Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Page 26
26 | Fólk 20. júní 2011 Mánudagur
Gestur Valur Jensson höfundur Tríó er góður vinur Caspers Christensen:
Fékk ráð hjá klovn stjörnu
tríó, ný íslensk gamanþáttaröð á dagskrá Ríkissjónvarpsins í leik-stjórn Gests Vals Sveinssonar,
hefur vakið mikla athygli. Þáttaröðin
fékk harða útreið í fjölmiðlum stuttu
eftir sýningu fyrsta þáttarins. Gestur
Valur gefur lítið fyrir slæma dóma og
segist stoltur af því góða áhorfi sem
þættirnir hafi fengið.
„Þættirnir fá metáhorf, á milli 65
til 70 þúsund horfðu á fyrsta þátt-
inn. Hann sló út Popppunkt og frétt-
irnar og er því greinilega að slá í
gegn,“ segir hann og hlær. „Ég gef
líka lítið fyrir neikvæða dóma keppi-
nauta RÚV sem voru mikið að leita í
Facebook-færslur vina sinna og birtu
aðeins þær neikvæðu.“
Athygli vakti að einn þeirra sem
þakkað var á kreditlista þáttarins var
sjálfur Casper Christensen, stjarna
vinsælustu gamanþátta Dana Klovn.
Staðreyndin er sú að Casper og Gest-
ur Valur eru ágætis vinir. „Jú, Casper
er góður félagi minn og gaf mér góð
ráð við þáttagerðina. Margir voru að
velta þessu fyrir sér, Tobba Marínós-
dóttir bloggari þar á meðal. Ég sendi
henni línu þar sem ég útskýrði þetta.“
En fleira vekur athygli. Gestur
Valur leitar mjög í eigin lífsreynslu
við þáttagerðina og nokkrar sögu-
persónanna hefur hann skapað úr
gömlum kunningjum sínum. Einn
þeirra er líksnyrtirinn Þormóður
sem býr einn ásamt kettinum sín-
um Stormi, sem nefndur er eftir
veðurfréttamanninum Sigga stormi.
Gestur Valur segir líksnyrtinn Þor-
móð búinn til úr tveimur persónum.
Annar þeirra sé gamall félagi föður
hans. „Ég veit að hann hefði haft
húmor fyrir þessu en hann var mjög
skemmtilegur, sagði allan fjandann
og talaði oft opinskátt um vinnuna
sína.“ kristjana@dv.is
Skemmtilegt í
tökum með Bó
„Skemmtilegum tökudegi lok-
ið,“ skrifaði Þráinn Sigvaldason á
Facebook-síðuna sína meðan á
tökum á nýrri auglýsingu tónlist.is
stóð. Þráinn birtist ásamt landsliði
íslenskra poppara í auglýsingunni
en hann syngur meðal annars með
poppkóngnum Björgvini Halldórs-
syni. Auglýsingin þykir sjálf mjög
flott og hefur hún vakið almennt góð
viðbrögð. Í henni birtist landslið ís-
lenskra tónlistarmanna en auk Björg-
vins Halldórssonar birtast í henni
tónlistarmennirnir Ragnheiður
Gröndal og Páll Óskar Hjálmtýsson.
guðni, Auður
og Sigmar að
„planka“
Mynd af Guðna Ágústssyni, fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra, að
„planka“ hefur farið eins og eldur í
sinu um internetið. Myndin af hon-
um var send inn á Facebook-síðu
íslenska plankasamfélagsins, eða
Icelandic Planking Community eins
og síðan heitir á Facebook. Þar voru
fyrir nokkrar myndir af Sigmari Guð-
mundssyni, ritstjóra Kastljóssins,
og ein mynd af Auði Bjarnadóttur,
jógakennara og ballerínu. Það er því
alveg ljóst að „planking“-æðið hefur
náð fótfestu hér á landi.
A
lls ekki. Ég held að ég hafi
borðað tvisvar þarna,“ seg-
ir sjónvarpsstjarnan Nilli að-
spurður hvort hann borði
mikið af Metro-borgurum. Nilli sem
hefur slegið í gegn með þætti sínum
á mbl sjónvarpi vakti athygli þeg-
ar hann birtist í auglýsingabæklingi
fyrir hamborgarastaðinn Metro í vik-
unni sem leið. Þar var hann sagð-
ur ástfanginn af Metro-borgurum
og klæddi sig meðal annars í starfs-
mannabúning staðarins og reyndi
fyrir sér í hamborgarasteikingum.
Hann segir þetta þó ekki hafa kom-
ið til vegna einskærrar ástar sinnar á
hamborgurum heldur hafi hann ver-
ið að gera vinkonu sinni greiða. „Ein
af mínum betri vinkonum úr grunn-
skóla hringdi í mig og spurði hvort ég
væri til í að hjálpa til við að auglýsa
staðina og ég sagði bara já. Fjölskyld-
an hennar rekur Metro. Ég er nú eng-
inn sérstakur áhugamaður um ham-
borgara samt,“ segir Nilli sem segist
ekki hafa fundið sig í starfinu en þetta
hafi þó verið skemmtileg reynsla. Í
sumar vinnur hann í afgreiðslunni
hjá Kynnisferðum á BSÍ. Þar aðstoð-
ar hann ferðamenn sem vilja ferðast
um landið. „Ég er í afgreiðslunni og
segi bara: „Do you want to go to the
Blue lagoon?“ og svona,“ segir hinn
einstaki Nilli glettinn að vanda.
Kynntist bændum, búaliði og
nunnum
Nilli er þó ekki bara að hjálpa ferða-
mönnum að komast leiðar sinnar í
sumar því sjónvarpsþátturinn hans
er enn í fullum gangi. Nýlega kom
hann úr hringferð um landið þar
sem hann kynntist landsbyggðinni.
„Ég fór allan hringinn. Þetta var nú
kannski ekki í fyrsta skipti sem ég
fór út á land, ég hef nú séð margt af
þessu áður. Vesturland og Norður-
land fundust mér mikilfenglegust. Ég
þekki svolítið vel til Suðurlandsins
því ég hef verið mikið þar.“ Nilli hitti
alls konar fólk á ferð sinni um landið.
„Ég kynntist alls konar bænd-
um og búaliði og einhverjum nunn-
um líka,“ segir Nilli sem var hissa á
hversu margir þekktu hann. „Já, fólk
þekkti mig alveg en ekki eldra fólkið
reyndar. Ég var mjög hissa en mér
þótti þetta gaman . Það þekktu mig
ekki allir. Til dæmis ekki svona eldri
bændur sem þekkja ekki einu sinni
Pál Óskar.“
Draumurinn að verða leikstjóri
Það er sjaldan auð stund hjá Nilla
sem er um þessar mundir að stíga
sín fyrstu skref sem leikstjóri. Fyrsta
verkið er stuttmynd um hugarheim
dópista eftir hann sjálfan og Daníel
Gylfason. Myndin skartar Gísla Erni
Garðarssyni í aðalhlutverki. „Þetta
verður djúpt og dramatískt held
ég. Kannski ekki djúpt en allavega
dramatískt,“ segir Nilli hlæjandi og
segist lengi hafa stefnt í þessa átt.
„Mig hefur lengi langað til að leik-
stýra einhverju. Það hefur verið
minn draumur. Ég vil alveg leika líka
en ég held að leikstjórnin eigi bet-
ur við mig. Ég er nú ekki að tala um
kvikmyndir heldur leikhús og leikrit.
Draumurinn er að leikstýra á sviði.“
viktoria@dv.is
Hefur fArið
tvisvar á Metro
Grínistinn Nilli slær í gegn í Metro-auglýsingu og ferðast um landið:
Auglýsingastjarna Nilli vakti athygli
margra þegar hann birtist í þessari auglýs-
ingu fyrir hamborgarakeðjuna Metro.
Leikstjórnin heillar Nilli
stígur sín fyrstu skref sem leik-
stjóri í sumar. MyND siGtryGGur Ari
Fékk góð ráð frá
Klovn-stjörnu
Gestur Valur er
ekki í uppnámi yfir
slæmum dómum og
ánægður með gott
áhorf á þættina.