Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Side 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 22. júní 2011 Ólafur Skúlason Þegar biskupsmálið kom upp árið 1996 sögðu kirkjuráðsmenn að ásakanirnar væru alvarleg atlaga að æru Ólafs. Séra Geir Waage benti rannsóknarnefnd kirkjuþings á að yfir- lýsing kirkjuráðsmanna væri sennilega skrifuð af Karli þar sem hún bæri sterk stíleinkenni hans. 8 mistök Karls 1. mars 1996 Það voru alvarleg mistök að hafa með kirkjuráði stutt opinberlega þann málsaðila sem ásakanirnar beindust að og var jafnframt meðlimur ráðsins og forseti þess. Ekki síst þar sem yfirlýsingin var birt á sama tíma og málið var í með- ferð siðanefndar Prestafélags Íslands. Líka vegna þess að forsendur ráðsins voru ófullnægjandi og það fylgdi ekki þeim grundvallarreglum stjórnsýsluréttar sem giltu um störf ráðsins. 2. mars 1996 Það voru mistök að taka að sér að leita sátta á milli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Ólafs Skúlasonar biskups. Honum bar að hafna því þar sem hann hafi ekki getað verið bæði sálusorgari og sáttafulltrúi milli Sigrúnar Pálínu og Ólafs. 3. mars 1996 Gerðar eru athugasemdir við framkvæmd fundar á laugardagskvöldinu þar sem ekki voru gerðar viðhlítandi ráðstafanir til að tryggja að gætt yrði faglegra og vandaðra sjónarmiða. Margt er talið benda til þess að fundurinn hafi í of ríkum mæli verið þess eðlis að skapa hjá Sigrúnu Pálínu þær vænt- ingar að ósk hennar um sátt á þeim forsendum sem ræddar voru væru raunhæfur möguleiki. Karl hafði sjálfur enga trú á því að hægt væri að ná sáttum. 3. mars 1996 Það voru mistök af Karls hálfu að taka að sér að veita Dagbjörtu Guðmundsdóttur sálusorg og reyna að leita sátta á milli hennar og Ólafs Skúla- sonar biskups. 27. mars 2009 Mistök voru gerð við móttöku erindis Guðrúnar Ebbu á Biskups- stofu þar sem það var ekki skráð með formlegum og venjubundnum hætti. 27. mars 2009 – 17. september 2010 Það voru mistök að erindi Guðrúnar Ebbu var aldrei svarað af hálfu kirkjuráðs eins og eðlilegt hefði verið. Rannsóknarnefndin telur ljóst að skortur á faglegum og samræmdum vinnubrögðum þegar í upphafi undir stjórn Karls, biskups og forseta kirkjuráðs, hafi verið hluti af ástæðunni fyrir því að ekki var tekið skipulega á erindi hennar í framhaldinu. 27. mars 2009 – 17. ágúst 2010 Það voru ámælisverð mistök að leysa ekki úr máli Guðrúnar Ebbu með sambærilegum hætti og Sigrúnar Pálínu, þar sem Karl gat ekki fært fram fullnægjandi réttlætingarástæður fyrir því að mál þeirra skyldi leyst með ólíkum hætti á vettvangi kirkjuráðs. Það er ótvíræð niðurstaða rann- sóknarnefndarinnar að Karl hafi borið sem biskup og forseti kirkjuráðs ábyrgð á þessum mistökum. 27. mars 2009 – 17. ágúst 2010. Það voru ámælisverð mis- tök að láta Guðrúnu Ebbu bíða í rúmt ár eftir frekari viðbrögðum við erindi hennar og þá ekki fyrr en hún hafði í annað skipti ítrekað ósk sína um áheyrn kirkjuráðs. — að mati rannsóknarnefndar kirkjuþings „Hvað á ég að segja við mömmu þína?“ Karl gerði til að mynda ítrekuð mistök þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, leitaði til hans vegna ofbeldis- ins sem faðir hennar beitti hana. Sagði hún honum fyrst sögu sína þegar hún ákvað að vera ekki viðstödd útför Ólafs árið 2008. Síðar átti hún fund með biskupi og óskaði þá eftir fundi með kirkjuráði. Lýsti hún því fyrir rann- sóknarnefndinni hvernig Karl brást við eftir að hún sagði honum frá níð- ingsskap föður síns og sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið: „Hvað á ég að segja við mömmu þína?“ Sjálf- ur vísaði hann því á bug en skrifstofu- stjóri Biskupsstofu sagðist vita til þess að Karl hefði verið í sambandi við Ebbu á meðan Guðrún Ebba var látin bíða svars í eitt og hálft ár eftir að hún óskaði eftir fundi með kirkjuráði. „Við flúðum. Við fórum bara heim til okkar og sögðum að við færum aldrei aftur í þennan skóla,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir en hún hætti í Landakotsskóla þegar hún var átta ára gömul. Þá hafði hún verið þar í tvö og hálft ár. Hún og nokkur önn- ur bekkjarsystkini hennar hættu útaf Margréti Müller og séra Georg. Hún segist hafa verið heppin að á hana hafi verið hlustað heima fyrir því ekki voru allir svo lánsamir að fá að hætta í skól- anum. „Það hafa margir spurt mig: „Fékkstu að hætta?“ Það var ekkert auð- velt að hætta þarna því þau herjuðu ofsalega mikið á foreldra og aðstandend- ur þeirra sem vildu hætta.“ Hildur Helga man til dæmis vel eftir því að þegar hún hætti þá mættu þau heim til hennar í þeim tilgangi að fá foreldra hennar til að senda hana aftur í skólann. „Ég man að þau komu og voru marga klukku- tíma niðri í stofu og voru að fá pabba á sitt band. Amma mín studdi mig og ég verð henni ævinlega þakklát fyrir það. Hún sagðist trúa mér og ef ég neitaði að fara í þennan skóla þá yrði ég ekki pínd til að fara,“ segir Hildur og er ekki hissa á því að það hafi verið erfitt að fá að hætta. „Þau voru bara svo slóttug. Þau sleiktu foreldrana upp út í hið óendanlega.“ Kvikindisleg og vond Í gegnum árin hefur Hildur oft rætt um Margréti Müller og séra Georg við vini sína úr skólanum. Hún seg- ir þau hafa verið illgjörn bæði tvö og ekki síst séra Georg. Í kjölfar frétta- flutnings af skólanum hefur ýmislegt rifjast upp fyrir henni. „Við skóla- félagarnir úr Landakotsskóla erum sjokkeruð. Við erum búin að vera hálfmiður okkar síðan þetta birtist,“ Flúði Landa- kotsskóla n Hildur Helga Sigurðardóttir flúði Landakotsskóla átta ára gömul n Segir skólann hafa verið andstyggilegan Ekki lengur kaþólskur skóli Þetta er ekki svona núna. Ég vil ekki vera að tjá mig um fortíðina. Ég horfi bara fram á við,“ segir Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, aðspurður um fréttir síðustu daga af ofbeldi sem átti sér stað innan veggja skólans. Sölvi tók við sem skóla- stjóri Landakots- skóla árið 2010 en skólinn er ekki lengur skilgreindur sem kaþólskur skóli. Í Fréttatímanum á föstu- daginn er einnig rakin frásögn ungs manns sem segir þau hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. „Þetta er löngu liðin tíð,“ segir Sölvi sem er viss um að skólastarfið í dag sé með eðlilegum hætti enda hafi nýtt félag tekið við rekstri skólans árið 2005. Í dag sé skólinn ekki rekinn af kaþólsku kirkjunni. Aðspurður um hvort hann hafi ekki skoðun á þeim atburðum sem áttu sér stað innan veggja skólans játar hann því. „Mér finnst óskaplegt að lesa þetta. Alveg hræðilegt en ég hef ekkert meira um það að segja,“ segir Sölvi. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Margrét Müller rannsökuð: KENNARINN SEM KVALDI BÖRN 20.–21. júní 2011 69. tbl. 101. árg. leiðb. verð 429 kr. Mánudagur og þriðjudagur kalli Bjarni aFtur FYrir dÓM Félag rÓBerts í Misnotkun á 110% leiðinni glannar græða LANDSLIÐIÐ DJAMMAÐI EFTIR SIGURINN n „Áfram ísland“ ómaði fram á nótt KVARTAR UNDAN hÖRKU hUNDA- FANGARA Verðlaun í skugga uppsagna Óvænti þingmaðurinn Framsóknarkonan Eygló Harðardóttir: n „Ég hélt nú ekki“ n Einkennilegir tímar n Vildi fjóra ráðherra fyrir dóm n „Valdinu verður að fylgja ábyrgð“ n nemendur landakotsskóla takast á við afleiðingar andlegs ofbeldis n „ég er enn svo reiður“ n „allir vissu hvernig hún var en enginn gerði neitt“ Fréttir 2–3 Fréttir 12 Fréttir 4 Neytendur 14–15 Sport 24 hENTI SéR NIÐUR úR TURNI SKóLANS Viðtal Fréttir 10 Fókus 20 22–23 Hildur Helga Sigurðardóttir „Við skóla- félagarnir úr Landakotsskóla erum sjokkeruð. Við erum búin að vera hálfmiður okkar síðan þetta birtist.“ 20. júní 2011 segir Hildur Helga og bætir við. „Það var bara svo and- styggilegt að vera þarna. Þetta var bara svo andstyggilegt fólk. Þau voru kvikindsleg og þau voru vond við börnin. Þau voru sífellt í því að etja börnum saman. Þau lögðu ekki bara börn í einelti sjálf heldur hvöttu þau börn til eineltis.“ Hildur segist ekki hafa verið ein af þeim sem lenti hvað verst í þeim. „Ég var svona einhvers staðar mitt á milli. Ég var ekki lögð í sífellt ein- elti en ég var heldur ekki ein af þeim sem var mest hampað sem ég var óskaplega fegin að vera ekki. Þeim sem var hampað voru í endalaus- um gistingum og náttfatapartíum hjá Margréti á loftinu hjá henni. Mér fannst það einkennilegt þótt ég væri svona lítil og mig langaði aldrei. Maður heyrði af þessum partíum og að séra Georg hefði komið oft í heimsókn á kvöldin í náttfatapartí- in. Maður hafði á tilfinningunni að þetta væri einhvern veginn ekkert alveg í lagi. Ég veit ekkert sem mig hefði langað síður til að gera en að gista hjá Margréti.“ Mörg fórnarlömb á löngum tíma Hildur segir það líka vera merkilegt hvað þau hafi verið lengi við skól- ann. „Það er fólk sem er komið hátt á sjötugsaldur í dag sem var hjá þeim og allt niður í fólk undir tvítugu. Þetta er gífurlega langt tímabil og mörg fórnarlömb. Það hefur verið svolít- ið í umræðunni að svona hafi tíð- arandinn verið á þessum tíma en á hvaða tíma? Þetta er svo langt tíma- bil,“ segir hún og vill meina að margt hafi verið undarlegt þarna. „Það voru alltaf eilífar sníkjur. Margét var að biðja krakkana að koma með eld- húsáhöld og klósettpappír að heim- an. Eins og kaþólska kirkjan hafi ekki átt nóg af pening. Það voru alls kon- ar svona furðulegir hlutir sem voru í gangi þarna.“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Þau voru bara svo slóttug. Þau sleiktu foreldrana upp út í hið óendanlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.