Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 22. júní 2011 Miðvikudagur Eignarhaldsfélagið Consensus ehf, sem rætt er um í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis vegna kaupa félagsins á framvirkum skuldabréf- um í FL Group í gegnum Glitni árið 2008, hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Skiptum er lokið á búi félags- ins, samkvæmt auglýsingu í Lögbirt- ingablaðinu á mánudaginn, og námu lýstar kröfur rúmlega 13,5 milljörð- um króna. Engar eignir voru í búinu á móti þessum skuldum. Glitnir var langstærsti kröfuhafi Consensus, samkvæmt skiptastjóra þrotabúsins, með tæplega 12,7 milljarða króna kröfu í búið. Líkt og DV greindi frá í fyrravor vísaði rannsóknarnefnd Alþingis máli eignarhaldsfélagsins Consen- sus áfram til embættis ríkissaksókn- ara skömmu eftir að skýrsla nefndar- innar kom út í apríl vegna gruns um að refsiverð háttsemi hefði átt sér í viðskiptunum með skuldabréf FL Group. FL Group var, sem kunnugt er, stærsti hluthafinn í Glitni árið 2008 og gat fengið frekari lán hjá Glitni vegna þessara viðskipta Consensus. Í við- tali við DV í tengslum við þann frétta- flutning sagði Björn Bergsson, sett- ur ríkissaksóknari, að málið væri til skoðunar. „Við fyrstu sýn þykir þetta vera skoðunarvert. En það er ekk- ert nánar sem hefur komið fram um það … Hvað verður veit ég ekki … Það er hins vegar ekki búið að taka neina ákvörðun um það hvort þetta mál verði rannsakað sérstaklega og þá enn síður hvort ákært verði í því.“ DV greindi svo frá því í lok nóvem- ber í fyrra að embætti ríkissaksóknara hefði sent mál eignarhaldsfélagsins Consensus til embættis sérstaks sak- sóknara vegna rökstudds gruns um lögbrot. Eigandi Consensus var Kjartan Broddi Bragason. DV reyndi ítrekað að ná tali af Kjartani Brodda í fyrra vegna málsins en án árangurs. Gátu fengið meira lánað Hugsanlegt er að tilgangur fjárfesting- ar félagsins hafi verið sá að fara fram hjá reglum fjármálamarkaðarins um hámarkslánveitingar til einstakra að- ila. Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis var Glitnir búinn að lána FL Group svo mikið að bankinn gat ekki lánað félaginu meira vegna þessara reglna um stórar áhættu- skuldbindingar. Fjárfesting Consen- sus, og annarra eignarhaldsfélaga, í skuldabréfum FL Group gerði það hins vegar að verkum að Glitnir gat þar með lánað FL Group þá 12 millj- arða sem félögin höfðu fjárfest fyr- ir í skuldabréfum FL. Af þessum tólf milljörðum keypti Consensus skulda- bréf fyrir átta milljarða króna. „Með því að fá viðskiptavini sína til þess að gera framvirka kaupsamninga um skuldabréf Glitnis var hægt að lána FL Group þessa 12 milljarða þar sem áhættan var formlega á félögun- um sem gerðu framvirku samningana við bankann,“ segir í skýrslunni. Fjárfesting Consensus kom sér því afar vel fyrir FL Group. Vegna hennar gat félagið fengið frekari lán hjá Glitni. Hugsanlegt er að Consensus-málið sé rannsakað sem hluti af meintri mark- aðsmisnotkun Glitnis og FL Group á árunum fyrir íslenska efnahagshrun- ið en Stím-málið svokallaða er annað dæmi um slíka meinta misnotkun. Hátt lán til eignalítils félags Ályktunin sem rannsóknarnefndin dregur af Consensus-málinu er sú að ef áhættan af viðskiptunum hefði í raun og veru ekki átt að hvíla á bank- anum, líkt og ef lánin hefðu borist til FL Group án þátttöku Consen- sus og annarra félaga sem fjárfestu í framvirkum skuldabréfum FL Gro- up, hefðu þessi félög þurft að vera nægilega sterk til að þola greiðslu- fall FL Group. Þetta var ekki raun- in með Consensus, þar sem félagið var „skráð án eigna og með 117 þús- und króna skuldir í lok árs 2007 sam- kvæmt rekstrarframtali“, eins og segir í skýrslunni. Sú staðreynd að ekkert fékkst upp í þessar 13,5 milljarða króna kröfur á hendur Consensus þarf því ekki að koma á óvart. Áhætt- an hvíldi því öll á bankanum hvort sem er þar sem hann lánaði til við- skiptanna með skuldabréfin. Í skýrslunni snýst einn hluti gagn- rýninnar á viðskipti Consensus með skuldabréfin í FL Group um þessa staðreynd: Félagið var eignalaust en tók þátt í milljarða króna viðskiptum. Þar er enn fremur rætt um hvern- ig Consensus fjármagnaði eigin- fjárframlag sitt í viðskiptunum með skuldabréfin. Þetta var gert með víxli frá Icebank upp á tæpar 600 milljónir króna. Skiptastjóri Consensus segir að Icebank hafi farið fram á að fé- lagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta og hafi gert næsthæstu kröfuna í búið á eftir Glitni. Vitnað er í útlánaskýrslu frá Ice- bank í skýrslunni þar sem sýnt er fram á þetta. Í útlánaskýrslunni segir: „Lánið notaði Consensus til að kaupa víxla útgefna af bankan- um. Consensus lagði víxlana síðan fram sem tryggingu vegna framvirks samnings um kaup á skuldabréf- um FL Group sem félagið gerði við Glitni.“ Ályktunin sem rannsóknarnefnd- in dregur af þessu er sú að Icebank hafi fjármagnað eiginfjárframlag Consensus í viðskiptunum. Þetta þýðir að Icebank lánaði eignalausu félagi 600 milljónir króna til að kaupa skuldabréf FL Group. Ekki er greint frá því í skýrslunni hvaða veð Con- sensus lagði fram í viðskiptunum við Icebank. Þetta makalausa félag er nú orðið gjaldþrota og verður tíminn að leiða það í ljós hvort ákæruvaldið mun aðhafast eitthvað vegna þeirra við- skipta sem félagið stóð í fyrir hrun. n Engar eignir á móti 13,5 milljarða skuldum n Fékk átta milljarða lán til að kaupa skuldabréf FL Group n Málið endaði hjá sérstökum saksóknara Huldufélag FL í 13 milljarða þrot FL Group gat fengið hærri lán „Eins og kemur fram í kafla 8.7 hér á undan hafði lánafyrirgreiðsla Glitnis til FL Group og tengdra aðila vaxið verulega fram á árið 2008 og átti bankinn erfitt með að lána félaginu meira vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar. Með því að fá viðskiptavini til þess að gera framvirka kaupsamninga um skuldabréf Glitnis var hægt að lána FL Group þessa 12 milljarða þar sem áhættan var form- lega á félögunum sem gerðu framvirku samningana við bankann. Til þess að áhættan væri hins vegar sannarlega ekki Glitnis hefðu þessi félög þurft að vera nógu sterk til þess að þola greiðslufall FL Group.“ Um Consensus í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is FL Group græddi FL Group, stærsti hluthafi Glitnis, græddi á viðskiptunum sem Consensus átti í þar sem félagið gat fengið meira að láni frá Glitni vegna þeirra. Jón Ásgeir Jóhannesson var stjórnarformaður og helsti eigandi FL Group. Dæmi í rannsóknarskýrslunni sýna að Jón Ásgeir nánast handstýrði Glitni í gegnum stjórnendur bankans. Mynd biG Ungmenni aðstoða ferðamenn í Reykjavík í sumar: Lifandi vegvísar í miðborginni Lifandi vegvísar aðstoða ferða- menn og vísa þeim til vegar á götum Reykjavíkur í sumar. Starfsmennirn- ir, sem eru allir ungt fólk, hafa að- setur á Höfuðborgarstofu og vinna náið með Upplýsingamiðstöð ferða- manna í Aðalstræti 2. Hópurinn verður einnig með að- setur í Laugardalnum en Reykja- víkurborg og Farfuglaheimilið í Reykjavík vinna saman að tilrauna- verkefninu Grænt hringborð, en það er upplýsingaborð þar sem ferða- menn geta fengið upplýsingar um umhverfisvæna ferðamáta og fleira. DV fylgdi tveimur 18 ára veg- vísum, Davíð Þór Katrínarsyni og Sunn efu Gunnarsdóttur, við störf þeirra um miðborgina. „Túristarnir eru ekki mikið að því að koma upp að manni og spyrja spurninga eins og er. Það er um að gera að nálg- ast þá á blíðlegan hátt og taka skýrt fram að þetta sé ókeypis þjónusta og að við séum ekki að selja neitt. Samt eru ekki svo margir sem þurfa hjálp, það eru ekki allir týndir,“ segir Dav- íð. Sunnefa tekur undir það og seg- ir að mjög margir haldi að þau rukki fyrir þjónustuna. Jafnframt eru Dav- íð og Sunnefa sammála um að þau hafi hingað til lært að meta borgina betur og tileinka sér umhverfisvæn- an lífsstíl. DV spjallaði við Drífu Magn- úsdóttur, verkefnastjóra Upplýs- ingamiðstöðvarinnar, um verk- efnið. „Þessir lifandi vegvísar eru á ferð um miðborgina með kort af Reykjavík og eru merktir Upplýs- ingamiðstöðinni. Þau leiðbeina ferðamönnum, sem eiga leið sína um miðbæinn, á þá staði sem þeir leita eftir. Svo taka þeir á móti ferðamönnum sem koma hér með skemmtiferðaskipum, taka á móti rútunum og fara niður á Miðbakka þegar þar eru skip. Svo eru ýmis önnur tilfallandi störf, svo sem að- stoðarvinna á Upplýsingamiðstöð- inni, dreifing á gestakortum og ýmsu öðru.“ Ferðamenn Lifandi vegvísar aðstoða ferðamenn í sumar. Misnotaði 16 ára ölvaðan dreng Karlmaður hefur verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- lega áreitni gegn 16 ára unglings- pilti. Maðurinn er fráskilinn tveggja barna faðir og starfar sem stýrimað- ur á dönsku flutningaskipi. Máls- vörn mannsins var sú að hann hefði haldið að pilturinn væri kona. Mað- urinn var einnig sakfelldur fyrir að gefa tveimur 16 ára piltum áfengi þetta sama kvöld, þann 20. nóvem- ber í fyrra. Forsaga málsins er sú að piltur- inn fór heim til mannsins ásamt vini sínum þar sem þeir neyttu áfengis. Vinurinn varð fljótlega mjög ölvaður og fór heim til sín. Maðurinn og pilt- urinn sátu áfram að drykkju. Piltur- inn fór svo að sofa á heimili manns- ins en vaknaði við það um hádegið daginn eftir að maðurinn hafði af- klætt hann og var að káfa á honum. Pilturinn hélt því fram að maðurinn hefði stungið fingri upp í endaþarm sinn og fróað sér. Hann segir að sér hafi liðið mjög illa eftir atvikið, hann hafi viljað enda líf sitt. Hann hafi í kjölfarið þurft að leita til sálfræðings til að vinna úr sínum málum. dótakassinn opnaður Dótakassinn, nýtt verkefni sem ætlað er að virkja leikgleði borgarbúa og fá þá til að nýta Klambra tún í alls konar leiki í sumar, var opnaður á þriðjudag. Í dótakassanum er fullt af leik- föngum og leiktækjum sem hægt er að fá að láni endurgjaldslaust. Verkefnið er á vegum Frístunda- miðstöðvarinnar Kamps og verður þannig að á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum verður hægt að fá leikföng lánuð, endurgjaldslaust. Fólk skilar svo leikföngunum til starfsmanna Kamps að loknum leik. Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.