Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 22. júní 2011 Miðvikudagur Ummæli hommafælinna Færeyinga öðlast framhaldslíf í fjölmiðlum: Fann Fyndið drasl á Facebook „Ég var að finna til eitthvert drasl á Facebook,“ segir húmoristinn Hall- dór Högurður handritshöfundur um hlekk sem hann setti á Facebook- síðu sína í gær. Hlekkurinn var til- vísun í færeyska Facebook-síðu þar sem hommafælnir Færeyingar mót- mæltu tónleikum Eltons John í Fær- eyjum. Það mun vera tæpt ár síðan þessi herferð fór fram því tónleikarnir voru haldnir í lok júní í fyrra. En svo virðist sem fréttanefi grín- istans Halldórs Högurðar sé treyst án nokkurs vafa því að á þriðjudags- morgun birtist frétt á Eyjunni um ummæli hommafælnu Færeying- anna. Fréttin bar fyrirsögnina „ Elton John er Satan á leið til Færeyja“. Þremur tímum síðar kom frétt á Pressunni þar sem blaðamaður hafði hringt í Jóhannes í Bónus og spurt hann álits. Jóhannes gaf það upp að hann myndi styðja Elton John í bar- áttu sinni gegn afturhaldsöflunum. Atburðarásin minnir óneitanlega á fræga dæmisögu af hænu sem missti eina fjöður og endaði fiðurlaus. Halldóri finnst fyndið að hlekk- urinn hafi ratað í fréttirnar og segist oft leita að einhverju skemmtilegu til þess að gleðja Facebook-vini sína með. „Það er óborganlegt að fréttir hafi verið unnar úr þessum hlekk mín- um, ég var bara að leita að fyndnum og asnalegum nöfnum á netinu og datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun. Þegar ég sá hvað þessi síða snerist um þá fannst mér þetta bara of fynd- ið,“ segir Halldór. Ummælin lifna við Hommafælnir Færeyingar geta glaðst yfir því að ummæli þeirra fá fram­haldslíf í íslenskum fjölmiðlum. Jóhannes í Bónus kemur hommum ári of seint til bjargar. Óvæntur fréttahaukur Halldór Hög­ urður setti hlekk á Facebook sem rataði í fréttirnar. Á sgeiri Kolbeinssyni, eig- anda Austurs, þykir gam- an að grilla. Hann tók upp á því að grilla fyrir gang- andi vegfarendur á þjóðhátíðar- daginn og grillaði fjöldann allan af risahamborgurum. „Við höf- um gert þetta á 17. júní. Í ár grill- uðum við risahamborgara fyr- ir vegfarendur. Þeir voru grand og sérblandaðir fyrir Austur eftir sérlegri leyniuppskrift. Við vild- um ekki fara í einhverja 17. júní okurstarfsemi og grilla eitthvað sem hverfur bara á grillinu.“ Ás- geir segir að grillið hafi gefist upp og á endanum hafi það hrein- lega sprungið. „Það var svona rétt í lokin, kjötið var búið, það hafði klárast fyrr en ætlað var. Það var mikil olía úr kjötinu sem hafði lekið ofan í grillið. Ég lokaði því og það vildi svo illa til að það hreinlega sprakk svo eldtungurn- ar stóðu út um allt.“ Áttu fótum fjör að launa Ásgeir segir fólki eðlilega hafa verið brugðið og sumir hafi átt fótum fjör að launa. „Flestöll- um var brugðið nema okkur. Þetta er eitthvað sem vanir grill- arar geta átt von á,“ segir Ásgeir og skellir upp úr. Hann bætir þó við að kokkarnir á Austri sjái nú oftast um eldamennskuna þann- ig að gestir staðarins þurfi ekki að kvíða fleiri sprengingum í spennumyndastíl. „17. júní er nú bara einu sinni á ári og þá á vel við að vera með læti.“ En hversu vanur grillari er Ás- geir? „Á skalanum 1 til 10 raða ég mér ofarlega, ég er mjög fær. Þetta var bara svona svolítið öðruvísi þennan dag. Það hafði verið grillað allan liðlangan dag- inn og mikið álag á grillinu.“ Opnar Austur yfir daginn Það er heilmargt fram undan hjá Ásgeiri og hann segist ekki hafa tíma til að fara í sumarfrí. Hann ætlar að opna staðinn fyrir gestum á daginn og opna eldhúsið. En hingað til hefur Austur aðeins verið rekið sem veitinga- og skemmtistaður á kvöldin. „Það er nú leyndó hvernig matseðillinn verður samansettur, en við ætlum að bjóða upp á öðruvísi stemn- ingu en gengur og gerist á stöð- unum í kring. Við opnum stað- inn yfir daginn eftir mánuð og þá kemur þetta allt saman í ljós.“ kristjana@dv.is n Ásgeir Kolbeinsson grillaði fyrir vegfarendur á 17. júní n Grillið sprakk og eldtungurnar stóðu í allar áttir n Fólk átti fótum fjör að launa GRILLIÐ SPRAKKKokkarnir á Austri sjá um eldamennskuna héðan í frá Ásgeir Kolbeinsson grillaði fyrir vegfarendur fyrir utan Austur á 17. júní og lenti í því óhappi að grillið sprakk svo eldtungurnar teygðu sig um allt. Jónsmessutón- leikar í Viðey Fimmtudagskvöldið 23. júní munu trúbadorinn Svavar Knútur og djassdívan Kristjana Stefáns halda tvenna Jónsmessu­ tónleika. Svavar Knútur segir að stemningin á tónleikunum verði krúttuð dramatík þar sem saman muni fara kántrítónlist, Abba, íslensk lög og frumsamin lög þeirra sjálfra. „Þetta eru svona Jónsmessu­ dúettatónleikar. Okkur langaði líka að hafa tónleika um miðnættið, það væri notalegt að hafa svona öðruvísi stemningu þá. Ef veðrið verður gott þá verðum við úti, ef það verður kalt þá verðum við inni í Viðeyjar­ stofu. Þetta verður svona krúttstemning, við erum svo hrikalega krúttleg,“ segir Svavar Knútur. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru börn sérstaklega velkomin á þá. Miðnæturtónleikarnir hefjast klukkan 23. Sprækum tónleikagestum verður síðan frjálst að velta sér upp úr Viðeyjardögg. Framtíð gríns á íslandi borgið DV sagði frá því á dögunum að brotist hefði verið inn til Hugleiks Dagssonar og þaðan stolið vinnutölvu hans. Bubbi Morthens notaði tækifærið í útvarpsþættinum Virkir morgnar á mánudaginn og bað „vini sína í undirheimunum“ um að skila gögnunum upp í Efstaleiti. Á þriðjudagsmorgun var búið að koma hörðum diski með afriti af gögnum Hugleiks þangað og beið hann Gunnu Dísar stjórnanda þáttarins Virkir morgnar. Hún kom honum svo til Hugleiks sem tók á móti honum. Nú þegar Hugleikur hefur endurheimt gögnin sín má því með sanni segja að framtíð íslensks gríns sé borgið. „Ég lokaði því og það vildi svo illa til að það hreinlega sprakk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.