Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Síða 18
18 | Umræða 20. júní 2011 Mánudagur
„Af hverju erum við
ekki öll að moka?“
n Ragna Árnadóttir
formaður Almannaheilla um
ástandið eftir hrun. –DV
„Kommúnistar og
kratar hafa ekki
einkaleyfi á
náttúrunni.“
n Guðmundur Franklín Jónsson,
formaður Hægri grænna. –DV
„Ég ætla að vona
að ég standi ekki
vinalaus uppi eftir
sumarið.“
n Davíð Guðbrandsson leikari og nýr
blaðamaður á Séð og heyrt. –DV
„Ekki alveg það
sem ég bjóst við
að sjá á Hosteli.
Forseta og frú
að flippa eitt-
hvað.“
n Tobba Marínósdóttir bloggar um
forsetahjónin á KEX Hostel. –DV
„Ísland getur vel
orðið stórveldi í
sjávarútvegs-
málum innan
Evrópusam-
bandsins.“
n Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Ísland. –DV
„Eyði stórum hluta af fríi
mínu í heimsókn hjá Tomi
á Íslandi. Hann býr í
hjólhýsi, ótrúlegt.“
n Knattspyrnumaðurinn Shola Ameobi
er í heimsókn hjá bróður sínum sem leikur
með BÍ/Bolungarvík. - Twitter
Þolinmæði þarf í uppgjörinu
Í
opinberri umræðu hér á landi
hefur borið nokkuð á óþolin
mæði vegna meints seinagangs
sérstaks saksóknara í rannsókn
inni á bankahruninu haustið 2008.
Embættið hefur um 80 mál til skoð
unar og hefur gefið út tvær ákærur
frá því það var sett á laggirnar í árs
byrjun 2009.
Dómur hefur verið kveðinn upp
í einu máli – Baldur Guðlaugsson
hefur verið dæmdur fyrir innherja
svik og brot í opinberu starfi – og er
málarekstur í gangi í öðru dómsmáli
sem kennt er við Exeter Holdings.
Mörgum þykir þetta rýr eftirtekja eft
ir tveggja og hálfs árs starf saksóknar
ans og að þeir sem hafi verið ákærðir
í málunum tveimur séu langt frá því
að vera aðalsökudólgar hrunsins. Á
móti kemur að bæði mál Baldurs og
Exeter Holdingmálið voru fremur
einföld viðureignar miðað við það
sem gengur og gerist um efnahags
brot: Hin saknæma háttsemi nánast
blasti við. Þess vegna var rökrétt að
byrja á þessum tveimur málum en
ekki öðrum flóknari, og hugsanlega
stórfelldari, efnahagsbrotum sem
ætla má að hefði þurft lengri tíma
til að rannsaka betur. Hroðvirkni í
slíkum rannsóknum er ekki af hinu
góða og þarf að ígrunda ákærulið
ina í málunum afar vel áður en lát
ið er til skarar skríða gegn þeim sem
liggja undir grun um að hafa framið
lögbrot.
Sérstakur saksóknari, Ólafur
Hauksson, hefur sjálfur gefið það
út að meginhluti þeirra 80 mála
sem eru til rannsóknar hjá embætt
inu fari fyrir dómstóla árið 2013. Þá
verða um fimm ár liðin frá banka
hruninu. Þegar litið er til þess hversu
langan tíma það tekur fyrir ákæru
valdið almennt séð að rannsaka flók
in efnahagsbrot af því tagi sem til
skoðunar eru hjá saksóknaranum er
fimm ára rannsóknarferli ekki lengri
tími en gengur og gerist.
Til að mynda tók það ákæruvald
ið á Íslandi um sex ár að fá dóma í
frægasta efnahagsbrotamáli liðinna
ára, Baugsmálinu. Tveir af stjórn
endum félagsins, Jón Ásgeir Jóhann
esson og Tryggvi Jónsson, fengu
skilorðsbundna dóma fyrir efna
hagsbrot árið 2008. Einhvers konar
lausn kom því í málið um sex árum
eftir að ákæruvaldið hóf rannsókn á
því árið 2002. Svipaða sögu má segja
um annað frægt efnahagsbrotamál,
Hafskipsmálið. Ákæruvaldið byrj
aði að rannsaka málið árið 1985 en
dómar í Hæstarétti voru ekki kveðnir
upp fyrr en 1991, um sex árum síðar.
Þegar litið er út fyrir landsteinana
má einnig tilgreina nýlegt mál aust
urríska bankamannsins Helmuts
Elsner sem var dæmdur í sjö og hálfs
árs fangelsi í Hæstarétti Austurríkis í
desember í fyrra. Elsner, sem skaut
dómnum til Mannréttindadómstóls
Evrópu sem staðfesti hann í síðasta
mánuði, var stjórnarformaður aust
urríska bankans BAWAG á árun
um 1995 til 2003. Talið var sannað
að Elsner hefði með gáleysislegum
gjaldeyrisviðskiptum borið ábyrgð á
230 milljarða króna tapi austurríska
bankans þegar hann fór fyrir stjórn
hans. Elsner var því dæmdur í lok árs
í fyrra fyrir brot sem hann framdi að
minnsta kosti sjö árum fyrr og sem
byrjað var að rannsaka árið 2007.
Þessi dæmi sýna hversu langan
tíma það getur tekið að ná fram end
anlegu uppgjöri og réttlæti í efna
hagsbrotum eins og þeim sem eru til
rannsóknar hjá sérstökum saksókn
ara. Sú staðreynd að einungis tvær
ákærur hafa verið gefnar út þýðir því
vitanlega ekki að þar með ljúki upp
gjörinu við íslenska efnahagshrunið
því ætla má að von sé á tugum ákæra
á næstu árum. Almenningur þarf því
að sýna þolinmæði í uppgjörinu við
hrunið því biðin eftir réttlæti í efna
hagsbrotamálum getur vissulega
orðið nokkuð löng.
Leiðari
Er Jón Gnarr þá
enginn stórlax?
„Það er Reykvík-
ingur ársins sem er
stærsti laxinn en við
verðum á staðnum
og munum veita
andlegan stuðning,“
segir S. Björn
Blöndal, aðstoðar-
maður Jóns Gnarr, borgarstjóra
Reykjavíkur, en Jón Gnarr ætlar ekki
að veiða fyrsta laxinn í Elliðaánum
í dag eins og venjan er. Þetta árið er
það Reykvíkingur ársins sem hreppir
þann heiður.
Spurningin
Bókstaflega
Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar„Biðin eftir réttlæti
í efnahagsbrota-
málum getur vissulega
orðið nokkuð löng.
Stríð Baugspenna
n Í síðustu viku skall á mikið stríð
tveggja valinkunnra Baugspenna
þegar Guðmundur Andri Thorsson,
greinahöfundur
Fréttablaðsins,
hraunaði yfir
Hannes Hólm-
stein Gissurarson,
prófessor og
fyrrverandi
lausapenna
Fréttablaðsins
á launum. Guð
mundur Andri benti á þá óhæfu að
Hannes, dæmdur fyrir ritþjófnað,
væri á launum hjá Háskólanum.
,,Hitt er verra, og satt að segja
óskiljanlegt, að Háskóli Íslands láti
sér sæma að veita þessum manni
óheftan aðgang að æskufólki þessa
lands, til að fylla höfuð þess af órum
og ranghugmyndum – ekki síst eftir
að hann varð uppvís að einhverj
um stórfelldasta ritstuldi Íslands
sögunnar ...,“ skrifaði Guðmundur
Andri og náhirð Sjálfstæðisflokksins
trylltist.
Svartur blettur
n Jóhannes Jónsson, kenndur við
Bónus, og Kristín, dóttir hans, áttu á
sínum tíma fund með háskólarektor
í því skyni að fá Hannes Hólmstein
Gissurarson rekinn úr starfi vegna
skuggalegrar fortíðar hans. Kristín
Ingólfsdóttir rektor mun hafa hlýtt
á erindi feðginanna með skilningi.
Hún aðhafðist þó ekkert. Það þykir
raunar einhverjum vera svartur
blettur á æðstu menntastofnun
landsins að prófessorinn dæmdi
skyldi ekki fá áminningu á sínum
tíma.
Skíthræddir risar
n Titringur er á matvörumarkaði eft
ir að sá virti verslunarmaður, Eiríkur
Sigurðsson opnaði lágvöruverðs
verslunina Víði í
Skeifunni. Eiríkur
er þekktur sem
stofnandi 10–11
og þykir vera á
meðal virtari
kaupmanna
landsins. Telja
menn fullvíst að
hann eigi eftir að
velgja risunum á matvörumarkaði
undir uggum. Hann og fjölskylda
hans eru einu eigendur Víðis. Því er
spáð að innan tíðar muni hann opna
fleiri verslanir og skelfa þannig þá
sem fyrir eru. Og það er full ástæða
til því fjölmargir hafa lagt leið sína í
Víði og eru ánægðir.
Öfgakennd framganga
n Menn hafa undanfarið tekið
eftir því að framkvæmdastjóra
Landssambands íslenskra út
gerðarmanna, Friðrik J. Arngrímssyni,
virðist haldið til baka í umræðunni.
Friðrik þykir vera hrokafullur
í garð smælingja í sjávarútvegi
sem og þeirra sem ekki aðhyllast
kvótakerfið. Framganga hans í
fjölmiðlum er þannig sögð hafa
skemmt fyrir útgerðarmönnum og
samtökum þeirra sem fengið hafa
á sig öfgakenndan blæ. Formaður
LÍÚ, Adolf Guðmundsson, hefur því
haft sig meira í frammi sjálfur með
yfirveguðum málflutningi.
Sandkorn
tRyGGvAGötu 11, 101 REyKJAvÍK
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
H
agræðing er mikið not
að orð. Hagræðing inni
ber einhvers konar einföld
un og betri leið að settu
marki. Markið er yfirleitt sparnað
ur þannig að meira verði til skipt
anna. Hagræðing er því eftirsókn
arverð og vísbending um arðsemi
og góða stjórnun. Samkvæmt sum
um stjórnmálakenningum er hag
ræðing grundvöllur velmegunar og
betri lífskjara. En hagræði eins getur
verið óhagræði annars.
Hagræðingu í sjávarútvegi þakka
sumir framsali aflaheimilda, rétti
manna til að eigna sér atvinnurétt
indi fiskimannsins. Þessi atvinnu
réttindi eru af Landssambandi ís
lenskra útvegsmanna talin séreign
og innköllun sögð bótaskyld. En ætti
þjóðin þá ekki öll rétt á skaðabótum?
Veiðirétturinn var jú hennar áður
en handvaldir aðilar fengu hann í
hendur. Og ekki bætir úr skák að sá
ráðherra sem það gerði átti sjálfur
hagsmuna að gæta. Hagræðing sem
byggir á gjafabréfi atvinnuréttinda
sem áður voru öllum aðgengileg
er öfugmæli og markaðstorgið sem
byggir á þessum sama gjafagjörn
ingi ólög svo ekki sé meira sagt. Og
sífellt mistekst stjórnvöldum að aft
urkalla þennan ójöfnuð og endur
semja nýja fiskveiðistjórn sem bygg
ir á sama byrjunarreit allra.
Kvótakerfið átti að
efla byggðirnar
Víkjum aftur að hagræðinu. Kvóta
kerfið átti að stuðla að uppgangi
byggðanna. En í því að gefa atvinnu
réttinn einungis sjósækjendum var
fólgin atlaga að atvinnuuppbygg
ingu í landi. Þannig tók hagræðing
in ekkert tillit til landvinnslunnar
né sjávarþorpanna, sala veiðiheim
ilda var ekki þeirra hagræðing held
ur auðnarstimpill. Stórkostlega
eigna og atgervissviptingu lands
byggðarinnar má rekja til þeirrar
forkastanlegu ákvörðunar að færa
atvinnurétt heillar þjóðar, atvinnu
rétt okkar gjöfulustu atvinnugreinar
í hendur örfárra aðila í krafti nokk
urra ára veiðireynslu. Fiskverkend
ur fengu ekkert, verkafólkið ekkert,
sjómennirnir ekkert, þorpin ekk
ert, þjóðin ekkert, einungis nokkrir
skipstjórar og útgerðarmenn. Þetta
gerir það að verkum að lega byggða
að sjó skiptir engu nema einhver
veiðiréttarhafinn geri náðarsamleg
ast þar út.
Hagræðingin fyrir fiskverkun
arfólk liggur fyrir, fækkun starfa og
einungis fólk sem vant er lágum
launum gerir sér þetta að góðu.
Hagræðingin fyrir sjómenn er út
rýmingarhætta stéttarinnar, hetja
hafsins er ekki lengur hinn sjálf
stæði sægarpur heldur leiguliði
sem þorir ekki að opna kjaftinn
vegna hræðslu við yfirboðara sína.
Leiguliðinn á tvo af hverjum tíu
fiskum sem hann veiðir, hinir átta
fara til leigusalans. Svo þegar leigu
salinn er krafinn um auðlindagjald
til handa þjóðinni æmtir hann yfir
einum bakugga. Með öðrum orðum
þá áskilur handhafi veiðiréttarins
sjálfum sér 80% þegar hann leigir
réttinn öðrum en borgar sjálfur 4%
til ríkisins í formi auðlindagjalds.
Fisksala á alþjóðlegum mörkuð
um færir fiskveiðiþjóð lífsgrundvöll.
Það er ekki bundið við árið 1990
þegar framsal veiðiheimilda var
leyft. Ekki heldur hækkað fiskverð.
Það hefur öðru fremur lagt grunn
inn að hagkvæmni sjávarútvegs
fyrirtækja og ætti að skila sér í lágu
fiskverði til neytenda heima fyrir. Sú
hagræðing lætur á sér standa og í
fiskbúðum er djúpt á fiskveiðiþjóð
inni.
Ímynd hagræðingar
Hagræðingu kvótakerfisins er mark
visst haldið að þjóðinni. Fjölmiðlar,
fræðasamfélagið, forystumenn
hagsmunasamtaka, stjórnsýslan,
stjórnmálaflokkar, embættismenn
og alþingismenn, í öllum hornum
eru ítök. Búin er til ímynd hagræð
ingar og sjái menn annað samsvar
ar það efnahagshruni. Segja má að
gangi hagræðing út á fækkun starfa,
byggðaröskun, eignatilfærslu og
loftbóluhagkerfi hefur vel til tekist.
Gangi hagræðing út á þjónkun og
þöggun hefur vel til tekist. Gangi
hagræðing út á að færa stjórn lands
ins úr höndum réttkjörinna stjórn
valda í hendur hagmunaaðila hefur
vel til tekist. Hámark hagræðingar
innar hlýtur þá að vera þegar við
þurfum ekki að ómaka okkur við
kosningar.
Hagræðing á hagræðingu ofan
Kjallari
Lýður
Árnason
„Fiskverkend-
ur fengu ekkert,
verkafólkið ekkert, sjó-
mennirnir ekkert.