Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Side 23
Viðtal | 23Helgarblað 15.–19. júní 2011
„Það þarf að greina hvað þeir geta
borgað fyrir auðlindina.“
Eygló segir þó óraunhæft að kom-
ast að niðurstöðu sem allir verði
ánægðir með. „Það er alltaf talað um
einhverja sátt, einhvern Salómons-
dóm, um hvernig við nýtum auðlind-
irnar. Það verður aldrei fullkomin
sátt um hagsmuni. Það er ekki hægt
að koma með eina rétta niðurstöðu.
Menn verja alltaf sína hagsmuni. Það
hafa útgerðarmenn gert og þeir hafa
því miður í ákafa sínum skaðað hags-
muni sína“ segir hún ákveðin.
Eygló er hörð á því að fyrningar-
leiðin svokallaða, þar sem innkalla
átti hratt veiðiheimildir núverandi
handhafa, hefði rústað sjávarútveg-
inum. Við það hefðu bankarnir get-
að farið aftur á hausinn, vegna ólög-
mætrar veðsetningar. „Menn hafa
verið að veðsetja óveiddan fisk þó
það hafi verið bannað. Það varð
eignaverðsbóla á aflaheimildum.
Menn fóru að spila fjárhættuspil og
stunda brask. Þetta var hætt að snú-
ast um rekstur fyrirtækjanna og hver
geta og hæfni þeirra var til að búa til
verðmæti úr fiskinum. Þetta var far-
ið að snúast um framtíðarvæntingar
um tekjur sem aldrei gátu orðið.“
Hún viðurkennir að útgerðar-
menn í Vestmannaeyjum láti vel í
sér heyra en hún segir hins vegar
að þannig virki pólitík ekki í hennar
huga. „Auðvitað er þrýstingur. Það
sem gerir Eyjamenn að Eyjamönn-
um er að þeir liggja ekki á skoðunum
sínum. Ég hef aldrei átt von á öðru
en að þeir segi það sem þeir hugsa
hverju sinni. Það hafa þeir svo sann-
arlega gert,“ segir hún sposk.
„Okkar vandi er heimatilbúinn“
Framsóknarflokkurinn er á móti
aðild að Evrópusambandinu, ESB.
Eygló segist fylgjandi stefnu flokks-
ins í þeim efnum, hún hafi lengi
haft efasemdir um aðild að ESB.
„Mér finnst Íslendingar nálgast ESB
á rangan máta. Sumir líta á þetta
sem björgun frá okkur sjálfum. Ég er
ósammála því. Þú tekur alltaf sjálfan
þig með, hvert sem þú ferð. Hvort
sem þú gengur inn í ríkjasamband
eða hjónaband þá tekur þú sjálfan
þig með.“ Hún segir of mikið gert úr
ágreiningi innan flokkanna um ESB.
Þeir eigi að þola skiptar skoðanir.
Margt skipti meira máli núna. „Ég
gekk til dæmis ekki í Framsóknar-
flokkinn á grundvelli afstöðu til ESB.“
Eygló lærði í Svíþjóð þegar Svíar
gengu í ESB. Hún segir minnistætt
að nánast ekkert hafi breyst við inn-
gönguna. „Menn reyna að selja ESB
sem einhverja frelsun en við munum
ávallt bera ábyrgð á efnahagsstjórn-
inni. ESB hefur ekki stoppað Grikki,
Íra eða Spánverja í því að halda illa
á sínum málum. Aginn þarf að koma
frá okkur sjálfum. Okkar vandi er
heimatilbúinn.“
Hún gerir lítið úr ágreiningi inn-
an Framsóknar flokksins um Evrópu-
mál, en Siv Friðleifsdóttir og Guð-
mundur Steingrímsson hafa þótt
hlynntari ESB en aðrir þingmenn.
„Nei, þau styðja það að aðildarferlinu
verið lokið og þjóðin fái að greiða at-
kvæði. Þau hafa talað um að þau séu
hlynnt aðildarviðræðum og að þau
vilji taka afstöðu út frá samningn-
um sjálfum. Ýmsir framsóknarmenn
endurspegla þessa afstöðu, enn aðrir
vilja ganga inn, á meðan meginþorri
framsóknarmanna er sammála því
að hagsmunum okkar sé best borgið
fyrir utan líkt og kemur fram í álykt-
un flokksþings okkar. Við getum haft
ólíkar áherslur í einstökum málum
og við verðum að læra að umbera
það hvert hjá öðru. Afstaða okkar til
ESB segir ekki til um hvort við séum
framsóknarmenn eða ekki, heldur
hvernig samfélag við viljum byggja á
Íslandi til framtíðar.“
Vildi ákæra alla fjóra
Geir H. Haarde er þessa dagana fyrir
landsdómi vegna meintrar vanrækslu
í starfi. Eygló vildi að allir ráðherrarn-
ir fjórir; Geir, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Björgvin Sigurðsson og Árni
Mathiesen yrðu dregnir fyrir dóm.
Þannig kaus hún á Alþingi.
Hún segir aðspurð að það hafi
verið mjög erfiður tími þegar Alþingi
tók þetta fyrir. „Þetta snerist aldrei um
hvort þetta væri gott fólk. Sumir virð-
ast halda að það sé bara slæmt fólk
sem brýtur hugsanlega af sér. Það er
ekki þannig. Gott fólk gerir líka mis-
tök.“ Hún segist ekki hafa látið það
hvernig aðrir kusu hafa áhrif á sig.
„Þarna var verið að taka ákvarðanir
um líf nafngreindra einstaklinga sem
við þekkjum. Það er mikilvægt fyrir
þingmenn að muna að á hverjum
einasta degi er verið að taka ákvarð-
anir um eitthvað sem varðar líf ann-
ars fólks. Okkur hættir til að finnast
þetta auðveldara og þægilegra þegar
talað er um fólk sem hópa. Við sjáum
ekki andlitin. Hver einasta ákvörðum
sem við tökum snertir einhverja ein-
staklinga, á góðan eða slæman máta.
Við gleymum því. Landsdómsmálið
er að mínu mati þörf áminning fyrir
alla ráðherra. Valdinu verður að fylgja
ábyrgð. Annars fer allt úrskeiðis.“
Vill ráðherra af Alþingi
Talið berst að stjórnlagaráði og nýrri
stjórnarskrá. Eygló segist helst vilja
skerpa á þrískiptingu valdsins. Þing-
ið sé sjálfstætt og óháð framkvæmda-
valdinu. Hún vill ekki útiloka svipað
fyrirkomulag og er í Bandaríkjun-
um og Frakklandi. Þar er forsetinn
kosinn beinni kosningu og velur sér
utanþings ráðherra sem fara í gegn-
um ákveðið samþykktarferli hjá við-
komandi þjóðþingum. Þannig væri
hlutverk forseta og forsætisráðherra
sameinað í eitt starf. „Önnur leið
væri að halda áfram þingræðinu en
ráðherrar vikju af þingi á meðan þeir
gegndu ráðherraembætti. Það væri
í meira samræmi við fyrirkomulag
mála á Norðurlöndunum. Alþingi er
löggjafarvaldið og á að fara með eft-
irlit með framkvæmdavaldinu. Eins
og þetta er í dag þá er of algengt að
framkvæmdavaldið fari inn á vald-
svið löggjafarvaldsins og öfugt.
Eygló líst vel á þær tillögur sem
komið hafa fram frá stjórnlagaráði
um dómstólana. Skerpa þurfi á hlut-
verki þeirra. Hún segir hins vegar að
tillögurnar einkennist af vantrausti á
Alþingi. „Við sjáum í nýlegum ríkjum
að þar eru stjórnarskrárnar lengri og
ítarlegri. Í löndum þar sem traustið
er meira þá er hún styttri og einfald-
ari. Þar þarf ekki að negla allt niður.
Þær tillögur sem fram hafa komið
eru sumar hverjar mjög ítarlegar. En
ég er mjög spennt að sjá niðurstöð-
ur frá ráðinu. Menn eru greinilega að
vanda sig.“
Vildi ekki kosningar
Eygló er að sögn mikill lýðræðis-
sinni og var þess vegna ósátt við það
hvernig staðið var að vantrauststil-
lögunni á Alþingi í vor, sem Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, bar upp. Hún hefði viljað
að tillagan yrði borin upp sameigin-
lega af stjórnarandstöðunni og fyr-
irvarinn fyrir kosningar yrði nægur.
„Það að fara í kosningar með svona
skömmum fyrirvara hefði verið ólýð-
ræðislegt gagnvart nýjum stjórn-
málaöflum sem hefðu viljað bjóða
sig fram. Það er ekkert lýðræðislegt
við það að geta bara kosið þá sem eru
á þingi fyrir. Það hefði verið ósköp
þægilegt fyrir flokkana en það er ekki
lýðræði.“
Hún segir að flokkarnir glími við
slæma ímynd og fólk eigi erfitt með
að greina á milli þeirra. „Við verð-
um að hafa leikreglurnar þannig að
þeir sem hafa áhuga á að taka þátt
hafi möguleika á því, jafnvel þó það
myndi þýða að ég næði ekki kjöri
aftur. Þingmennska er ekki ævistarf.
Ef við ætlum ekki að bera virðingu
fyrir okkar hlutverki í mikilvægustu
lýðræðisstofnun landsins, þá getum
við ekki krafist þess að aðrir geri það.
Lykilhugsunin í okkar starfi á að vera
virðing fyrir lýðræðinu.“
Aldrei aftur aukahjól
í ríkisstjórn
Í viðtali við DV um páskana opnaði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra á þann möguleika að styrkja
ríkisstjórnina með því að semja við
aðra flokka um tiltekin mál. Fram-
sóknarflokknum hugnaðist ekki,
ekki frekar en Hreyfingunni, það
boð. Eygló segir ekki koma til greina
að vera aukahjól undir vagninum
aftur, eins og vorið 2009. „Við höf-
um sagt að við munum ekki ganga
til liðs við stjórnina á grundvelli
þessa stjórnarsáttmála. Við viljum
að þegar fólk velur Framsóknar-
flokkinn þá viti það hvað það fær.
Fólk verður að geta treyst því að
við stöndum við það sem við segj-
um. Það hefur verið stórt og erfitt
verkefni að endurreisa flokkinn og
byggja upp traust aftur. Við mun-
um ekki og getum ekki hlaupið til
bara þegar okkur eru boðin eitt eða
tvö ráðuneyti. Það kemur ekki til
greina,“ segir hún ákveðin.
Æfir fyrir Reykjavíkurmaraþon
Þegar Eygló er spurð um áhugamál
sín fyrir utan þingstörfin hugsar hún
sig um í smástund og segir svo að
hún hafi ofboðslega mikinn áhuga á
því sem er að gerast á Íslandi og í út-
löndum. Vinnan sé því áhugamálið
en auðvitað verji hún öllum þeim
tíma sem hún getur með fjölskyld-
unni. „Annars er ég að fara að læra
frönsku í sumar. Ég hef áhuga á því að
tala frönsku í framtíðinni. Ég er búin
að taka fyrsta áfangann í fjarnámi og
tek næsta áfanga í sumar.“
Eygló er líka að æfa fyrir hálft
maraþon síðsumars en það gerir
hún í þágu góðs málefnis. „Ég ákvað
að taka þátt í Reykjavíkurmaraþon-
inu í ágúst til stuðnings Samtök-
um kvenna með endómetríósu, eða
legslímu flakk.“ Eygló var fyrsti flutn-
ingsmaður þingsályktunartillögu þar
sem lagt er til heilbrigðisráðherra
beiti sér fyrir fræðsluátaki um sjúk-
dóminn og að möguleiki á stofnun
göngudeildar fyrir konu með sjúk-
dóminn verði kannaður. „Það hef-
ur aldrei þótt spennandi að tala um
blæðingar kvenna en sjúkdómurinn
lýsir sér í miklum sársauka við blæð-
ingar. Því var ég stolt þegar ég steig
upp í pontu á Alþingi og talaði fyrir
þessu máli. Það skortir á þekkingu til
að greina sjúkdóminn fyrr. Því seinna
sem konur greinast með sjúkdóm-
inn því meiri hætta er á skemmdum
á æxlunarfærum. Talið er að 30–40
prósent af van- eða ófrjósemi megi
rekja til endómetríósu.“
Eygló segir að æfingarnar fyrir
maraþonið gangi upp og ofan. Tími
til æfinga hafi reynst lítill. „Markmið-
ið er að komast í mark áður en tíma-
takan hættir,“ segir hún að lokum og
hlær.
„Ég er þannig að
mér leiðist fljótt
að gera sömu hlutina aft-
ur og aftur.
„Þegar þetta hættir að vera gaman og
mér finnst ég ekki gera gagn, þá er best
að hætta. Og ef ég fatta það ekki sjálf þá vona
ég að einhver segi mér það.
Fjarri fjölskyldunni Eiginmaður hennar og börn búa í
Vestmannaeyjum en hún hefur aðsetur í Reykjavík. Hún
viðurkennir að fjarbúðin geti verið erfið en segir þó að í
Eyjamenn þekki slíkt fyrirkomulag vel. mynd RóbeRt ReynissOn