Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 22. júní 2011 hald veita takmörkuð völd innan fyrirtækisins. Einnig má geta þess að Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmda­ stjóri Miðengis ehf., situr í stjórn 66°Norður þar sem Sigurjón Sig­ hvatsson er stjórnarformaður. Mið­ engi ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Íslandsbanka sem heldur utan um eignarhlut bankans í hinum ýmsum fyrirtækjum og á heima­ síðu Miðengis kemur fram að 33,3 prósenta hlutur Íslandsbanka í 66°Norður hafi verið í rekstrarlegri umsjón félagsins. Samkvæmt heimildum DV var það löngu ákveðið að Helgi Rún­ ar og Bjarney kæmu að rekstri 66°Norður þrátt fyrir að fyrirtækja­ ráðgjöf Íslandsbanka hefði byrj­ að á því að auglýsa þriðjungshlut í fyrirtækinu til sölu í „opnu sölu­ ferli“ þann 1. nóvember í fyrra. Viðmælandi DV segir að Helgi Rúnar hafi í lok síðasta árs boðið öðrum fjárfestum en þeim sem nú komu að kaupunum að taka þátt í að koma með sér að kaupum á 66°Norður. Upplýsti hann um góð tengsl sín við Íslandsbanka, fyrr­ verandi vinnuveitanda sinn. Helgi Rúnar reyndi líka að komast yfir annað fyrirtæki þar sem Íslands­ banki var stærsti lánveitandinn en það fyrirtæki vildi ekki taka þátt í þeim gjörningi með Helga Rúnari og bankanum. „Þetta er kunn­ ingjasamfélagið í hnotskurn,“ segir heimildarmaður DV. „Þetta er snúningur hjá Helga Rúnari og Bjarneyju. Þau hafa boðið Íslandsbanka að Helgi Rún­ ar tæki við forstjórastarfinu hjá 66°Norður og myndi finna fjár­ festa til þess að taka þátt í kaupun­ um á fyrirtækinu,“ segir heimildar­ maður. Samkvæmt heimildum DV höfðu aðrir aðilar samband við Ís­ landsbanka og lýstu yfir áhuga á því að koma að rekstri 66°Norð­ ur og voru tilbúnir að koma með töluvert mikið eigið fé inn í félagið. Bankinn sýndi þeim aðilum hins vegar lítinn áhuga. „Alveg út úr kortinu“ Þótt Íslandsbanki hafi farið með þriðjungshlut í 66°Norður og fyr­ irtækið hafi verið með öll lán sín hjá bankanum, nærri 2,4 milljarða króna í lok árs 2009 ef næsta árs af­ borganir eru meðtaldar, gat Íslands­ banki ekki auðveldlega tekið fyrir­ tækið alfarið yfir. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að 66°Norður sé mjög skuldsett hefur fyrirtækið náð að borga af öllum lánum sínum. Sigur­ jón leggur áherslu á að félagið hafi ekki fengið neinar afskriftir og það hafi staðið af sér hrunið án þess að lækka laun starfsmanna. Heimildarmaður DV segir að hins vegar hafi þau Helgi Rúnar og Bjarney tjáð Sigurjóni Sighvats­ syni, aðaleiganda félagsins, að þau hefðu fengið lífeyrissjóði með sér í að kaupa helmingshlut í fyrirtækinu sem væru tilbúnir að borga það verð sem Sigurjón vildi fá. „Þau létu meta félagið á 3,5 milljarða króna þann­ ig að verðið á 50 prósenta hlutn­ um sem lífeyrissjóðirnir keyptu að mestum hluta er alveg út úr kort­ inu,“ segir heimildarmaðurinn. Þegar ársreikningur 66°Norður fyrir árið 2009 er skoðaður kemur sést að eiginfjárhlutfall félagsins var þá 1,6 prósent, eða um 40 milljónir króna, á móti skuldum upp á tæplega 2,6 milljarða króna. Athygli vekur að viðskiptavild félagsins er metin á um 740 millj­ ónir króna. Það er þó töluvert lægra en hún var árið 2005 eftir að Sigurjón hafði yfirtekið félagið ásamt Sjóvá. Þegar Þórarinn Elm­ ar Jensen og synir hans seldu fyr­ irtækið var viðskiptavild félags­ ins metin á 0 krónur. Eftir yfirtöku Sigurjóns og Sjóvár hækkaði við­ skiptavild 66°Norður úr engu í 893 milljónir króna. Viðmælandi DV sagði að ýms­ ar tölur í ársreikningi 66°Norður bentu til þess að félagið væri ekkert endilega eftirsóknarverður fjárfest­ ingarkostur. Dæmi um það væri að fatnaður á lager hjá félaginu næmi nánast árlegri veltu félagsins. „Ef fyrirtæki er með lager sem nemur nærri ársveltu er eitthvað að í rekstr­ inum,“ sagði viðmælandinn. Flest bendi því til þess að verðmat upp á 3,5 milljarða króna sé langt umfram raunverulegt virði félagsins. Einnig sé ýmislegt annað sem ekki hafi reynst farsælt fyrir rekstur fyrirtækisins. Þannig hafi það ver­ ið stefnan hjá Sigurjóni Sighvats­ syni að gera 66°Norður að dýrasta útivistarmerkinu. Sú ákvörðun hafi ekki haft slæm áhrif fyrir söluna á Íslandi en það hafi takmarkað vaxt­ armöguleikana erlendis. „Sigurjón kaupir fyrirtækið á sínum tíma með það að markmiði að selja það fljótt aftur á hærra verði. Það er búið að byggja upp fyrirtækið og reka það með því hugarfari að selja það aft­ ur og þannig rekstur er alltaf erfið­ ur.“ DV hefur einnig heimildir fyr­ ir því að ráðgjafarfyrirtæki erlendis hafi nú reynt að finna kaupanda að 66°Norður í heild sinni í rúmt ár án árangurs. Sigurjón glímir við milljarða- skuldir Talið er að Íslandsbanki hafi ákveðið að yfirtaka 16,7 prósent af eignarhlut Sigurjóns í 66°Norður vegna slæmrar fjárhagsstöðu fé­ laga hans. Eins og áður kom fram er talið að Íslandsbanki hafi veitt honum 100 prósenta lán fyrir yf­ irtöku hans á 67 prósenta hlut í 66°Norður í upphafi árs 2005. Hins vegar er ekki hægt að nálgast neinar upplýsingar um fjárhags­ stöðu félagsins EGUS Inc. – sem nú heldur utan um helmingshlut Sigurjóns í 66°Norður þar sem fé­ lagið er til heimilis á eyjunni Tor­ tóla á Bresku Jómfrúareyjunum. Sjálfur segir Sigurjón að sala EGUS Inc. á 16,7 prósentum af hlut sínum í 66°Norður hafi ekki verið gerð til þess að grynnka á skuldum félagsins hjá Íslands­ banka. DV hefur áður fjallað um slæma fjárhagsstöðu hjá félögum í eigu Sigurjóns. Útrás kvikmyndafram­ leiðandans til Danmerkur var fjár­ mögnuð með milljarða króna lán­ veitingum frá Straumi árið 2007. Yfirtaka hans á danska dreifingar­ fyrirtækinu Scanbox Entertain­ ment Group var meðal annars fjár­ mögnuð með fimm ára kúlu láni. Sonur hans segir engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Skuldir félaga þeirra námu nærri sex milljörðum við bankahrunið 2008 og er eigið fé eins þeirra neikvætt um næstum tvo milljarða króna. „Sigurjón kem­ ur aldrei með neitt eigið fé,“ segir heimildarmaður sem þekkir við­ skiptaferil Sigurjóns vel. „Hann er veðsettur gjörsamlega upp í topp,“ segir annar. Sigurjón segir að persónuleg fjárhagsstaða sín sé viðunandi. „Ekki síst ef tekið er tillit til allra þeirra sem hrunið hefur leikið grátt,“ segir hann. Helmingur 66°Norður í hendur Glitnistoppa n Fyrrverandi yfirmenn hjá Glitni fengu að kaupa hlut Íslandsbanka í 66°Norður n Auglýst sem opið söluferli n 50 prósenta hlutur Sigurjóns Sighvatssonar í 66°Norður í eigu félags á Tortóla Fyrrverandi yfirmaður hjá Glitni Helgi Rúnar Óskarsson, núverandi forstjóri 66°Norður var yfirmaður mannauðssviðs Glitnis á árunum 2006 til 2008. Talið er að hann hafi nýtt sér góð tengsl innan Íslandsbanka til að komast yfir 66°Norður. „Mér þykir miður að starfsemi og fjárhagsleg staða Sjóklæðagerðarinnar [66°Norður] sé gerð tortryggileg í ljósi þess að fyrirtækið er eitt af fáum fyrirtækjum í landinu sem hefur staðið af sér hrunið og þrátt fyrir afar erfiðar kringumstæður sem enn eru í smásölu og heildsölu á Íslandi er ennþá að vaxa. Fyrirtæki sem hefur staðið við allar sínar skuldbindingar og hvorki lækkaði laun né sagði upp starfsfólki eins og flest önnur og hefur nýlega opnað tvær verslanir til viðbótar þeim sem fyrir eru auk þess sem framleiðsla þess heldur áfram að fá verð- laun og viðurkenningar á alþjóðlegum vett- vangi í samkeppni við aljóðleg risafyrirtæki. Á sama tíma hafa ýmsir samkeppnisaðilar verið teknir yfir af lánardrottnum sínum og starfa áfram í skjóli þeirra og hafa þannig óeðlilega samkeppnisaðstöðu á íslenskum markaði. 66°Norður er einn af hornsteinum ís- lensks atvinnulífs, þótt það sé ekki stórt og skipar stóran sess í hugum Íslendinga. Ég er stoltur að geta verið í forsvari fyrir frábært félag sem á sér einstaka sögu, hefur á að skipa frábæru starfsfólki, margt hvert sem unnið hefur þar um árabil og áratugi og á því mestan heiðurinn af góðu gengi og orðspori 66°Nordur, sem fylgir gæða vöru og góðri þjónustu, sem hafa verið ein- kunnarorð þess í 85 ár.“ Yfirlýsing Sigurjóns Svar Íslandsbanka við fyrirspurn DV um málefni Sjóklæðagerðarinnar, rekstrar- félags 66°Norður: „Íslandsbanki var ekki aðili að né hafði nokkra aðkomu að þeim viðskiptum sem þú vísar til í fyrirspurn þinni [innsk. sölunni á helmingshlut í 66°Norður til Helga Rúnars Óskarssonar, Bjarneyjar Harðardóttur og SÍA I sjóðsins.] Aðkoma Íslandsbanka að málum Sjóklæðagerðarinnar er eftirfarandi. Ís- landsbanki seldi 33,3% hlut í Sjóklæða- gerðinni í desember á síðasta ári. Um opið söluferli var að ræða þar sem öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu ákveðin skilyrði var boðið að taka þátt. Á annan tug fjárfesta tóku þátt í ferlinu og var fjórum fjárfestum boðið að taka þátt í seinni hluta söluferilsins á grundvelli tilboða sem lögð voru fram. Óháður aðili hafði þá farið yfir tilboðin. Kaupandinn var EGUS Inc., sem var eigandi 2/3 af útistandandi hlutafjár félagsins. Aðrir að- ilar sem boðið var að halda áfram skiluðu ekki inn skuldbindandi tilboði.“ Svar Íslandsbanka n Viðskiptavild n Langtímaskuldir n Eiginfjárhlutfall 2004 26 0 m ill jó ni r 0 m ill jó ni r 2004 46 % 2005 14 % 2009 1,6 % 2009 74 3 m ill jó ni r 20 70 m ill jó ni r 89 4 m ill jó ni r 2005 13 05 m ill jó ni r Tölur 66°Norður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.