eignarhaldsfélög stjórnenda Spari- sjóðabankans. Þar sem eignarhlutur stjórnendanna var um 5,6 prósent í bankanum var bankinn í vandræð- um með að taka sjálfur yfir hluta- bréfin. Bankinn hafði samt sem áður gert samning við stjórnendur bank- ans um að taka yfir bréfin við starfs- lok þeirra og þurfti því að koma bréf- unum í hendur annarra aðila. Tók félögin yfir Flétta Sparisjóðabankans gekk þannig fyrir sig að bankinn fékk eignarhaldsfélagið Salt Investments til að taka yfir félögin Breiðutanga ehf., Lagos ehf. og G-tveir ehf. Þetta gerði Salt Investments í gegnum fé- lagið Græna grósku ehf. Breiðu- tangi var upprunalega í eigu Finns Sveinbjörnssonar, fyrrverandi for- stjóra Sparisjóðabankans, Lagos í eigu Gunnars Svavarssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra fyrirtækja- sviðs Sparisjóðabankans, og G-tveir í eigu Hafdísar Karlsdóttur, fyrrver- andi framkvæmdastjóra rekstrar- sviðs bankans. Árni Harðarson, forstjóri Salt In- vestments, segir að Icebank hafi leit- að til Salt Investments og boðið fé- laginu að taka eignarhaldsfélögin þrjú yfir. „Í árslok 2007 verður hall- arbylting í Sparisjóðabankanum og Finnur og tveir framkvæmdastjórar fara frá. Bankinn gerir samning við þá um að hluti af þeirra starfslokum yrði að bankinn leysti félögin til sín. Á þeim tíma var svo sem ekki vitað hvert raunverulegt virði væri, bank- inn var ekki á markaði eða neitt slíkt. Bankinn kom til okkar og spurði hvort við hefðum áhuga á því að taka þessi félög yfir. Við skoðuðum þetta og sáum að lánin voru í félögunum sjálfum og við settum þessi þrjú fé- lög inn í Græna grósku,“ segir Árni um aðkomu félagsins að yfirtökunni. Engin raunveruleg áhætta var fyrir hendi af hálfu Salt Investments fyr- ir utan leiðindin ef illa færi, eins og Árni orðaði það. Geta ekki tapað Sparisjóðabankinn gerði samning við Salt Investments um forkaups- rétt á félögunum sem Salt Invest- ments tók yfir samkvæmt Árna: „Ef þeir vildu kaupa þetta til baka og það hefði orðið hækkun á bréfunum þá hefðum við alltaf fengið 20 pró- sent af hækkuninni. Það var einhver baktrygging sem þeir vildu hafa svo við myndum ekki græða of mikið á þessu. Það var ástæðan fyrir því að við samþykktum að gera þetta. Þetta var áhættulaust fyrir okkur og við myndum alltaf fá 20 prósent.“ Að- spurður hvort ekki mætti kalla um- rædd viðskipti áhættulaust veðmál af hálfu Salt Investments játar Árni því. Hann segir að eina neikvæða hlið viðskiptanna sé sú að Salt eigi þá félög sem fara í þrot og lendi með neikvætt eigið fé sem kemur inn í samstæðureikning Salt Investments. Ljóst var á þeim tíma er viðskipt- in fóru fram að ekki var auðvelt fyr- ir Sparisjóðabankann að losa sig við bréfin í bankanum sem voru í eigu stjórnenda hans. Bankinn þurfti að losna við bréfin og fékk því Salt til að taka yfir félögin sem voru skuld- sett fyrir svipaða fjárhæð og and- virði bréfanna. Sparisjóðabankinn var ekki skráður á markað á þess- um tíma en viðskipti með bréf bank- ans fóru fram á svokölluðum gráum markaði. Ljóst er að ef bankinn hefði reynt að losa sig við slíkt magn af eig- in bréfum á skömmum tíma hefðu bréf bankans lækkað allverulega í verði. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er sagt frá því að umrædd viðskipti hafi verið ákveðin hálfu ári áður en þau áttu sér stað. Nefndinni virðist hafa þótt þetta óeðlileg ráðstöfun en bankaráð Sparisjóðabankans sam- þykkti að lána Grænni grósku 26,3 milljónir til að kaupa eignarhalds- félögin. Að baki þeirri lánveitingu var engin önnur trygging en fyrr- greindur forkaupsréttur. Sýndarviðskipti Á sama tíma og Salt Investments tók yfir yfir félög þremenninganna þá keypti Salt Investments einnig eins prósents hlut í bankanum sem Sparisjóðabankinn hafði þurft að taka yfir frá Byr, kaupin voru fjár- mögnuð með láni frá Sparisjóða- bankanum samkvæmt rannsóknar- skýrslu Alþingis. Salt Investments var því búið að ná sér í 6,6 prósenta hlut í bankanum með yfirtöku einka- hlutafélaga og hlutnum frá Byr. Með þessu náði Sparisjóðabankinn að koma sér niður fyrir þau mörk sem hann mátti vera í hvað varðar eign á eigin hlutum. Sparisjóðabankinn mátti ekki eiga meira en 10 prósent af eigin hlutum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt heimildum DV vek- ur málið upp þá spurningu hvort ekki hafi verið um sýndarviðskipti að ræða sem gætu varðað við lög um markaðsmisnotkun. Salt In- vestments lagði ekki fram neitt eig- ið fé til að eignast 5,6 prósenta hlut í Sparisjóðabankanum. Ef hluturinn myndi hækka í verði þá var ljóst að Salt fengi 20 prósent af ágóðanum vegna hækkunar bréfanna. Á sama tíma var bankinn búinn að tryggja sig fyrir 80 prósent ágóðans við mögulega hækkun. Ef bréfin hækk- uðu væri Salt því í raun að fá þókn- un fyrir vörslu hlutabréfanna þar sem bankinn gat ekki átt þau sjálfur. Ef allt færi á versta veg myndi Salt aftur á móti ekki tapa neinum fjár- munum. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki gefið svör við einstökum málum þegar DV leitaði eftir viðbrögðum hans við þessari fléttu Sparisjóðabankans. „Almennt get ég sagt að við erum að skoða Sparisjóðabankann eins og öll hin föllnu fyrirtækin,“ sagði Gunnar sem gat hvorki staðfest né neitað hvort Fjármálaeftirlitið væri að skoða þetta tiltekna mál innan Sparisjóðabankans. Lán í Sparisjóði Keflavíkur Félögin þrjú Breiðutangi, Lagos og G-tveir sem Græn gróska tók yfir á sínum tíma voru öll úrskurð- uð gjaldþrota í maí. Breiðutangi og Lagos voru með lán hjá Sparisjóði Keflavíkur ásamt Salt Investments sem Fjármálaeftirlitið gerði athuga- semdir við í september 2008. Engin veð voru fyrir láninu til Salt Invest- ments en veðin að baki lánunum til Breiðutanga og Lagos voru talin verðlaus af Fjármálaeftirlitinu enda var um annan veðrétt að ræða í bréf- um Sparisjóðabankans. Breiðutangi var með 103 millj- óna króna lán hjá sparisjóðnum, La- gos 72 milljóna og Salt 301 milljónar króna lán. Samtals skuldaði því Salt Investments og félög í eigu Salt um 476 milljónir í Sparisjóði Keflavíkur í september 2008. Árni Harðarson segir það rétt að engin veð hafi upphaflega verið fyr- ir láninu til Salt en að það hafi ver- ið kallað eftir þeim skömmu síðar. Félagið hafi þá sett að veði hluta- bréf í Iceland Healthcare og kröfu Róberts Wessman á hendur Nova- tor. Árni áætlar að bréfin í Iceland Healthcare hafi verið metin á um 60 milljónir en krafa Róberts á hendur Novator hljóðar upp á tæpa fimm milljarða króna. Krafa Róberts er fyrir dómi þessa dagana en málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykja- víkur í maí en þeim úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar. Hæstiréttur úrskurðaði frávísunina ógilda í síð- ustu viku og verður málið því tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er farið yfir skuldastöðu Salt Invest- ments og tengdra félaga við íslenska bankakerfið. Þar kemur fram að Salt Investments auk níu annarra félaga skuldi Glitni, Straumi og Sparisjóða- bankanum yfir 29 milljarða króna. Þar á meðal eru umrædd félög; Græn gróska, Breiðutangi og Lagos. n Icebank lét Salt geyma bréf í bankanum n Salt lofað 20 prósentum af hagnaði við verðhækkun n Bankinn gat ekki sjálfur tekið yfir bréfin Félag Róberts notað í markaðsmisnotkun „Þetta var áhættu- laust fyrir okkur og við myndum alltaf fá 20 prósent. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Notað í markaðsmisnotkun Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessman tók yfir 5,6 prósenta hlut í Icebank án þess að leggja fram eina krónu í eigið fé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.