Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 22. júní 2011 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is 110% leiðin – átt þú rétt? · Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar. · Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009. · Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur. · Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu. · Sækja skal um rafrænt á www.ils.is. · Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2011. Majónes, 79% fita 723 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 1% Fita 98% Kolvetni 0% Trefjar 0% Hamborgarasósa 488 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 2% Fita 88% Kolvetni 9% Trefjar 0% Kokteilsósa 639 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 1% Fita 94% Kolvetni 4% Trefjar0% Pítusósa 582 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 1% Fita 95% Kolvetni 2% Trefjar 0% Remúlaði 639 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 2% Fita 95% Kolvetni 1% Trefjar 0% Tómatsósa 115 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 5% Fita 2% Kolvetni 90% Trefjar 2% Bernaisesósa 225 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 4% Fita 83% Kolvetni 11% Trefjar 0% Graflaxsósa 394 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 2% Fita 80% Kolvetni 16% Trefjar 0% Uncle Ben’s súrsæt sósa 87 hitaeiningar í 100 grömmum Orkudreifing: Prótín 1% Fita 0% Kolvetni 96% Trefjar 1% n Sósur á pylsur, hamborgara og pítur eru sannkallaðar fitusprengjur n Í 100 grömmum af kokteilsósu eru rúmlega 600 kaloríur n Íslendingar hafa aldrei verið feitari n Við þurfum að skera niður fituneysluna Erna Kaaber veitingamaður á Ice- landic Fish & Chips segir skyrið sé galdurinn við góða og holla sósu. „Það sem gerir það að verkum er að skyrið er ferskur ostur. Flest- ar aðrar þjóðir nota ferskan ost í sósur og við ættum að vera löngu byrjuð á þessu. Skyrið er fitusnautt og það er helsta ástæðan fyrir hollustunni en til að sósan verði góð þarf að setja út í hana olíu,“ segir hún og nefnir þar ólífuolíu eða einhverja góða kaldhreins- aða olíu. Fólk getur svo bætt við hvaða bragði sem er en með basil og hvítlauk væri eðlilegast að setja ólífuolíu. Ætli fólk hins vegar út í eitthvað asískt þá sé gott að nota sesamolíu og kókosfeiti. „Það er auðvitað hægt að setja hvaða bragðefni sem er út í skyrið og fá það bragð sem er í uppáhaldi hvort sem það er ferskt chili eða capers úr krukku. Skyrið er bara alveg fyrirtaksgrunnur í sósu og hugmyndaflugið getur gefið enda- lausar bragðtegundir,“ segir Erna sem gefur lesendum hér uppskrift að góðri skyrsósu: 1 bolli skyr 1/3 bolli ólífuolía kaldpressuð 1 búnt basilíka 1 hvítlauksrif Maldon Salt Basilíkan og hvítlauksrifið eru sett í blandara eða matvinnsluvél ásamt olíunni. Þetta er þeytt saman og ef þarf má bæta smá vatni út í. Blöndunni er svo hrært út í skyrið ásamt klípu af salti. SkaðSemi SóSunnar Fitusprengjur Holl skyrsósa Skyronnes® Skyrsósur Fish & Chips kallast skyroness og eru skráð vörumerki. Upplýsingar af vef MATÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.