Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Qupperneq 10
10 | Fréttir 22. júní 2011 Miðvikudagur Stjórnendur Sparisjóðs Keflavík- ur hundsuðu Fjármálaeftirlitið og tilmæli þess í kjölfarið á skýrslu eftirlitsins um sjóðinn í septem- ber 2008. Þetta kemur fram í úttekt PriceWaterhouseCoopers sem fyr- irtækinu var falið að gera í júlí 2010. Fyrirtækið vann úttektina fram í apríl 2011 og afhenti Fjármálaeft- irlitinu skýrsluna fyrir skömmu. Skýrsla eftirlitsins er mjög harð- orð í garð sjóðsins þar sem gerðar eru á sjötta tug athugasemda við stjórn sjóðsins. Virðist sem stjórn- endur sparisjóðsins hafi að mörgu leyti ekki sinnt tilmælum Fjármála- eftirlitsins. „Virðist stjórn Spari- sjóðs Keflavíkur ekki sinna eftirlits- hlutverki sínu með rekstri sjóðsins á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá 2008 sem DV hefur undir höndum. Í úttekt sem PriceWaterhouseCoopers gerði fyrir Fjármálaeftirlitið seg- ir að ekki verði séð að eftirlitshlut- verk stjórnar hafi aukist þrátt fyr- ir alvarlega athugasemdir FME á regluverki sjóðsins. Stjórn sjóðsins hélt áfram að vera að mestu í hönd- um Sparisjóðsstjórans Geirmunds Kristinssonar, eða þangað til FME skipaði tilsjónarmann inn í stjórn sparisjóðsins í júní 2009. Viðbrögð sparisjóðsins Eftir að FME gagnrýndi stjórn SpKef harkalega í skýrslunni í september 2008 réð sparisjóðurinn ráðgjafa frá Deloitte til að koma með tillögur að úrbótum og koma því í lag sem gerðar höfðu verið athugasemd- ir við af hálfu FME. Athugasemdir voru meðal annars gerðar við veik- leika í áhættustýringu, innri reglum sjóðsins og eftirlitshluverki stjórnar sparisjóðsins. Í framhaldinu voru settar nýjar reglur um áhættustýr- ingu innan sparisjóðsins, útlána- reglur voru uppfærðar og þá voru settar nýjar starfsreglur fyrir stjórn og erindisbréf fyrir sparisjóðsstjóra. Í erindisbréfinu koma fram skyldur sparisjóðsstjóra. Eftir þessa vinnu var ekki fjallað meira um skýrslu Fjármálaeftirlitsins eða hverju mætti breyta vegna skýrslunnar í stjórn sjóðsins. „Þrátt fyrir framan- greinda setningu reglna verður ekki séð að eftirlitshlutverk stjórnar hafi aukist þrátt fyrir mjög alvarlegar at- hugasemdir frá hendi FME á reglu- verk sjóðsins,“ segir í skýrslu PWC sem bendir til þess að lítið hafi breyst í innra eftirliti sjóðsins. Þor- steinn Erlingsson var formaður stjórnar sjóðsins þegar FME gerði athugasemdirnar við stjórn sjóðs- ins en auk hans skipuðu þeir Krist- ján Gunnarsson, Heimir Ágústsson, Birgir Þór Runólfsson og Björgvin Sigurjónsson stjórn sjóðsins. Eftirlitið veiktist eftir tilmæli FME Lánanefnd sparisjóðsins var gagn- rýnd af FME árið 2008 fyrir að setja sér ekki starfsreglur. Beint var til sparisjóðsins að setja slíkar starfs- reglur fyrir lánanefndina þar sem kveðið væri á um heimildir, und- irbúning ákvarðana og hvernig ákvarðanir væru teknar. Útlána- reglur sjóðsins voru óskýrar og var óljóst hvaða reglur væru þar í gildi. Í skýrslu PWC fyrir Fjármálaeftirlit- ið er tekið dæmi um að eftirlit innan sparisjóðsins hafi veikst í kjölfarið á athugasemdum FME. Reglum um lánanefnd var breytt í þá veru að hlutverk hennar væri að taka ein- ungis fyrir þau mál sem ekki voru ákvörðuð af Geirmundi Kristinssyni sparisjóðsstjóra. „Með þessu voru rýmkaðar heimildir sparisjóðs- stjóra með ákvörðun mála án sam- ráðs,“ segir í skýrslu PWC um sjóð- inn. Í skýrslu FME frá 2008 kemur fram að ekki hafi verið sett sérstök mörk á heimildir sparisjóðsstjóra. Honum bar einungis að tilkynna stjórn sjóðsins á næsta fundi um skuldbindingar sem sparisjóðurinn hefði gengist undir og farið hefðu yfir 10 prósent af eigin fé hans. Hlutverk stjórnarinnar „Einnig ber að geta þess að stjórn hefði átt að gera sér betur grein fyr- ir hlutverki sínu og henni hefði mátt vera ljóst að eftirlitshlutverki henn- ar var augljóslega ábótavant að mati FME,“ segir í skýrslu PWC um stjórn SpKef. Þar segir að það hafi reynt á ábyrgð stjórnar um eftirlit og fram- kvæmd áhættugreiningar á starf- semi sjóðsins í kjölfarið á banka- hruninu haustið 2008. Ljóst þykir að stjórnin hafi ekki verið að fá all- ar þær upplýsingar sem hún að lág- marki þurfti til að sinna hlutverki sínu. FME hafði gagnrýnt stjórnina harðlega í skýrslunni árið 2008 þar sem sagt var að frumkvæði og eftir- lit stjórnar væri í algjöru lágmarki. Það virðist því ljóst að stjórn Spari- sjóðsins breytti starfsháttum sínum lítið í kjölfarið á athugasemdum FME. Geirmundur stjórnaði Í skýrslu FME frá september 2008 er gerð athugasemd við að Geirmund- ur Kristinsson sparisjóðsstjóri hafi haft stjórn sjóðsins að mestu í sín- um höndum. Tekið var fram að setja þyrfti sérstök mörk heimilda sparisjóðsstjóra í útlánareglum sparisjóðsins þegar í stað. Eins og komið hefur fram virðist sem heim- ildir Geirmundar hafi verið rýmk- aðar eftir athugasemdir FME. Eftir athugasemdirnar tók lánanefnd sjóðsins einungis fyrir mál sem ekki voru ákvörðuð af Geirmundi. Þetta leiddi til aukinna heimilda Geirmundar sem sparisjóðsstjóra. „Sparisjóðurinn í Keflavík held- ur sjó í því ölduróti sem íslenska bankakerfið er í og engar meiri- háttar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni,“ sagði Geirmundur í október 2008 við Víkurfréttir.  Þessi ummæli hans styðja þær upplýs- ingar sem koma fram í skýrslu PWC sem benda til þess að litlar breyt- ingar hafi orðið á starfsemi sjóðsins þrátt fyrir alvarlegar og fjölmargar athugasemdir Fjármálaeftirlitsins í september 2008. Saknæm athæfi „Stutt getur verið á milli þess sem augljóslega telst ekki til venjulegra viðskiptahátta og þess sem hugs- anlega gæti verið saknæmt,“ segir í skýrslu PWC í ljósi þess að stjórn og stjórnendur voru undir mikl- um þrýstingi að sýna góða afkomu, tryggja fjármögnun og halda uppi virði sjóðsins. Þar segir einnig að ákveðin hætta sé á því að stjórn- endur hafi sniðgengið eigin reglur og reglur sjóðsins við þær sérstöku aðstæður sem upp komu í íslenska bankakerfinu haustið 2008. Ljóst er að það var ekki alltaf farið að lögum innan Sparisjóðsins og dótturfélaga hans því til að mynda kom í ljós við skoðun PWC að gerðabók hafði ekki verið haldin innan Víkur ehf., dótt- urfélags Sparisjóðs Keflavíkur. Slíkt á að gera samkvæmt lögum en þar sem gerðabók var ekki fyrir hendi gat PWC ekki rakið ákvarðanatöku innan Víkur sem vörðuðu hags- muni Sparisjóðsins. „Þrátt fyrir framan­ greinda setningu reglna verður ekki séð að eftirlitshlutverk stjórnar hafi aukist þrátt fyrir mjög alvarlegar athuga­ semdir frá hendi FME á regluverk sjóðsins. Rannsókn á málefn­ um sparisjóðanna Alþingi samþykkti þingsályktunartil- lögu 10. júní um að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd sem skal leita sann- leikans um aðdraganda og orsök gjald- þrots sparisjóðanna á Íslandi. Rann- sóknarnefndin á samkvæmt tillögunni meðal annars að meta starfshætti sparisjóðanna á undanförnum árum og skoða fjármögnun og útlánastefnu þeirra. Nefndin skal leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða og hverjir kunni að bera ábyrgð. Samkvæmt tillögunni á nefndin að skila forseta Alþingis skýrslu um rann- sóknina eigi síðar en 1. júní 2012 ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Hundsaði Fjármála- eftirlitið n Sparisjóðsstjórinn fékk auknar heimildir þrátt fyrir tilmæli FME um hið gagn- stæða n Eftirlit innan Sparisjóðs Keflavíkur veiktist eftir alvarlega skýrslu FME Heimildir Geirmundar Kristins- sonar til útlána jukust Þrátt fyrir athugasemdir Fjármálaeftirlitsins jukust heimildir sparisjóðsstjóra til útlána að mati PWC.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.