Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Side 22
E ygló Harðardóttir hefur set- ið fyrir Framsóknarflokkinn á Alþingi frá því í nóvember 2008, skömmu eftir banka- hrun. Eftir miðstjórnarfund flokksins ákvað Guðni Ágústsson að stíga til hliðar sem varð til þess að Eygló tók sæti, nokkuð óvænt. Þá lét hún af störfum hjá Atvinnuþróunar- félagi Suðurlands, þar sem hún hafði unnið í rúma þrjá mánuði. „Þegar ég var ráðin hjá atvinnuþróunarfélag- inu var ég spurð hvort ég gerði ráð fyrir því að fara inn á þing. Ég hélt nú ekki.“ Reiðin var mikil í Reykjavík Óhætt er að segja að mikið hafi geng- ið á þegar Eygló tók sæti á þingi. Van- trauststillaga á þáverandi ríkisstjórn var fljótlega borin upp og dagleg mótmæli voru fyrir utan Alþingis- húsið. Búsáhaldabyltingin var hafin. Eygló segir að þeir sem fyrir voru á þingi hafi ef til vill upplifað meira áfall en hún sjálf, sem kom ný inn. Hún þekkti ekkert annað. „Ég man eftir „Guð blessi Ísland“-ræðu Geirs Haarde. Ég man að ég og maðurinn minn litum hvort á annað, þar sem við sátum í sófanum, og spurðum hvað maðurinn ætti eiginlega við. Þetta var rosalega skrýtinn tími. Það vissi enginn neitt hvað var að gerast. Ég var að vinna á Selfossi, en kenndi í Reykjavík vikurnar eftir hrun og ég man alltaf eftir því að hafa fundið fyr- ir létti þegar ég ók yfir Hellisheiðina og austur. Það var eins og það létti yfir manni að koma í Árnessýsluna. Reiðin var svo mikil í Reykjavík og þar var allt annað andrúmsloft.“ Í búsáhaldabyltingunni var Eygló nýorðin þingmaður og fæstir þekktu hana. Hún segir að sér hafi reynst auðvelt að ganga um Austurvöll og tala við fólkið. Reiðin hafi beinst að ríkisstjórninni. Þetta hafi þó ver- ið einkennilegur tími. „Bíllinn var fastur í bílastæðahúsinu í viku. Það var allt í rúst fyrir utan þegar maður mætti í vinnuna á morgnana og mikil spenna var inni í þinghúsinu.“ Sögulegt flokksþing Þrátt fyrir að Eygló hafi setið á þingi frá hruni segist hún aldrei hafa efast um að það væri rétt að taka sætið. Við brotthvarf Guðna Ágústssonar hafi spilunum verið kastað í loft upp. Ný forysta hafi tekið við á flokksþinginu í janúar og að það hafi verið sögu- legt að upplifa. Sigmundur Davíð varð formaður, nánast upp úr þurru, Birkir Jón Jónsson varaformaður og Eygló var kosin ritari. „Ég upplifði þessa tilfinningu á flokksþinginu að menn væru komnir til að breyta hlutunum. Þeir ætluðu að gera eitt- hvað sem skipti máli.“ Hún segir að í ritarastarfinu felist ýmis störf. „Rit- ari ber ábyrgð á innra starfi flokks- ins, félagsstörfum og fleiru. Hann er formaður landsstjórnar, sem er flokkseining sem tengir saman kjör- dæmasamböndin, sveitarstjórnar- ráð, launþegaráð, þingflokkinn og framkvæmdastjórnina.“ Eygló segir að hlutirnir hafi gerst hratt eftir flokksþingið. Sigmundur Davíð hafi komið með þá hugmynd að verja minnihlutastjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna falli og þing- flokkurinn hafi sett fram 18 tillögur um lausnir á efnahagsvandanum. Ein þeirra, tuttugu prósenta leiðin svokallaða, hafi vakið mikla athygli og umræðu. „Fólk sá að þetta voru tillögur um jafnræði og sanngirni. Það urðu allir fyrir forsendubrestin- um. Allir hefðu átt að fá leiðréttingu og á þessum tímapunkti var mögu- leiki til að láta það verða að veru- leika. Ný skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna staðfestir það.“ Erfið fjarbúð Eygló er hálfur Eyjamaður. Hún á heimili í Vestmannaeyjum og þar búa eiginmaður hennar og tvær dæt- ur. Hún er með annan fótinn þar en hinn í Reykjavík, þar sem þau leigja litla íbúð. „Ég ólst upp í Reykjavík, á Eyrarbakka, í Borgarfirði og Land- eyjunum en móðir mín flutti þang- að þegar ég var 16 ára. En ég flutti til Vestmannaeyja fyrir um tíu árum.“ Hún viðurkennir að það sé ekki auð- velt að vera „helgarmamma“ en segir að í Vestmannaeyjum þekki fólk fjar- búð mjög vel. Hún fái því ekki mikla vorkunn, en skilning þó. Starfið bitni óhjákvæmilega á makanum. „Þegar þú ert í krefjandi starfi þá bitnar það fyrst og fremst á makanum. Það gæti enginn verið í svona krefjandi starfi án þess að fá stuðning frá makanum. Ég væri ekki í þessu ef ég hefði hann ekki,“ segir hún. Hún segist aldrei hafa séð eftir því að taka sæti á Alþingi. „Mér finnst skemmtilegt við starfið hvað það er fjölbreytt. Maður fæst við ný verkefni nánast á hverjum degi. Ég er þann- ig að mér leiðist fljótt að gera sömu hlutina aftur og aftur. Ég hef mjög mikla þörf fyrir fjölbreytni. Ég er líka manneskja sem hef gaman af því að koma hlutunum af stað en ég er ekk- ert endilega sú sem er best í að keyra hlutina áfram þegar uppbygging- unni er lokið.“ Fjölskyldusjúkdómur að stofna fyrirtæki Eygló hefur mikið unnið við stofn- un og rekstur fyrirtækja. „Fjöl- skylda mín er samansafn frum- kvöðla. Við tölum stundum um þetta sem fjölskyldusjúkdóm, að stofna fyrirtæki. Geðsjúkdóm þeg- ar illa gengur. Sumt hefur geng- ið vel og annað illa, eins og geng- ur og gerist,“ segir Eygló. Hún vann um árabil með móður sinni í fyrir- tækinu Nínukoti sem býður ungu fólki upp á störf og nám víðs veg- ar um heim. Hún stofnaði einnig fyrirtækið Þorsk á þurru landi ehf. ásamt fjölskyldunni. Hún segir að upphaflega hafi verið lagt af stað með því að setja á stofn þorsk eldi á landi, í Vestmannaeyjum. „Við ætl- uðum okkur að verða stór, fara af stað með seiðaeldi í Eyjum en því miður þá gekk það ekki. Stundum heldur maður að allt sé að ganga upp en svo fer allt á annan veg en ætlað var,“ segir Eygló. Hún segir að það kosti mikla þolinmæði og fjár- muni að byggja upp fyrirtæki, ekki hvað síst í nýrri atvinnugrein. Í því felist áhætta. „Það hefur verið erf- ið reynsla að fara í gegnum þetta. En það er reynsla sem ég hef ver- ið þakklát fyrir. Þess vegna hef ég skilning á því sem margir eru að ganga í gegnum núna,“ segir Eygló. Ráðgjafarstofa fyrir skuldug fyrirtæki Hún hefur einmitt beitt sér fyrir skuldamálum heimila og fyrirtækja, eins og Framsóknarflokkurinn raun- ar allur. Hún lagði meðal annars til að stofnuð yrði ráðgjafarstofa um greiðsluörðugleika fyrirtækja. „Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir hrun sem byggir á reynslu minni og fjöl- skyldunnar. Ég er búin að flytja þessa þingsályktunartillögu frá því að ég byrjaði og ég er bjartsýn á að hún nái núna í gegn.“ Sú ráðgjafarstofa hefði það hlutverk að veita fyrirtækjum ráðgjöf og fræðslu um rekstrar- og skuldavanda. „Það að fyrirtæki fari í þrot er jafn eðlilegt og að við fæð- umst og deyjum. Fyrirtæki fæðast og deyja, oft vegna breyttra aðstæðna. Viðskiptahugmynd getur virkað í ákveðinn tíma en svo getur eitthvað gerst, annaðhvort á markaði eða hjá fólkinu sem stendur að baki fyrirtæk- inu. Það er allt of mikið um að fólk sé dæmt harkalega fyrir að reyna að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“ Hún leggur áherslu á að þó að fyrir- tæki fari í þrot geti mikil þekking hafa orðið til. Hún sé verðmæt. „Það er lítið talað um þennan hluta af fyrir- tækjarekstri.“ Vill ekki brynja sig fyrir gagnrýni Eygló segir þingmannsstarfið gera sér kleift að öðlast innsýn í alls kyns hluti. „En auðvitað verða allir þreytt- ir. Þetta reynir á, sérstaklega að vera frá fjölskyldunni. Það er stundum erfitt að vera settur í umhverfi þar sem maður á alltaf að vera að keppa. Bæði innan allra flokka og síðan á milli flokka. Það getur verið mjög lýj- andi.“ Hún viðurkennir líka að það geti verið pirrandi að vera í stjórnar- andstöðu og ekki sé hlustað, jafnvel þó hún sé sannfærð um að það sem hún segi sé rétt. Hún lætur þó eng- an bilbug á sér að finna. „Sú staða er ekki komin enn í dag en sjáum til. Ég á erfitt með að plana næstu helgi, hvað þá lengra fram í tímann. Mér finnst óþægilegt að skipuleggja langt fram í tímann. Þegar þetta hættir að vera gaman og mér finnst ég ekki gera gagn, þá er best að hætta. Og ef ég fatta það ekki sjálf þá vona ég að einhver segi mér það.“ Störf í landi skipta mestu Talið berst að kvótakerfinu. Eygló segir mikilvægt að búa til kerfi sem styður við landsbyggðina. Hún styð- ur því breytingar á kerfinu í sam- ræmi við stefnu Framsóknarmanna í sjávarútvegi. „Ég get ekki séð að hagnaður í peningum eigi að vera meginmarkmið í sjálfu sér. Ég efast líka stórlega um að einhver vildi fara um landið okkar ef enginn byggi þar. Það má ekki bara horfa í krónur og aura,“ segir hún. Spurð hvort núverandi kvótakerfi hafi ekki einmitt unnið gegn smærri byggðum úti á landi, í ljósi viðvar- andi fólksfækkunar á landsbyggð- inni, segist hún ekki telja að flutning- ur aflaheimilda á milli plássa skipti mestu máli heldur séu línuleg tengsl á milli fækkunar starfa í fiskvinnslu og byggðarþróunar. „Störf skipta mestu máli, ekki hversu miklar afla- heimildir eru á hverjum stað,“ segir hún. Útgerðarmenn hafa skaðað hagsmuni sína Framsóknarflokkurinn er hlynnt- ur svokallaðri potta- og samninga- leið í sjávarútvegi, þar sem í potti eitt eru þeir sem stunda fiskveiðar í kvótakerfinu í dag. Undir pott tvö falli strandveiðar, byggðarsjónar- mið, nýliðun í greininni og nýsköp- un í sjávarútvegi. Í upphafi er lagt til að stærð potts tvö af heildarafla verði þrjú til fimm prósent en að hann geti vaxið í allt að 15 prósent í einstökum tegundum, samhliða stofnstærðar aukningum og að því gefnu að reynslan af úthlutun veiði- heimilda í þeim potti sé jákvæð. „Við teljum að sumt í okkar stefnu sé líkt tillögum ríkisstjórnarinnar í sjávar- útvegi en þar eru ákveðnar áherslur sem við setjum stórt spurningar- merki við.“ Hún vill til dæmis að ef fiskistofnarnir minnka finni báðir pottar fyrir því, hlutfallslega, en ekki bara núverandi kvótahafar. Eygló segir líka að ekki komi til greina af hálfu Framsóknarflokksins að inn- heimta veiðigjald af sjávarútveg- inum sem hann standi ekki undir. 22 | Viðtal 15.–19. júní 2011 Helgarblað Eygló Harðardóttir hefur verið á þingi í hálft þriðja ár. Eftir tvo mánuði í starfi var hún orðin ritari Fram- sóknarflokksins. Hún hefur beitt sér gegn skulda- vanda heimilanna og segist sjálf hafa upplifað erfið- leika í rekstri. Því skilji hún fólk sem berst í bökkum nú. Fólk sé oft dæmt of harkalega þegar það reyni að láta hugmyndir sína verða að veruleika. Eðlilegt sé að fyrirtæki fari í þrot. Eygló er hálfur Eyjamaður og fjölskylda hennar býr þar. Hún segir mjög erfitt að vera í fjarbúð en ber sig þó vel. „Auðvitað er þrýst- ingur. Það sem gerir Eyjamenn að Eyjamönn- um er að þeir liggja ekki á skoðunum sínum. Fjölskyldu- sjúkdómur að stoFna Fyrirtæki „Við tölum stund- um um þetta sem fjölskyldusjúkdóm, að stofna fyrirtæki. Geðsjúk- dóm þegar illa gengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.