Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 22. júní 2011 Miðvikudagur Guðmundur á Núpum slapp við gjaldþrot: Samdi við bankann Guðmundur Birgisson fjárfestir, kenndur við bæinn Núpa í Ölfusi, náði samkomulagi við gamla Landsbankann vegna skuldamála sinna eftir að bankinn hafði knúið hann í þrot í lok síðasta árs. Gjald- þrotaúrskurðurinn var felldur nið- ur þann 25. febrúar síðastliðinn eft- ir að lögmaður Guðmundar, Lárus Blöndal, hélt því fram að formgalli hefði verið á málarekstrinum gegn honum. Málið var endurupptekið en Guðmundur virðist hafa náð sam- komulagi við Landsbankann þann- ig að bankinn gekk ekki á eftir því að hann yrði knúinn í þrot aftur vegna skulda sinna við bankann. Guðmundur á Núpum er því ekki gjaldþrota. „Þeir náðu samkomu- lagi, Guðmundur og bankinn,“ seg- ir skiptastjórinn í þrotabúi Guð- mundar, Smári Hilmarsson. Ekkert varð því úr því að búið yrði gert upp og að tekin yrði afstaða til kröfu- lýsinga sem borist höfðu í búið. Skiptalokin voru auglýst í Lögbirt- ingablaðinu þann 20. júní síðast- liðinn. Guðmundur er meðal ann- ars einn af hluthöfum jarða- félagsins Lífsvals, stærsta jarðaeiganda landsins, sem á um 50 bújarðir víða um land. Auk þess átti hann um tíma hlut í MP Banka, verðbréfafyr- irtækinu Virðingu, FL Group og fleiri félögum. Guðmund- ur er samt líklega þekktast- ur fyrir að vera í forsvari fyrir minningarsjóð frænku sinnar Sonju Zorrilla en ekki er vitað almennilega hvað varð um þá fjármuni sem voru í sjóðnum. Guðmundur á Núpum hefur nú sótt um greiðsluaðlögun líkt og DV hefur greint frá. ingi@dv.is Ekki gjaldþrota Guðmundur á Núpum náði sam- komulagi við gamla Landsbankann og er því ekki gjaldþrota. Capacent-nafnið: Lögbanni hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á þriðjudag kröfu GH1 ehf., sem áður hét Capacent, um lögbann á notkun nafnsins Capacent. Eins og kunn- ugt er keypti félag í eigu starfsmanna Capacent félagið í september í fyrra. Með kaupunum fylgdi bæði rekstur og vörumerki Capacent. Félaginu hafði ekki tekist að semja við Ís- landsbanka um lækkun á höfuðstóli erlends láns sem tekið var árið 2007. Því ákváðu starfsmenn að skipta um kennitölu hjá fyrirtækinu í óþökk Ís- landsbanka sem í kjölfarið lagði fram kæru vegna meints kennitöluflakks. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, skiptastjóri þrotabús GH1 ehf., kærði söluna á eignum félagsins til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra auk þess að fara fram á lög- bann hjá sýslumanninum í Reykja- vík á notkun Capacent-nafnsins. Sýslumaður hafnaði þó kröfunni um lögbann og í kjölfarið var farið með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem nú hefur einnig hafnað kröfu um lögbann. Í samtali við DV segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðum um það hvort úrskurði héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar. as@dv.is Fáir treysta landlækni 26,7 prósent landsmanna segjast bera lítið traust til Landlæknis- embættisins, samkvæmt nýrri könnun MMR. Könn- unin var framkvæmd dagana 9. til 15. júní og var heildarfjöldi svarenda 867 einstaklingar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 32,3 prósent bera mikið traust til emb- ættisins, 25 prósent sögðust bera frekar mikið traust og 7,3 prósent sögðust bera mjög mikið traust til til embættisins. „Það var ekkert skipulagt þann- ig,“ segir Alma Geirdal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Forma, sam- taka átröskunarsjúklinga, aðspurð hvort samtökin hafi haldið bókhald eða gert fjárhagsáætlun. Eins og DV greindi frá í síðustu viku styrktu fjöl- mörg fyrirtæki starfsemi Forma þau rúmu tvö ár sem samtökin voru virk. Nú hafa verið teknar saman aðgengi- legar upplýsingar um styrki til sam- takana og voru þeir að lágmarki sam- tals 9 milljónir króna. Þó má gera má ráð fyrir að um mun hærri upphæð- ir hafi verið að ræða enda gátu bæði einstaklingar og fyrirtæki lagt frjáls framlög að vild inn á reikning Forma. Ráðgjafar ekki á launum Þegar tekið var á móti styrkjum, í fleiri en einu tilfelli, kom fram að Forma hygðist nýta peningana í að efla ráðgjafarstarfsemi sína um allt land til að auðvelda átröskunarsjúk- lingum að leita sér hjálpar. Þá átti einnig að koma á fót skipulagðri for- varnarfræðslu í áttunda bekk grunn- skóla og í fyrsta bekk framhaldsskóla. Aðspurð hvort samtökin hafi ráð- ist í forvarnarfræðslu í skólum segir Alma þeim ekki hafa tekist það. Öll- um fyrirspurnum hafi þó verið sinnt. Hvað ráðgjafarstarfsemina varðar segir hún þær hafa verið með fjöl- marga ráðgjafa á sínum snærum en þeir hafi þó ekki fengið greidd laun. Greiddu upp persónulegar skuldir Alma segir það hafa verið erfitt að ætla að halda bókhald hjá Forma. „Styrkirnir komu héðan og þaðan og það var ekkert fyrsta árið. Þá vorum við komnar í persónulegar skuldir sem þurfti að greiða upp.“ Að sögn Ölmu greiddu hún og Edda Ýrr Ein- arsdóttir, stjórnarformaður Forma, sér aðeins 80 þúsund krónur í laun á mánuði eftir það. Í samtali við DV í síðustu viku sagði Alma að mestur hluti þess fjármagns sem Forma fékk hefði farið í húsaleigu, í að greiða fyrir auglýsingar og varning sem samtökin létu útbúa fyrir sig og fór í styrktarsölu. DV hafði aftur samband við Ölmu til að bera undir hana millj- ónastyrkina. „Við fórum líka utan og kynntum okkur starfsemi og flutt- um inn erlenda fyrirlesara. Við héld- um þrjú málþing og það kostaði sitt,“ sagði Alma sem virtist hissa á því hve háar upphæðir var um að ræða. Sinntu ráðgjöf á kaffihúsum Samkvæmt upplýsingum úr fyrir- tækjaskrá hafði Forma aðsetur á Klapparstíg 16 í Reykjavík. Alma stað- festi það í samtali við DV að samtökin hefðu leigt þar í fjóra mánuði, en það var skömmu áður en þau lögðu upp laupana í byrjun árs 2008. Hún segir húsnæðið hafa verið rándýrt. Þegar Forma hóf starfsemi höfðu samtök- in aðsetur í Hinu húsinu en það var einnig í skamman tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Hinu húsinu er leig- an þar mun lægri en gengur og gerist á almennum markaði. Á milli þess sem Forma var í Hinu húsinu og á Klappar- stíg fór starfsemin að mestu leyti fram á kaffihúsum borgarinnar og í heima hjá skólstæðingunum. Samkvæmt þessu mun Forma því í mesta lagi hafa greitt húsaleigu yfir árs tímabil og lága leigu hluta af því tímabili. n Forma fékk í það minnsta 9 milljónir króna í styrki á tveimur árum n Hvorki fjárhagsáætlun né bókhald hjá samtökunum n Greiddu leigu í að mesta lagi ár Átröskunarstyrkir fóru upp í skuldir Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Styrkirnir komu hér og þar og það var ekkert fyrsta árið. Þá vor- um við komnar í persónu- legar skuldir sem þurfti að greiða upp. „n Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins, 1 milljón króna. „n Styrkur frá Sparisjóðnum vegna styrktarátaks í geðheilbrigðis- málum, 21 milljón króna sem rann til átta félagasamtaka. Ætla má að Forma hafi því fengið rúmar 2,6 milljónir króna. Í samtali við DV sagði Alma þó að sig minnti að styrkurinn hefði ekki verið nema 800 þúsund krónur. „n Styrkur frá heilbrigðisráðuneyti, 200 þúsund krónur. „n Styrkur frá Soroptimistaklúbbi Grafarvogs,150 þúsund krónur. „n Andvirði sölu K-lykils Kiwanis- hreyfingarinnar,14 milljónir króna, runnu til BUGLs, Geðhjálpar og For- ma. Ef styrknum var skipt í þrennt má ætla að tæpar 4,7 milljónir króna hafi runnið til Forma. „n Styrkur frá Kiwanisklúbbnum Jörfa,100 þúsund krónur. „n Styrkur frá hvalaskoðunarfyrir- tækinu Eldingu. Upphæðin liggur ekki fyrir en á heimasíðu segir: „ Það er stefna Eldingar að þeir styrkir sem fyrirtækið veitir séu frekar færri og stærri heldur en fleiri og minni.“ „n Tónleikar á Nasa undir yfirskrift- inni Vaknaðu! Miðaverð á tónleik- unum var 3.900 krónur. Ef miðað er við að seldir hafi verið um 500 mið- ar og allir listamennirnir hafi gefið vinnu sína ætti ágóðinn að hafa verið tæpar tvær milljónir króna. Á tónleikunum voru jafnframt til sölu bolir til styrktar samtökunum. Styrkir til Forma árin 2006 og 2007 Milljónastyrkir Alma segir að hluti styrkjanna hafi farið í að greiða upp skuldir sem for- svarsmenn Forma stofnuðu til vegna vinnu við samtökin. H&N-MyNd GuNNaR GuNNaRSSoN Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Grill í Múrbúðinni – skoðaðu verðið! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum GAS GRILL 4 ryðfríir brennarar og hliðarplata. 14 kw/h. 48.000-BTU. Hitamælir. Kveikja í stillihnapp. Grillgrind er postulíns- húðuð. 44x56 cm. Extra sterk hjól v.gaskút. Þrýstijafnari og slöngur fylgja. 59.900kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.