Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 21
Kolbrún fæddist á Akranesi en ólst upp í Engihlíð í Laxárdal í Dölum. Hún var í Grunnskóla Búðardals. Kolbrún ólst upp við öll almenn sveitastörf í Engihlíð, starfaði við dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal, sinnti afgreiðslustörfum í versluninni Dalakjör, starfaði á veitingastað í Kali- forníu í Bandaríkjunum í eitt ár, starf- aði hjá Ferskum kjötvörum í Reykja- vík um skeið, sinnti verslunarstörfum og fiskvinnslu í Ólafsvík, var síðan landpóstur á árunum 2007–2011 en er nú sölumaður hjá Sjávarkistunni í Ólafsvík. Kolbrún á hesta og sinnir hesta- mennsku af kappi. Fjölskylda Maður Kolbrúnar er Víðir Haralds- son, f. 1.3. 1981, sjómaður í Ólafsvík. Dóttir Kolbrúnar frá því áður er Alda Karen Antonsdóttir, f. 3.10. 1999. Dóttir Kolbrúnar og Víðis er Mar- ela Arín Víðisdóttir, f. 30.5. 2003. Sonur Víðis frá því áður er Brynjar Jökull Víðisson, f. 22.2. 2000. Hálfsystkini Kolbrúnar, samfeðra, eru Sigurður Ólafsson, f. 26.6. 1955, rafvirki á Akureyri; Pálmi Ólafsson, f. 24.10. 1956, húsasmíðameistari í Kópavogi; Steinunn Lilja Ólafsdóttir, f. 31.12. 1959, leikskólakennari í Nor- egi; Páll Reynir Ólafsson, f. 17.2. 1964, búsettur á Akureyri. Hálfsystkini Kolbrúnar, sam- mæðra, eru Harald Óskar Haralds- son, f. 17.3. 1970, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal; Sigrún Herdís Þórðardóttir, f. 2.10. 1974, leikskólakennari, búsett á Kálfhóli í Flóa. Foreldrar Kolbrúnar eru Valdís Óskarsdóttir, f. 26.2. 1948, starfsmað- ur við dvalarheimilið Fellsenda í Mið- dölum, og Ólafur Árni Pálmason, f. 7.5. 1931, d. 11.5. 2001, bóndi í Engi- hlíð í Laxárdal. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Miðvikudagur 22. júní 2011 Til hamingju! Afmæli 22. júní Til hamingju! Afmæli 24. júní 30 ára „„ Kamila Monika Chmielewska Starmýri 9, Neskaupsta𠄄 Natalija Harcenko Hraunbæ 72, Reykjavík „„ Ólafía Friðbjörnsdóttir Fléttuvöllum 25, Hafnarfirði „„ Lingyun Yang Ármúla 5, Reykjavík „„ Logi Helgason Bjarkavöllum 5g, Hafnarfirði „„ Valur Adolf Úlfarsson Álfkonuhvarfi 43, Kópavogi „„ Stefán Gestsson Fífurima 24, Reykjavík „„ Guðmundur Sveinn Bæringsson Þorbergsstöðum, Búðardal 40 ára „„ Joao Paulo Filipe Cabrita Jaðarsbraut 3, Akranesi „„ Kleopas Minelga Hringbraut 39, Reykjavík „„ Elfa Ágústsdóttir Gvendargeisla 110, Reykjavík „„ Sigurður Fáfnir Bjarnason Dísaborgum 9, Reykjavík „„ Helgi Sigurður Einarsson Norðurtúni 41, Egilsstöðum „„ Guðmundur Rúnar Kjartansson Kirkjuvegi 40, Reykjanesbæ „„ Kristbjörg Ágústsdóttir Brekkubyggð 56, Garðabæ „„ Hlynur Wium Finnbogason Hnjúkabyggð 27, Blönduósi „„ Linda Björk Helgadóttir Rauðalæk 37, Reykjavík „„ Sigurveig Guðmundsdóttir Efstahjalla 5, Kópavogi „„ Hafrún Lilja Víðisdóttir Aðalgötu 21, Reykjanesbæ „„ Þorgeir Einar Sigurðsson Búðavegi 50, Fáskrúðsfirði „„ Ríkharður Sveinn Bragason Fagradal 10, Vogum „„ Sveinn Kristinn Hjálmarsson Sólheimum 23, Reykjavík 50 ára „„ Bozena Modzelewska Heiðarholti 14d, Reykjanesbæ „„ Jerry Deniega Villaespin Brimnesvegi 12, Flateyri „„ Jacek Ociepski Melbrekku 8, Reyðarfirði „„ Helga Baldvina Ásgrímsdóttir Hraunbæ 37, Hveragerði „„ Sigurlaug Eggertsdóttir Maríubaugi 141, Reykjavík „„ Jóhannes Ágúst Stefánsson Foldahrauni 42d, Vestmannaeyjum „„ Halldór Guðmundsson Víðibergi 1, Hafnarfirði „„ Ólafur Rúnar Ólafsson Laugartúni 2, Akureyri „„ Jón Gísli Þorkelsson Vatnsendabletti 1a, Kópavogi „„ Ólöf Magnúsdóttir Reynilundi 7, Akureyri „„ Ólafur Örn Ólafsson Básbryggju 2, Reykjavík „„ Agnes Heiða Skúladóttir Helgamagrastræti 22, Akureyri „„ Björn Vignir Björnsson Húnabraut 3, Blönduósi „„ Kristín Þorsteinsdóttir Veghúsum 17, Reykjavík „„ Friðþóra E. Þorvaldsdóttir Hólabraut 2, Höfn í Hornafirði 60 ára „„ Margrét Sigurjónsdóttir Egilsgötu 10, Reykjavík „„ Edda Baldvinsdóttir Dvergaborgum 3, Reykjavík „„ Geir Þorsteinsson Stuðlaseli 17, Reykjavík „„ Sverrir B. Þorsteinsson Furuhjalla 10, Kópavogi „„ Þorkell Elí Guðmundsson Logafold 123, Reykjavík „„ Karl Lúðvíksson Furulundi 10, Varmahlí𠄄 Ingibjörg Hjartardóttir Bollagörðum 39, Seltjarnarnesi „„ Sóley Ísaksdóttir Ægissíðu 25, Grenivík „„ Ásta G. Sigurðardóttir Reynigrund 38, Akranesi 70 ára „„ Guðlaug Elísa Kristinsdóttir Suðurgötu 72, Hafnarfirði „„ Ólafur Ingólfsson Arnarhrauni 48, Hafnarfirði „„ Gunnar Þór Alfreðsson Sörlaskjóli 13, Reykjavík „„ 75 ára „„ Guðríður Jónsdóttir Vestur-Sámsstöðum 1, Hvolsvelli „„ Sólveig Guðmundsdóttir Litla-Hvammi 2, Vík 80 ára „„ Svanhvít Jónsdóttir Holtagötu 8, Akureyri „„ Svala Ásbjörnsdóttir Hjarðarhaga 46, Reykjavík „„ Ólafur Friðbjarnarson Heiðarbraut 3, Hnífsdal „„ Svava Benediktsdóttir Sunnuvegi 4, Þórshöfn „„ Garðar Gíslason Illugagötu 50, Vestmannaeyjum „„ Hjördís Þorgeirsdóttir Sléttuvegi 23, Reykjavík „„ Sjöfn Zophoníasdóttir Vesturbergi 19, Reykjavík „„ Sóley Jónsdóttir Hafnarstræti 63, Akureyri 85 ára „„ Jónatan Ágúst Ásvaldsson Vesturgili 6, Akureyri „„ Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Álftamýri 56, Reykjavík 90 ára „„ Guðrún Jónsdóttir Garðsenda 15, Reykjavík 30 ára „„ Sergey Kuznetsov Flúðaseli 93, Reykjavík „„ Przemyslaw Jan Lemecha Álfaskeiði 70, Hafnarfirði „„ Kristín Eiríksdóttir Strandvegi 23, Garðabæ „„ Guðný Dalbjörk Ingvadóttir Bláargerði 59, Egilsstöðum „„ Sævar Sævarsson Smáratúni 36, Reykjanesbæ „„ Guðni Butt Davíðsson Breiðuvík 24, Reykjavík „„ Hildur Tryggvadóttir Flóvenz Hlégerði 19, Kópavogi „„ Ragnhildur Helga Thorsteinsson Ásakór 15, Kópavogi „„ Anna Fjóla Helgadóttir Þorláksgeisla 1, Reykjavík „„ Kristján Jón Jónatansson Asparholti 5, Álftanesi „„ Guðmundur Arnar Grétarsson Krókamýri 58, Garðabæ „„ Hrund Ólafsdóttir Smáratúni 7, Selfossi 40 ára „„ Evaldas Gruzdys Klapparstíg 18, Reykjavík „„ Jolanta Agnieszka Kozica Engjaseli 52, Reykjavík „„ Stefan Christian Otte Rauðási 23, Reykjavík „„ Helena Rut Gestsdóttir Ástúni 2, Kópavogi „„ Jón Haukur Steingrímsson Fróðaþingi 24, Kópavogi „„ Þorgerður Ásdís Viðarsdóttir Heiðarhorni 13, Reykjanesbæ „„ Vilhjálmur Þorsteinsson Flúðaseli 4, Reykjavík „„ Björn Víglundsson Kvistalandi 18, Reykjavík „„ Magnús Már Jónasson Krókamýri 38, Garðabæ „„ Emil Þór Emilsson Ölduslóð 42, Hafnarfirði „„ Sturla Sigmundsson Ægisbyggð 10, Ólafsfirði „„ Ljósbrá H. Baldursdóttir Jakaseli 5a, Reykjavík „„ Sigríður Erna Guðmundsdóttir Álftamýri 10, Reykjavík „„ Víðir Pálsson Miðgarði 2, Neskaupsta𠄄 Edward Þórhallur Jeans Grýtubakka 20, Reykjavík 50 ára „„ Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir Þingholtsstræti 15, Reykjavík „„ Olena María Gústafsdóttir Logafold 190, Reykjavík „„ Jón Víkingur Hálfdánarson Fjóluvöllum 2, Hafnarfirði „„ Guðni Arinbjarnar Fákahvarfi 13, Kópavogi „„ Ásrún Ingvadóttir Hringtúni 2, Dalvík „„ Elísabet Sigríður Ólafsdóttir Suðurbraut 22, Hafnarfirði „„ Bjarni Hákonarson Hvammsgerði 6, Reykjavík „„ Alma Dagbjört Möller Krossalind 4, Kópavogi „„ Heimir Örn Friðvinsson Vestursíðu 32, Akureyri „„ Friðrik Ingi Ágústsson Stóru-Drageyri Felli, Borgarnesi „„ Birgitta Baldursdóttir Engjavegi 19, Ísafirði „„ Lene Zachariassen Kambhóli, Akureyri 60 ára „„ Ingvar G Snæbjörnsson Erluási 64, Hafnarfirði „„ Ólafía Guðfinna Pálsdóttir Sólarsölum 5, Kópavogi „„ Hreinn Grétarsson Ránargötu 31, Akureyri „„ Anna Grímsdóttir Silungakvísl 5, Reykjavík 70 ára „„ Stefán Þorsteinsson Brekkugötu 25, Akureyri „„ Víglundur Þorsteinsson Sóltúni 12, Reykjavík „„ Gunnhildur Höskuldsdóttir Helluvaði 7, Reykjavík „„ Ásta Lillý Benedikts Öldugötu 7, Reykjavík „„ Hjördís Jónsdóttir Ásvegi 13, Dalvík 75 ára „„ Bragi Jóhannsson Skagfirðingabraut 39, Sauðárkróki „„ Lúðvík Guðmundsson Suðurgötu 8, Reykjanesbæ „„ Sonja Símonardóttir Suðurbraut 3, Kópavogi „„ Pétur M. Bjarnarson Grænahjalla 27, Kópavogi 80 ára „„ Sesselja Ada Kjærnested Sóltúni 51, Selfossi „„ Sigrún Tryggvína Jónsdóttir Bjarmalandi 21, Reykjavík „„ Ingunn Björgvinsdóttir Safamýri 46, Reykjavík „„ Erlendur Halldórsson Stóragerði 8, Reykjavík 85 ára „„ Grímur Jónsson Sléttuvegi 19, Reykjavík „„ Jóel Bachmann Jóelsson Sunnubraut 3, Reykjanesbæ 90 ára „„ Katrín H. Thorstensen Gullsmára 10, Kópavogi 95 ára „„ Geir Reynir Tómasson Hávallagötu 45, Reykjavík Bolli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík, var skiptinemi við japanskan mennta- skóla í Fukushima í einn vetur, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 2002, stundaði nám í iðn- aðar- og vélaverkfræði við Háskóla Ís- lands, lauk þaðan verkfræðiprófi 2007 og hefur stundað MA-nám í fjármál- um við Waseda University í Tokyo frá 2008 með styrk frá japanska mennta- málaráðuneytinu. Hann er nú að ljúka MA-ritgerð. Bolli var Questor Scholae og In- spector Sholae í Menntaskólanum í Reykjavík, var formaður Heimdallar 2004–2006, sat í stjórn SUS á sama tíma, í stjórn og gjaldkeri Vöku 2003 og í stjórn Varðar 2004–2006, var vara- borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík 2006–2010, var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- urborgar, sat í Menntaráði og í fram- kvæmdaráði Reykjavíkurborgar. Bolli var fangavörður á Litla- Hrauni 2007, starfaði fyrir Sigurð Óla Ólafsson, forstjóra Actavis, í Japan frá 2007 og átti þá stóran þátt í því að koma fyrirtækinu inn á japanskan markað. Þá starfaði hann í hlutastarfi í íslenska sendiráðinu í Japan. Bolli starfrækir nú eigið ráðgjafa- fyrirtæki, Takanawa, í Japan og á Ís- landi. Fjölskylda Hálfbróðir Bolla, sammæðra, er Björn Á. Pétursson, f. 29.6. 1968, verkfræð- ingur í Reykjavík. Hálfsystkini Bolla, samfeðra, eru Jón F. Thoroddsen, f. 23.4. 1971, hag- fræðingur í Reykjavík; Halldís Thor- oddsen, f. 28.9. 1989, nemi við Há- skóla Íslands. Foreldrar Bolla eru Skúli Thorodd- sen, f. 5.8. 1949, lögmaður í Keflavík og fyrrv. framkvæmdastjóri Starfs- greinasambands Íslands, og Margrét Björnsdóttir, f. 1.7. 1948, aðjunkt við Háskóla Íslands og formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ætt Skúli er sonur Bolla Skúlasonar Thor- oddsen, borgarverkfræðings í Reykja- vík, bróður Sigurðar verkfræðings, föður Dags Sigurðarsonar skálds, og afa Katrínar Jakobsdóttur mennta- málaráðherra. Meðal annarra systk- ina Bolla voru Katrín, læknir og alþm., Skúli, lögfræðingur og alþm, Guð- mundur læknaprófessor og Unnur, móðir Skúla Halldórssonar tónskálds, föður Magnúsar arkitekts. Bolli var sonur Skúla, alþm. og ritstjóra á Ísa- firði, bróður Þorvalds náttúrufræð- ings, Sigurðar landsverkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsæt- isráðherra, og bróðir Þórðar, lækn- is og alþm., föður Emils tónskálds. Skúli var sonur Jóns, skálds og sýslu- manns á Leirá Thoroddsen, og Krist- ínar Ólínu Þorvaldsdóttur, umboðs- manns í Hrappsey, Sívertssen. Móðir Bolla borgarverkfræðings var Theo- dóra Thoroddsen skáldkona, systir Ásthildar, móður Muggs myndlist- armanns og Katrínar, móður Péturs Thorsteinsson sendiherra. Theodóra var dóttir Guðmundar, prófasts á Breiðabólstað Einarssonar, bróður Þóru, móður Matthíasar Jochums- sonar skálds. Móðir Skúla lögmanns var Una, dóttir Kristjáns Jóhannessonar, skip- stjóra á Sveinseyri við Dýrafjörð, og Ólafar Guðmundu Guðmundsdóttur húsfreyju, síðar á Arnarnúpi í Dýra- firði. Margrét er dóttir Þórðar, verslun- arfulltrúa, bróður Kristjáns, ritstjóra Varðar og rithöfundar sem skrif- aði ritdóminn fræga um Vefarann mikla frá Kasmír. Þórður var sonur Alberts, aðalbókara Landsbanka Ís- lands, bróður Matthíasar þjóðminja- varðar og Ágústs Flygenring, afa Páls Flygenring ráðuneytisstjóra. Albert var sonur Þórðar, b. á Fiskilæk Sig- urðssonar. Móðir Alberts var Sigríð- ur, systir Þórðar, föður Björns for- sætisráðherra, föður Þórðar, fyrrv. ríkissaksóknara. Systir Sigríðar var Guðrún, kona Matthíasar Jochums- sonar skálds, langamma Ragnars Arnalds, fyrrv. formanns Heims- sýnar. Sigríður var dóttir Runólfs, b. í Saurbæ á Kjalarnesi Þórðarsonar. Móðir Sigríðar var Halldóra Ólafs- dóttir, b. á Blikastöðum, bróður Ragn- heiðar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigurgeirssonar biskups. Ólaf- ur var sonur Guðmundar, litara og b. í Leirvogstungu Sæmundssonar, b. á Kjarlaksstöðum Þórðarsonar, pró- fasts á Staðastað Jónssonar, biskups á Hólum Vigfússonar, langafa Sig- ríðar, ömmu Bjarna Thorarensen skálds. Jón var einnig langafi Önnu, langömmu Jónasar Hallgrímssonar skálds, og Einars, afa Einars Bene- diktssonar skálds. Móðir Ólafs var Guðrún, systir Bjarna, langafa Jóns, afa Jóhannesar Nordal, föður Ólafar, alþm. og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Guðrún var dóttir Halldórs, b. í Skildinganesi Jónssonar, b. á Arn- arhóli, Tómassonar, ættföður Arnar- hólsættar í Reykjavík Bergsteinsson- ar. Móðir Þórðar verslunarfulltrúa var Steinunn, systir Margrétar Þor- bjargar, eiginkonu Thors Jensen og móður Ólafs Thors forsætisráðherra og Thors Thors sendiherra. Steinunn var dóttir Kristjáns, b. í Hraunhöfn Sigurðssonar, b. á Elliða Jónssonar, b. í Böðvarsholti Pálssonar, b. í Bláfeldi Magnússonar, bróður Halldórs, lang- afa Guðnýjar, langömmu Valtýs Guð- mundssonar. Móðir Steinunnar var Steinunn Jónsdóttir, b. í Bergsholti í Staðarsveit Sveinssonar. Móðir Jóns var Vigdís Ólafsdóttir, lrm. á Lund- um í Borgarfirði Jónssonar, langafa Ólafs, langafa Bjarna Benediktsson- ar forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm., en bróðir Bjarna var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, alþm. og formanns Sjálfstæðisflokksins. Ólafur var einn- ig langafi Eiríks, langafa Þorsteins frá Hamri. Móðir Steinunnar Jónsdóttur var Þorbjörg Guðmundsdóttir, pró- fasts á Staðastað Jónssonar og Mar- grétar Pálsdóttur, systur Gríms, lang- afa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Margrétar var Guðrún, að- stoðarmaður tannlæknis, búsett í Bandaríkjunum, dóttir Ársæls, skip- stjóra í Ólafsvík Þorsteinssonar. Bolli er í Japan um þessar mundir. Bolli Thoroddsen verkfræðingur Kolbrún Þóra Ólafsdóttir sölumaður hjá Sjávarkistunni í Ólafsvík 30 ára á miðvikudag 30 ára á miðvikudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.