Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Page 15
Neytendur | 15Mánudagur 20. júní 2011
Með þurrkuðum jurtum má skreyta öskjur og kort:
Kynnumst flóru Íslands
Að safna og þurrka blóm og aðrar jurtir er hin
skemmtilegasta afþreying fyrir börn og full-
orðna. Með því að koma sér upp plöntubók með
þurrkuðum blómum, teikningum og upplýsing-
um kynnist maður flóru landsins á skemmtileg-
an hátt.
Á nattura.is segir að börnum þyki skemmti-
legt að meðhöndla blóm og blöð og það að
þekkja nöfnin á þeim gefi jurtunum aukið gildi.
Þar sem Íslendingar fara nú að flykkjast í ferða-
lög um landið er tilvalið að taka upp slíka iðju
og kynnast þar með íslenskum blómum og jurt-
um. Síðan er hægt að gera myndir úr jurtunum
sjálfum og skreyta öskjur og kort sér og öðrum
til gleði og yndisauka.
Á síðunni segir einnig að til að þurrka jurtir
þurfi að setja þær undir einhvers konar farg um
leið og þær hafa verið tíndar. Best sé að nota bók
eða bunka af dagblöðum og leggja svo þung-
an hlut ofan á þegar heim er komið. Hafa skal
í huga að ef notuð er bók við pressunina þá ætti
að velja bók sem manni er ekki annt um þar sem
vökvinn úr jurtunum gæti krullað upp síðurnar
í henni.
Sé maður hins vegar á ferðalagi er hægt að
vera með dagblaðabunka í skottinu og leggja
svo eitthvað af farangrinum ofan á bunkann.
Eins segir að gömul símaskrá geti komið sér vel
við blómaþurrkunina. Það sé einnig hægt að
kaupa handhægar og skemmtilegar jurtapress-
ur í blóma- og tómstundabúðum.
gunnhildur@dv.is
Þurrkuð blóm Auðvelt er að kynnast flóru Íslands með því að tína blóm og þurrka.
Glannarnir græða
vegna lánsveða í öðrum eignum
sem standa ekki að baki skuldinni.
Rætt hefur verið um að lífeyrissjóð-
ir standi í vegi fyrir því að vinda ofan
af skuldavanda landsmanna af því
að þeir vilji ekki gefa eftir lánsveð í
eignum.
Það eru þó ekki einungis þeir
sem fengu veð í öðrum eignum sem
falla utan við 110 prósenta leiðina.
Í þessum hópi eru einnig þeir sem
eiga aðrar eignir, svo sem sparifé eða
eignarhlut í bíl, því aðrar eignir fólks
geta skert leiðréttinguna. Í vissum
skilningi má því segja að 110 prósent
leiðin gagnist þeim best sem fóru
óvarlega fyrir hrun og eyddu um efni
fram. Þeir sem fóru hægar í neyslu
og eyðslu sitja nú í sumum tilvikum
eftir og fá enga aðstoð, þrátt fyrir að
þurfa á aðstoð að halda.
Þjónar eingöngu hagsmunum
bankanna
Aðspurður um tilgang greinargerð-
ar sinnar segir Þórður að hann hafi
einfaldlega viljað benda fólki á að
það væri augljóslega eingöngu ver-
ið að þjóna hagsmunum bankanna.
Fyrir lántakendur sé þessi leið jafn-
heimskuleg og að segja að allir rauð-
hærðir fái afskriftir af sínum lán-
um en aðrir ekki. Þessi leið hjálpi
mörgum ekkert, hvort sem þeir séu
í greiðsluerfiðleikum eða hafi orðið
fyrir tjóni.
„Þessi leið virkar þannig að ef
einhver er yfirveðsettur þá er bank-
inn í slæmri samningsstöðu og á á
hættu að lántaki hætti einfaldlega að
borga. Ef hann er undirveðsettur þá
er alltaf til einhver eign sem bank-
inn getur yfirtekið. Það má því segja
að það séu meiri líkur á því að það
sé verið að taka eignir af þeim sem
áttu einhvern pening í eignunum á
sínum tíma.“
Fólk tapar miklum peningum
Þórður segist efast um að fólk geri
sér grein fyrir því hve miklum pen-
ingum það sé að tapa í dag. Með
jafngreiðslulánum og verðtryggingu
leggist vextir ofan á lánið og fólk sé
í raun ekki að borga þá strax. Það fái
sjálfkrafa lán fyrir vöxtunum. Þegar
vextir fari svo upp úr öllu valdi við
verðbólguskot líkt og í fyrra, dugi
afborgunin ekki til að greiða nið-
ur vextina. „Þú færð sjálfkrafa frek-
ari lán og bankinn er í raun að búa
til peninga úr engu. Það má kalla
þetta væntingarpeninga þar sem
þeir byggjast á þeim væntingum að
manneskjan muni einhvern tíma
vinna sér inn pening til að borga af
láninu.“
Þórður segir að fólk verði fyrir
mun meiri skaða en það finni fyrir
í buddunni. Þegar þetta fólk komist
síðan á eftirlaun og ætli að fara að
lifa lífinu komi í ljós að það skuldi
meira í íbúðinni en það hélt. „Þrátt
fyrir að vera búið að greiða af íbúð-
inni alla ævi þá kemur í ljós að það
eru kannski fimm til tíu ár eftir af af-
borgunum sem eru himinháar. Fólk
mun þá sjá að það getur engan veg-
inn staðið undir þessum afborgun-
um með eftirlaunagreiðslunum og
þá er ekkert annað í stöðunni en að
bankinn taki íbúðina yfir. Ég tel að
það séu fjölmörg mál sem fari svona,
að bankinn eignist húsnæðið í fram-
tíðinni út af þessu verðbólguskoti.“
Óteljandi dæmi
Þórður telur að verðtryggingin sé
sökudólgur í þessu máli. Hún kalli á
verðbólgu sem leiði til þess að höf-
uðstóll lána hækki. Verðbólgan bíti
því í skottið á sér og hægt sé að líkja
þessu við spíral sem endar aldrei.
Það sem sé þó alvarlegast sé sú stað-
reynd að fólk sem fellur ekki undir
110 prósenta leiðina er ekki jaðartil-
felli. „Til dæmis fólkið sem rætt var
við í fréttum Stöðvar 2, sem hafði
fengið veð í íbúð foreldra, það er
engin undantekning. Tilfelli sem slík
sýna svart á hvítu hvað þetta er vit-
laus leið og hvað hún tekur í raun illa
á því sem hún átti að gera. Það eru til
óteljandi svona dæmi.“
Þeir sem fóru varlega borga
brúsann
Aðspurður um hvaða leið hefði átt að
fara segir Þórður að betra hefði verið
að setja þak á vexti. Það hefði tekið á
þessu og með því hefði í raun verið
búið að setja alla í þá stöðu sem þeir
gátu átt vona á að lenda í. „Vanda-
málið núna er orðið svo flókið, svo
það er erfitt að segja hverjir fóru sér
að voða fyrir hrun og hverjir lentu
bara illa í kerfinu. Ef það hefði verið
sett þak á vextina væri mun auðveld-
ara að sortera út þá sem voru hrein-
lega glannar. Það er algjör óþarfi að
þjóðfélagið sé að borga fyrir þá sem
voru glannar en það er akkúrat það
sem er að gerast. Það er á vissan
hátt verið að umbuna óráðsíufólki
á kostnað þeirra sem fóru varlega,“
segir Þórður að lokum.
Á heimasíðum fjármálastofnana má
finna upplýsingar um hvort tekið sé
tillit til annarra aðfararhæfra eigna.
Svo virðist sem Íslandsbanki sé eina
stofnunin sem tekur ekki tillit til
annarra eigna og niðurfelling skulda
er ekki háð öðrum eignum.
Landsbankinn: Ef lántaki á aðrar
aðfararhæfar eignir lækkar niðurfærsla
skulda sem því nemur (skuldajöfnun).
Íslandsbanki: Aðrar eignir hafa engin
áhrif til lækkunar á niðurfellingu svo fremi
sem niðurfelling er minna en 4 milljónir
fyrir einstakling og 7 milljónir fyrir hjón,
sambýlisfólk eða einstæða foreldra.
Arion banki: Samkvæmt samkomu-
laginu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra
heimila ber lántaka að upplýsa kröfuhafa
um aðrar aðfararhæfar eignir skv. lögum
um aðför nr. 90/1989. Sé um engar slíkar
eignir að ræða skal lántaki lýsa því yfir
skriflega. Ef veðrými er á aðfararhæfum
eignum lækkar niðurfærsla veðskulda sem
því nemur.
Frjálsi fjárfestingarbankinn:
Tekið verður tillit til annarra aðfararhæfra
eigna. Ef veðrými er á þeim eignum, lækkar
niðurfærsla veðskulda sem því nemur.
Íbúðalánasjóður Tekið verður tillit til
annarra aðfararhæfra eigna. Ef veðrými er
á þeim eignum, lækkar niðurfærsla veð-
skulda sem því nemur.
Talsmaður Samtaka lánþega
Guðmundur Andri segir mikla mismunun
felast í 110 prósenta leiðinni.
Mynd: HeiðA HeLgAdÓTTir
„Mismununin
er ferleg“
„Segjum sem svo að þú sækir um 110 pró-
senta leiðina hjá einhverjum banka og eftir
útreikninga kemur í ljós að þú getir fengið
niðurfellingu upp á 1.000.000 krónur. Svo
kemur í ljós að þú átt sparifé upp á 500.000
krónur og eignarhlut í bílskrjóði upp á aðrar
500.000 krónur og þá blasir önnur staða
við, því þá færðu ekkert. Allt sem þú átt
kemur til frádráttar niðurfellingu,“ segir
Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður
Samtaka lánþega.
Hann segir að verið sé að mismuna fólkinu
sem var skynsamt fyrir hrun. „Þeir sem settu
til dæmis eigið fé í íbúðarkaup tapa því núna
þar sem þeir standa uppi með eign sem er
jafnvel veðsett 100 prósent. Þeir hafa tapað
öllu því eigin fé sem þeir lögðu til kaupanna
og fá ekki leiðréttingu. Í þessu felst mis-
mununin og hún er alveg ferleg.“
Aðspurður hvað sé til ráða segir Guð-
mundur Andri að á meðan ríkið geti ekki
viðurkennt mistök sín í þessu máli þá
breytist lítið. „Alla vega hvað varðar verð-
tryggðu lánin en það er verið að vinna í
þeim gengistryggðu. Við erum þó búin að
kvarta til ESA og þeir eru að rannsaka bæði
verðtrygginguna og gengistryggðu lánin og
aðkomu stjórnvalda að því.“
Tvær fjölskyldur, A og B, kaupa
fasteign í sama hverfi, tvö sams
konar hús á sama verði, segjum
40 milljónir. Fjölskyldurnar eru
með svipuð laun, eiga álíka mikinn
sparnað og eru með jafnmörg börn
á framfæri.
Þessar fjölskyldur fara þó hvor
sína leiðina í húsnæðiskaupum:
Fjölskylda A leggur allan sparn-
að sinn, 20 milljónir, í húsnæðis-
kaupin og á þar með um það bil 50
prósent í eigninni.
Fjölskylda B er svolítið grand
á því og ákveður að rífa allt innan
úr húsinu og endurnýja. Iðnaðar-
menn eru að störfum í sex mán-
uði og kostnaðurinn er að lokum
um 12 milljónir. Fjölskylduna hefur
alltaf langað í húsbíl og jeppa svo
hún notar fjórar milljónir af sparn-
aðinum til að fjármagna þau kaup.
Hún tekur svo 90 prósenta lán fyrir
húsinu.
Eftir fall krónunnar og misgengi
verðbólgu, fasteignaverðs og launa
þá er staðan svona:
Fjölskylda A skuldar 27 milljónir
en verð fasteignarinnar er komið
í 32 milljónir. Hún er með um það
bil 85 prósenta veðsetningarhlut-
fall.
Fjölskylda B skuldar 48,6 millj-
ónir en verð fasteignarinnar er
komið í 32 milljónir. Hún er með
um það bil 150 prósenta veðsetn-
ingarhlutfall.
Fjölskylda A fær engar afskriftir
samkvæmt 110 prósenta reglunni.
Fjölskylda B fær hámarksaf-
skriftir, að minnsta kosti 7 milljón-
ir en allt að 13,4 milljónum. Þetta
gæti raunverulega verið meira en
reiknað tjón sem fjölskyldan varð
fyrir vegna forsendubrests (það er
misgengi verðbólgu og launa), en
reikna má með að raunverulegt tap
sé um það bil 6 til 10 milljónir.
Óréttlætið er nokkuð augljóst
eins og þetta liggur fyrir núna en
það má líka breyta dæminu svolítið
og gefa sér það að:
Fjölskylda A sé með lægri laun
en B (og hafi þess vegna ekki fengið
greiðslumat fyrir 90 prósenta láni).
Fjölskylda A ræður því ekki við
afborganir en fær enga lausn og fer
á hausinn.
Fjölskylda B sem réð ágætlega
við sínar afborganir fær samt sem
áður afskriftir á sínum lánum.
„Fyrir lántakendur
sé þessi leið jafn-
heimskuleg og að segja
að allir rauðhærðir fái af-
skriftir af sínum lánum
en aðrir ekki.
Þórður setur upp dæmi
um tvær fjölskyldur í
greinargerð sinni: