Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Page 17
Erlent | 17Mánudagur 20. júní 2011 Austurríkismenn mótmæla áformum yfirvalda: Vilja selja Alpatinda Austurrísk stjórnvöld hafa frestað áformum sínum um að selja tvö fjöll Alpanna eftir hávær mótmæli íbú- anna. Við höfum frestað sölunni til að meta aðra möguleika, sagði tals- maður umboðsskrifstofu sem sér um ríkiseigur. Um er að ræða tindana Rosskopf, sem er 2.600 metra hár, og Grosse Kinigat, sem er 2.700 metra hár en báðir tindarnir eru staðsettir í aust- urhluta Týrólhéraðs í Austurríki. Stjórnvöld vilja fá 121 þúsund evrur fyrir tindana tvo eða um 20 milljónir króna. Austurríkismenn eru mjög stolt- ir af sínum hluta Alpanna en í þjóð- söng landsins er það nefnt „Land fjallanna“. Samtök stjórnmálamanna í Týról sögðu hvern þann sem selja vill fjöllin leitast við að selja sál landsins. Tilboð bárust úr ýmsum áttum. Bæjarstjóri í þorpi við rætur fjallanna sagði að þýskt hugbúnaðarfyrirtæki hefði boðist til að kaupa fjöllin og gefa íbúum þorpsins gegn því skil- yrði að þau yrðu nefnd eftir fyrirtæk- inu. Þá lýsti fulltrúi suðurkóreskra stjórnvalda áhuga og spurði hvort Austurríki væri að þessu til að rétta fjárlagahalla. Líklegt er að tindarnir verði seldir austurrískum stofnunum á borð við þá sem sér um málefni skóga eða þá Kartitsch-þorpi eða Týrólríki. Ólík- legt er að þeir verði seldir á frjálsum markaði. bjornreynir@dv.is FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík Alparnir Austurrísk stjórnvöld freista þess að selja tvo tinda Alpanna. Kvörtunum rigndi yfir BBC-sjón- varpsstöðina sem sýndi heimildar- mynd um líknardráp í síðustu viku. Myndin sýnir síðustu andartök Pet- ers Smedley sem fékk hjálp við að binda enda á líf sitt. Myndina gerði Terry Pratchett, fantasíurithöfundur sem greindist með Alzheimer-sjúk- dóminn fyrir þremur árum, en hon- um finnst það vera sjálfsagður réttur sinn að fá að binda enda á eigið líf. BBC sagt breiða út sjálfsmorðs- áróður Í myndinni eru raktar sögur nokk- urra einstaklinga sem kosið hafa að láta binda enda á líf sitt. Þá var ein- um þeirra fylgt eftir þegar hann hélt til Dignitas, meðferðarstofu skammt frá Zürich í Sviss sem sérhæfir sig í að gera fólki kleift að binda enda á líf sitt með aðstoð lækna. Í Sviss er heil- brigðisstarfsfólki heimilt að hjálpa fólki sem býr við miklar þjáningar að binda enda á líf sitt. Sýnir myndin síðustu andartök Smedleys eftir að hann fær eitur- drykk til að drekka. Margir Bretar leita til Dignitas í því skyni að fá að binda enda á líf sitt og finnst stuðn- ingsmönnum líknardrápa leitt að þeir þurfi að leita út fyrir Bretland til að fá ósk sína uppfyllta. Myndin hefur vakið hörð við- brögð meðal almennings. BBC hef- ur verið gagnrýnt fyrir að breiða út áróður fyrir sjálfsmorðum með því að sýna myndina og sumir saka BBC um að ráskast með Pratchett. Þá ótt- ast sumir hverjir að myndin muni hvetja fleiri til að láta binda enda á líf sitt með þessum hætti. BBC hélt því hins vegar fram að myndin væri sýnd til að vekja um- ræður um þetta umdeilda málefni og hjálpa fólki að gera upp hug sinn gagnvart því. Pratchett varði einn- ig mynd sína og sagði að fólk með ólæknandi sjúkdóma ætti að fá að deyja á friðsaman hátt með hjálp lækna frekar en að þurfa að kveljast lengi fyrir dauða sinn. Hann segir enn frekar að fólk eigi að fá að ráða hvenær það deyi en ekki stjórnvöld. Þó eru ekki allir ósáttir við mynd- ina. Gömlum manni, sem horfði upp á 54 ára gamlan son sinn deyja úr krabbameini, fannst þörf á að hefja umræðu um þessi mál en hann hafði þó ekki séð myndina. Hin eilífa siðferðislega spurning um líknardráp Líknardráp eru mikið siðferðis- legt álitamál. Stuðningsmenn líkn- ardrápa halda fram einstaklings- bundnum rétti hvers manns til að deyja. Þá sé það mannúðlegra að leyfa fólki að fara yfir móðuna miklu frekar en að það þurfi að kvelj- ast lengur. Þá er því haldið fram að enginn eðlislægur munur sé á líkn- ardrápi og líknandi meðferð sem heimiluð er í mörgum löndum, til dæmis á Íslandi. Hins vegar halda andstæðingar líknardráps því fram að í fyrsta lagi sé rangt að deyða fólk þar sem líf- ið sé heilagt og fólk eigi óskorðað- an rétt á því að lifa. Þá sé það órétt- mæt krafa að biðja manneskju um að binda enda á líf annarrar. Lögleið- ing líknardráps myndi setja lækna í mikla klemmu því þrátt fyrir að þeim væri tryggður réttur til að segja nei gæti þeim liðið þannig að þeir væru að bregðast sjúklingum sínum. Þá er bent á hættu á misnotkun líknar- drápa og vísað til reynslu Hollands í því samhengi en Holland, Belgía og Lúxemborg eru einu ríkin í heimin- um sem heimila líknardráp. Loks er bent á að margt sé hægt að gera fyrir deyjandi sjúklinga þótt ekki sé hægt að lækna þá, til dæmis líknandi meðferð sem feli í sér mik- inn skammt verkjalyfja til að lina þjáningar sjúklings síðustu stundir sínar. BBC vekur upp gamlar deilur um líknardráp Terry Pratchett Fantasíuhöfundi með alzheimer finnst sjálfsagt að heimila líknar- dráp. Dignitas Líknarstofnun í Sviss en þangað fara margir Bretar til að fá að binda enda á líf sitt. n Umdeild mynd Terrys Pratchett vekur hörð viðbrögð n BBC sakað um sjálfsmorðs- áróður n Stuðningsmenn líknardrápa segja mannúðlegra að leyfa fólki að deyja Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.